mánudagur, október 24
KVENNAFRÍ !!Ég dreif mig auðvitað niðrí bæ með kvensunum úr vinnunni.... maður gat nú ekki verið þekktur fyrir neitt annað en að láta sjá sig og sýna lit .... þetta er nú einu sinni KVENNAbaráttan!Allavega þetta var mjög gaman þó svo að skrúðgangan hafi hreyfst mjög hæglega áfram.... mikið af kvensum fór hliðargöturnar til að komast eitthvað áfram og ákváðum við að taka þá stefnuna líka og gátum þannig notið betur gleðinnar... - Þegar við vorum þarna aftast hjá Hallgrímskirkju fengum við svona afganga af hrópum ,,Áfram stelpur'' .. en um leið og í hliðargöturnar var komið heyrði maður hrópin glansandi vel! .. Fórum niðrá Ingólfstorg og úffpúff.. stappað þar sko.. eins og nottla bara allstaðar þarna í bænum liggur við.. - Tryggingamiðstöðin bauð uppá risalanga súkkulaðiköku og maður nottla fékk sér eins og 2 sneiðar ;) .. Hlustuðum svo á gjörning, smá söng og ræður........... fyrir mína parta hefði mátt vera meira af söng !!Ég hitti svo Lilju og Hönnu niðrí bæ , og komu þær eins og fávitar þarna í einhverju hláturskasti.. þá hafði ágangurinn verið svo mikill þar sem þær voru að labba, að Lilju greyinu var bara hrint til hliðar svo hún datt aftur fyrir sig hahaha..... og það var greinilega ekki mikið um hjálp að fá .... - Já samstaða kvenna leyndi sér ekki þarna hehe :D nee segi svona!Í heildina litið var þetta bara frábært... ég sé allavega alls ekki eftir að hafa drifið mig..Frábært að sjá allan fjöldann þarna .... fyrir 30 árum voru 25.000 konur sem létu sjá sig... núna var vonast til að 40-50.000 myndu láta sjá sig..... nú er bara að sjá hve margar við vorum :)
+ Sigrun bloggaði kl. 18:51 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, október 23
Ótrúlegt !!Seinustu helgi og í dag er ég búin að vera að fara í gegnum heilu kassana af fötum, sem ég hef verið að geyma, og guð minn almáttugur... þetta er svo hrikalega leiðinlegt!!!!! Það sem ég uppskar eftir seinasta kassann sem ég var að taka rétt áðan var leiðinlegur höfuðverkur og væg ógleði... gaman að'essu!Ég er búin að vera að gefa Kamillu litlu frænku mikið af fötum.... við erum sko að tala um geggjað flottar peysur úr uppáhaldsbúðinni minni Miss Selfridge ... ég sko átti erfitt með að gefa þær frá mér þegar ég pakkaði þeim niður.. var einfaldlega ekki að sætta mig við að þær myndu ekki passa á mig aftur.... en núna ákvað ég nú að einhver annar fengi að njóta þeirra.. fyrst þær eru líka vel heilar og fínar!!Núna þarf ég víst að fara að væflast í heimalærdómnum sem ég er búin að vera að slugsa soldið mikið :S:S ...Og svo ætla ég að fara til Hans Inga míns og knúsa hann í tætlur :D:D:D !!
+ Sigrun bloggaði kl. 17:03 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, október 21
HVURS VEGNA????Bachelor-þættirnir eru að skíta á sig!! Jesús... með virðingu fyrir öllum sem kunna að eiga hlut að máli, þá er þetta ekki persónulegt en ég ætla samt sem áður að tjá mig aðeins um þennan fáránlega þátt..Sko í fyrstu þegar farið var að auglýsa þessa dellu þá datt mér ALDREI í hug að til væri fólk, í þessu blessaða krummaskuði okkar, sem myndi actually skrá sig í þetta!Ég viðurkenni fúslega að ég hef fylgst með bandaríska Bachelornum og fundist skrítið að stelpur séu virkilega að taka þátt í svona, en hérna heima á Íslandinu okkar er þetta bara ekkert annað en kjaftæði! Að heyra kynninn tala um næsta þátt og segja þessi ekta íslensku nöfn og reyna atið gera þetta ofur-æsispennandi .. sbr: ,,Mun Sigga heilla Steina uppúr skónum?.. Eða munu Jóna færa sig uppá skaftið'' .. Þetta seinna var actually sagt í einni auglýsingu.. ! Þetta land er bara alltof líð fyrir svona rugl....
..Ég sat með pabba í seinustu viku og vorum við að fletta á milli stöðva og var þá ekki verið að sýna áðurnefndan þátt. Af forvitni héldum við áfram að horfa en ég sver það, ég þurfti að grúfa andlitið í lófana..mér fannst þetta eitthvað svo neyðarlegt! .... Ég skammaðist mín fyrir stelpnanna hönd!Þarna inná milli eru lukkulegar stelpur sem gætu gert svo mikið betur, AF HVERJU að skrá sig í einhvern þátt og keppast um einhvern gaur, sem er ekki einu sinni það spes..... allavega ekki það mikið hotty að ég myndi fara að berjast um hann!!Og hvað finnst ykkur hinum svo?
+ Sigrun bloggaði kl. 20:32 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, október 20
Ég var ....... svo ógeðslega grautfúl í gærkvöldi og meiraðsegja í dag líka, en útaf öðru dæmi!Í gær: SOfnaði værum blundi útfrá friends , sem var MJÖG þægilegt. Ég vakna svo upp af martröð - - PÖDDUmartröð! Mér leið ógeðslega.... tók kast og kveikti ljósið og panikkaði í smástund áður en ég gat lagst aftur róleg uppí rúm.. Þetta var ekki búið - ég fer nottla að sofa og allt í góðu , nema að mig dreymir ANNAN pöddudraum og í þetta skiptið var það einhver ógeðsleg padda sem átti að vera í loftinu svo ég vakna og kveiki ljósið og byrja að leita að pöddunni í loftinu!! Seriously - svona kjaftæði tekur heldur betur á litla sálartetrið mitt :(Í dag: Sko.. undanfari þessarar sögu er sá að ég og yfirmaðurinn minn erum mjög hrifnar af því að skreppa inn í matsal og fá okkur kaffimat.... matseðill er á netinu sem er liggur við í hvert einasta skipti vitlaus .. þetta er bókstaflega óþolandi.. maður er búinn að stimpla sig inná t.d. að fara að fá sér skúffuköku en þegar maður kemur á staðinn þá er kleina á boðstólum - æ þetta er bara ekki að gera sig!! Svo er ég hrifin af hrísgrjónagraut og hef fengið hann hérna í hádeginu við mikla lukku... og seinast í gær sagði ég við eina samstarfskonu mína hvað mig langaði nú ofboðslega í hrísgrjónagraut. Ég lít á téðan matseðil og hvergi sé ég hrísgrjónagrautinn góða.SVOOO er sko aðaldæmið - .. Ég fer í matsalinn í dag með ákveðið marga miða til að borga fyrir kjötlokuna sem ég var búin að ákveða að festa kaup á - .. Þegar inn í matsalinn er komið finn ég kunnuglega lykt.. góða lykt... ég byrja að hugsa í hausnum: neiiii... , .. haldiði þá ekki að helv... hrísgrjónahelvítið hafi verið í boði og mín var ekkert með næga miða til að kaupa kjötloku OG hrísgrjónagraut!! Þúst spáið í þessu.... djöfullsins svekkelsi var þetta þarna í fyrstu.... - en huggaði mig svo við það að það hefði hvort sem er ekkert passað saman að borða kjötloku + 7up free og fá sér svo hrísgrjónagraut .. neeee er þa'nokkuð?!? neibbsSEE YA !!
+ Sigrun bloggaði kl. 15:39 +
~~~~~~*~~~~~~
Don't cry coz it's over
Smile coz it happened
+ Sigrun bloggaði kl. 15:36 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, október 18
*HNEYKSL*Ég datt inn í þátt á Sirkus sem heitir því skemmtilega nafni "My Super Sweet 16" (minnir það). Þarna er greinilega verið að fylgja einhverjum öfga ríkum dekurrófum að skipuleggja "their sweet 16" og það er sko ekkert tilsparað!Í þættinum áðan var þessi ofurdekraða dúkka svoleiðis að kafna úr frekju og snobbi... hún frekjaðist svo mikið að hún fékk Range Rover í afmælisgjöf.. foreldrarnir höfðu bakkað með þetta og hún svoleis tapaði sér, en svo gáfu þau undan... - Hún fór til Parísar til að versla sér hinn eina sanna kjól, og endaði svo með 2 ... - æ ég nenni ekki að telja allan fáránleikann upp -- þetta endaði allavega á að verða ROSALEGT og total cost var 12 MILLJÓNIR !!!!!! Viljiði spá!Ég var bara svo hneyksluð í gegnum allan þáttinn að það lá við að ég ældi... .................Ég skil ekki fólk sem er bara fyrir þessa veraldlegu hluti... það er eins og ekkert sé neitt merkilegt nema það kosti alveg nógu mikinn pening... síðan hvenær eru peningar ávísun á hamingju?? .. jú örugglega hjá sumum en ég veit ekki.... - sumt fólk er bara of shallow fyrir minn smekk...!!
+ Sigrun bloggaði kl. 21:55 +
~~~~~~*~~~~~~
Ég hef ...... eignast nýjan vin.. ég keypti mér litlar nettar Philips græjur.. bara svona smotterí.. og ég er úber glöð .. - Núna get ég loksins hlustað á geisladiska án þess að það sé svaðalegt vesen á bakvið það og eins hlustað á útvarpið án þess að það skipti einhverju rosalegu máli HVAR í herberginu ég stend! .. En það er ekki allt eintóm sæla, því auk þess að eignast 1 nýjan vin þá þurfti ég að kveðja 20 aðra vini .... bangsana mína :( - Þeir liggja núna uppá háalofti í kassa af mínum völdum - how they must hate me now!.. haha nei segi svona... en þeir þurftu að fara greyin.. það sest svo mikið ryk á þessar elskur að það er bara ekki hollt að hafa svona mikið af þessum krílum inni hjá sér... - - Ég get samt lofað því að þegar ég verð komin í mína eigin íbúð þá munu þessar elskur eignast samastað uppá vegg hjá mér og búa í flottum glerskáp - and that's that!!!Núna ætla ég að fara í gegnum enn einn fatakassann í viðbót en það er einfaldlega ekki að ganga lengur hvað ég pakka mikið af fötum sem ég veit svona innst inni að ég á aldrei eftir að nota aftur en fæ mig samt engan veginn til að henda :SBle í bili..
+ Sigrun bloggaði kl. 18:28 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, október 14
Ég er ............. í vinnunni núna að DEYJA úr leiðindum! Það er nákvæmlega ekkert að gera, ég endurtek EKKERT! .. Og hvað gerir maður í þannig stöðu? .. Tjahh.. ef að msn væri fyrir hendi þá gæti ég hugsanlega dreift tímanum þannig en neiii.. það býðst einfaldlega ekki! .. Ég gæti kjaftað í símann en það bara hvarflar einhvern veginn ekki að mér að fara að hringja og babbla í símann þegar ég er í vinnunni... - og þá stend ég bara uppi með eitt - að kvelja þá ÖRfáu sem eiga e.t.v. eftir að lesa þetta rugl í mér.... en hverjum er ekki sama?- það kom hérna lítill stubbur áðan.. get ómögulega giskað á hve gamall - en hann fór að spurja einhverra fáránlegra persónulegra upplýsinga sem ég var bara ekki að átta mig útaf hverju.. í fyrsta lagi eitthvað sem honum kemur akkúrat ekkert við og í öðru lagi WHY ?!?- það er eitthvað svo rangt við að vera að vinna á líkamsræktarstöð og vera á sama tíma að éta nammi :S - ég er samt sem áður með nammipoka hérna með mér en ég læt fara lítip fyrir honum hehe...- ég var alveg einstaklega pirruð í gærdag en ég tékkaði í mogganum kl. hvað Glæstar áttu að vera endursýndar og hvergi kom það fram - svo ég áleit sem svo að þær yrðu ekki sýndar.. I was wrong! .. Kveikti á sjónvarpinu og náði endalaginu.... gaman? -NEI- .. Er núna ekkert hægt að treysta á blöðin?.. Ég var búin að hlakka illa mikið til að sjá þennan þátt! Það er þó ekki öll von úti.. þættirnar úr vikunni verða sýndir í heild sinni 2morrow og ég ætla sko að horfa!- Fréttir úr Hollívúdd segja að Jessica&Nick séu hugsanlega að skilja! Ég átta mig á því að ég kann að vera að taka þetta óþarflega nærri mér en mér finnst þetta hræðilegt !! :S- .. and first we're on the subject .... þá verð ég bara að deila því með ykkur hvað mér finnst Nick Lachey hrikalega sætur! Hann fer samt sem áður smá í taugarnar á mér í þáttunum því mjög oft virkar hann algjör karlremba!- ég ÞOLI EKKI þegar ég er að afgreiða og er að afhenda afganginn og fólk snertir á mér hendina.. af hverju er ekki bara hægt að opna hendina og taka þannig við afgangnum?..af hverju þarftu að grípa í hendina á mér? BÖGG!- skinkuhorn er ekki lengur í uppáhaldi - ég smakkaði eitt verulega flott í dag og þetta var ekkert sama tilfinningin og hérna áður fyrr , þessi "ég tími ekki að taka bita"-feeling , ! Ég veit ekki hverju er um að kenna... hvort það var það að ég var búin að borða yfir mig af bakkelsi um morguninn eða að skinkuhornið sé einfaldlega ekki að gera jafngóða hluti og áður! - Maður spyr sig!- -Núna er ég uppiskroppa á bulli til að skrifa þannig ég er að spá í að hætta...Eygló sæta er í bænum og við erum að spá í að taka rúnt þegar ég er búin að vinna.. ég er ekki að meika að fara á djammið... - Mun ég leggja mig fram við að sýna stelpunni að það eru til umferðarljós .. - .. að við verðum ekki eini bíllinn á götunni sem er keyrandi .. - .. og já.. við þekkjum ekki hvern einasta mann sem labbar framhjá, vinnur á pizzastaðnum eða rúntar í bílnum við hliðiná --- Í hnotskurn : Við erum ekki á Skagaströnd!! ;)Ble í biliPS: Mér finnst þessi mynd af Jennifer Aniston ógeðslega flott!!!Hver væri ekki til í að vera með svona body?Tjahh.. maður spyr sig!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 21:21 +
~~~~~~*~~~~~~
Hellú.... það er mikil leti í mér í dag !! Ég vaknaði alveg öfga hress og kát í morgun og bara hefði ekki getað verið meira vakandi .. svo leið svona aðeins á morguninn og ég var farin að geispa eins og ég fengi borgað fyrir það...eníhú..vinna í kvöld... I DONT NENN!!!! en þetta er svo fljótt að líða að ég ætla ekkert að kvarta - allavega ekkert mikið... ég fékk alveg hrikalega góða dominoz pizzu í gær .. við skötuhjúin vorum MJÖÖG sátt! .. endaði reyndar með að ég borðaði meira af Hans Inga pizzu en minni.. kjötveislan að gera góða hluti!..ég hlakka alltaf meira og meira til jólanna - þoli það ekki því það er enn svo langt í þau...en eins og tíminn líður hratt þessa dagana þá þarf ég nú ekki að örvænta!. . ég hef planað að skrifa jólakortin SNEMMA í ár svo ég sitji ekki í stressi og endi svo með að þurfa að beila á þeim eins og ég hef gert stundum.... - og ef ég fæ einhverju ráðið þá verða allar jólagjafir helst keyptar í Ameríkunni svo ég þurfi ekki meira að spá í þær!!..og núna er ég farin að gera eitthvað að gagni hérna í vinnunni - eins og t.d. að vafra á netinu híhí!PS: Það fer að líða að því að síðan fái nýtt lúkk - þetta er allt í progress !Góða helgi ......
+ Sigrun bloggaði kl. 15:00 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, október 13
Ég er barasta..... farin að komast í smá jólafíling...! Ótrúlegt - við erum að tala um að það er varla kominn miður október .... - Það eina sem vantar í takt við snjóinn er piparkökulyktin.... ég hlakka til þegar hún fer að finnast :D ..Ég er samt ekki jafn early í jóla-blogg-fílingnum og sumir (#hóst#Ósk#hóst#) og mun því ekki flasha neinu jólalúkki á síðuna fyrr en í byrjun eða jafnvel miðjan desember... þið verðið bara að bíða þangað til!!!.... Hef ég einhvern tímann sagt ykkur að ég á alveg sætustu frænku í öllum heimi?... Hmm.. jú örugglega! .. Eníhú - - Sú litla er sko að verða að einni svakalegustu frekjudós sem ég hef vitað um.. svo inná milli er hún ljúf eins og lamb! Vinsælar setningar þessa dagana eru m.a. ,,Ég er ekki að tala við þig'' , ,,Þú ert að trufla mig'' , og svo sú allra nýjasta mun vera : ,,Þú ræður þessu ekki'' ! ..
En svo hinsvegar inná milli þegar hún sér eftir því að hafa verið leiðinleg við mann þá kemur : ,,Ég var bara að ruglast...'' - þá á maður semsagt að taka hana í sátt eins og skot! .. Svo er hún á klögualdrinum núna, .. ég þarf ekki nema að rekast í hana og þá öskrar hún á pabba sinn að ég hafi gert eitthvað á hennar hlut!.... Ahhh.. hvers þarf ég að gjalda??En núna er ég að spá í að halda áfram að vinna.... hálftími í matarpásu og svona :D
+ Sigrun bloggaði kl. 11:33 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, október 12
ÉG HVET................. alla sem lesa þetta að smella inná ÞESSA SÍÐU og skrá sig!!!Við þurfum að láta í okkur heyra ef eitthvað á að breytast !!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:51 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, október 7

Ipod Nano ?? JÁ TAKK!!!
Spurningin er bara - svartur eða hvítur?
+ Sigrun bloggaði kl. 12:11 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, október 6
Nýtt útlit er SNILLDARblað !! Ég er orðin áskrifandi og það mjög stoltur!! ;)
Alveg á fyrstu blaðsíðum lærir maður hvernig týpa maður er, sem hefur mikið að segja varðandi hvernig maður málar sig ! - Ég er t.d. köld týpa, sem þýðir að ég er með bleikan/bláan undirtón í húðinni. Litir sem ég á t.d. að forðast að mála mig með eru apríkósugulur og gylltur (augnskuggar) - ef ég nota þessa liti virka ég rauðeygð og þreytuleg -- þetta hefur alveg sannað sig !! Svo er margt annað rosalega sniðugt , og líka mjög skemmtilegt er að hverju blaði fylgir alltaf eitthvað, eins og fyrsta blaðinu fylgja 2 augnblýantar mjög sniðugir og í blaðinu er manni kennt að nota þá á mismunandi vegu ! Brilliant!
+ Sigrun bloggaði kl. 19:38 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, október 2
Kvef aftur?Já það held ég barasta ! Ég er auðvitað í áskrift !!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 17:31 +
~~~~~~*~~~~~~