|
|
|
fimmtudagur, júní 30
ARRRGHHH !!Ég er búin að vera að deyja í hausnum alla vikuna.. þetta er ekkert eðlilegt sko!Ég vakna með höfuðverk, er með höfuðverk allan daginn og sofna svo með sama höfuðverkinn... og svo endurtekur þetta sig over and over , dag eftir dag! :(Ég er orðin svoldið þreytt á þessu... þarf að fara að drulla mér til læknis og láta nú tékka á þessu .. - engar verkjatöflur virka á þetta !!Svo er það helgin, flestir að fara útúr bænum líklegast, þetta er nú einu sinni fyrsta helgin í júlí .. Ég ætla hinsvegar að vera heima í góðu yfirlæti - ójú.. þið heyrðuð það hér.. hehe.. ég verð lærandi alla helgina -vúhú- .. Byrja að lesa á morgun 3.hluta Sjálfstæðs Fólks og tek próf á laugardaginn. Byrja svo að lesa 4.hluta á laugardaginn og tek próf á sunnudaginn... og svo þarf ég að gera verkefni úr 2.3.&4. hluta.. þannig það verður sko alveg nóg að gera á helginni!Ég verð að halda svona skipulegri dagskrá með þetta nám svo ég komist nú yfir allt þetta lesefni .. sem er BTW ekkert djók sko - ég þarf að lesa alveg sick mikið!En djöfull verður það allt þess virði ef ég næ öllum áföngunum.. - ÍMYNDIÐ YKKUR .. engin íslenska framar .. nema bara að taka samræmt próf í haust og þá er þessu kjaftæði lokið!! VÚHÚÚÚ!!!!Ég og Lilja fórum til Írisar systur í gær og pöntuðum pizzu og sonna skemmtilegt.. kjöftuðum hellingsmikið.. og enduðum svo á að hlusta svaka mikið á ABBA - haha.. það var snilld... mikil pæling hjá Írisi því henni finnst allir textarnir þeirra svo æðislegir.. og þeir eru það sko... - en eitt lag stóð sko uppúr og var það MONEY MONEY MONEY - ég er að dýrka þetta lag og búin að vera með það á replay núna í "nokkur" skipti!! :D:DEn ég er farin að fá mér að borða..
+ Sigrun bloggaði kl. 18:44 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, júní 27
AWWWW . . .
 Vildi bara monta mig smá af litlu fallegu frænkunni minni, sem ég held á þarna.. en þetta er hún sætamúsin hún María Gret , sem verður 1 árs 10.ágúst - ALGJÖR KRÚTTÍBOLLA!! Mann langar bara að borð'ana!! :):)
+ Sigrun bloggaði kl. 18:13 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, júní 26
Jæja . . . Nú er mín komin heim !Helgin var í einu orði sagt frábær ! .. Reyndar var veðrið ekkert svakalega gott en Hans Ingi var búinn að kaupa þetta svakalega partýtjald svo seint á föstudagskvöldinu var byrjað að nota það sko.. Við vorum líka búin að kaupa helling af stólum og svo sátum við þarna öll eldri systkini hans og makar ; hann á sko 7 systkini strákurinn svo þetta vorum við og svo tvíburasystur hans og eldri og yngri bróðir hans.. litlu bræður hans 2 farnir að sofa og svo Ólöf sem býr hjá honum í RVK var heima.Allavega ógeðslega nice stemmari - músík og gashitari or some til að manni yrði nú ekki kalt - en eins og ég er nú mikið kuldaskræfa þá var ég að drepast þarna úr kulda! .. Þurfti að fara um 2 leytið að sofa því ég var komin með höfuðverk, ógleði og magaverk -svaka gaman eða þannig :(Laugardagurinn: Vöknuðum um hádegi og byrjað að grilla um 13 leytið sem var mjög nice.. Svo var farið í einhverja leiki þar sem fólk hafði safnast fyrir og við Hans Ingi fórum líka inn í körfubolta :)Svo fórum við inní tjald og ætluðum að kúra og hafa það kósý - sofnuðum og þegar við vöknuðum var ég komin með þennan sko klikkaða höfuðverk :(Fórum í matinn um 18:30 (tók töflur áður)þar sem allir voru saman komnir inn í skólanum, og ég enn að deyja og gat ekkert borðað... Ég og Hans Ingi röltum eftir smá inní tjald og ég fékk mér jógurt og svona og svo aftur tilbaka í skólann. Tók töflur aftur um 22:30 þar sem höfuðverkurinn hafði ekkert lagast !Eftir matinn var bara svaka stemmari - fullt af söng og fólk dansandi..Fjölskylda Hans Inga er svo æðisleg að ég er ekki að komast yfir það - sérstaklega pabbi hans og amma, þvílíkar dúllur hehe.Við fórum að sofa um 2 leytið - ég enn með höfuðverk!Sunnudagur: Var með höfuðverk ALLLLLLLA nóttina og skjálfandi úr kulda.Loksins þegar var komið skikkanlegt veður - sól og blíða - þá var ég ennþá verri en daginn áður.. deyjandi í höfðinu og kastandi upp.. lá bara hálf rænulaus í allan dag, annaðhvort í tjaldinu, bílnum eða grasinu..Við grilluðum um svona 15-16 leytið held ég og svo um svona 17-18 lögðum við af stað heim..Amma Hans INga var samferða okkur aftur og við kíktum inní kaffi til hennar í smá stund áður en Hans Ingi keyrði mig heim..Ég er enn að deyja í höfðinu svo ég ætla að drífa mig í heitt bað og svo að sofa.. vona að þetta lagist !! EN EITT FYRST :Ég bara stóðst lesturinn og allt saman, var á fimmtudagskvöld lesandi uppí vinnu til 23 um kvöldið - reyndar tekin klukkutíma pása þegar við fengum okkur Devitos og kjaftað eins og stelpur eru nú bestar í ;) .. Svo haldið áfram að lesa.. Svo á föstudeginum tók ég krossapróf og fékk 8,5 !! -Ég verð nú samt að játa að ég varð svekkt en ekki glöð - allavega fyrst, mig langaði svo að fá 10 ! - En ég er samt sátt , fín einkunn - svo bara að standa sig betur næst!! ;)En ble í bili !! ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 22:45 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, júní 23
Nú er mín bara í vinnunni og stendur til að vera hérna þangað til í kvöld - ég fer heim þegar ég verð búin að lesa 130 bls - og ef það tekst, þá munu verðlaunin mín verða þau að horfa á Bachelor í kvöld .. jeyy ;) .. Þetta ætti nú alveg að takast, allavega engin læti að trufla mig, ekkert sjónvarp að lokka mig til sín og svona hehe :)Hope all goes well !! :D .. Ég verð ógó stolt ef þetta klárast því þá hef ég sko alveg unnið fyrir því að bregða mér frá um helgina, en ég og Hans Ingi erum að fara á eitthvað ættarmót í fjölskyldunni hans um helgina, förum á morgun og komum heim á sunnudaginn !Glæstar Vonir-kvöldið okkar systranna tapast kannski.. en það er reyndar í umræðunni að Íris og Lilja sleppi að horfa á laugardaginn og við hittumst á sunnudagskvöld til að horfa á alla spennuna saman .. það er svo ótrúlegur stemmari alltaf hjá okkur þegar við horfum á þessa geðveiki allar saman !! :D:DEN ble í bili
+ Sigrun bloggaði kl. 14:42 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, júní 22
HAMINGJA !!!!Ég er að massa þetta fjarnám mitt svo algjörlega - ég er að segja ykkur það !!!Í fyrradag sendi ég til kennarans byrjunarverkefnið og sko mína - ég fékk A !!Í gær var ég á fullu að lesa - las í vinnunni einhverjar 86 bls og svo kom ég heim og las 50 - og þar með var 1.hlutinn af bókinni kominn.Ég var síðan núna rétt áðan að taka krossapróf úr 1.hlutanum og ég fékk 9,5 :DÉg er ógeðslega happy - þetta byrjar allavega vel.. Gerði síðan í vinnunni í dag verkefni sem ég skila á morgun , en ætla að fá Agga snilling til að hjálpa mér að fara yfir það .. fyrst maður þekkir nú svona íslenskugenius eins og hann þá nýtir maður sér það!!Núna ætla ég að fara að klára ísinn sem Halldór og Lilja voru svo góð að kaupa handa mér, rabba aðeins við Liljuna og fara svo uppí rúm og byrja að lesa 2.hlutann - ohh það er svo gaman þegar hlutirnir ganga vel !!!! ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 21:05 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, júní 21
Jæja.. ég er núna nýkomin heim en það er vegna þess að ég varð lengur í vinnunni að lesa bókina Sjálfstætt Fólk, sem er fyrir íslensku 503 - ég las frá svona 15:30-17:45 og las einhverjar 100 bls og ég er ÓGEÐSLEGA stolt af mér :D Ég veit ekki hvort þetta þyki svona almennt vera mikið, miðað við tímann sem það tók en ég er samt vel sátt þar sem ég er ekkert ógeðslega fljót að lesa..Ég ætla svo bara að fá mér að borða og halda svo áfram að lesa..ekki veitir af þar sem þetta er 500bls bók og þegar hún er búin og ég búin að taka krossapróf, gera verkefni og skrifa ritgerð úr henni, á ég eftir að gera allt það sama með Íslandsklukkuna sem er einhverjar 400bls held ég - Svo það sama með kjörbók sem ég vel mér, sem er ábyggilega einhverjar 300bls.. Svo les ég Njálssögu og allt það sama fylgir henni og hinum bókunum og þá ég eftir að lesa Eddukvæði,Hávamál,ljóð og bókmenntasögu - - - Við erum semsagt að tala um ansi mikinn lestur á svoldið stuttum tíma, en prófin verða 8-15 ágúst - ég er orðin alveg vel stressuð :/En þetta SKAAAAAL takast !!!
+ Sigrun bloggaði kl. 18:23 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, júní 18
Gærdagurinn var æðislegur..Eins og ég var búin að skrifa þá fór ég í bæinn með familíunni um daginn og svo fórum við Lilja með pabba aftur um kvöldið að rölta - samt ekki jafn gaman og um kvöldið þar sem var farið að kólna og svo bara leiðinlegur stemmari,leiðinlegir unglingar í gelgjukasti að flippa..mjög óspennandi eitthvað haha!Þegar kl. var að ganga hálf1 drullaðist ég loksins til Anítu, tók mig endalaust langan tíma að koma mér þangað..Við fórum svo til Láru og sátum þar til svona 2 og röltum þá í bæinn.. það var nú ekkert rosalegt að ske þar, hálf dautt bara - við tókum rúnt á Sólon-Pravda-Hressó - ætluðum svo að fara á Hverfis og hittum Sigga og Kalla á leiðinni uppeftir og spjölluðum smá við þá en ákváðum svo að fara bara heim, hálflélegur stemmari bara á djamminu og við hálfdaufar eitthvað :/ - Við verðum að gera betur næst stelpur, langt síðan ég var svona sljó!Fórum heim til Láru og Aníta fór um 5leytið en við Lára vorum spjallandi til 6-hálf7 en þá hringdi ég á taxa og dreif mig heim í rúm að lúra :DVaknaði svo kl.11 í morgun og um 12 leytið fór ég með mömmu og Lilju í Smáralind!Flippaði smá í VILA, annað en oftast, þá fann ég mér alveg marga boli til að kaupa en þurfti að sjálfsögðu að niðurlægja mig á kassanum með að eiga ekki næga innistæðu á kortinu - eins og ég hef alltaf hálfvorkennt fólki sem hefur verslað hjá mér í búðum og svo komið : EKKI HEIMILD - ohh það er svo ógeðslega ömurlegt þegar það kemur fyrir.... En ég tók bara 2 boli frá og gat keypt mér skyrtu og bol og ég er bara MJÖG sátt .. loksins búin að losa mig við inneignarnótuna sem ég hef átt þarna í 1 ár !!Við keyptum svo bakkelsi og fórum útí garð og gæddum okkur á æðislega góðu brauði og svo bananaköku .. nammi namm...Hans Ingi kom svo og sótti mig og við fórum ásamt Ólöfu í tjaldakaup - eftir það var svo farið á Skalla .. svo ég er bara svona tiltölulega nýkomin heim..Ég tók myndir í gær en það er vesen eins og alltaf að koma þeim inn, svo það gerist ekkert fyrr en á mánudaginn, set þær bara inn í vinnunni!! ;)Ble í bili . . .
+ Sigrun bloggaði kl. 18:46 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, júní 17
17. JÚNÍ !!!!!!!!!HÆ HÍ JIBBÍ JEY OG JIBBÝ JEYÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ !!!!!!!! ;););)Ég elska þennan dag ..Fór með mínum elskulegu foreldrum og henni Lilju minni í miðbæ Reykjavíkur og vá hvað var GORDJESS veður.. glampandi sól og bara hiti.. ég tók nokkrar myndir en set þær bara inn á morgun!Löbbuðum um allt og fórum hjá NASA og ég verð bara að segja að ég er rosa stolt af Ingu og Garðari - settu upp þarna stórt og glæsilegt tjald og var verið að selja gos,bjór og pulsur og svo var bara life-tónlist í gangi... geggjað alveg!!Við komum svo heim um 19 leytið held ég að það hafi verið,. búin að vera í bænum síðan um 15:30 og þá komu Svenný,Gunnar og krakkarnir í heimsókn og við grilluðum hamborgara og borðuðum útí garði - algjörlega að grillast sjálf í þessum svaðalega hita... ÆÐI!!! ;);)Djamm í kvöld jey jey jey !!!! :D:D:D
+ Sigrun bloggaði kl. 20:38 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, júní 16
VOTT ÞE FOKKKKK !Ég er á pensúlíni en hálsbólgan er að koma aftur held ég...Hvernig í fjandanum má það vera?????
+ Sigrun bloggaði kl. 11:12 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, júní 14
Ég elska tónlist! Hún getur minnt mann svo á ótrúlegustu hluti í heimi... Getur komið manni í svo æðislegt skap en getur líka gert mann leiðan..Hún er samt svo frábær!!!!Ég er að hlusta á lagið Speed Of Sound með Coldplay og það er vægast sagt snilld!Ég er líka að fíla í tætlur danska lagið sem var í Eurovision.. geggjað sumarlegt og pottþétt ávísun á góða skapið !!Ég var að tala við Agga á MSN áðan og það er önnur ávísun á gott skap - sérstaklega þegar við erum að rifja upp gamla góða tíma eins og allar skrilljón pulsuferðirnar okkar eftir vinnu á morgnana .. tær snilld það sem við gátum bullað þar , æðislegt!! Það á samt enginn eftir að hlæja eins mikið að því og við - nema jú Lilja, hún fékk alltaf sögurnar beint í æð þegar ég kom heim og þá var grenjað ennþá meira úr hlátri hehe !Ætla að segja bless og halda góða skapinu áfram :D:DÉg heimta að þið farið að vera dugleg að commenta á bloggin mín, skrifa á spjallborðið og í gestabókina.... en sérstaklega samt að commenta !!Aggi fær hrós dagsins fyrir að standa sig vel í commentum ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:04 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, júní 13
GEGGJAÐSLEGA gott veður úti !!! Æm lovíng it !!!!Ég er farin útí sólina í sumarlegu fötunum !!! ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:17 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, júní 10
Nú er Hans INgi farinn vestur , en systir hans er að fara að gifta sig á morgun..Minnz er ennþá veikur svo ég fór ekki með..Ég er strax farin að sakna hans SOOO MIKIÐ!!! :(Anyhow . . .Ég er búin að skrá mig í fjarnám í FÁ og byrja á mánudaginn, og er ég að spá í að nýta helgina til að byrja að lesa bókina Sjálfstætt Fólk fyrir íslensku503.. um að gera að nýta tímann ef maður á að ná ! ;)Og eitt annað . . .Hverjir ætla á Nick Warren, á NASA, 16.júní ? ? ?
+ Sigrun bloggaði kl. 21:43 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, júní 9
Nýjar og spennandi fréttir ... jahhh .. spennandi fyrir mig en ég veit ekki hve spennandi fyrir ykkur.... en Sigrún litla ætlar að drífa sig í fjarnám í FÁ í sumar,.. ég ætla að taka þarna 3 íslenskuáfanga og þá (ef ég næ) er ég búin með alla íslenskuáfanga sem ég þarf að taka í menntó - JEYYY !!!Svo er minns að fara að drífa sig í ræktina, byrja í næstu viku þegar kvefið og hálsbólgan er farin, alveg kominn tími á að drífa sig .. ég hef verið á leiðinni að æfa síðan ég var í 9.bekk takk fyrir - hef gert 3 tilraunir en ekkert enst í þessu..Fyrst í 9.bekk með henni Guðrúnu - svo 2002 með Dagný - og svo 2003 með Evuling ... - hehehe.. semsagt nú er sko tíminn!!Ætla að reyna að draga Hans Inga með mér .. gaman að fá félaga með sér! :)
+ Sigrun bloggaði kl. 13:39 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, júní 8
Eigum við eitthvað að ræða það hvað mér leiðist HRÆÐILEGA mikið???Nei ég hélt ekki....Við erum að tala um að ég hef núna verið heima alla vikuna í veikindum.. það er ekki eitt heldur allt.... - hálsbólga-blöðrubólga-ógleði .. just name it .... OG ÉG ER AÐ VERÐA GEÐVEIK!!!!!Það sem styttir hinsvegar stundirnar AÐEINS er fólk eins og Agnar sem heldur mér félagsskap á MSN .. og eftir smástund er það ekkert svo æðislega gaman... ég nenni ekki að hanga endalaust fyrir framan tölvuna... úff púff.. erfitt líf!Ég nenni ekki að skrifa meira,... ég er farin að gera eitthvað merkilegra sem er ... akkúrat ekki NEITT!!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:32 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, júní 5
Ég hef lítið merkilegt að segja núna..Eins og ég bloggaði seinast um, eyddi ég föstudagskvöldinu með Hans Inga mínum og vorum svo eitthvað að hangsa í gærdag...pöntuðum pizzu og svona um 16 leytið þar sem við gerðum það ekki kvöldið áður.....Fór heim um 18 leytið og var eitthvað að dúlla mér þangað til kl. varð 22:30, þá fórum við Lilja í smábíltúr,fengum okkur ostastangir og borðuðum í bílnum, fórum útí sjoppu og keyptum bönns af nammi og fórum svo til Írisar systur.. það á sko seint eftir að klikka því við systurnar skemmtun okkur svo konunglega þegar við erum svona einar.... gerum ekkert annað en að grenja úr hlátri og hafa það ógó gaman saman ;) ...Eins og er nú fastur liður hjá okkur, var horft á Glæstar .. þátturinn var hinsvegar í sorglegri kantinum svo ekki var hægt að gera eins mikið grín að honum og vanalega,.. í staðinn voru felld nokkur mörg tár :/ .. Skemmdi samt soldið fyrir að vera svona slöpp af hálsbólgunni sem ég er búin að vera með.. hóstandi eins og ég veit ekki hvað, ekki gaman :( Erum svo tiltölulega nýbúin að borða familían en það var alveg stórgóður matur.. kjúklingabringur og flott meðlæti .. NAMMMM!Minnz er enn hálfslappur en ætla nú að reyna að fara í vinnuna á morgun,.. nenni ekki að hanga heima..ekki svo gaman :/ ..Hef lítið annað að segja svo ég kveð bara núna... ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:02 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, júní 3
Minnz er veikur og það er sko ekki gaman !!!!Mig langar svo ógeðslega mikið á Sálina í kvöld en ég fór ekki í vinnuna í dag því ég er svo slæm af hálsbólgunni að ég fer ekki út í kvöld.. ég er að deyja, mig langar SVOOO !Kvöldið mun fara þannig að ég fer til Hans Inga núna á eftir, við leigum okkur videó og kaupum LOTS of nammi og pöntum svo pizzaríu og höfum það ógó nice!! hehe..Annars sagði Aggi við mig í dag, þegar við ræddum saman á MSN eins og svo oft áður, að ég ætti bara að gleyma því að nota orðið "ógó" .. Mér varð einmitt á orði að segja við hann : ,,Mig hlakkar svo ógó mikið til'' ---- Hann kom með ekkert nema skít tilbaka og tilkynnti mér það að ég hljómaði eins og 13 ára GELGJA !! .. Ég er bara alls ekki á sama máli og sagði við hann að hann myndi sko ekki hafa nein áhrif á hvaða orð ég notaði .. mér finnst þetta hið fínasta orð,.. og vill hérmeð hvetja ÍSlandið allt í heild sinni til að nota þetta orð eins mikið og það getur.. - Mér finnst það ógó sniðugt... ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:51 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, júní 2
Fréttir ..
Allt að gerast í myndamálum.. Ég hef verið að hringja á milli staða og þó að ónefndur aðili, sem ég kæri mig ekkert um að auglýsa neitt hér, hafi boðið besta verðið á per mynd, þá fann ég nú annan sem bauð 4 kr.- hærra á per mynd en ætlar nú samt að gera mér annan greiða.. þannig er málið að margar myndirnar mínar eru með rauð augu og ég er ekki svo grand á því að eiga eitthvað forrit í tölvunni sem lagar soleis, svo þessi frábæri maður ætlar að láta það vera innifalið, svona fyrst ég er líka að fara að framkalla svona rosalega margar myndir !! ;)
Gaman að vita til þess að einhverjir nenna að hjálpa náunganum smá, en hugsa ekki BARA um aurinn eins og aðrir !!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:59 +
~~~~~~*~~~~~~
Jæja , núna stendur til að fara að drífa sig með allar myndirna,r sem ég hef verið að taka uppá síðkastið, í framköllun..Ég er búin að vera að kanna verðið og ef ég fer með 400 myndir þá mun það kosta 15.000 kall..Þetta er nottla eitthvað sem ég þarf að gera, þó svo að það sé pínu dýrt.. eða er það eitthvað svaðalega dýrt að borga 15.000 fyrir 400 myndir? .. Hagstæðustu kjörin eru ef maður er með yfir 200 myndir því þá borgar maður 39 kr.- fyrir stk. ..Hvað finnst þér?
+ Sigrun bloggaði kl. 08:34 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, júní 1
MYNDIRNAR eru loksins komnar inn! Var að plögga þetta núna í vinnunni!Annars var helgin bara rosalega skemmtileg!Á laugardagskvöld fórum við Lilja til Írisar þar sem var sko nóg hlegið og gantast fram á 2 .. við horfðum reyndar á Glæstar (en ekki hvað) sem Íris var búin að taka upp um daginn, og var nú gert mikið grín að sumum hlutum þar.. sumt sem er að gerast í þessum þáttum er bara svo raunveruleikafirrt að það er bara fáránlegt!Fyrst reyndar þegar við fórum til Írisar læddumst við inn og ætluðum að bregða henni..nema við heyrðum bara í Gumma og krökkunum svo við læddumst bara út aftur, ógeðslega lummó,..án þess að segja orð við neinn haha...Svo erum við að keyra út götuna fyrir ofan og kemur þá ekki Guðjón bróðir á móti okkur og við byrjum að spjalla við hann.. Svo alltí einu kemur þarna bíll alveg geggjað hratt að.. neinei..var það ekki bara Íris systir.. og hún alveg strax á flautuna BÍÍÍÍB!!!! - og ég nottla á mína flautu .. BÍÍÍÍB -- Guðjón var þá ekki lengi að fara bara, ekki alveg að fara að tapa sér í gleðinni eins og við en við gelgjurnar 3 vorum þarna útá götu í grenjandi hláturskasti þegar við vorum að segja Írisi frá því að við hefðum bara læðst út aftur... Þetta var svona "had 2 be there"-moment...Á sunnudeginum fór ég í sund með Halldóri og Gyðu og það var geggjað gaman... fórum í nýju sundlaugina uppí Kópavogi og vorum þar alveg í 2 tíma eða meira.. - gaman að geta farið bara út í pilsi og vera sumarlegur....Svo komum við heim borðuðum og svo fórum við útí garð og Lilja nottla með okkur og vorum þar í badmintoni og að sparka bolta og svona skemmtilegt... - Svo fór Gyða litla að lúlla sér en við fórum útá götu að kasta á milli okkar frispídiski... varð reyndar úr því smá vesen því Lilja var svo flink að kasta, að diskurinn festist uppá þaki og við þurftum að lyfta Lilju upp að ná í ! hehe:)Fórum svo í bíltúr og skelltum okkur á Devitos að fá okkur girnilega góða pizzu!!Ég ætla að segja þetta gott í bili ! :D:D
+ Sigrun bloggaði kl. 14:44 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|