fimmtudagur, mars 30

Hellú mæ beibís...

Ég er í góðu skapi !! Veit ekki af hverju , akkúrat þessa stundina, eða þessa dagana öllu frekar, er ég að læra undir próf - það er semsagt hægt að velja um það í Verzló hvort maður taki lokaprófin í apríl eða maí og mér fannst svo rosalega sniðugt að smella mér í prófin í aprílmánuði og vera búin í skólanum fyrir páska svo ég fer í próf á mán og mið í næstu viku! .. Vá hvað verður ljúft að vera búin !

Þegar prófunum verður lokið , þá stendur til að skella sér í aukavinnu af einhverju tagi , alveg sama hvað það er svo lengi sem það er peningur í því (og auðvitað skemmir ekki fyrir ef vinnan er skemmtileg..samt aukaatriði) ..

Við stelpurnar - ég, Lára, Eva og Aníta erum að fara Portúgal 6.júní og ég hlakka vel til .. þetta á eftir að verða rosa gaman.... svo erum við að spá í að keyra yfir til Spánar og skoða Sevilla og svona :D - og svo e.t.v. líka að kíkja yfir til Lissabon.. þetta verður fjör :D


Smá sýnishorn af hinu ljúfa lífi sem bíður okkar í júnímánuði ! :D

En núna er að vinda sér í lærdóminn :( - Þetta þýðir semsagt að það verður ekkert gert um helgina nema læra læra læra !! Ætla að skella mér uppí vinnu um helgina og lesa eins og mófó frá morgni fram á kvöld! Dulleg delpa :D


+ Sigrun bloggaði kl. 19:54 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, mars 29

Ég hef stundum spáð í því að hverju maður eigi eiginlega að trúa á Guð.
Sem barni var manni kennt að fara með faðirvorið og þegar manni líður illa er talað um að maður eigi að biðja til Guðs, að manni líði betur af því og að hann veiti manni styrk og þetta allt....
En af hverju erum við endilega á því að það sé einhver þarna uppi sem við erum að "tala við" ?
Af hverju að trúa á fyrirbæri sem maður hefur aldrei séð og hefur í raun enga sönnun fyrir að sé einu sinni til ?
Það er auðvitað falleg hugsun , ég myndi ekkert frekar en vilja trúa því að þarna uppi sé einhver sem passar uppá ástvini mína og annarra sem hafa yfirgefið þessa jörð en maður samt veltir þessu fyrir sér....
Eins er sagt að þeir deyja ungir sem Guð elskar mest - hver fann þessa setningu t.d. upp ? ..
Auðvitað er þetta á jákvæðan hátt sagt en af hverju samt að segja þetta ?
Svo er líka sagt að maður yfirgefi þennan heim og fari á betri stað - en af hverju á betri stað? .. Enn og aftur myndi ég vilja trúa því allra heitast að afar mínir og ömmur og ástvinir sem hafa dáið séu á fallegri stað þar sem þeim líður vel og laus við alla verki og allar þjáningar .. - en hvað er það sem fær fólk til að segja þetta.... við vitum þetta ekkert 100% - en þó vonar maður það auðvitað..


Ég hef stundum líka spáð með lífið ; það er svolítið eins og tölvuleikur eða bara einhver svona brúðuleikur... - Guð uppi á himnum (ef hann er þar) horfandi yfir okkur hin og ákveður hverjir eru úr leik og hverjir ekki .. ef honum sýnist þá kippir hann bara í spottana og ákveður hverjir halda áfram og hverjir ekki.... -

+ Sigrun bloggaði kl. 15:30 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, mars 28

Ótrúlegt en satt þá er ég lifnuð við á ný....
Þetta er búin að vera vægast sagt leiðinleg vika (seinasta semsagt) .. gerði lítið annað en að liggja uppí rúmi og glápa á Friends ! Enough of that !!


MJÖG skrítinn draumur sem mig dreymdi um daginn :

Mamma og pabbi voru semsagt að endurnýja brúðkaupsheitin eða eitthvað svona dót, og það voru minnir mig allir þarna.. amma og afi meiraðsegja ... ég auðvitað voðalega happy með það :) Svo daginn eftir erum við Lilja að skipuleggja eitthvað svona veislustöff og erum eitthvað að spá í hverjir verða þarna... og ég fer að spá hverjum ég eigi að greiða og farða og fer að spá hvort ég eigi að mála ömmu - ; Þá segir pabbi eitthvað á þann veg að það sé ekkert víst hvort að amma verði þarna, mamma hafi borgað miðlinum 500 kall fyrir að hún yrði í brúðkaupsdótinu....

Hvað þýðir svona rugl??? .. Ógí, þú mátt endilega spurja mömmu þína, man að hún var sniðug með drauma ! :D

En vá , ef lífið væri bara svo auðvelt - að maður gæti borgað einhverjum miðli fyrir að fá að hitta ástvini sína .. vá ég sakna ömmu og afa! :(

+ Sigrun bloggaði kl. 15:40 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, mars 22

Ég er aftur veik *grát*
Dagurinn í dag og gær einkenndist af hóstaköstum, snýtipappír og höfuðverkjatöflum - - já og ekki má gleyma rúminu mínu...
Pant ekki vera ég !!!

+ Sigrun bloggaði kl. 19:13 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, mars 18

Þetta myndi ég kalla hámark þess að vera dugleg skólastelpa..
en akkúrat þessa stundina sit ég uppá Þjóðarbókhlöðu og er að læra sögu. Ójá og það er laugardagur og ég var vöknuð and up and about kl. 10 - fékk mér kókglas með 2 klökum (NAMMMMMMMII) og ristaði mér beyglu og setti á hana smjör,ost og rifsberjasultu (mmmmm) .. Svo skellti ég Grey's Anatomy í tækið og horfði :D:D Þetta var yndislegur morgun.

Ég var samt ekki komin hingað fyrr en að ganga 14. og mun vera hér til 17 í dag svo ég er að spá í að hætta bloggblaðri og halda áfram með allar spurningarnar sem ég á eftir að svara, verður að klárast í dag því á morgun mun náttúrufræðin taka við !! :/

PS: Aggi , passwordið virkaði ekki , erum við að tala um sama húmorinn og seinast ?? haha :D

+ Sigrun bloggaði kl. 15:05 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, mars 17

Pirringur gærdagsins:

Fór að sækja kjólinn minn í Kultur en það þurfti e-ð að lagfæra hann..
Fer svo líka að sækja hringinn, sem Hans Ingi gaf mér í jólagjöf, úr minnkun..

Þegar heim er komið, kemur í ljós að ég er ekki ánægð með helv. lagfæringuna á annars flotta kjólnum mínum og hringurinn er ennþá, að því er virðist, í sömu stærð og áður.

Þetta þýðir semsagt áframhaldandi pirring í dag því ég þarf að pillast uppí Kringlu eftir vinnu og fara með þetta dót aftur... og þetta mun einnig verða pirringur í næstu viku þegar ég þarf að sækja dótið aftur.... - Oh isn't life just great ? -AAARRRGH!!!-


Pirringur dagsins í dag:

Hvað er málið með fólk í umferðinni nú til dags?
Hefur fólk algjörlega gleymt hvað það þýðir að nota STEFNULJÓS????
Djöfull fer þetta í taugarnar á mér, fólk stoppar útá miðri umferðargötu og svo alltíeinu beygir...

Og hvað er svo málið með fólk sem er gjörsamlega að drepast þegar það er að taka beygjur útá götu?.. - það er ekkert verið að drífa sig heldur er helst allur dagurinn tekinn í að taka helv. beyjuna !

Og síðast en ekki síst, hvað er fokkans málið með fólk sem sikksakkar um akreinarnar og er á kolrangri akrein miðað við þá beygju sem það ætlar að taka... - lenti í því í hádeginu.. einhver gaur er á hægri akrein.. alltí svissar yfir á vinstri (sem ég er á) og tefur mig þar.. svissar svo aftur inná þá hægri og beygir svo niður götu til hægri.. - hvað var hann að fokkast inná vinstri??
For god sakes - learn to drive people!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 16:08 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, mars 15

Ái...

... ég fékk svo vangefið mikinn verk í aðra kinnina í morgun - semsagt eitthvað tannholdsbólgu vesen or some... shiii hvað þetta var vont..
Þurfti því að kíkja til tannsa núna áðan, hef ekki farið í háa herrans öld því ég hata tannlækna - ekkert persónulegt..þetta er hinn fínasti maður sem ég er hjá.. - ég bara þoli ekki þegar þarf að gera við .... sprauta og svo kemur svo vont svona lyfjabragð eitthvað... gæti ælt sko !! Þoli heldur ekki hvað þetta lið er vangefið dýrt - ég meina common , þetta lið ofrukkar mann svo klárlega !

Hvað segir annars fólkið , .. ekki allir hressir ?
Ég er uppiskroppa með hvað ég get eilega sett inn hérna.. haha.. allavega eins og staðan er akkúrat þessa stundina... mig langar að borða en ég má ekki borða fyrr en kl. slær 20 .. interesting I know.. er meira að spá í að hætta að skrifa núna.. kem vonandi með e-ð öflugra á morgun ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 18:29 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, mars 12

Ósk mín skærasta
er að eignast kærasta
Ég veit um einn ágætan
og ægilega sætan

Ósk mín alltaf er
bara að hafa hann hjá mér
en þegar hann er feiminn
verð ég dreymin rjóð og heit

Og þegar ég sé hann í skólanum
þá fer mig strax að dreyma
Ég sendi honum póstkort á jólunum
en hann var ekki heima


Ósk mín ein og þrá
er að vera honum hjá
Mig langar hann að leiða
og hárið hans að greiða


Ósk mín er sú ein
að ekki komi stelpa nein
til þess að taka hann frá mér
Ég myndi ekki ná mér eftir það


Ok, þetta mun vera lag sem 10 ára frænka mín söng í e-um söngskóla sem hún fór í. Þetta var geggjað krúttlegt, hún spilaði lagið fyrir okkur familíuna af geisladisk sem þetta var sungið inná og voða gaman að hlusta á þetta. Spáið samt í textanum - þessir krakkar vita pottþétt ekkert hvað þeir eru að syngja um... svona frekar tregamikill texti, fyrir 10 ára gamla, sem er svo langt í frá að deyja úr ást á einhverjum strákum og velta því fyrir sér að ef sá strákur vill hana ekki þá fari hún í þunglyndi útaf því!

Ég man eftir því þegar maður var yngri, ég meina .. ég varð alveg skotin í strákum en það var ekkert alvarlegra en það. Ég dansaði minn fyrsta vangadans, 9 ára gömul , við strákinn í bekknum sem ég var alveg ofsalega skotin í. En það var aldrei neitt meira en það - maður var ekkert að hringja í þann sem maður var skotinn í og maður var svo alls ekki að byrja með þeim aðila 9-10 ára... En það virðist vera raunin hjá þessari litlu kynslóð í dag.... Mér finnst það persónulega of snemmt , .. litlir vangadansar á diskótekum eru í góðu lagi en mér finnst of snemmt í áruna tekið að vera komin/n með kærasta/kærustu þegar maður er ekki einu sinni kominn uppí gaggó-deild grunnskólans.. .. en á sama tíma er eitthvað svo ofurkrúttlegt og sætt við það :D:D


+ Sigrun bloggaði kl. 18:58 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, mars 11

Jæja hvað segiði þá gott?

Ætla að byrja á að mæla með að allir reddi sér disknum með Björgvini Halldórs, sem hefur að geyma öll gullkornin hans - þessi tónlist er svo dásamleg, ég viðurkenni alveg að ég fíla ekki hvert einasta lag en þau eru flestöll sem ég er alveg að dýrka í tætlur!

Ég veit ekki af hverju en ég er alveg einstaklega hamingjusöm þessa dagana, samt eiginlega ekki útaf neinu sérstöku ..
Samt svona nokkrir hlutir sem maður getur hlakkað til , ef þeir verða að veruleika :) ..
E.t.v. utanlandsferð með nokkrum stelpum í júní og svo erum við Thelma beibí mikið að spá í að skella okkur út í haust og ég er viss um að það verður allavega kreisí þar sem við erum svo kreisí haha :) segi svona.. og svo kannski gæti bara vel verið að við skötuhjúin skreppum á einhvern heitan stað seinnipart ársins svo það er mikið að láta sig dreyma um , en kannski ekki nema maður láti hlutina verða að veruleika ,.. leiðinlegt að tala um hlutina sem maður gerir svo ekki neitt í , .. en við vonum bara það besta hihi :p

Ég er að reyna að vera alveg öflugt dugleg í skólanum því ég stefni að því að taka lokapróf í náttúrufr. og sögu 2-5 apríl - væri alveg stök snilld að vera búin með þetta fyrir páska en ég verð þá líka að vera dugleg! :D
Svo er það íslenskuáfanginn sem ég fer alltaf í og hann verður kláraður fyrir páska - próflaus áfangi svo ég stunda hann vel og er dugleg með verkefni og annað til að klára þetta .... seinasti íslenskuáfanginn sem ég tek takk fyrir :D:D:D

Og fyrst maður er nú að tala um að vera duglegur , er þá nokkuð seinna vænna en að drífa sig í lærdóminn núna? .. I think not -
Hafiði það öll alveg rosalega gott um helgina og þið ykkar sem eruð að skoða síðuna megið nú endilega vera duglegri að commenta hjá mér, skemmtilegra þannig :) .. Og ef það eru einhverjir sem lesa þetta og þekkja mig ekki neitt , þá mega þeir alveg commenta líka , gaman að vita hverjir eru að fylgjast með manni ! :D

Ble

+ Sigrun bloggaði kl. 15:03 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, mars 8

Það er á hreinu..

.. mínir fallegu frændur þurfa ekki að hafa fyrir pósunum.. it comes naturally.. teik a lúkk ...

Við byrjum á Pálma.. hann svona startar þessu með svona meðal-flottum svip :


En Svavar... Svavar fékk nottla smá æfingu á djamminu okkar á afmælinu hans Halldórs, svo hann er orðinn aðeins meiri pro á þessu :



Þarf eitthvað að ræða þetta frekar? ..Er ekki bara frekar obvious að þetta er í fjölskyldunni og við þurfum ekki að hafa neitt rosalega fyrir þessu eins og hinn venjulegi meðalmaður?

Ein góð að lokum en Halldór sannaði það á góðu NASA djammi hérna einu sinni að hann er spassi og meiraðsegja aðeins umfram það..


Segjum þetta gott í bili..


+ Sigrun bloggaði kl. 23:05 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, mars 6

Ég fór í heilun áðan og mér líður ekkert smá vel..
Þetta er voða skrítið , maður var svona bæði og skeptískur á þetta dót en svo fer ég og svo opnar maður sig og talar og hún fer að segja manni með orkustöðvarnar, sem í mínu tilfelli voru flestar lokaðar og þetta var bara æðislegt.. ekkert smá relaxing og þægilegt.. ég ætla pottþétt aftur !!

Sigrún hamingjusama :D

+ Sigrun bloggaði kl. 19:47 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, mars 5


Ég ELSKA ELSKA ELSKA Copacabana !!!

+ Sigrun bloggaði kl. 16:39 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, mars 4

Which Laguna Beach Girl Are You?

Taylor


You are the pretty and loveable Taylor! You come across as the stereotypical Laguna girl however it isn't true. You have your friend's best interest in mind and people love you for it.


Og fyrir ykkur hin sem langar líka að prufa .. Go Ahead !!

Þið megið svo endilega deila með mér hver útkoman var og lýsingin á þeirri manneskju ! :D


+ Sigrun bloggaði kl. 16:10 +

~~~~~~*~~~~~~


Hve ...

mikil snilld er það að 3 ára gömul dúlla geti sungið lög með Madonnu ??
Mér finnst það alveg stórmerkilegt !!

+ Sigrun bloggaði kl. 13:56 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, mars 3

Bara svo maður skelli einhverju nýju hérna inn...

I'm officially sick :( - algjör pest sem er búin að ganga yfir mig og mér líður vægast sagt illa ! En ég vil ekki væla meira, það er annað fólk sem er mikið veikara en ég og á skilið að væla sem það gerir ekki og þá kemur það nú bara kjánalega út ef ég fer að væla - ekki satt? :)

Annars gerði ég nú eitthvað skemmtilegt í þessari viku áður en þessi fjárans flensa valtaði yfir mig - ég fór með Láru og Evu á kaffihús á þriðjudagskvöld og skemmti ég mér bara stórvel , alltaf gaman að hitta skutlurnar mínar , verðum totally að gera meira af þessu skvízur ;*

Núna ætla ég að halda áfram í eymd minni, þetta er ágætur dagamunur.. að liggja aðeins í tölvunni þar sem ég hef ekki haft nógu mikla rænu til að gera það síðastliðna daga.... GOD hvað er ömurlegt að vera veikur.. ég þoli það ekki.. liggur við að þetta slái við þynnkunni minni um daginn..-

.. jæja , vitiði , ég gæti röflað hérna endalaust áfram en ætla ekki að þreyta þau örfáu , sem kunna að nenna að lesa þetta , eitthvað meira svo ég segi bara BLE - hafiði það gott um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr !!!!!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 15:09 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda