þriðjudagur, febrúar 28

Mig langar að byrja á því að óska snillingnum honum bróður mínum til hamingju með afmælið í dag, en Dóri minn er hvorki meira né minna en þrítugur - - samt ekki þar sem hann er hlaupársbarn og á nú eiginlega ekkert afmæli í dag en það skiptir víst engu ;)

Takk fyrir að vera til .. elska þig mest og gæti ekki óskað mér betri bróður ;***


Nonni, Villi, Dóri & Gústi

Halldór hélt svo þrusu- afmælispartý á laugardagskvöld , sem var ekkert nema bara gaman.. Þvílíkt stuð á fólki og allir í rosa góðu skapi..
Eitthvað eftir miðnætti voru strákarnir svo sniðugir á því - Skítamórall byrjaði á að fá allt NASA með í afmælissöng fyrir Halldór og svo drógu strákarnir Halldór uppá svið þar sem hann tók með þeim ,,Farinn'' - Þetta var bara brilliant (video-klippur í myndaalbúminu)!


Eftir NASA fórum við nokkur yfir á Hverfis, sem var svona alltí lagi bara, .. ég drakk yfir mig svo ég endaði ælandi inná klósti og dreif mig að lokum heim með Hans Inga þar sem ég var totally í ruglinu þangað til daginn eftir.. - Semsagt þynnka dauðans ! - Kannski ekki skrítið, ég hef ekki töluna á því hve marga Bacardi í Sprite ég þambaði , svo bauð Pálmi frændi mér uppá staup, ég keypti mér þrusugóðan kokteil sem Lárulingur blandaði fyrir mig, Beta fulla rétti mér annan kokteil þegar ég var nýbúin með hinn og svo var það annar kokteill í viðbót á Hverfis.. - Gaman að þessu !!

Annars hef ég bara sjaldan skemmt mér jafn vel .. - mjög gaman að djamma með ættingjunum líka og snilld hvað allir voru í góðu skapi - mamma hress að dansa og pabbi kátur .. kannski svolítið áhyggjufullur að litlu stelpurnar hans væru að drekka og þá sérstaklega sú eldri hehe.. - Stóra prikið held ég samt að ég gefi Margréti , systur hennar mömmu , en hún stóð sig brilliantly í endalausum hressleika - , það var sko ekki vandamálið að fá hana til að dansa við næstum hvert lag á fætur öðru.. ;)

Eníhú.. a picture says more then 1000 words .. svo endilega tjékkið á bunkanum sem ég tók - Klikkið ->HÉR<- !!


+ Sigrun bloggaði kl. 15:01 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, febrúar 24

FLOTT . . .

I never promised you a ray of light
I never promised there?d be sunshine everyday
I'll give you everything I have
The good the bad...
Why do you put me on a pedestal?
I?m so up high that I can?t see the ground below
So help me down, you've got it wrong
I don?t belong there

CHORUS:
One thing is clear
I wear a halo
I wear a halo when you look at me
But standing from here
You wouldn?t say so
You wouldn?t say so if you were me
And I? I just wanna love youOh, oh I? I just wanna love you

I always said that I would make mistakes
I?m only human and that?s my saving grace
I fall as hard as I try
So don?t be blinded
See me as I really am
I have flaws and sometimes I even sin
So pull me from that pedestal
I don?t belong there


Ég er alveg að fíla þetta lag sko.. textinn flottur og þá sérstaklega í chorusnum.
Lagið er með gellunni úr One Tree Hill - Haley ... - Tjékk it át ... heitir Halo !

+ Sigrun bloggaði kl. 23:54 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, febrúar 23

Skrítið...

.. að það sé kominn fimmtudagur .. mér finnst tíminn svo fáránlega fljótur að líða , eiginlega bara allt of fljótur að líða..
Hans Ingi er á fullu að leita að leiguíbúð og það er alveg ótrúlegt hvað er mikið af skítaholum sem fólk er að auglýsa til leigu. Skoðuðum eina í gær og þetta var sko algjört skítapleis .. , honum finnst leiðinlegt að skoða íbúðir, I on the other hand er að fíla það - allavega svona spenningurinn ,,skyldi þetta verða eitthvað flott''-parturinn hehe..
Erum að fara að skoða eina í Kópavogi núna á eftir og ég sko er að krossa puttana að þetta verði frábært því ef ekki þá er minn maður að fara að flytja í Hafnarfjörðinn, og ég er ekkert að tala um eitthvað Hafnarfjörð nálægt Reykjavík-dæmi , aldeilis ekki.. við erum að tala um íbúð sem er einhverstaðar LEEEEENGST í Hfj.. - æla í hálsi takk fyrir.... - Allt nema RVK og Kóp er ekki að gera sig !!!!! .. allavega ekki fyrir mig :D

+ Sigrun bloggaði kl. 18:36 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, febrúar 21

Ég hef ......

pælt í einu oft...

.. fólk sem lifir á foreldrum sínum !!
Nú er ég ekki að tala um einhvern ákveðinn einstakling eða einstaklinga, heldur bara svona almennt að tala um þennan hlut -
Ég skil ekki fólk sem vinnur ekki með skóla, eða vinnur bara ekki yfir höfuð,og lætur foreldra sína borga fullt af hlutum fyrir það .. þetta er eitthvað sem ég á mjög mikið bágt með að skilja, því sjálf hef ég aldrei gert þetta og myndi bara ekki detta það til hugar. Ekki að ég sé að reyna að mála sjálfa mig eitthvað rosalega vel í þessu dæmi, en ef ég tek bara sjálfa mig sem dæmi þá hef ég unnið síðan ég var 13 ára og þegar hefur komið að fatakaupum og svona helling af dóti, kaupum á bíl og öðru eins, þá hef ég bara séð um það sjálf. Auðvitað kemur fyrir að maður fái lánað en maður að sjálfsögðu borgar sínar skuldir. Einnig gæti fólk sagt mig vera dekraða að því leyti til að faðir minn hefur ávallt verið mjög reiðubúinn að skutla mér hingað og þangað, auðvitað mest megnis í "gamla daga" en mér finnst þetta bara allt annar handleggur. Ég gæti t.d. aldrei hugsað mér að fara til útlanda á kostnað foreldra minna ; frekar myndi ég vilja að þau eyddu peningunum í utanlandsferð fyrir sig en ekki mig..

Æ þetta eru bara vangaveltur og smá skoðanir .. auðvitað eru ekki allir sammála um þetta eins og svo margt annað en þetta er allavega mín skoðun og hananú :D Allavega ferskt blogg á kantinum haha ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 19:40 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, febrúar 20

Það eru auðvitað engar fréttir að stelpur taka forever langan tíma að taka sig til... allavega flestar sem ég þekki, með nokkrum undartekningum þó.
Sjálf á ég örugglega metið í að vera lengi að taka mig til, reyndar er ég enga stund að taka mig til dagsdaglega nema eitthvað stórt standi til, en fyrir djammið getur þetta tekið allt uppí 3 tíma .. ég er ekki að djóka :S - Samt sko myndi ég segja að það væri frekar 2 tímar , en þó hefur það alveg gerst að ég læðist uppí 3 ..
Vegna þessa missi ég oft af partýum og gerist beilari - (Eva hefur fengið að kenna á því tvisvar núna..sorrý) ..

Aðalspurningin er, hver svo sem þú ert : Hvað tekur það ÞIG langan tíma að taka ÞIG til ??

+ Sigrun bloggaði kl. 00:21 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, febrúar 17

ÆÐI....

hefur gripið okkur hérna í vinnunni , já æði segi ég ... Prince Polo er nú komið hérna í bæði húsin sem ég vinn í og við erum orðnar svo sjúklega háðar þessu, allavega hér í öðru húsinu, að við jöpplum á þessu drasli hér á hverjum degi... - BEst er að taka skammtinn um 15-15:30 leytið því ef ég tek hann fyrr þá gleypi ég annað á fyrrnefndum tíma. Spáið í því , á rétt rúmlega viku - 9 dögum .. hefur okkur 5 tekist að klára heilann Prince Polo kassa sem inniheldur 35 stk. Þetta er sad, þetta er sick og það sem meira er - þetta er totally true :S ... En það er ekki sjéns að við hættum , nýr kassi verður keyptur á helginni takk fyrir takk !!

Annars er ég þessa stundina að hafa það alveg úber kósý og fínt hérna í vinnunni, búin með Prince Polo skammtinn og bara nokkuð sátt með lífið og tilveruna hehe ;)
Hlakka samt til að komast heim , drífa mig í náttfötin og vera löt yfir Glæstum og Nágrönnum :D:D

+ Sigrun bloggaði kl. 15:02 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, febrúar 14

HMMM....

Hvað er málið með óléttar stelpur þessa dagana??
Mér finnst einhvern veginn vera svo margar sem eiga von á sér, bara gellur á mínum aldri og jafngamlar..
Heyrði í Hönnu Báru áðan og skottan á von á sér 5.ágúst .. vá hvað ég er ánægð fyrir hennar hönd :) .. Þetta er samt svo skrítið, mér finnst eins og það hafi bara verið í gær sem við vorum eitthvað að gelgjast og hafa gaman og djamma og vera vitlausar hehe :) En tímarnir breytast víst og við þroskumst nú og svo kemur að þessu barnastandi ... -

Samt sko, jafn spennt og ég er yfir barnamálum vinkvenna minna þá er ég samt svo engan veginn sjálf á því að fara að eiga börn neitt á næstunni , en aldrei að segja aldrei - en samt , ef ég fæ einhverju ráðið þá eignast ég ekki beibís fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ár , ég er alltof mikið barn sjálf ennþá til að meika að eignast eitt stykki nærri því strax :)

Segjum þetta gott í bili ..

+ Sigrun bloggaði kl. 20:39 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, febrúar 12

Við vorum að spjalla um hitt og þetta, ég og ein uppí vinnu, og svo fórum við eitthvað að tala um vináttu ... og mér fannst mjög merkilegt það sem hún sagði , ég man það ekki orðrétt en það var á þá leið að það væri einhver málsháttur sem sagði að þú getur vitað helling um manneskju með því að líta á vini hennar og taka eftir því hvernig vini sú manneskja velur sér (þetta var ekki svona orðrétt en samt sem áður innihaldið) ..
Mér finnst ansi mikið til í þessu og fór svona að pæla í svona nokkrum aðilum og hvernig vini þetta fólk velur og þetta var.. jahh.. ég veit ekki hvað ég á að segja.. en allavega meikaði þetta sens!

Er búin að vera sama sem vangefin á hægri hendi undanfarna daga en ég nagaði nöglina á þumalputta svo hressilega uppí kviku að hún hefur sama sem ekkert verið nothæf.. - en hún er öll að koma til..öll að koma til!!

Las gamalt DV áðan og sá MJÖG svo athyglisverða grein um hjón sem virðast hafa mjög sérstakan lækningamátt. Þau telja sig t.d. geta læknað krabbamein og HIV .. og sá ég meðal annars einn vitnisburð þar sem kona ein hafði þjáðst af krabbameini svo árum skipti og læknaðist eftir að þau höfðu meðhöndlað hana.
Endilega allir að fara inná vefinn þeirra og lesa það sem þar stendur !!
Ég trúi sterkt á þetta !!!!

Ætla að fara að læra . . . - eða ekki - ég sé til . . . ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 16:34 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, febrúar 11

Jæja.. það er kannski kominn tími á nýtt blogg -

Ég verð að segja ykkur frá pínu bögg-reynslu sem ég hef orðið fyrir í skólanum.
Ok , það er semsagt þannig að ég er að taka 2 áfanga í fjarnámi frá Verzló og svo er ég að taka 1 áfanga í Iðnskólanum sem ég mæti alltaf bara í..

Ok.. í fyrsta tímanum sem ég mætti í tók ég eftir því að kennarinn, sem í þessu tilviki er kona, virðist vera voðalega hrifin af hópavinnu. - hint-> ég hef aldrei og mun aldrei þola hópavinnu !!! - Eníhá, þar sem ég kom ólesin þá var ég svo "óheppin" að fá ekki að svara spurningum í hóp heldur lesa fyrst og svara svo ein... - ég var meira en sátt.

Í öðrum tíma mæti ég og ég tek eftir því að kennarinn þylur sömu setningu og í seinasta tíma : ,,Hvar eru hóparnir krakkar... í hópana...'' - ég hélt nú ekki - sagðist ekki vera búin að lesa og þarmeð fékk ég að leysa mitt verkefni sjálf.

Í þriðja tíma sé ég að þetta verður ekkert flúið, ég get ekki í hverjum tíma sagst vera ólæs því þá verð ég auðvitað talinn algjör slugsi af kennaranum, .. og þarmeð var ég látin í hóp með annarri stelpu.. - alltí lagi svosem en ég var ekkert háð henni með mín svör, svaraði bara og þurfti ekkert að biðja hana um samþykki við hverju og einu.. en hún virtist þurfa að spurja mig helling!

Í fjórða tíma sest ég bara við hliðiná henni og hún segist vera lesin .. en ég var það ekki ! .. Við förum að svara spurningunum, og miðað við manneskju sem átti að vera búin að lesa kaflana þá virtist hún þurfa ansi mikinn stuðning frá mér. Ég svara bara spurningunum með ansi mörgum truflunum frá stelpunni, og sjæsen hvað ég var orðin pirruð ! - Svo þegar maður var búinn með spurningarnar þá átti bara að sýna kennaranum og þá mátti maður fara ... -
Þegar hún sér að ég er farin að taka mitt dót saman þá fer hún að spurja hvort við getum ekki sagst vera með sömu svörin..... , sko hún var ekkert búin að leggja af mörkum - þetta var allt MÍN VINNA !!!!!! Ég náði einhvern veginn að koma mér frá þessu og sýndi kennaranum og fór svo út...

Í fimmta tíma : Ég kem að skólanum og rekst á stelpuna fyrir utan - stelpan virtist ekkert voða sátt... lítur á mig og strunsar svo framhjá mér - Ég fékk á tilfinninguna að umrædd stelpa væri með þroska á við grunnskólakrakka - Hvað er málið ? Fer inn og þá kemur í ljós að kennarinn er veikur...

Í sjötta tíma : Nei ekki að ræða það - ég sest ekki við hliðiná stelpunni aftur..
Ég voða klár, fljót með mínar spurningar... hún situr fyrir framan mig og ég sé að hún er ekki búin að svara stakri spurningu... -

Conclusion ::: Ég HATA hópavinnu - þetta sannar mál mitt enn og aftur... hópavinna er fyrir fólk sem klárlega nennir ekki að læra og hagnast á annarra manna vinnu... Og einfaldlega til að skemma fyrir þeim duglegu !!!!! Pirripú !

PS: Hvernig er ekki hægt að vita hvað setningin -framvinda mála- þýðir ???
Eða eða eða.... hvernig er ekki hægt að vita hvað orðið misvitur þýðir ???
FOR GOD SAKES !!!!!!!!!!!!!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 15:51 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, febrúar 6

Hafiði ekki séð það í svo ótalmörgum bíómyndum og þáttum , að þegar fólk virðist vera gjörsamlega að kafna í eigin sálarkreppu og dapurleika, þá virðist trickið þeirra vera að hjakka í sig ís....

Ég ætla hérmeð að staðfesta að þetta virkar - McFlurry var minn sálarbætir, eða hvernig sem þið viljið orða það, í mínu þunglyndi núna seinasta hálftímann.. núna er ég að verða góð og er að spá í að klára ísinn minn yfir Sex And The City.. :D

+ Sigrun bloggaði kl. 22:45 +

~~~~~~*~~~~~~


Klukkuð af Helga ,
so here it goes :


4 störf sem ég hef unnið um ævina:

* Pizza 67 , símadama
* Kántrýbær , afgreiðslu-og þjónustustörf
* Topshop , verslunarstörf
* NASA , bali og eldhús


4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

* Clueless
* My Best Friends Wedding
* Sound Of Music
* Home Alone 1-2


4 staðir sem ég hef búið á:

* Breiðholt
* Kringluhverfi (103 Rvk)
* Bústaðahverfi
* Bústaðahverfi


4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

* Friends
* Sex And The City
* Nip Tuck
* O.C.


4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

* Köben
* Svíðþjóð
* Glasgow
* Baltimore, USA


4 heimasíður sem ég skoða daglega:

* visir.is
* blog.central.is/thelmysig
* b2.is
* Nokkrar aðrar úr tenglasafninu-misjafnt hvaða....


4 máltíðir sem ég held upp á:

* DEVITOZ
* McDonalds
* Pastaréttirnir sem mamma býr til
* Hamborgarhryggurinn á aðfangadag


4 bækur sem ég les oft:

* Ég les sama sem ekkert, og varla einu sinni skólabækurnar svo að..


4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

* U.S.A
* Spánn
* U.S.A
* Spánn


4 manneskjur sem ég ætla að klukka:

* Thelma
* Sandra
* Þórunn
* Thelma Dögg

+ Sigrun bloggaði kl. 15:01 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, febrúar 5

Hve æðislegt .......

... væri það að búa á þessum stöðum og ganga e.t.v. í skóla..

Los Angeles

New York

Miami


Ég er semsagt með USA alvarlega á heilanum eins og þið kannski sjáið... mig svoleis dreymir um að búa þarna einn daginn .. hopefully I will :D:D

Svo væri ég sko til í að skella mér til Skotlands og prófa að búa þar í einhverja mánuði og vinna bara ..

Glasgow

Það var eitthvað við Glasgow sem var svo heillandi.. ég ætla pottþétt þangað aftur !

- - - - - - - - - -

Ég las á einu bloggi áðan , eitthvað með að sú manneskja hefði tekið þá ákvörðun að hætta í skólanum, þessi manneskja sagði að það væri nægur tími til stefnu til að klára skólann (ég tók þessu sem stúdentsnáminu) og að hún/hann vildi klára skólann þegar löngun væri til , ekki að pína sig til að klára þetta og þar af leiðandi vera að drepast úr leiðindum á meðan -

- verð að segja að þetta fannst mér vera svo talað frá mínu hjarta, nema ég er að taka einhverjar einingar í fjarnáminu en ég get ekki sagt að það sé einhver gríðarlegur áhugi fyrir hendi - mest myndi mig langa til að beila á þessu og fara að gera það sem MIG LANGAR AÐ GERA - en ég hef alltaf pínt mig áfram á þessu ógeði af því mér finnst ég þurfa að klára þetta .. - en svo er spurningin - maður veit aldrei hvað maður á langan tíma eftir - á maður að eyða bestu árunum sínum í að gera eitthvað sem mann langar ekkert til þess að vera að gera ? - Á maður ekki frekar að gera það sem maður hefur áhuga á og langar virkilega að gera ? -

Semsagt stóra spurningin er :
Á hjartað að ráða för eða skynsemin ?


+ Sigrun bloggaði kl. 19:25 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, febrúar 4

Hey beibís..

Við Lilja skelltum okkur í leikhús í gærkvöldi -
Fórum að sjá Carmen og verð ég bara að segja að þetta var geggjað flott sýning.... mikið um söng og dans .. mæli með að fólk kíki á þessa áður en verður hætt að sýna !!

Eftir smástund ætla ég að smella mér til Hans Inga en þetta krútt er svo sniðugt að hann er að fara að elda fyrir mig kjúkling og meðlæti - soo sætur hehe :) Svo ég segi þetta gott í bili ..

PS: Einhver Sigrún Edda Jónsdóttir (svo gott sem alnafna mín með föðurnafni líka) í einhverju prófkjöri - var bara að heyra þetta akkúrat núna í fréttunum - go Sigrún hahahaha :p

+ Sigrun bloggaði kl. 18:32 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, febrúar 3

NAMMI NAMM !!

Ég er farin að verða virkilega hrifin af McDonalds - sko crazyhrifin...
Þó ég sé að éta þetta uppá liggur við hvern einasta dag þá vottar ekki fyrir ógeði eða leiða - gott það ! Ætla samt að taka það fram að þetta ekki ekki á hverjum degi - ég tek bara svona til orða, þetta er allavega mjög oft, lágmark einu sinni í viku. Ég er nú samt ekki jafn hrifin af McDonalds og ég er af Devitoz - neiiii..- það er enginn að fara að replace-a þá snilldarelsku !!


Allavega.. ég fór að fæ þessa þvílíku kreivíng, í macarann, í gær .. og auðvitað gat ég ekkert bara hætt að pæla í því.. - heldur þegar kl. er 4 mín í lokun skutlast ég til að kaupa... - og til hamingju ég , ég náði að verða seinasti viðskiptavinur dagsins - ... geri aðrir betur haha :)

+ Sigrun bloggaði kl. 11:56 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, febrúar 2

NEIBBZ


+

=

Ekki góð blanda !!!

Allavega ekki fyrir snillinga eins og mig - af einhverjum fáránlegum, óútskýranlegum ástæðum náði ég að hella yfir lyklaborðið á lapparanum - Eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast fyrir mig , bara annað fólk ! !


+ Sigrun bloggaði kl. 09:45 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda