|
|
|
föstudagur, desember 30
Jæja bangsarnir mínir... ... kannski kominn tími til að skrifa eitthvað á þessa blessuðu síðu mína..Ég átti alveg yndisleg jól með fjölskyldunni minni og er ekkert smá ánægð með jólin bara yfir höfuð... ég er samt alveg á því að þau hefðu mátt vera lengri.. þetta var bara rétt ein helgi + reyndar mánudagurinn sem ég var í fríi.. - Ég fékk alveg helling af rosalega fínum gjöfum og gæti bara ekki verið sáttari, ég er oftast svo hugmyndasnauð þegar kemur að því að koma með óskir að jólagjöfum en ég gat bara ekki verið ánægðari með það sem ég fékk :D - Svo var Hans Ingi minn SVOOOO sætur í sér, gaf mér mjög flottan jakka með svona feldi.. og svo kom hann mér algjörlega á óvart með ekkert smá sætum hring... ohh ég elska þetta gull svo mikið ;* ... M&P gáfu mér Puma skó og náttboli sem ég er að fíla í tætlur.. Lilja gaf mér ÆÐISLEGA skó og Halldór gaf mér FLOTTUSTUUUU peysu úr Blend.. I LOVE IT... svo fékk ég gjafakort sem ég get eytt í Smáralind frá Írisi og Guðjóni, not bad I might add! - og svo gaf Edda frænka,Jón og Hanna Dóra mér svona íslenskt handverkt.. rosalega falleg mynd sem ég var ekkert smá ánægð með - ég ELSKA að fá svona hluti sem maður getur átt endalaust og skreytt svo herbergið (og síðar heimilið) með ;)Jólin gengu sinn vanagang.. vorum heima á aðfangadag við familían og svo opnaðir pakkar.. Gyða Stefanía kom eftir mat frá mömmu sinni og opnaði pakkana með okkur.. algjört rassgat:) Á jóladag komu öll systkinin í mat...verí nice.. Svo á annan í jólum fórum við í jólaboð til Margrétar frænku og var það alveg æðislegt.. ég elska annan í jólum af því þá hittist öll familían hennar mömmu og það er svo notalegt :) Svo seinna um kvöldið fórum við Lilja með Söndru frænku í bíó.. skelltum okkur á myndina Family Stone og var hún bara mjög skemmtileg.. svoldið sorgleg á köflum en góð engu að síður.Í gær átti Sigurgísli frændi . . a.k.a. Sízli .. afmæli og varð kallinn 24 ára og óska ég honum hjartanlega til hamingju með það... ;)Núna ætla ég að halda áfram að vinna . . ég er með helling af myndum til að skella inn á þessa blessuðu myndasíðu mína,.. eins og t.d. Ameríkumyndirnar sem ég hef verið forever að koma inn .. og svo auðvitað jólamyndirnar - en eins og vanalega geta eingöngu þeir, sem password hafa, skoðað þær :DJólastelpan kveður í bili !!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:33 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, desember 24
 GLEÐILEG JÓL OG HAFIÐ ÞAÐ YNDISLEGT YFIR HÁTÍÐARNAR.
KNÚS - SIGRÚN JÓLASTELPA ;**
+ Sigrun bloggaði kl. 13:38 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, desember 22
Ég sá . .
þetta á síðu hjá vinkonu hennar Söndru og ákvað að prófa að taka krossaprófið sjálf og sjá hvað kæmi útúr því :D
WHAT AGE DO YOU ACT ?
You Are 19 Years Old
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
JAHÁ - Þar hafiði það !! Þeir sem hafa áhuga á að prófa slíkt hið sama, HÉR er slóðin og endilega deilið með okkur hinum hver útkoman var ! :D
+ Sigrun bloggaði kl. 18:43 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, desember 21
Það eru að koma jól.... .. og ég á eftir að gera hluti sem ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að gera..Þetta er nú samt ekkert stress.. en jahh.. jú - sko ég á eina jólagjöf eftir sem er bara alltí lagi.. ég myndi nú fara í stress ef þær væru fleiri , . . . EEN svo hinsvegar eru öll jólakortin eftir , sem ég ætlaði btw að vera búin að skrifa í byrjun desember svo ég myndi ekki þurfa að skrifa þau svona á seinustu dögum fyrir jól (eins og er að fara að gerast) !Ahh.. ég hlakka svo til jólanna - .. fyrir mér eru jólin svo fallegur tími og það sem ég held mest uppá við jólin er að gleðjast og eyða góðum tíma með fjölskyldunni,.sem er það allra dýrmætasta sem maður á !Svo er annað . . ég skil ekki fólk sem þarf að fara útí fáránlegar öfgar þegar kemur að jólapökkum..það er eins og fólk fari í einhverja keppni með að eyða alveg ótrúlega miklum pening í gjafir eins og það sé það sem skiptir máli - hvað hluturinn kostar - í staðinn fyrir að það sé hugurinn sem skiptir... - Æ ég fatta þetta ekki !!Útí aðra sálma . . . Hjá þessari fallegu ungu dömu snýst allt um BRATZ þessa dagana - hún gjörsamlega dýrkar þessar dúkkur og í hvert skipti sem maður spyr hana hvað hún vill nú fá í jólagjöf þá kemur frá henni með svo sætri og skrækri röddu : .. ,,uuu.. bara bratz'' - algjör snúlla... Svo er jólasveinninn búinn að vera rosalega góður við hana og gefa henni BRATZ tösku með sokkum í og BRATZ vettlinga.... . - þegar ég kom heim í gær kallaði hún strax á mig og ég fer inní stofu til hennar ,.. þá segir hún : ,,Sjáðu hvað jólasveinninn gaf mér....'' - þá var hún í BRATZ náttkjólnum frá pabba sínum, klædd í BRATZ sokkana og vettlingana og hélt á BRATZ töskunni.. þetta var of sætt líka hvað hún var svo stolt af þessu öllu :) - Það þarf víst ekki of mikið til að gleðja lítil sæt hjörtu :)
+ Sigrun bloggaði kl. 09:40 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, desember 15
EGÓ-SKOTIÐ !!!!!!!!!!!Sá þetta á einni bloggsíðunni svo ég ákvað að láta vaða.. hehe koma svo pípúl..Commentaðu nafnið þitt ef :ég er þér einhvers virði / þú þekkir mig /ég hef einhvern tímann verið þér einhvers virði /þú hefur einhvern tímann þekkt mig /þú lest bloggsíðuna mína en þekkir mig ekkert .............. og túlkaðu hverja spurningu eins og þú kýst, svarandi með ítarlegum svörum ..... OG :1. Segðu mér hvert var þitt fyrsta impression af mér.2. Segðu mér 3 hluti sem eru jákvæðir við mig.3. Segðu mér eitthvað um mig sem þú hefur aldrei sagt mér áður.4. Segðu mér hvernig týpa ég er.5. Segðu mér 3 hluti sem eru skrýtnir við mig.6. Láttu mig vita hvernig okkar "samband" er.7. Komdu með einhverja setningu sem bara ég og þú getum lagt skilning á.8. Segðu mér eitthvað eða spurðu að hlut sem þú hefur velt fyrir þér um mig.9. Segðu mér hvað það er við mig sem þú metur mest.10. Komdu mér á óvart með einhverju sem þú manst um mig.11. Segðu mér eitthvað sem ég veit ekki að þú veist um mig. 12. Segðu mér hvað þér finnst um mig.Nú veit ég ekkert hverjir eru nákvæmlega að skoða síðuna en mig hlakkar soldið til að sjá hverjir munu láta "ljós sitt skína" ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 22:37 +
~~~~~~*~~~~~~
"Amma" kennir ykkur að totta -
+ Sigrun bloggaði kl. 17:22 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, desember 14
Hérna.. kemur það sem mínar yndislegu vinkonur svöruðu um mig .. Spurningalistinn:1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig 4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér 5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á 6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þigThelma frænka svaraði svona :Sigrún Luckywonder 1. þú ert algjör snillingur:) 2. án vafa barbie girl(",) 3. þú ert jarðaber4. ...ótrúleg hún frænka mín!!! 5. litla sæta mús 6. er það í ættinni að vera svona mikil týpa??Ósk svaraði svona :1. það er gaman að rifja upp með þér. Þú manst allt sem er þess vert að muna. 2. blue - all rise (við syngjandi á fullu uppí rúmi manstu!) og páll óskar að sjálfsögðu, sérstaklega með dönskum texta 3. hmm lyktin er allavega angel ilmvatnið þitt! en jú, pink cat held ég barasta og bols blue! 4. hehe það var á '67 þegar við vorum búnar að blaðra um alla stráka í heiminum minnir mig ég, að þú snerir þér við og ég sá miðann á brjósthaldaranum þínum í gegnum bleika efnið 5. eitthvað rosalega lítið, dúllulegt, stóreygt, cuddly, góð lykt af og stækkar aldrei 6. hmm ég spyr þig nú oftast beint ef það er eitthvað! eeen hér kemur ein, hvenær fæ ég að sjá kærastann þinn?? hann er til í alvörunni ekki satt?? Begga svaraði aðeins öðruvísi lista..1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig 4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig 5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér 6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á 7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þigsvona :1. Þú ert alltaf hress og kát og síbrosandi! 2. Humm, ætli það sé ekki bara eitthvað partýlag síðan á reunioninu :) 3. Jarðaberjabragð 4. Trylltur dans á Nasa! :) 5. Það var í Réttó baby! :) 6. Þú ert íkorni 7. Hvenær verður svo eiginlega saumó?? :). . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Takk fyrir falleg orð stelpur - rosa gaman að lesa þetta :)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:03 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, desember 12
Eins og ...svo oft áður var ég að panta pizzu núna bara rétt í þessu.. - jæja.. ég er farin að kannast við einstaklinginn sem svarar í símann og hann er ekkert að safna neinum punktum hjá mér sko,.. ekki nema þá fyrir hvað hann er alveg einstaklega tregur..... ég hef lent í honum nokkrum sinnum og hann heldur áfram að koma mér á óvart.. , .. ég hélt meiraðsegja eitt skipti að ég væri að panta hjá einhverjum útlendingi sem væri nýbyrjaður.. - svona minniháttar díteil eru að misreikna hvað ég á að fá í afgang og að gleyma að láta mig fá kókið sem fylgir tilboðinu sem ég kaupi alltaf...ennnnn..hann toppaði allt saman núna rétt áðan...hann spyr hvað ég vil á pizzuna og virðist ná því alveg...jæja svo spyr hann mig að nafni og ég segi mitt nafn .. neinei.. þá kemur okkar gaur með : mera?ég nottla bara : ha?hann : hvað er nafnið?ég : Sigrúnhann : mera?ég : SIGRÚÚÚNhann : ok , .. tilbúið eftir kortérHvað er málið ?? Hvernig er hægt að vera svona tregur???Hann hefur misskilið nafnið mitt nokkrum sinnum áður og haldið mig segja Hugrúnu,.. ok hann sleppur með það en þetta áðan var nottla ekki heilbrigt!Ó well - off to get my pizzaria :D:D
+ Sigrun bloggaði kl. 12:39 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, desember 9
Comentaðu nafninu þínu og..
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig 4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér 5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á 6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig 7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt
Hildur gella svaraði svona um mig á sinni síðu og mér ber nottla skylda að setja það á bloggið so here it goes :
1.Topshop gellan mín. 2. Eitthvad popp lag.. 3. Djúsí Ananas hehe. 4. Þegar við vorum að vinna saman í Topshop og urðum algjörar kjaftavinkonur.. elskuðum að tala um allt hehe.. 5. Kanínu. 6. Hvenær er svo hittingur elskan ? Miss you!
+ Sigrun bloggaði kl. 12:20 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, desember 5
HAHAHAHAHAHA Þið VERÐIÐ að klikka HÉR og horfa á þetta.. þetta er ALLTOF fyndið!!!! Ég hló og hló að þessu :)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:59 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, desember 4
AMERÍKA !!!! Ætli sé ekki kominn tími á smá blogg. Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki búin að vera í neinu svaðalegu stuði til að setjast niður og skrifa ferðasöguna, þó svo að það sé frá mörgu skemmtilegu að segja, bara hef ekki almennilega fengið mig til þess.. ENNNN ætli maður láti þá ekki bara vaða fyrst það eru nokkrir æstir aðdáendur þarna úti sem bíða eftir að maður driti niður nokkrum orðum ;)Föstudagur 18.nóv Lögðum af stað útá flugvöll þegar klukkan var um 13 leytið.. - Strax nottla farið og verslað helling af snyrtivörum og sonna inní fríhöfn.. ohh það er of gaman!Fengum okkur að borða og svona .. svo þegar við erum búin að fara í gegn e-s staðar og þurfum að fara í gegnum e-ð aftur þá kemur barasta í ljós að klukkutíma seinkun er á fluginu.. ohh við vorum ekki að nenna því.. - en tíminn var nú ekkert svo lengi að líða .. Flugferðin gekk svo bara vel..Svo þegar út er komið (kl.svona 20 að staðartíma) beið Habba krútt eftir okkur og Johnny útí bíl... Byrjuðum strax á að keyra inní Baltimore og á hótelið, en pælingin var að losa sig við töskurnar og fara svo og fá okkur að borða og keyra aðeins um. Þegar við komum á hótelið, Days Inn, fáum við að vita það að hótelið er ofbókað og við þurfum að fara á annað hótel yfir þessa einu nótt... jeyyyy... þetta var ekki alveg að vekja kátínu þar sem við vorum búin að fara með allar töskurnar inn og þurftum semsagt að koma þeim öllum aftur í bílinn haha... - Hitt hótelið sem við fórum á, Harbour Cort, var bara hið fínasta.. mikið fínna heldur en hitt hótelið þó að hitt hafi verið mjög fínt líka.. - eníhú.. fáum þar herbergi sem er bara ætlað 2 og þurfum að færa okkur í annað og þá vorum við orðin góð :) ..Við förum að rúnta um og sonna og endum á að fara inn á McDonalds stað og ég bara verð að segja það að ég hef aldrei á ævi minni borðað á jafn slísí stað eins og þessum... sem var reyndar bara reynsla útaf fyrir sig hehe.. hef ekkert útá það að setja.. - Það var líka meira en að segja það að rata um í borginni, því Johnny þurfti að leita að stæði og svo förum við að undra okkur á því af hverju hann er svona ógeðslega lengi,.. heyrið , þá hafði okkar maður lagt hjá einhverjum allt öðrum McDonalds stað og farið inn og alles og við bara ekkert þar.. hahaha.. mér fannst þetta nú einum of fyndið..Eftir matinn rúntuðum við um sem var rosalega gaman.... það er svo mikið af flottum byggingum og bara mér fannst svo mikið upplifun að vera bara í sjálfum Bandaríkjunum að rúnta um :)Johnny var snillingur og greinilega týndist þarna eitthvað sem var reyndar bara í góðu lagi því við Lilja vorum steinsofnaðar þarna aftast í bílnum (snilldarbíll by the way.. frammí nottla 2 sæti, svo 2 sæti þar fyrir aftan og svo 2 sæti þar fyrir aftan.. brillerí sko)Laugardagur 19.nóvemberHabba og Johnny komu og sóttu okkur og við byrjuðum á að keyra á Days Inn hótelið með töskurnar og fá herbergi þar og svo lá barasta leiðin til Washington DC - ÆÐI!!!! .. Byrjuðum samt fyrst á að keyra í gegnum Silverspring sem er einhver lítill bær þarna og geggjað sætur.. svo mikið af litlum krúttlegum húsum.... - Borðuðum á svona Diner þar , sem ég sé ógeðslega mikið eftir að hafa ekki tekið mynd af, og þetta var svo ekta bandarískt eitthvað .. algjört æði og maturinn var ekkert smá girnilegur. .. Svo var haldið áfram að keyra þangað til við vorum komin inní borgina...Tókum nokkra hringi um Washington borg og fórum svo út rétt hjá Hvíta Húsinu og röltum þar og tókum myndir... Hvíta Húsið fannst mér sko allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, þetta var miklu minna en mér fannst alltaf í myndunum, var alltaf búin að sjá fyrir mér marga kílómetra að grasi uppað húsinu en það var ekki... maður stóð mikið nær húsinu en maður hefði haldið.Svo var bara svo gaman að keyra um og sjá fullt af byggingum og stöðum sem maður hefur bara séð í bíómyndunum, .. manni leið bara eiginlega eins og maður væri staddur í einni slíkri..Svo var keyrt og keyrt og kíktum svo í mall, staðsett e-s staðar lengra en Baltimore.. er í Virginíu, sem heitir Potomac Mills. Þar verslaði maður eyrnalokka og svona en vorum samt bara aðallega að rölta og skoða... fengum okkur svo að borða uppá "stjörnutorginu" þar .. hellingur af svona skyndibitastöðum og auðvitað fékk mín sér pizzasneið hehe..Rúntuðum svo um og fórum í Best Buy búðina sem er sko SNILLLLLLLD!!!!! Keypti þar hellinginn af geisladiskum, webcam, tösku utan um væntanlegan iPod Nano sem var ekki til, Newlyweds DVD og Chaotic (sem ég mæli ekki með..þetta eru raunveruleikaþættirnir með Britney Spears sem eru vægast sagt grútleiðinlegir.. ágætt samt að hafa svalað forvitninni..) , og síðast en ekki síst.... SEX & THE CITY - Collector's Item - Limited Edition ... semsé allar seríurnar!! .. Ég hafði svo hug á að smella mér á allar seríurnar af Friends en kassinn utan um það var svo stór og mikill að ég sleppti því bara.. - fáránlegt samt að þarna kosta allar 10 seríurnar saman í kassa einhvern 13.000 kall á meðan hérna heima er verið að selja seríuna á 3.999.- .. semsagt, fólk sem hefur áhuga á að fá allar 10 munu þurfa að borga 40.000 kell - GEÐVEIKI!!!!Eftir að hafa misst sig endalaust í Best Buy fórum við í Supermarket á leiðinni "heim" og vá hvað er gaman að koma í svona stórt dæmi þar sem er bara ALLT til liggur við... Ég keypti svona Teeth Whitening drasl sem ég var nýbúin að sjá auglýst í sjónvarpinu.. hef samt ekki enn prófað það..Svo bara farið upp á hótel eftir langan rúnt aftur til Baltimore...Sunnudagur 20.nóvemberJohnny og Habba komu og sóttu okkur og við keyrðum beinustu leið til Annapolis..Byrjuðum á að fara inn á einn geggjað nice veitingastað og fengum þar ALLRA BESTUSTU pizzu sem ég hef á ævi minni smakkað - vá sko.. hún var geggjuð....Svo eftir að hafa rúntað um Annapolis (myndavéladruslan batteríslaus á þessum degi svo engar myndir:() keyrðum við í Walmart og þó að sé mikið af drasli þar inni þá er líka hægt að finna fullt af sniðugu dóti... ég keypti eyrnalokka, húfur-svona sixpensara-,bol og peysu...Versluðum helling af jólagjöfum líka .. ég ákvað að sleppa strákadótinu og fara beint í að vinna eitthvað sætt handa litlu sætu frænkunum... miklu skemmtilegra að finna eitthvað fyrir stelpur heldur en stráka - - ég þakka fyrir að hafa fæðst kvenkyns.. ég sver það ég geri það.. það er örugglega hundleiðinlegt að vera strákur.... þú getur ekki puntað þig,málað þig og svona skemmtilegt..verið með sítt hár og sett hitt og þetta í það og þú getur ekki gengið í pilsum og kjólum - what a boring life !!Svo nottla fór maður í snyrtivörurnar og þar kom skemmtilega á óvart að Maybelline maskarinn, sem við mæðgurnar erum miklir aðdáendur og er hætt að selja á Íslandi, var þarna á meðal og hikuðum við auðvitað ekki við að kaupa okkur nokkra hehe..Eftir smá shopping geðveiki í Wal Mart fórum við í Best Buy búð sem var þarna rétt hjá, þar sem við festum kaup á iPodum og nokkrum geisladiskum í viðbót :) Svo var farið á veitingastað þarna einhverstaðar hjá og fengum okkur geggjað góða hamborgara... þarna var bara komið fram á kvöld svo það var að fara að líða að því að Habba og Johnny þyrftu að fara að keyra heim....Átum hamborgarana , rúntuðum heim á hótel og kvöddum frænkulinginn okkar og Johnny og uppá hótel að lúll'okkur hehe :)Ég ætla að láta þetta duga for now..... Framhaldið kemur á morgun eða hinn ..:D:DÉg set svo myndir vonandi inn seinna í vikunni þegar ég fer í vinnuna..!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:23 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|