|
|
|
laugardagur, maí 28
Ég skellti mér á djammið í gær..Siggi hringdi í mig um miðjan daginn og átti að vera grillpartý hjá Gunna um 18-leytið..Ég reyndar fór ekki í grillið en við Diljá fórum uppeftir þegar kl. var að ganga 00:00 .. Það var svona smá vesen á okkur Diljá.. eins og allir vita eru stelpur svo svakalega fljótar að taka sig til og strákarnir orðnir svoldið hissa á hvað þetta tók allt langa tíma hehe...Við fórum í bæinn um hálf2 leytið , fórum úr taxanum í Lækjargötu , löbbuðum upp Laugaveginn og hittum þá Evu,Láru og Anítu fyrir utan Kofann ... það var svona ákveðið að fara ekki þangað inn, eða það minnir mig ... Stefnan var tekin á Oliver, en ekki veit ég nákvæmlega hvað gerðist eiginlega en allt í einu datt ég bara flöt í gangstéttina.. sko við erum að tala um að ég datt frekar illa.. beint á magann.. ÁÁÁIII það var ógeðslega vont, ég hef ekki dottið svona illa síðan ég var bara smástelpa.. og fékk skrámur á höndina og hnéð :( .. En ég var bara hrifsuð upp úr gangstéttinni á no-time hehe ..... ( Ég hitti Sigga í dag og hann var að segja að fólk hefði haldið að hann hefði fellt mig niður hahaha, því eitthvað var ég að reyna að tosa í hann og datt þá svona skemmtilega..... Svo þekktum við ekkert gaurana sem hjálpuðu mér upp, en það voru greinilega einhverjir útlendingar sem komu þarna, sáu mig detta og alveg : ,,Senjorita Senjorita'' hahaha)!Fórum á Oliver þar sem ég fór að finna svona líka skemmtilega á mér og leið ekkert rosalega vel.. Ég, Diljá,Gunni og Siggi fórum svo út og átti stefnan að vera tekin á einhvern skemmtilegri stað, ENNNN ég var svona gífurlega hress að ég þrammaði bara ein af stað niðrá Hverfisgötu við ekki svo góðar undirtektir hópsins, sem hélt áfram bæjarröltinu... Ég hinsvegar tók stefnuna á Devitos með smá grenji (voða vinsæll kostur þessa dagana að grenja þegar hlutirnir eru ekki alveg að gera sig hahaha) og hringdi í Hans Inga minn og kom hann svo seinna að ná í mig... Ég náði ekki að borða pizzuna sem ég festi kaup á, vegna flökurleika :(Vaknaði svo í morgun og alveg alein... Hans Ingi og Ólöf semsagt bæði farin að vinna..Diljá bjallaði, hún býr í Grafarvogi, bíllinn hennar var hjá Gunna í Mosó, og ég var með lyklana að bílnum í Garðabæ -- haha, þetta gat eilega ekki orðið fáránlegra.. semsagt hún að reyna að komast til mín og ég nottla þekki ekkert Garðabæinn nema þá þar sem Hans Ingi á heima, og gat ekkert hjálpað henni að rata... þetta var orðið frekar fáránlegt, svo er Diljá ekkert svo skemmtileg manneskja að segja til..pirringurinn var orðinn mikill (sorrý dúllan mín hehe) ..En þetta hafðist og skvízan fékk lyklana um 13:30 , en átti notabene að vera mætt í vinnuna 13:00 , og átti eftir að ná í bílinn :/Pabbi kom og sótti mig um 14:00 leytið og keyrðum við á bensínstöð þar sem hann fór að þrífa bílinn og ég fór inn og fékk mér pulsu og sjeik.. rosa gott :D gat ekki alveg hugsað mér að drekka gos í þynnkunni, mér finnst það alltaf svo ógeðslegt!!Planið var svo að fara í sund með Gyðu og Dóra í dag og fór ég í Maraþon og hitti Sigga og Kalla og smellti mér á sundbuxur.. en þær verða víst bara notaðar seinna þar sem komu gestir og við fórum ekkert ... ég var ekki sátt- var orðin spennt að fara að svamla aðeins :):) EN við förum á morgun og mig hlakkar mikið til !!!Ég veit ekki hvort það verður djamm aftur í kvöld, Í svörtum fötum eru að spila á NASA í kveld og það væri nú gaman að skella sér, en ég veit ekki hvort ég meika allavega að drekka aftur.. en þá er spurningin hvort maður skelli sér edrú... Sigginn var allavega á því að fara kannski eitthvað í kvöld svo maður kannski tjékkar á'essu ;);)Ég er að vinna í að setja inn myndirnar sem ég tók í nótt, sem verða að öllum líkindum komnar inn seinna í kvöld !!
+ Sigrun bloggaði kl. 18:05 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, maí 26
You Are Gwen Stefani!
All guys dream about you And all the girls want to be you "Sappy pathetic little me That was the girl I used to be"
|
|
+ Sigrun bloggaði kl. 22:43 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, maí 25
GYÐA STEFANÍA !!

Ég verð bara að deila með ykkur hvað litla frænkan er yndisleg.. Áðan vorum við í svaka stuði að spila allskonar spil, hún er orðin svo klár :D Allavega.. svo segi ég svona við hana : ,,Gyða, ég elska þig'' og hvað haldiði að litla hjartað hafi sagt? .. ,,Ég elska þig líka'' og ég alveg : ,,Awww er það?'' og hún alveg : ,,Já af því þú ert krúsídúllan mín'' !!! Mér fannst þetta ekkert smá sætt... alveg bræddi mig með þessu sko!! Svo lá ég svona á gólfinu og hún alveg : ,,Ertu að sofa elskan'' ... Spáið í því.... lítil 3 ára hnáta segir elskan og ástin við mann.... þetta er klárlega það sætasta í heimi!! ;););)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:20 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, maí 24
EUROVISION DJAMMIÐ !!!
Já Íslandið vann ekki Eurovision eins og landinn veit nú eflaust, enda komumst við ekki einu sinni inní aðalkeppnina .. bömmer .. en hvað um það..Ekki var maður að gráta það of mikið og fór auðvitað að djamma, en ekki hvað??Páll Óskar, THE snillingur Íslands var að spila á NASA og ég var fyrir löngu búin að ákveða að ég myndi vera ein af þeim sem myndu djamma með honum þar takk fyrir..Við Beta skelltum okkur í bæinn og beint á NASA-heimilið okkar og við erum að tala um svo pottþétt stuð að það hálfa væri nóg.. - Maður var kominn svoldið í glas sem skemmdi bara alls ekki fyrir og skelltum okkur beint upp á svið fyrir aftan Palla að dansa!!
 Beta þurfti því miður að fara um 3-4 leytið sem var algjör bömmer.. Ég var ekki að ná að plokka neinn til mín á NASA, sem ég skil ekki.. er fólk svona hrikalega á móti Nösinni minni eða hvað er eilega málið??Allavega, tók þarna nettan bömmer og grét úr mér lífið (ó þessi drykkja getur leikið mann grátt!!) og var bara varla viðbjargandi þarna .. Inga náði nú hinsvegar að peppa mig og ég skellti mér á Pravda að hitta Diljá, sem var algjörlega í ruglinu þar og ég var bara ekkert að fíla mig þar.. svo ég ákvað bara að láta ekkert hrifsa Eurovision-Djamm-Drauminn í burtu frá mér og skokkaði aftur, EIN, yfir á NASA og uppá svið að dansa við flotta tóna frá Pál Óskari, og náði mér þarna í nettan dansfélaga og var dansað bara á fullu.... Dansfélaginn var hress strákur og saman tókum við þarna rosa flott spor - ég get nú varla státað mig af að kunna eitthvað að dansa samkvæmisdansa eða þannig en heyyy.. mér fannst ég bara standa mig ágætlega - Hann reyndar snéri mér svo öflugt í hringi að ég var bara orðin ringluð og pompaði beint á rassinn.. hann var nú samt ekki lengi að kippa mér upp og halda áfram að dansa og snúa mér í hringi .. Ohhh það var svo gaman :) - Snilldin líka þegar hann var að snúa mér eitt skiptið og sagði svo : ,,Þú ert bara eins og prinsessa'' .. hahaha.. ég var sko í svona pilsi sem snerist.. svo það hefur skilað sér sterklega :D heheSemsagt, svona aðal-conclusion kvöldsins var að þó að maður sé bara einn þá getur maður bara alveg skemmt sér svona helvíti vel .. maður á ekki að stóla á annað fólk til að geta skemmt sér, fyrst og fremst á sjálfan sig!!! ;);) Og vonandi misskilur enginn þessi orð, því þetta er enginn biturleiki!!Ég er samt búin að panta djamm með Betunni minni á næstunni því djöfullsins snilld var að djamma með stelpunni!!!!!!!Ég vil svo þakka Idolinu mínu, honum Pál Óskari fyrir geggjað kvöld, æðislega tóna og fyrir að vera KLÁRLEGA allra besti DJ-inn á ÍSLANDINU!!!!!!!!!!
PS: MYNDIR KOMNAR INN !!!
+ Sigrun bloggaði kl. 20:23 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, maí 21
HAHAHAHA!!!Hafiði séð auglýsinguna um lottóvinningshafann?Allavega... Jón Gnarr leikur í henni og er þarna að tala um að hann hafi unnið ... ,,Það eru ekki allir sem hætta að vinna... en ég gerði það... konan er ennþá vinnandi, sem er bara sanngjarnt.. það var ég sem keypti miðann...''haha verðið að sjá þetta... veit ekki hvort öllum á eftir að þykja þetta fyndið en heyyy.. þetta hitti allavega í mark hjá einni manneskju!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:12 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, maí 20
ATH ATH ATH !!!!!!!!!Aggi litli er kominn með blogg !!Ég mæli með að allir smelli inná síðuna hans því strákurinn er snilld og bloggið hans á eftir að verða það líka !!!
+ Sigrun bloggaði kl. 15:13 +
~~~~~~*~~~~~~
Hve típískt er það að við komumst ekki áfram í Eurovision?Allir búnir að vera blaðrandi um að Íslandið myndi alveg pottþétt komast áfram og lenda sko bara í 3 sæti or some í AÐALkeppninni.....Ég er farin að hallast að þeirri skoðun að við ættum bara að fara að gefast uppá þessu dóti, spara allan peninginn sem fer í þetta og játa okkur sigruð.. Svo ef svo ólíklega myndi verða til að við myndum einhvern tímann vinna þessa keppni (sem ég tel MJÖÖG hæpið) þá myndum við bara fara á hausinn við að halda þetta!Hvað var svo málið með búninginn hennar Selmu? Svaka stílisti að fara með henni þarna út og þetta var útkoman?!? Oh my!Sami stílisti og var í Idol, og mín PERSÓNULEGA skoðun var oft sú að krakkarnir þar væru bara ekkert spes stíliseraðir, svo kannski það hafi ekki verið við miklu að búast í þetta skipti líka!
+ Sigrun bloggaði kl. 12:01 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, maí 19
SÓL SÓL SKÍN Á MIG !!!!!!!Veðrið úti er algjört æði.. meiraðsegja bara hlýtt og svo þessi glampandi sól - I'm lovin it!Ég er farin að hlakka svoldið til Eurovision, þ.e.a.s. ef það verður eitthvað almennilegt úr kvöldinu þá er ég sátt :D Aðalpartýið verður AÐ SJÁLFSÖGÐU á NASA, þar sem DJ Páll Óskar mun halda uppi þéttu stuði eins og alltaf og svo verður haugurinn af fyrrv. Eurovision stjörnum sem munu skemmta fólkinu........ - Svo að .. ætla ekki allir að láta sjá sig þar!???Annars er ég í alveg geggjaðslega góðu skapi, veit ekki almennilega af hverju en ætli það sé ekki bara flotta veðrinu úti að kenna :)Ég fór með Ósk á Laugaveginn í gær og gerði sko góð kaup í Jurtaapótekinu þar!Ég smellti mér á ilmolíu sem heitir Bergamót og svo eitthvað te.Bergamótið mun vera upplífgandi,hjálpa við þunglyndi og gott við blöðrubólgu.Teið er til að hjálpa við blöðrubólgu og er vatnslosandi svo það getur virkað vel á þrota undir augum!!!Teið er reyndar ekkert smá vont, veit ekki hvernig ég á eftir að fara að því að pína það í mig 3X á dag.. það er svo ógeðslegt bragð af því... ENNNN .. hvað gerir maður ekki fyrir heilsuna!Svo ég er bara vel sátt... næst þegar þið sjáið mig, verð ég örugglega rosalega upplífgandi og happy hehe ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 15:08 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, maí 18
Ég verð eiginlega að monta mig af því hvað kærastinn minn er mikið krútt!:DÞað var þannig í gær, eins og ég vældi um hérna á síðunni, að ég var að deyja úr höfuðverk og svo var bónus-pizza í matinn sem ég var ekkert rosalega æst í að borða, hafði borðað pizzu í hádegismat,kvöldið áður og daginn þar áður 2X! Þannig ég hringdi í Hansa minn og spurði hvort hann nennti nú ekki að bjóða mér út í pulsu .. sorrý Agnar, ég er svikari!! .. Anyhow.. Hans Ingi var ekkert of æstur í það, nýkominn heim úr vinnunni og svona og ég pældi nú ekkert meira í því... - Er eitthvað að lesa, en fer svo fram og fer að væla í pabba hvað ég eigi nú eiginlega að fá mér að borða... Hringir þá dyrabjallan og pabbi til dyra.. Haldiði þá ekki að Hans Ingi hafi sent systur sína með pulsu og vatnsflösku til mín :) Mér fannst þetta ekkert smá dúlló og var vel sátt !! :D:D:DAnnars ætla ég að halda áfram að vinna núna, en eftir vinnu skutlast ég að ná í Ósk því við ætlum að rölta Laugarveginn í góða veðrinu ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 14:32 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, maí 17
ANSK..HELV:.Ég ætlaði að vera rosa sniðug og skella inn myndunum sem ég tók á djamminu ENNNN neiii.. þá er eitthvað að myndasíðunni.. whyyyy?Ég er að deyja úr hausverk sem er engan veginn að gera sig.. mér er ekki skemmt!Ég fór áðan og keypti mér dagbók og límmiða og penna og núna stendur sko til að fara að skrifa í dagbók á hverjum degi.. varðveita minningarnar sko... Ógí var að skrifa í dagbók á sunnud. áður en við fórum út og ég ákvað að taka hana til fyrirmyndar og gera þetta líka .. ég hélt dagbók fyrir 4 árum og var að skoða um daginn og það er ekkert smá gaman að lesa svona dótarí... Ég hvet alla til að skella sér á eitt stykki dagbók og byrja að skrifa!En ég er farin að fá mér eitthvað að borða.. spurning að plata Hansa minn eitthvað ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 19:58 +
~~~~~~*~~~~~~
Það er margt sem ég hef verið að komast að ..+ Ég á besta kærasta í öllum heimi+ Ég er ógeðslega frek við kærastann minn og læt hann stjana endalaust við mig+ Ég á rosalega góðar vinkonur+ Ég er ömurleg vinkona sem sting vinkonur mínar af á djamminu :/+ Ég fór á ódýrt djamm á helginni .. borgaði ekki nema 2 skot og 1 taxara..+ Ég er snillingur að sníkja áfengi svo ég þurfi ekki sjálf að borga ;)+ Bróðir minn hendir blautum tuskum í andlitið á mér, coz he loves me SOO+ Ég er ekki góð í að hrista rassinn til að hözla skot..+ Ég er hinsvegar mjög klár að SUÐA um skot!! + Ég er ógeðslega mikið kvikindi því ég elska að stríða Lilju.. ég þrífst á því!!:/- Ég man ekki neitt meira í bili! Endilega commentið og segið mér hvað vantar, því það HLÝTUR að vera eitthvað !! ;);) -
+ Sigrun bloggaði kl. 14:23 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, maí 16
Gærdagurinn var þokkalega góður skal ég segja ykkur!Hann byrjaði vel, ég og Ólöf systir Hansa fórum útá svalir í sólbað um hádegisleytið og svo pöntuð pizza og farið að sækja.Kl.14 fórum við í fermingu hjá frænku þeirra og vorum þar til 17 ..Fórum heim og þá kom önnur systir þeirra með okkur og kallinn hennar og krakki.. mín steinsofnaði í sófanum, enda vakin kl.8-9 um morguninn af morgunhananum mikla :(Um kvöldið bjallaði Arndís skvíza í mig og þá var planið hjá henni og Ógí að fara á djammið..ég auðvitað skellti mér með gellunum mínum og djöfull varð þetta þrusugaman.. ég skemmti mér svo ógeðslega vel að það var bara fáránlegt... og sjaldan hef ég sko dansað eins mikið og og einmitt í nótt... Við tókum taxa í bæinn um 1 leytið og byrjuðum á að fara á Ara í Ögri.. nenntum ekki að hanga þar inni svo stefnan var tekin a Prikið en nenntum ekki að bíða í röðinni svo við fórum á Sólon og settumst þar inn.. entumst ekki lengi þar því það var svo lítið að fólki og bara boring.. stefnan var tekin á HRessó en fyrir utan Pravda hitti ég Eldjárn hottí og náði hann að plata okkur þangað inn... þar voru tekin nokkur skot, sest niður og dansað við útlendinga sem gerðust grófir en það var nú bara gaman hehe.. svo lengi sem það er ekki alltof gróft... alltaf líka gaman að fá skemmtileg hrós , ekki leiðinlegt þegar manni er sagt að maður sé bjútíkvín hehe ;)Þar næst var farið á Hressó og við erum að tala um að stuðið var svo pottþétt þar... fyrir utan hitti ég Stebba sem var að vinna með mér á Pizza Hut .. alltaf gaman að hitta gamla félaga, líka svo sérstaklega sniðugt að hitta stráka sem maður var skotinn í fyrir nokkrum árum hehe.. svo var nottla skellt sér inn og við gellurnar dönsuðum eins og við fengjum borgað fyrir það.. tók þarna líka nokkur spor með Stebbanum sem hrósaði mér óspart fyrir flott brjóst og flottan rass og mín var bara sátt hehehehe.. Hann var líka svo sætur að bjóða mér uppá skot, eða reyndar var það ég sem bað um og hann keypti hehe..Hitti minn ástkæra bróður á barnum en ég var að tala við Möggu, kærustu Della (vinar hans Dóra) og sé þá bróður minn þarna og nottla brosi og segi hæ... hann tekur mér svo aldeilis fagnandi.. gerir ekki betur en það að kasta í andlitið á mér blautri tusku .. TAKK DÓRI MINN! - ég var sko ekki sátt.. ekki lengi að ná í tuskuna og henda henni í hann og þá fékk ég til baka : ,,Hún vaaaar hrein'' .. Anyhow.. áfram dansað og haft gaman... ég hitti líka Jóa af NASA og Ara sem var að vinna með mér líka á PH .. má ekki gleyma neinum sko :D:D Við nenntum svo ekki að vera þarna lengur, og eftir að Dísin okkar var búin að kveðja hözlið sitt skunduðum við út og ætluðum á NASA, en þegar við erum hálfnaðar þangað fattar Ósk að síminn er horfinn :/ - fórum því aftur á Hressó aftur og druslan í dyrunum var fáviti sem vildi ekki hleypa okkur Arndísi með inn að leita, geturu verið meiri fáviti?!? .. Til að gera langa sögu stutta fannst síminn því miður ekki..Eftir rölt á nokkra staði sem við ílengdumst ekkert mikið á, fórum við í Lækjargötuna þar sem stelpurnar biðu eftir taxara en sæti kærastinn minn kom og náði i mig!! ;)Þegar við komum heim hitaði mín sér pizzu og fór svo að sofa... ég sver það, ég ætlaði ekki að ná á mér neinum hita.. var gjörsamlega AÐ DEYJA úr kulda...Vaknaði kl.15 í dag og fór í sturtu og svo var farið í Bónus að versla og svo farið heim og fengið sér kaffimat :DNúna er ég búin að vera hangandi á netinu í svona einn og hálfan klukkutíma, bara sörfandi á netinu og gaman hehe.. en núna ætla ég að hætta og við ætlum að horfa á spólu og hita upp góða pizzu sem við keyptum áðan.... Hellingurinn af myndum var auðvitað tekinn í gær, og mun koma á myndasíðuna mína á morgun so stay TUNED!!!!!!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 20:17 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, maí 13
Ég ákvað að reyna að finna svona nokkur orð til að drita hérna niður, þó ég hafi nú sama sem ekkert að segja....Ég verð samt að segja hvað ég er hrikalega sátt við að fá núna LANGA helgi og við erum að tala um ENGA vinnu.. jeyyy það er gaman.. ég get sofið út..samt ekki á sunnudaginn þar sem ég ætla að vera svakalega góð kærasta og fara með Hans Inga í fermingu, og það finnst mér nú mjÖÖÖÖÖg fallegt af mér þar sem mér finnst ekkert rosalega gaman að fara í fermingar!Ég fór í ljós áðan og er eldrauð í framan, af hverju get ég ekki tekið lit strax í andlitinu eins og á líkamanum .. bögg!Á morgun ætla ég í VeroModa og reyna að versla eitthvað flott.. er að vona að buxurnar sem ég sá þar um daginn séu ennþá til, stórefa það nú samt þar sem allt þarna inni selst á no-time! Nú ætla ég að hætta að nördast í tölvunni og fara að gera eitthvað..Hugsa að rúmið verði fyrir valinu þar sem ég er klárlega að fara að leka niður af þreytu eftir smástund.. BLE!PS: Jen.. u better send me that email like u promised.. U dont want me to get mad now do ya?!?
+ Sigrun bloggaði kl. 23:13 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, maí 12
Ég horfði á Opruh í gær en eins og flestir ættu að vita, var hún Svanhildur Hólm gestur hjá henni og var þar verið að fjalla um Íslandið okkar..Í fyrstu hélt ég að Svanhildur gæti bara talað góða ensku þar sem hún var valin í þetta en guuuuuð.. þegar hún fór að tjá sig var mér ekki alveg sama... það var eiginlega hálf óþægilegt að hlusta á hana og heyra hana reyna að segja eitthvað..Þórunn Lárusdóttir var búin að tala á myndbandi um Ísland og hún var sko góð í enskunni.. talaði hana alveg reiprennandi og ótrúlega flott...... Ég skil ekki af hverju hún var ekki valin til að koma fram í þættinum, hún hefði staðið sig svo vel!!Annað sem fór svo í taugarnar á mér, og hefur alltaf gert, er hvað Oprah leggur í vana sinn að grípa fram í fyrir fólki... Svanhildur var kannski komin inní hálfa setningu þegar Oprah fór að grínast eitthvað , og þetta slær auðvitað fólk aðeins út... - Ég þoli ekki bara almennt þegar fólk gerir þetta..að grípa fram í fyrir öðrum.. þetta er svo ógeðslegur dónaskapur!!!!!!En annars er ég bara ágæt í dag, ekki eins bitur og ég kann að hafa hljómað hérna fyrir ofan hehe :)Eftir vinnu ætla ég beinustu leið út í bakarí og er ég þar alveg heitust fyrir að kaupa mér svona "fermingarköku"-sneið... ég get ekki hætt að hugsa um hve ógeðslega góð hún á eftir að vera.....hún SKAL vera til!!!Svo ætla ég líka að kaupa 1 stk GEGGJAÐSLEGA gott skinkuhorn.. nammi !!
+ Sigrun bloggaði kl. 15:16 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, maí 11
Eins og hefur áður komið fram, er ég mjööög mikið fyrir að sanka að mér allskonar dóti.. ég er mikið fyrir að geyma allskonar minningar.... Ég var að taka til í herberginu mínu í gær og byrjaði fyrst á kommóðunni og þar er ég mjög ánægð að eiga alveg ótal ilmvatnsglös sem minna mig á allskonar móment, hver lykt hefur alveg sína minningu sko... mér finnst það æði!Svo fór ég í gegnum kassa undir rúminu mínu og fann þar gamla dagbók .. las í gegnum hana alla þar sem hún markaði bara 5 mánaða tímabil.. og guð minn góður.. það sem ég skrifaði í hana,.. ég var svo ástfangin af Ónefndum aðila að ég skrifaði ekki ófáum sinnum um hann.. bara snilld..Þetta er bara svo geggjað gaman að lesa eftir svona langan tíma, 4 ár síðan ég skrifaði þetta.... það kemur alveg í gegn hvernig maður hugsar og svona... Þannig ég er farin að íhuga alvarlega að byrja að skrifa í dagbók.. það er allt öðruvísi en að blogga finnst mér, þó maður gæti sjálfsagt prentað út það sem maður bloggar,... það er bara miklu skemmtilegra að eiga einhverja flotta skruddu og vanda sig voða vel að skrifa í hana og svona...Eins og dagbókin sem ég var að minnast á, ég vandaði mig þvílíkt með hana,.. límmiðar og glimmer á síðunum, og nokkrar myndir sem ég klippti út af fólkinu sem ég var að tala um ... - sem ég ætla að láta framkalla aftur til að eiga í myndaalbúmi................Sem minnir mig á annað..... Ég þarf að fara að skipuleggja hvaða myndir mig langar að láta framkalla, af þeim sem ég hef verið að láta inná netið.. Það er svo miklu skemmtilegra að eiga þetta í albúmi.. :DÆtla líka að fá lánaðar myndir hjá Ósk og Írisi systur og láta taka eftir...Og Arndís mín... ég ætla LOKSINS að láta taka eftir þínum myndum, .. takk fyrir að vera svona þolinmóð þar sem ég er búin að vera með myndirnar þínar í láni í 4 ÁR!! :/ heheEn núna er ég farin að vinna og svo ætla ég útí matsal að fá mér muffins!! MMMM NAMMI NAMM!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:54 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, maí 10
Í hádeginu þurfti ég að skreppa í bankann, og fór í minn vanalega sem er staddur í Austurveri.... þegar ég var búin að ljúka mínum viðskiptum við bankann, sá ég nú ekkert að því að bregða mér í bakaríið,..svona fyrst ég var þarna.. - Tek það fram að ég hef aldrei verið neinn aðdáandi þessa bakarís og ven ekki mínar komur þangað og hvað þá eftir raunir dagsins..........Fór með rúnstykkin heim og ætlaði í sakleysi mínu að skera eitt þeirra í sundur, það var nánast ómögulegt..það var svo hart.. og eigum við að ræða það hvernig það var inní ? - Varla neitt brauð, ekki sjéns að þetta ógeð hafi verið bakað í morgun! ....... Og fyrir 4 svona stykki borgaði ég 300 kall............... Peninganna virði??? - Svo aldeilis EKKI!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:39 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, maí 9
Rosalega er það gaman þegar maður getur glatt fólk.. þó það sé ekki nema bara með nokkrum litlum orðum....Það er ein kona sem er sérfræðingur hérna og mér hefur alltaf fundist alveg sérstaklega góð lykt af henni en aldrei sagt það neitt við hana,... allavega ég var að fara með sýni til hennar í dag og ákvað að hrósa henni nú fyrir góðu ilmvatnslyktina og hún varð ekkert smá ánægð... sagði að hún væri búin að vera svo leið eitthvað en að þetta hefði alveg bjargað deginum fyrir henni og þakkaði þvílíkt fyrir sig .....Mér fannst þetta ekkert smá krúttlegt og rosa happy að hafa getað glatt hana svona... Og greinilega alveg á rétta tímapunktinum..Þetta sýnir manni bara að maður á að vera duglegur að hrósa náunganum.. Maður fær það svo þúsundfalt til baka því fólk verður svo ánægt !!!! :DÁ ekki svo glaðlegum nótum þá er launaseðillinn minn í einhverju veseni..Ég fór á launaskrifstofuna áðan og konan í afgreiðslunni hefðu alveg eins getað talað kínversku.. ég var engan veginn að ná því sem hún var að reyna að segja mér - og ég held að hún hafi sjálf átt erfitt með að skilja hvað hún var að segja!Fór frekar ráðvillt aftur í vinnuna, alveg clueless, og bað yfirmann minn pent að tékka á málunum.. ég væri of glær til að skilja þetta!!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:27 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, maí 7
Ég er heppnasta stelpan í heimageimi....Hans Ingi gaf mér GEGGJAÐAN diesel jakka sem ég dýrka!!!Svo fórum við systurnar í Smáralind og ég verslaði mér 1 stk ódýrar buxur í VeroModa.. ekki nema 1.490.- not bad!!Í kvöld er Sálin að spila á NASA og mig langar ekkert smá bara að skella mér, ennnnnn ég er að vinna á morgun í Knickerbox :( -- og ég kann ekki að djamma og vinna daginn eftir.. what to do?!?!Anyways,... Það er æðislegt veður og það er gaman að vera til !! ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 18:33 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, maí 5
We're loving each day as if it's the lastDancing all night and having a blastOh baby .. I want you right here next to meWe're loving each day as if it's the last Dancing all night and having a blasCoz baby i need you here ...Flott flott lag sem kemur mér í geggjað gott skap!! :D Jæja mín er farin að sofa og ætlar líka að vera væmin og segja : Ég elska alla sætu vini mína!!! ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 22:23 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, maí 4
Ég hlakka svo til ..........Ég hlakka alltaf svo til ... - þegar ég fer í klippingu !! :D Fer í strípur og litun núna á eftir og get ekki beðið,.. þetta er alveg krúsjal á þessum tímapunkti og löngu overdue þar sem hausinn á mér er ekki ægi fagur núna.. en það breytist á eftir ;)Ég var að lesa svo snilldarlegan pistil núna rétt áðan, sem ég mæli með að ALLIR taki sér tíma í og lesi frá A-Ö!! Pistilinn fann ég á síðunni hjá Ógí og ekki laust við að maður hafi hlegið svoldið að þessu... ..Þar af leiðandi fór ég að spá í eitt... fyrir svona 4-5 árum man ég ekki eftir að allir hafi verið svona væmnir eins og gengur og gerist í dag...Ég er alveg sek af þessum hlut sem ég ætla að nefna núna, og finnst alls ekkert að honum því það er bara gaman að sýna væntumþykju og svona með því að kalla fólk nöfnum eins og : krúttið mitt / dúllan mín ........ og þar af leiðandi .... - En hvað varð eiginlega til þess að þetta byrjaði ??Mér finnst þetta vera í svo miklu magni núna .. : ,,Hæ sykursnúðurinn minn'' ... o.fl.ofl. Get bekk tú mí on þet?!? :)
+ Sigrun bloggaði kl. 14:26 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, maí 2
Minnz er veikur svo ég var bara heima í dag.. Verð vonandi búin að skána á morgun þar sem ég er komin með lyf... Annars var helgin bara nice.. ég nottla veik svo ég og Hans Ingi fórum ekki út að borða eins og til stóð... en höfðum það nú samt alveg mjög gott eins og alltaf ! :D
Ég var að skoða oní lítinn kassa núna rétt áðan, en ég geymi í honum fullt af allskonar bréfum,jólakortum, afmæliskortum og sonna... og vá hvað er gaman að skoða þetta.. Mér finnst svo mikilvægt að geyma fullt af svona dóti því þetta eru svo miklar minningar :) Svo var nú eitt frekar fyndið, en ég var að fara að taka upp kort úr einu umslagi þegar poppaði bara 5000 kall uppúr .. Afmæliskortið er semsagt frá Írisi systur, frá því að ég varð 18 ára - sem þýðir að ég hef verið með þennan 5000 kall þarna oní í 3 ár.. mér finnst það nú frekar spes sko:) En ég hef ákveðið að fyrir þann pening og peninginn sem hún gaf mér núna í afmælisgjöf að kaupa eitthvað rosa fallegt, eitthvað skartgripadót.. svo gaman að eiga svoleis :)
En núna er ég farin að horfa á Granna, allt að gerast þar sko ;);) BlE!
+ Sigrun bloggaði kl. 11:57 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|