|
|
|
miðvikudagur, ágúst 31
Ég var í . . .. . . mjög svo góðu yfirlæti í gærkvöldi að horfa á Fear Factor þegar pabbi kemur inn í herbergið.. það var víst síminn til mín og af svip hans að dæma vissi hann ekki hver var hinu megin á línunni. Ég var ekki alveg að fíla þessa truflun, þar sem það var komið að mínu uppáhaldspari að keppa og ég var MJÖG svo inní því öllu... - eníhú .. - tek símann í hendina og heilsa, .. arrrgh.. er þetta þá ekki einhver gaur frá BT-Net að trufla mig... þarna var mitt par á fullu að vinna og ég gat ekki einu sinni notið þess og fagnað með .... er nottla svo vel upp alin að ég var auðvitað bara kurteis við strákinn á línunni þegar hann fer að bjóða mér BESTA tilboðið sem ég get fengið á ADSL og ég veit ekki hvað og hvað.... ég fer nú svona að hlusta á'ann og fer svona aðeins að lítast á þetta forláta tilboð,.. lít í dyragættina á föður minn sem fussar þegar hann fattar um hvað málið snýst... ég vildi auðvitað minn umhugsunarfrest svo ég bað hann vinsamlegast að hringja annað kvöld.. (pabbi hristir hausinn við því..)Ástæðan fyrir sögu þessari :Í morgun er ég jafnhress og ætlast má til, miðað við að þurfa að drattast á fætur kl.7:30. Síminn fer að hringja í töskunni um svona 10 leytið og ég er ekkert að kannast við nr. sem hringir og svara... Ég: HallóRödd: Hæ, þetta er Númi afturÉg: uuuu... já???? (fer þarna að hugsa mikið hver þetta sé eiginlega...) og segi því aftur...Ég: Frá BT-Net?Rödd: Nei, frá SporthúsinuÉg: uuuu... jáá... hæ?!??? (var sko engu nær, hef aldrei hitt neinn Núma þar)Rödd: Var ég ekki að tala við þig áðan í sambandi við launin?Ég: Neii..Rödd: Heyrðu ég er að hringja vitlaust.. .blablabla..... blessÉg: BlessÉg var svo illa sofandi þarna, klárlega var heilinn ekki farinn í gang þarna.. ég var samt ekki að ná þessu ÞAR SEM hann sagði : Þetta er Númi AFTUR ...Þá fannst mér passa svo hrikalega vel að þetta hlyti nú að vera BT-vinurinn frá kvöldinu áður...Hefði ég samt hugsað aðeins betur , þá hefði ég nottla átt að vita að vinurinn ætlaði ekki að hringja fyrr en um KVÖLDIÐ!Gaman að'essu... jæja ætli þetta verði eitthvað lengra að sinni... nee ég held bara ekki .. - eins og glöggir hafa e.t.v tekið eftir þá hef ég eitthvað takmarkað magn af bulli að drita hingað inn þessa dagana... dont know why that is - en ég hlýt nú að fara að koma til haaaa :DÉg er búin að vera að skoða mjög interesting uppl. um MJÖG kúl skóla í London og USA... hver veit hver veit...
+ Sigrun bloggaði kl. 20:29 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, ágúst 27
Það lítur út..... fyrir að ég sé með streptakokkasýkingu (veitiggi hvernig þetta er skrifað) og líklegast búin að vera með hana í einhvern mánuð..! Sagan með mig er nottla að ég er ALLTAF veik - og ef ég hef ekki verið veik í einhvern tíma og slysast til að hugsa eitthvað útí það og undra mig á því hve stórmerkilegt það sé að ég hafi haldið einhverri heilsu í nokkrar vikur þá BÚMMM... ég verð veik! Þetta gerist í hvert einasta skipti! Og það var bara ekkert öðruvísi í þessari viku, eða á þriðjudaginn þegar ég fór að pæla hvað væri nú aldeilis sniðugt að vera búin að vera hress í 3-4 vikur... Þá var ég einmitt veik og fór til læknis og send í blóðprufu og sonna.. en var aldrei búin að fá útúr henni þar sem læknirinn var ekkert að flýta sér of mikið að hringja og láta mig vita - M&P fóru svo til hans um daginn og fengu í leiðinni að vita niðurstöðurnar, sem voru þessi skemmtilega sýking!! Skemmtileg saga haha :)Þannig að það verður ekkert svaðalegt gert í kvöld, nema að hanga með systrunum og horfa á Glæstar - þetta er orðið svo heilagt hjá okkur haha... og ég meina þá HEILAGT! - Þættirnir eru nottla sýndir allir í bunu á laugardagshádegum og Íris tekur þá upp svo við erum set fyrir kvöldið--- en það má engin okkar horfa á neitt af þáttunum fyrr en um kvöldið - - Og þetta er svo brjálað að Íris lætur þetta sko EKKKKKI klikka - hún er með þetta 100% og tekur þættina upp á tveimur videóum svo það er engin hætta á að verða fyrir einhverjum vonbrigðum með klikk! Þetta er spes.. I know ! :DHafið það gott í kvöld og gangið hægt um gleðinnar dyr . . . . .
+ Sigrun bloggaði kl. 20:48 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, ágúst 26
Ég er . . .. . .að missa geðheilsuna!!!!! Og það er þessu kvikindi og vinum hennar að kenna! :(

Ég sver það... ég á svo bágt með mig.... Ég hef ekkert orðið vör við þessi ógeð í allt sumar, nema bara einhverjar 2 og núna er víst eitthvað geitungabú fyrir utan hurðina í vinnunni.. í gróðrinum.. og ég er bara engan veginn að meika að þurfa að labba þarna framhjá mörgum sinnum á dag... :'( .. Ég bíð spennt eftir rigningunni!!!!!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:04 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, ágúst 24
Jæja...Síðan er búin að vera í einhverjum skít svo ég hef ekkert getað skrifað á hana.. og svona nennti því eilega ekki :)Annars er ekki mikið að frétta... menningarnótt var seinasta laugardag og ég og Lilja fórum í mat til Írisar systur, í bæinn með pabba að rölta... sem VERÐUR að gera , maður getur ekki sleppt því að rölta miðbæinn með pabbakrúttinu sínu:) .. Kíkti svo aðeins í afmæli til Írisar frænku og fór svo með Pálma,Söndru og Lilju á Sálina sem var að spila á NASA .. ég var nú bara á bíl svo það var ekkert drukkið... fórum svo á Devitoz um 4 leytið (I think) og skutluðum svo Söndru heim...Svo hef ég barasta ekkert verið að gera neitt spes... bara vinnan og svona :)Fór svo ekki í vinnuna í dag þar sem ég er búin að vera að deyja í höfðinu og komin með skít í hálsinn :'( .. ennnn shit hvað það er ógeðslega leiðinlegt að vera veikur heima, .. ok maður segir nú kannski ekki nei við því að geta sofið til hádegis en vááá.. hvað á ég svo að gera restina af deginum ??? :(
+ Sigrun bloggaði kl. 13:29 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, ágúst 13
Smá fréttir .... ... en ég er að fara til USA einhvern tímann í desember !!!Ég hlakka ekkert lítið til, þetta er nottla my dreamland svo algjörlega... hefur langað að fara þangað síðan ég veit ekki hvenær.. og loksins verður af því :)Ég fer með familíunni og erum við að stefna á að skreppa til Baltimore og vera í viku.... Habba frænka sem býr úti og kallinn hennar ætla að taka bílaleigubíl og keyra til okkar og svo er pælingin meðal annars að keyra til Washington :)Ég er að deyja úr spennu.. .og það er svo langt þangað til - 4 mánuðir! En ég lifi það örugglega af!! :)Ég er búin að vera ógó dugleg að læra í gær og dag .. búin að vippa af mér 3 ritgerðum og er núna á fullu að læra undir prófin!Það getur verið svoldið erfitt að einbeita sér , sérstaklega þegar litla sæta prinsessan getur truflað mig endalaust ... ég fékk ekkert smá mikið samviskubit að geta ekki leikið við hana , en hún er fljót að jafna sig - vonandi :)Well off to study :D:D
+ Sigrun bloggaði kl. 17:19 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, ágúst 12
Ég elska . .
 KÆRLEIKSBIRNINA !!!! Ég á einmitt einn alveg eins bangsa og þennan,.. búin að eiga hann síðan ég var bara pínulítil.. væri samt meira til í að eiga einn bleikan.... en ég er samt sátt með minn - þeir eru soooo ofsalega sætir þessi krútt !!!
+ Sigrun bloggaði kl. 15:58 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, ágúst 11
Ég sá þessa sögu á einni bloggsíðu og varð að deila henni með ykkur!Hvet alla sem lesa til að senda hana til þeirra sem þeir þekkja og blogga þetta á síðurnar sínar! ........Sæll viðtakandi góður.Mig langaði bara að deila þessari litlu orðsendingu með þér. Góð áminning: vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur. Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr. Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði". Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin. Allavega, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng. Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt. Hann strauk hárið á dúkkuni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega. Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana. Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana". Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði " Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei" "Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni". Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég teigði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum aftur í vasan til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg" Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur. Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín" "Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós". Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari, ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn. Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis en móðirin var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort að það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að hún unga konan myndi ekki vakna úr dáinu. Var þetta fjölskylda litla stráksins? Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð. Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndini af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu. Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum. Núna hefur þú 2 kosti: 1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir. 2) Eða hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt. Ef þú sendir þessi skilaboð, þá kannski hindrar þú einhvern til þess að keyra drukkinn..
+ Sigrun bloggaði kl. 16:21 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, ágúst 10
Hellú mæ beibísMín hefur greinilega verið mikið saknað á meðan ég var í burtu .. verð að passa að gera þetta ekki aftur hehe...En ég skellti mér uppí sumarbústað með familíunni sem var í einu orði sagt SNILLD ! Illa næs að komast í burtu og hafa það bara rólegt og gott að gera ekki neitt ! - Ég reyndar var nú eitthvað dugleg og kláraði að lesa eina bók.. en svo var ég bara í að liggja í heita pottinum og hangsa :)Ákvað svo að drífa mig í bæinn í gær til að geta haldið áfram að læra á fullu fyrir prófin sem verða á mánudag og þriðjudag - ég er að verða illa stressuð:s - en þá er bara að læra á milljón!!!! Halldór skutlaði mér í Borgarnes og á meðan hann og Gyða versluðu í Bónus, vorum við Lilja bara chillaðar á því fyrir utan sjoppuna,.. ég hélt ég væri nú á réttum stað að bíða , en svo kom í ljós að rútan brunaði bara á undan mér og hófst þá einn lengsti eltingaleikur sem ég hef vitað um - rútan var að keyra á engum smá hraða svo þegar við loksins náðum henni vorum við komin að Hvalfjarðargöngunum..hahaha snilld!Í gærkvöldi var ég rosalega myndó og eldaði pasta handa okkur Hans Inga og tókst bara mjög vel til -- fyrir utan 3 búðarferðir.. alltaf eitthvað eitt að gleymast:)En núna er ég farin í ljós :D:DPS: Hvað er málið með fólk sem getur ekki skrifað undir nafni? Nafnlaus comment eru svo pointless - ef fólk getur ekki staðið með skoðunum sínum ætti það bara að sleppa því að vera að tjá sig ! :)
+ Sigrun bloggaði kl. 22:38 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, ágúst 3
... ég gleymdi svolitlu ...
 .... ég átti alltaf eftir að óska henni Daggrós minni TIL HAMINGJU með nýja bílinn sinn!! Þú verður svo að bjóða mér á eitt stykki rúnt á kagganum! ;) ....
+ Sigrun bloggaði kl. 19:46 +
~~~~~~*~~~~~~
Mjög fyndið . . þegar ég var að tala við Joe á SKYPE í gær.. einhver gella var alltaf hringjandi í hann og hann orðinn alveg nett pirraður.. og ekki nóg með að hringja einu sinni-tvisvar .. neinei .. gellan hringdi örugglega svona 5x, ég er ekki að djóka! Svo var hann svoldið hræddur um að móðga mig þegar hann sagði að hann skyldi ekki málið með stelpur sem hann svæfi hjá .. svona gellur sem halda bara að þær séu komnar í samband um leið og þær hafa sofið hjá honum ... - Mér fannst nú frekar fyndið hvernig hann orðaði þetta, en þetta er nú samt ekkert fyndið ef maður setti sig sjálfur í sporin !Það sem var hinsvegar setning kvöldsins , var þegar hún hringdi þarna eitthvert skiptið aftur og hann alveg : ,,What's eatin up on you?'' haha mér fannst það snilld! Svo í seinasta skiptið þegar hún hringdi, fór hún að segja honum að hann mætti EKKI fara út , ekki án þess að hringja í hana - og hann greyið alveg : ,,Okey.... I swear'' !! hahaha... svo nottla hringdi hann ekkert í hana .... ,,hell no'' ! :)Spáið samt aðeins í þessu , hvað er málið með stelpur sem eru SVONA rosalega desperate á því? ... Hvar er sjálfsvirðingin? COMMON !!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:20 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, ágúst 1
Tékkið . .Á þessum leik !!!!!!!Ég er orðin húkkt á honum !! :sNighty Night :D
+ Sigrun bloggaði kl. 00:27 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|