|
|
|
mánudagur, mars 28
Páskadagsdjammið.. .. var svona líka rosalega fínt. Diljá kom til mín (og Dóra) og Sízli kom svo og sótti okkur .. mikil gleði, en samt með ólíkindum hvað hann bróðir minn getur verið ótrúlega lengi að taka sig til, shit.. ég hoppaði í sturtu á no-time og skellti framan í mig púðri og var ready... en hann - nene.. hann tók svona klukkutíma í að analæsa andlitið á sér í speglinum og god knows what else.. - úff bræður!!! ;)Partýið var hjá Anítu, í nýju íbúðinni hennar.. sem er by the way GEGGJAÐ flott - mig langar ekkert smá mikið í eitt stykki svoleis,.. vá hvað verður mikið yndi þegar það gerist einhvern tímann :DVið fórum svo á Sólon og dönsuðum þar og gaman saman... - Samt varð djammið ekkert svo langlíft, Beta og Nonni fóru snemma heim, Sízli og Gunni stungu af á Hverfis og afgangurinn af hópnum nennti ekki þangað, svo við vorum aðeins lengur á Sólon, ég,Lára,Dóri,Aníta og vinkona hennar en svo fórum við eilega öll, ég og Lára sátum á spjalli en fórum svo og hittum Anítu á Hressó en röltum svo og fengum okkur pizzu og töltum svo heim til hennar og borðuðum þar..Hans Ingi kom svo og sótti mig um 6 leytið og við fórum heim til hans að lúlla.. VÁÁÁ hvað var þægilegt að kúra í rúminu hans, hann var búinn að kaupa nýja sæng sem var sko þægilegri en allt þægilegt ...mmmmmmmm :)Í morgun vaknaði ég fersk kl.10 og um hádegisbilið fórum ég, Hans Ingi og bróðir hans og fengum okkur að borða á Skalla,nammi nammi.... og skutluðumst svo í blómabúð og keyptum afmælisgjöf handa litlu frænku hans sem á afmæli í dag.. ég fór ekki með í afmælið því ég var í smá þynnkufíling :(Ég fór svo heim og ég og Lilja fórum svo að skutla Halldóri að sækja bílinn sinn, en við fórum svo á DeVitos systkinin og borðuðum eina gómsæta pizzu útí bíl :D Tókum svo netta spyrnu heim hehe!! :)Myndirnar eru komnar inná MYNDASÍÐUNA !!! ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 16:55 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, mars 27
Hafiði heyrt lagið ,,Eitt'' með Í Svörtum fötum?!? - Geggjað lag.. love it!!Annars bara kominn Páskadagur og ég fékk páskaegg frá pabba og mömmslu :) Alveg þokkalega sátt við það :) Kærastakrúttið mitt gaf mér líka eitt lítið nett páskaegg .. algjör dúlla!! :DAnnars er ekki mikið að ske í dag, er að spá í að plata einhvern með mér í göngutúr, það er svo gott veður... elska að ganga í góða veðrinu og fá fríska loftið og náttúrulegu vítamínin beint í æð.. NAMM NAMM!Við leigðum annars spólur í gær ég og Lilja og eigum eftir að horfa á eina þeirra, svo við gerum það núna eftir smá.. Svo er djammið í kvöld :D:D Hlakka mikið til, en ætla ekki að hlakka of mikið til því annars á eftir að vera leiðinlegt!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:19 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, mars 25
Hellú pípúl !!Ég er bara hress.. elska það hvað veðrið úti er frábært.. loving it!!! Ég er bara búin að vera róleg, ekkert djamm á stelpunni, en hinsvegar á sunnudaginn verður slett aðeins úr klaufunum, hopefully ;) .. Nasa-Partý hjá Anítu bjútí og ég hlakka mikið til... Myndavélin verður auðvitað tekin með svo ég verð örugglega búin að plögga helling af myndum inná myndasíðuna mína á mánudaginn!! :) Ég er samt núna að spá í að fara að gera eitthvað, of gott veður til að hanga bara.. Væri tilvalið að fara líka að djamma í kvöld en ég læt mér bara nægja að djamma á sunnudag.. ég á hvort sem er ekkert vín svo það væri ekki neitt gaman að djamma edrú, ekki alveg my cup of tea !! :)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:14 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, mars 24
Vá hvað páskarnir eru eitthvað leiðinlegir... ohh.. ég var svona alveg ágætlega sátt að fá frí í 5 daga en núna hugsa ég frekar : ,,Hvað í andskotanum á ég að gera í 5 heila frídaga?!?'' - Allt eiginlega lokað og bara leiðinlegt... Ég er ekki að fíla þetta.. daddara..
+ Sigrun bloggaði kl. 17:13 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, mars 22
Jæja ég er núna bara í vinnunni, frekar rólegt hjá mér núna svo ég ákvað að smella inn nokkrum línum.. verð búin í vinnunni eftir tæpan klukkutíma og þá ætla ég að bruna niðrá hamborgarabúllu og ná í skattkortið mitt og fá mér borgara í boði hússins ;) Svo kl.17:30 fer ég í litun og plokkun-smá lagfæring þar sem eitthvað klúður var seinast.. arrrgh! Svo ætla ég nú að reyna að plata hann Daggrós mína í göngu um 18leytið en við höfum ekki farið í nokkra daga núna, sem er alls ekki nógu gott!!Planið í kvöld er svo bara að vera róleg heima og hafa það gott þar sem það er enn annar vinnudagur á morgun, en svo á morgun eftir vinnu er planið að hitta hana Þórunni sætaling og gera eitthvað með henni.. Er farin að hlakka vel til þess að fá páskafrí.. og toppar nottla ALLT SAMAN að fá borgað fyrir að vera í fríi.. maður gæti nú varla beðið um það betra eða hvað?!?!
+ Sigrun bloggaði kl. 15:09 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, mars 21
Ég er alveg að fíla það að vera í svona 8-16 vinnu, ótrúlega þægilegt að vera búin svona snemma á daginn og það besta - engin vinna um helgar.Ég er samt að spá í að reyna að fá einhverja helgarvinnu með, allavega alveg pottþétt í sumar því ég ætla sko að vinna af mér rassgatið og safna pening til að geta gert eitthvað skemmtilegt sumar 2006 ..Hvernig er svo fólkið að fíla framlag okkar Íslendinga í Eurovision í ár??Ég verð allavega að segja fyrir mig að mér finnst þetta mjög töff lag og það getur bara ekkert annað verið en að við eigum eftir að komast eitthvað áfram á því... en það er bara að bíða og sjá :)
+ Sigrun bloggaði kl. 18:16 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, mars 20
Svei mér þá ef ég er ekki bara farin að vera smá morgunhani hehe.. í gær (á laugardegi semsé) vaknaði ég hvorki fyrr né seinna en kl.10 .. spáið í því.. Sigrún litla sem vill sko sinn svefn til hádegis og helst lengur, var vöknuð svona snemma, verð nú að segja að mér þykir þetta stórmerkilegt nokk!Ég var svo rosa myndarleg seinna um þann dag og bakaði bananaköku .. ójá.. ég er með þessa húsmóðurtakta í mér.. spáið í hvað ég á eftir að vera geggjuð eiginkona, draumur hvers manns er ég viss um hehe ;)Í dag vaknaði ég líka snemma, en það var kl.9 þegar hin yndislega Laini bjallaði í mig, en það var samt allt í góðu lagi , ég var svona hálfsofandi/hálfvakandi .. en semsagt vaknaði þá líka í morgun svona snemma :DÉg fór með Hans Inga og systur hans í Krónuna að versla og í Húsgagnahöllina að skoða sófa en eftir það þurfti ég að bruna heim og taka mig til fyrir fermingarveislu sem ég fór í um hálf6 leytið, besta vinkona mömmu var að ferma dóttur sína:) Maturinn var geggjaður, alveg meiriháttar, mín vel sátt sko ;)En ég er farin að horfa á Nip Tuck .. ble
+ Sigrun bloggaði kl. 21:32 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, mars 18
Jæja ég er núna í vinnunni .. búið að vera nóg að gera en núna bara rólegt að gera hjá mér, ekki leiðinlegt það :) Finnst samt eitthvað svo fáránlegt að hanga á netinu í vinnutímanum, en geri það nú samt meðan ég hef ekkert annað að gera... ég er semsagt í að tékka í tölvunni það sem er búið að setja inn og merkja svo og þá gefst svona tími til að tékka á neteríinu :)Eftir vinnu er ég að fara að stússast með honum Hans Inga mínum og stendur svo til að eyða kvöldinu með honum :)Kv. Sigrún
+ Sigrun bloggaði kl. 14:20 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, mars 17
Ég er svo ógeðslega uppiskroppa með efni að tala um að það er ekki fyndið... þannig þetta verður fáránlega stutt og innihaldslaus færsla þar sem henni eiginlega lýkur bara núna.. hafið það gott:)
+ Sigrun bloggaði kl. 19:58 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, mars 16
Atvinnuleitin bar árangur og ég hef núna verið í 2daga í nýju vinnunni og er mjög sátt. Þetta er rosalega spennandi og forvitnilegt starf, maður er að sjá alveg helling af hlutum sem maður bjóst ekkert við að sjá.. Mjög skemmtilegt starf, og ég er rosa ánægð að vera ekki lengur að leita mér að vinnu .. vinnutíminn er frá 8-16 þannig ég get vel fengið mér aukadjobb með, það er svona spurning hvort maður reyni að leita sér að einu svoleis..
+ Sigrun bloggaði kl. 17:25 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, mars 13
Gærkvöldið var hið rólegasta en ég fór til Hans Inga míns og við leigðum okkur spólu sem við horfðum svo á í hinum mesta kósý-fíling.. ahh hvað er gott að kúra hjá kærastakrúttinu sínu:) Í dag vorum við turtildúfurnar grand á því hehe og sóttum okkur Dominoz pizzaríur og vorum heppin að Nutty Professor var í sjónvarpinu, sem er alltaf gaman að horfa á :) .. Þannig var svo málið að það eru ekki komnar gardínur í stofugluggana og glampandi sólarkvikindið nottla eyðilagði alveg sjónvarpsvjúið.. þannig krúttið mitt var rosa sniðugur og snéri sjónvarpinu eitthvað og setti svo teppi og sæng a gólfið og kodda og þetta var ekkert smá girnilega kósý... ég lagðist eins og skata og var ekki lengi að sofna, og þarna lágum við í 2 tíma allavega lúllandi .. Ahh soooo gott:) Ég er núna að fara að skila spólunum og er svo að spá í að skella mér í eitt stykki ljósatíma,.. spurning svo hvernig tekst til að sofna í kvöld þar sem ég nýtti daginn ansi vel í það :)
PS: 7 kóklausir dagar takk fyrir !! Ég er ógó stolt af mér!!!!! ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:37 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, mars 11
Ég er alveg ótrúlega sátt við lífið og tilveruna .. ég er búin að vera dugleg að snúast í þessum vinnumálum og fer í 2 viðtöl á mánudaginn, svo ég bíð spennt eftir að sjá hvað kemur útúr því, bæði eru þetta störf sem ég væri meira en tilbúin að vinna við.. verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessu.. En ég ætla samt ekki að hætta að sækja um, það er auðvitað mjög gott að vera búin að fara á marga staði svo það séu kannski meiri sjénsar á vinnu... Vá hvað maður er svo líka sáttur við veðrið þessa dagana.. sérstaklega veðrið í dag, meiriháttar gott veður og bara nicely-heit.. Arrgh.. ég var að muna akkúrat núna að á morgun er ganga með skólanum :'( .. Ég er ekki að hlakka til, því seinast var ég gjörsamlega að deyja - en ég býst þó við að ég sé í einhverju skárra standi núna hehe eftir göngurnar okkar Daggrósar... Á morgun verður semsé labbað að Keili og svo uppá hann og nottla svo tilbaka.... og á þetta að taka 3 klukkutíma.. Sem fyrr er ég búin að fá hana Diljá með mér í þetta og mætum við stöllur hressar og kátar í fyrramálið kl.10:00 .. GRÁTUR!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 15:09 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, mars 10
Ég er gömul!! Ég var ógó dugleg að sækja um vinnur í dag, mæ feivorit þeing tú dú þessa dagana .. hmmm! Allavega.. var stödd á einum stað og kom auðvitað að því að segja frá aldri.. og ég verð að segja að það að þurfa að segjast vera 21 árs simply mortifyed me!! Mér fannst það hrikalegt! ... Hve æðislegt væri að geta sagt : Ég er 17 ára ?!?!?! Anyhow! Þegar ég kom heim úr hressandi gönguferð með Daggrós minni ómaði söngur úr imbanum... ,,þúsund sinnum segðu já.........'' - enginn annar en sjarmatröllið Helgi Björns prýddi þá skjáinn og mér leist bara ekki illa á hehe .. Viðurkenni það hérmeð að mér finnst hann alveg vel flottur þessi gaur, það er eitthvað við hann sem er svo sexy .. hehe .. Lagið var líka eitthvað svo skemmtilegt.. það minnti mig svona á gamla tíma, þó ég muni ekki alveg hvaða gömlu tíma... allavega eitthvað svona síðan maður var yngri.. alveg eins og lagið þarna ,,Hann var einn af þessum stóru.. sem í menntaskólann fóru......'' - arrrgh man ekki hvað lagið heitir ?!?!?! Ég hefði alveg verið til í að vera ung Reykjavíkurmær þegar þessi lög voru svona ógeðslega vinsæl.. hefði verið gaman að djamma við svona skemmtileg lög alltaf hehe... - ekkert skrítið að allt tryllist þegar Gleðibankinn er spilaður og einhver svona lög.. þetta eru klárlega flottustu lögin !! ;) Ég fór um 21 leytið í kvöld og hitti hana Þórunni krúsídúllu.. alveg endalaust langt síðan við höfum hist svona bara til að kjafta og svona og vá það var ekkert smá skemmtilegt:) .. svo skemmtilegt að við ætlum að skella okkur aftur í næstu viku og ég hlakka mikið til.. VIð vorum einmitt að tala um það í kvöld hvað tíminn líður rosalega hratt.. við ætluðum ekki að trúa því að það væri actually 5 ár síðan við kynntumst, ótrúlegt alveg.. Time flyes..
+ Sigrun bloggaði kl. 23:46 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, mars 9
Er til eitthvað leiðinlegra en að leita að vinnu? - ég bara spyr!Ég get allavega sagt fyrir mig að þetta er án efa þá leiðinlegasta sem ég geri..Anyhow.. áfram höldum við Daggrós að hreyfa okkur og stöndum okkur svona líka vel, slepptum reyndar að labba í gær þar sem skutlan var að fara í saumaklúbb og ég var nú bara smá fegin að við fórum ekki því ég var með alvarlegar harðsperur frá deginum áður,.. ekki nóg með að hafa labbað með Daggrós heldur rákumst við á mömmu þegar við vorum að ljúka okkar ferð og ég labbaði aðeins lengra með mömmslunni minni :) .. Hörkutól sko haha!!Ég er mjög stolt að segja frá því að kókfíkillinn er horfinn úr mér!!!!Kók stendur ekki lengur til boða fyrir Sigrúnu kókista.. no more sko - þetta er alltof mikil sykurleðja og hefur bara ekkert nema leiðindi og ógeð með sér.. og ég bara neita að drekka þetta sull!! - (spurning hve lengi ég endist) - ég allavega held mig við íslenska vatnið í bili og hingað til líkar mér bara svona líka vel :)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:00 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, mars 7
Ég verð eiginlega að segja ykkur frá svoldnu sem mér fannst bara alveg ógeðslega fyndið, sem Lilja var að segja mér áðan.. Þannig var málið semsagt að Hanna,besta vinkona Lilju, var í Kringlunni með mömmu sinni, og þær eitthvað þarna röltandi.. heyrðu alltí einu segir mamma hennar við einhverja konu þarna : ,,Ert þú ekki mamma hennar Lilju?'' (semsagt að meina Lilju systur, og hélt semsagt að þetta væri hún mamma þarna) .. Hanna hugsar auðvitað ohh.. þar sem hún vissi að þetta var klárlega ekkert mamma... - Heyrðu svarar konan þá ekki : ,,Jú''!! (semsagt hún var mamma einhverrar Lilju) .. Þegar þarna er komið heldur Hanna þá bara að verið sé að tala um einhverja aðra Lilju en mína Lilju og mamma hennar og áðurnefnd kona byrja þarna að skiptast á orðum ..
Mamma Hönnu : ,,Já ég náði í Hönnu þarna á föstudaginn'' en konan bara svona engan veginn að skilja, segir svona hálf-confused : ,,Ha.. nú man ég ekki alveg?!?!'' .. Mamma Hönnu : ,,Ertu ekki mamma hennar Lilju?'' .. Konan : ,,Jú .. Lilju Óskar'' og bendir á stelpu sem situr þarna og er að máta skó !! Spáið í essu.. þvílík tilviljun .. mamma Hönnu geggjað sponteiníös að vippa sér bara að konunni og spurja hana, og konan að eiga actually dóttur sem hét Lilja.. Ég átti ekki til orð... var einmitt að drekka mjólk þegar Lilja byrjaði að segja mér söguna, og svelgdist allverulega á þegar hún kom að partinum þar sem konan sagði actually JÁ við að vera mamma Lilju! .. Skondið.. MJÖG SVO!
+ Sigrun bloggaði kl. 16:34 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, mars 5
Ég er ekki búin að blogga í nokkra daga og það er bara allt að gerast, ef ég kemst þannig að orði.. Ég og Daggrós erum farnar að vera súperduglegar að hreyfa okkur, en við byrjuðum á því núna í byrjun vikunnar að fara í langa göngutúra á hverjum degi og þetta er búið að ganga svona líka vel, ég er ógó stolt af okkur :D .. Þannig að þolið hjá manni fer nú að batna, það hlýtur nú að vera hehe:) Ég ætla svo að byrja að hjóla á hverjum degi... þolið mitt er það ógeðslega lítið að ég tók fyrsta hjólatúrinn í dag því Daggrós komst ekki í göngutúr, og ég var bara gjörsamlega búin á því eftir smá spöl :s .. ein ekki alveg að meika það......... en ég meina, þetta verður flott eftir nokkra daga í röð, þá verð ég orðin fín .. byrjuð að venjast :)
Svo er ég hætt í skólanum, eða samt ekki alveg, ég tek nokkra áfanga í fjarnámi... þetta var ekki alveg að ganga þarna hjá mér, ég var komin með svo ógeðslegan leiða og ekkert búin að mæta í skólann, en ég hugsa að þetta eigi eftir að ganga betur.. ég tímdi ekki alveg að hætta alveg í skólanum svo ég ákvað að fá að taka þetta svona í P :) Þannig stelpan er bara að leita sér að fullri vinnu þessa dagana og vonandi að það eigi eitthvað eftir að gerast í þeim málum:) .. Ætla að reyna að finna 2 vinnur, geta verið að vinna allar helgar og ná sér í einhverja peninga..líst sko ekkert illa á það :)
Jájá vitiði ég er bara í þessu ljómandi fína skapi sko :) .. Bara róleg í kvöld og taka videó og svona en mig langar nú aðeins að kíkja eitthvað næstu helgi..... svo það er spurning hvort maður geri eitthvað þá.. Annars ætla ég að fara að taka mig á í kaffihúsamenningunni og reyna aðeins að catcha up við fólkið sem maður hefur ekki hitt svo lengi :) Það er svo gaman :p
En þangað til seinna.............
+ Sigrun bloggaði kl. 22:04 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|