fimmtudagur, apríl 27

Afmæli afmæli ..

Stelpan á bara afmæli í dag.. orðin hvorki meira né minna en 22 ára gömul.
Spáið í þessu.... ég man eftir þegar ég var svona 9-10 ára og var einmitt að spá hvað það væri eiginlega mikið þegar ég væri orðin 20-20+ ára... pældi mikið í hvað ég væri eiginlega að gera þegar ég myndi ná þeim áfanga.. svo er maður kominn "hingað" og þá er maður nú ekkert að gera svo merkilega hluti hehe, bara orðinn eldri :) .. Fyndið hvað manni lá alltaf á að verða eldri, þegar maður var yngri.. algjör vitleysingur því það er lang skemmtilegast að vera bara lítill, carefree og bara allt svo einfalt eitthvað hehe ..
En það er fínt að vera 22 ára - samt langar mig ekkert að verða mikið eldri.. er etta ekki bara fínt svona? hehe jú ég held það bara :D

+ Sigrun bloggaði kl. 14:41 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, apríl 25

25. apríl er sérstakur dagur, því í dag hefði amma mín heitin orðið 73 ára gömul.. Til hamingju með það elsku amma... Eigðu fallegan dag uppí himnaríki með öllum hinum englunum ;****

Nú er ég byrjuð í ræktinni... ójá þið lásuð rétt !! .. Ótrúlegt en satt..
Námskeiðið byrjaði semsagt í gær og ég er bara hress á því og mæti kl.06:30 á morgnana.. og sko ótrúlegra en það að þá hefur ekkert verið neitt erfitt að vakna, allavega ekki í gær og morgun en kannski á það eftir að koma.. vona bara ekki.. Ég er allavega vel sátt og stolt af sjálfri mér hehe ;)

Ég get samt sagt ykkur það að ég er að FARAST úr harðsperum - I fool u not !
Ég hef nottla aldrei í mínu lífi æft neitt, hef alveg farið og prófað en ekkert workout þannig, svo það er alveg eðlilegt held ég... Svo finn ég að ég er engan veginn tilbúin að liggja í óhollustu því þar með væri ég nottla bara algjörlega að gefa skít í allt sem ég lagði á mig um morguninn og það ætla ég sko ekki að gera... Góðar breytingar í gangi :D

Listen to this - Hvaða svakalegi lúxus haldiði svo að þetta sé eftir hverja æfingu ? - ..
Ok við erum að tala um heita sturtu , svo bara í bikiníið og í heitapottinn í herðanudd - Verrí næs!.. Samt í mínu tilfelli hefur herðanuddið verið pínu vont en það er kannski bara útaf einhverri vöðvabólgu..
Svo eftir æfingu er það próteinsjeik - sem mér finnst ekkert voðalega góður heldur en hey.. þetta er hollusta and I'll just learn to like it !! ..

Jæja ég ætla að halda áfram að vinna..

+ Sigrun bloggaði kl. 13:42 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, apríl 22

GLEÐILEGT SUMAR!!!!

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá því að dúllan hann pabbi minn á afmæli í dag :D:D:D Þessi elska er svo mikið krútt, gæti ekki beðið um betri pabbaling en þann sem ég á , elska hann mest... :)
Hann var búinn að segja að við ættum ekkert að vera að kaupa neinar gjafir handa honum því hann vildi ekkert að við værum að eyða pening í hann, .. sagði að ef við vildum endilega vera að gefa honum eitthvað þá væri hann alveg til í stutterma-polobol haha :) - sjénsinn að við gæfum honum ekki gjöf tiss... við gáfum honum eitthvað svaka háþrýstitæki eitthvað haha.. Halldór veit aðeins meira um þetta en ég en pabbalingur var allavega rosalega sáttur... Svo var það bakkelsi í morgunmat og næserí..

Annars er ég búin að vera rosalega löt að skrifa... hef ekkert haft neitt merkilegt svosem að segja frá, ekkert meira en venjulega hehe...

Fór í ástandsmælingu, eða hvað sem þetta er kallað, í gær .. námskeiðið byrjar á mánudaginn og það má með sanni segja að mín þurfi að taka sig á ef einhver árangur á að koma af þessu..... - Ég , kókfíkillinn mikli, þarf því að láta af helstu ástríðu matarræðisins sem ég nærist vanalega á en það er kókdrykkurinn góði - ó mig auma.. hvernig á ég að fara að því?..
Allavega ástandsmælingin fór bara vel , var bara mæld og var þyngdin fín miðað við hæð , það sem þarf bara að leggja aðaláherslu á er að styrkja líkamann og mín þarf að taka matarprógrammið í tætlur!

Ég er abbó til ég veit ekki hvert þar sem dúllan mín hún Thelmuz er í USA .. samt rosalega happy fyrir hennar hönd að vera þarna því það er svo mikið æði :)- vá vá vá hvað ég væri til í að vera að missa mig í búðunum úti.. það er sko ekki leiðinlegt ! Vonandi gerir maður það bara seinna á árinu.. :D
Þegar ég kem heim úr skvízuferðinni í Portúgal þá er bara að byrja að safna fyrir næstu ferð ;)

Segjum þetta gott í bili.. hafið það gott um helgina ! :p

+ Sigrun bloggaði kl. 13:33 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, apríl 15

Mér varð á...

að smakka æðislega góða köku í vinnunni um daginn..
varð svo rosalega hrifin af henni, að ég gerði mér lítið fyrir og fór og keypti mér eitt stykki til að eiga heima...
er búin að japla á þessu frá fimmtudegi og núna er kakan búin.. kláraðist í gær... - Möndlu Marserína heitir kakan og ég sver það , ég er orðin verulega háð !! - En eins ógeðslega ósanngjarnt og lífið er þá mun ég mjög líklega ekkert gæða mér á þessari dásemd neitt meira , allavega ekki í eins skæðu magni og ég er búin að gera undanfarna daga - og why? .. - einföld skýring og eiginlega the story of my life - ég er með fokkans ofnæmi ... !!! ... Ég sver það .. ég er gráti næst ... ! Mæli með að þið hin smakkið hana ekkert, eða hafið það allavega í huga að þið gætuð orðið seriously háð !! Believe me,.. been there done that ! :(

+ Sigrun bloggaði kl. 15:58 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, apríl 10

NÝJAR MYNDIR ...

komnar inná myndasíðuna frá fermingunni hennar Hönnu Dóru..
sama password og áður ! ....

+ Sigrun bloggaði kl. 11:08 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, apríl 4

Trallala.....

Hvað segiði gott rúsínur ?

+ Ég fór í fyrsta prófið mitt í gær - hmm.. veit ekki alveg hve vel það gekk en auðvitað vonar maður það besta... með smá raunsæi þó..

+ Hitti frænkulinginn minn hana Thelmu í gær líka og hún er alltof æðisleg.. love her! Núna held ég barasta að þú fáir ekkert frið frá mér á næstunni hehe.. segi svona , ég skal ekki kæfa þig dúlla ! ;)

+ Ég fór með Evu og Láru í dag að klára að borga flugmiðann !
Svo núna er þetta alveg pottþétt dótarí, búið að staðfesta gistinguna og kaupa miðann , shiii ég hlakka svo til :D - Það er eins gott að maður fari ekki að verða veikur rétt áður, með minni heppni væri það nú alveg típískt! Krossa puttana að það gerist ekki!!

+ Ég fékk einkunn úr tíma-ritgerð sem ég gerði um daginn , og vá sko - það mætti bara halda að ég væri algjör breiní... haldiði að stelpan hafi ekki nælt sér í eina netta 9,5 á þetta :D:D:D Shit hvað ég var glöð! - Kennarinn sagði, áður en hann dreifði ritgerðunum, að margir hefðu verið með 5 , aðrir með 7 og svo aðrir sem náðu háu... - ég var for sure búin að bóka mig í hóp eitt, svo það kom skemmtilega á óvart þegar hún rétti mér blaðið og sagði : mjög gott hjá þér sigrún! .. mín sátt sko!

+ Ég byrja í ræktinni seinna í mánuðinum , vá hvað ég hlakka til .... Það eru örugglega MJÖG margir sem ég hef alltaf talað við um að byrja í ræktinni en aldrei gerist neitt - sko núna mun eitthvað gerast !!! :p

+ Ég hef ákveðið að taka "nýja stefnu" í lífinu, eða svona eilega en ekkert dramatískt sko haha... - ég sótti um aðra braut í skólanum, eitthvað sem ég held að eigi eftir að verða rosalega skemmtilegt og eins nýtast mér vel í því námi sem ég hef MIKINN áhuga á að fara í e-staðar úti.

+ Svo er ég rosalega ánægð og glöð því Eygló er kannski að fara að flytja suður.... PLÍÍÍS koddu og helst bara STRAX :D

Þetta var nú það allra helsta sem er búið að vera að ske í mínu lífi seinustu daga... nú þarf mín að fara að læra - sögupróf á morgun takk fyrir :S

+ Sigrun bloggaði kl. 19:30 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, apríl 1

Sigrún er búin að vera Miss-lazyass í allan dag :S - sem var nú ekki planið fyrir þessa helgi ... æ maður getur verið svo vitlaus...

Á fimmtudagskvöld bjallaði Láran í mig og leiddist svo ég skrapp til hennar með pizzu og við vorum bara að spjalla og eitthvað að vesenast í tölvunni.. voða gaman .. :D .. Ég ætlaði bara að stoppa í smá stund en endaði á að vera komin heim að ganga 3 um nóttina... - sem þýddi 3-4 tíma svefn og ég get sko sagt ykkur það að ég var ÞREYTT þegar ég vaknaði....
Anyhow... svo var bara venjulegur vinnudagur nema að ég var að vinna til 19 í staðinn fyrir 16 til að hjálpa til , en við vorum 2 lengst af að rífa niður úr öllum hillum allt dót og koma fyrir .. því eitthvað cleaning-team átti að koma í dag og taka allt í gegn......... vá þetta var sko púl, við vorum alveg búnar á því þegar klukkan sló í 19 um kvöldið.. úff púff haha..
Var svo fegin þegar ég komst heim til að fara í sturtu, vá það var OF þægilegt - svo var það matur og svo átti það bara að vera rúmið en ég drattaðist ekki í rúmið fyrr en eftir miðnætti.. sniðugt ha..

Er svo búin að vera lötust í dag... en gerði þó litluna mína svo sæta áðan.. gerði hárið á henni æðislegt með föstum fléttum og tígói og snúðum og svo nottla glimmer til að kóróna þetta... hún var OF sæt !!! :p

Núna ætla ég að fara að koma mér í að læra , ekki seinna vænna...

+ Sigrun bloggaði kl. 16:21 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda