|
|
|
sunnudagur, febrúar 27
Jæja þá er málið að drita niður hérna nokkrum línum.. en verð að segja að ég ætla að gera eins og Diljá.. biðja fólk um að vera duglegt að commenta á bloggin mín svo það sé nú einhver ástæða fyrir að maður sé að skrifa hérna :) Líka svo gaman að sjá hverjir eru nú að fylgjast með manni..... Annars leigðum við systurnar 2 nýjar myndir í gærkvöldi.. Terminal og Wicker Park .. Lilja valdi þá fyrri en ég þá seinni.. ég vildi auðvitað að við horfðum fyrst á mína mynd en lét að lokum undan frekjunni horfði á hina myndina, sem mér fannst svona lala bara .. Í dag horfði ég svo á Wicker Park og vá, þar erum við að tala um góða mynd !!! Hún er svoldið ruglingsleg en maður er nú fljótur að átta sig á henni... Endirinn var síðan svo frábær.. Mæli eindregið með að þið takið þessa því þið sjáið ekki eftir því! Svo er ég í atvinnuleit núna og ætla í fyrramálið að vakna mjög snemma og koma mér af stað að leita.... ekki það skemmtilegasta sem ég geri, það get ég alveg lofað ykkur.. en eitthvað sem verður að gera :) .. Fínt líka ef ég næ í vinnu sem endist síðan þannig að ég fái fulla vinnu í sumar.. væri bara alls ekki slæmt :)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:48 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, febrúar 26
Now hush little baby, don't you cry Everything's gonna be alright Stiffen that upperlip up little lady, i told ya Daddy's here to hold ya through the night I know mommy's not here right now and we don't know why We fear how we feel inside It may seem a little crazy, pretty baby But i promise momma's gon' be alright
---------------------
And if you ask me too Daddy's gonna buy you a mockingbird I'mma give you the world I'mma buy you a diamond ring for you I'mma sing for you I'll do anything for you to see you smile And if that mockingbird don't sing and that ring don't shine I'mma break that birdies neck I'd go back to the jewler who sold it to ya And make him eat every carat don't fuck with dad (haha)
+ Sigrun bloggaði kl. 01:41 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, febrúar 24
Ég elska....
SKYPE.COM!! - Síðan ég uppgötvaði þetta snilldardótarí á netinu, þá hef ég bara getað verið að spjalla við ættingja útí USA eins og ekkert sé, og ég gæti ekki verið sáttari.. ÞAnnig er það nebblega að Habba,systir pabba, býr í Norfolk í Virginiu og nottla með kallinum sínum honum Johnny.. og ég var að kjafta við þau alveg helling.. og svo býr dóttir þeirra,Jennifer, í Louisiana, með sínum kalli, í herstöðinni þar eða eitthvað svoleis þar sem maðurinn hennar er í hernum.. .... mér finnst ekkert smá skrítið að hún sé búin að gifta sig þar sem hún er bara einu ári eldri en ég.. Allavega við vorum að rifja upp eitthvað síðan við vorum litlar og HAbba minntist líka á það þegar ég talaði við hana... en það hefur verið þegar ég var svona 5-6 ára og hún hefur þá verið svona 6-7 ára.. ég var þá í heimsókn hjá þeim og var eitthvað að stríða JEnnifer og gera grín að hvernig hún talaði, en hún blandaði enskunni og íslenskunni svo rosalega saman eitthvað hehe.. - Allavega, hún var engan veginn sátt og eftir stríðnina í mér kom hún með rosa comeback sem hljómaði svona : ,,Ef þú ekki hætta skríða még.. mér lemja þú og kyrka þú og aldrei koma til húsa þín" !! - Habba var niðri og nottla fór að hlæja að þessu, en þetta var ekkert að buga mig í stríðninni því ég missti mig svo gjörsamlega og fór að skellihlæja að henni haha :) .. Því það sem greyið Jennifer var að reyna að segja við mig var : ,,Ef þú hættir ekki að stríða mér, þá lem ég þig og sparka í þig ("kirka þú" - í enskunni nottla ,,kick") og kem aldrei heim til þín".- hahaha algjör snilld!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:07 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, febrúar 22
Ég vil lifa lífinu upplifa slatt'af hamingju nenn'ekk' að hanga hér vill ferðast og skemmta mér... Love that song.... totally að elska það sko :) Þið vitið það kannski ekki mörg en ég var alveg meiriháttar Siggu Beinteins-aðdáandi þegar ég var lítil.. elskaði hana í tætlur..... Svo voru ég og Eva vinkona, sem bjó hérna við hliðiná mér alltaf að syngja lög með Siggu og Stjórninni og alveg að meika það sko hehe.... hver man nú ekki eftir laginu "Nætur" sem Sigga fór með í Eurovision (að ég man :)) og laginu "Nei eða já" sem Stjórnin fór með... snilldarsnilld.... og hver man nú ekki eftir laginu "Eitt lag enn" .?? .. Ég skal allavega segja ykkur það að við Eva kunnum öll þessi lög og vorum alveg að dýrka þetta í tætlurnar!!! :)
Good old times.. alltaf gaman að rifja upp :)
+ Sigrun bloggaði kl. 23:30 +
~~~~~~*~~~~~~
SKYPE.COM Vildi bara koma því að, að ég er nýbúin að kynnast því að vera með þessa þjónustu www.skype.com en þetta er í raun eins og msn, maður bara downloadar þessu og svo verður maður bara að vera með headset til að tala.. eða ég held meiraðsegja að þú þurfir ekki einu sinni að vera með headset og þetta virkar bara eins og sími... það er hægt að chatta eins og á MSN en svo ef maður á nú vini erlendis eða vill bara hringja í vinina sem eru online þá er það ekkert mál, og þegar þú ert að hringja kemur hringihljóð og svona hjá báðum aðilum eins og á alvöru síma.. Þetta er alveg stórsniðugt.. ég var áðan að tala við systur pabba sem býr útí Norfolk í USA og dóttur hennar sem býr í Louisana.. spáið í snilld.. og það besta við þetta er = IT'S FREE!!!!!! Allir að skella sér á þetta helst NÚNA!!!! Þetta leysir sko MSN af og miklu meir en það!!!!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 03:16 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, febrúar 21
Ég heyrði svo skemmtilegt lag með Siggu BEinteins núna í fyrradag.. alveg svona rosa hresst og skemmtilegt lag sem lýsti mér rosalega.. að mig minnir .. synd að ég muni akkúrat EKKERT úr laginu núna því þá gæti ég deilt því með ykkur...
Á laugardaginn fórum við Diljá með FB í þessa svaðalegu gönguferð, en ég er skráð í áfanga þar sem maður labbar einhverjar 5 ferðir og var þetta fyrsta ferðin mín með hópnum.. Ég er með svo ÓGEÐSLEGA lítið þol - sama sem ekkert - og eftir smágöngu var ég bara búin á því en gat nottla ekkert hætt bara á miðri ferð... Diljá var öllu betri en ég, og var fljótt farin að labba á undan og reka á eftir mér að labba hraðar - sem ég gat svo ómögulega .. ég var alveg að reyna á mitt þarna og gat ekkert farið hraðar... Þegar þessu helvíti lauk var rosalega gott að komast inn í bíl og actually setjast niður.. við stoppuðum nebblega ekkert á leiðinni og þetta var sko LANGT - labbað frá FB og í kringum allt heila Elliðavatn eða Elliðárvatn.. man ekki.. og svo nottla tilbaka... ojjjjjj.... Ég hef síðan þetta gerðist, verið gjörsamlega að farast í skrokknum, orð fá ekki lýst sársaukanum sem dvelur í líkama mínum núna, hann hefur þó batnað smá en það er ekki mikið.. áááiiiii !!! Ég veit hreinlega ekki hvort ég treysti mér í næstu ferð og sagði það nú við Diljá á laugardaginn í miðri göngunni að ég myndi sko hætta í áfanganum... en ef ég fer í næstu gönguferð Diljá þá treysti ég á þig í þá ferð líka!!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:17 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, febrúar 17
WHAAAT??Ég er ekki alveg svo viss hvort þetta sé eitthvað sem passi við mig?? Hmm!!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:03 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, febrúar 16
Hve típískt er það að ég þurfi að sækja pizzuna??.. Ótrúlega típískt alveg!!Pöntuðum Dominoz þar sem er nottla megavika og ótrúlegt en satt þá ætlaði Halldór að fara og allt í góðu með það... en neeeee nee.. það eru 3 mínútur í að pizzugreyin verði tilbúin og hvað gerist... nú hann segir að ég eigi að ná í þær.. anskotans.. ég hélt ekki og svoleis harðneitaði en varð svo að láta í minni pokann.. hans afsökun: ömmm... hann var að horfa á O.C þætti og ég var búin að sjá þá svo það var only fair að ég myndi fara þar sem hann var ekki búinn að sjá þá.. fór inn til Lilju og vældi í henni hvað ég nennti ekki og hvort hún kæmi nú ekki bara með mér og hún færi inn og myndi sækja.. ég veit eilega ekki af hverju ég var að því, I should have known better.. hún segir næstum ALLTAF nei svo ég veit ekki af hverju ég hélt að þetta skiptið yrði eitthvað öðruvísi.... en hinsvegar bar hún fyrir sig afsökun: henni leið ekki svo vel... hún hélt henni væri að slá niður (eftir að hafa farið í VERO MODA í dag að máta föt, meðan ég var fyrir utan að bíða í 20 mínútur takk fyrir)! .. En hvað með mig.. hvað með Sigrúnu sem er með akkúrat EKKERT þol og var nýkomin inn eftir að hafa verið búin að hlaupa úti með hund frænku okkar eins og algjör mófó.. what about that.. ég get sagt ykkur að ég var búin á því þá og ég er ennþá búin á því... alveg uppgefin.. spáið í sorgleg, spurning að reyna að rífa þetta þol eitthvað upp.. já svona spurning sko!.. eiginlega bara engin spurning... ég VERÐ að gera það!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 20:47 +
~~~~~~*~~~~~~
Vá hvað flensan getur farið illa með mann... svo illa að mig langar í skólann á morgun en ég get hreinlega ekki farið því flensan hefur sett svip sinn á andlitið á mér, svo ég verð barasta að vera heima á morgun og helst fara í ljós til að ná allavega einhverjum eðlilegum lit á mig svo ég geti látið sjá mig á skólagöngunum.. ég lofa..ég fer í skólann á fimmtudaginn.. þótt fyrr hefði verið..Þarf síðan endilega að drífa mig í blóðprufu til að ath. hvort sé ekki allt í lagi með mig, hvort einhver efni vanti og svona... better save then sorry!Annars var ég að spá áðan og ég er mikið að spá hvort málið sé að fara sem Au-Pair út eftir að maður lýkur menntaskólanum ógeðslega... hvenær sem það verður.. vá hvað er ekki að gera góða hluti að hugsa svona mikið um hvað maður ætlar að gera EFTIR að maður er búinn með þetta crap, kannski málið sé að ljúka crapinu áður.. ég segi svona! .. Anyhow.. væri ekki leiðinlegt að fara bara sem Au-Pair og vera með einhvern krakka sem þarf ekki mikið að hafa fyrir og geta bara verið að leika sér á meðan krakkinn er í skólanum og svona... og staðirnir sem mig langar á eru New York og Los Angeles.. spurningin er bara hvor staðurinn?.. En ég hef víst alveg nægan tíma til að ákveða það.. allavega ár því ég ætti nú að ljúka stúdent á árinu 2006 ef ég drullast til að koma mér í skólann og actually LÆRA!!!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 00:07 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, febrúar 14
Ég er bara nokkuð sátt með daginn þar sem ég skrapp rétt í Kringluna áðan til að fara í ríkið en kom svo við í VERO MODA og keypti þar flotta peysu og geggjað flott bolti sem er með svona stóru fiðrildi í miðjunni .. LOVE IT!!!!!!Annars var ég að skoða ebay og langar ekkert smá til að bjóða í einhverja hluti, en þar sem ég á því miður ekki visakort er ég undir góðvild föður míns komin og hann er ekki alveg á því að gefa mér upp nr. á kortinu sínu.. honum finnst eitthvað svo vafasamt að maður þurfi að gefa kortanr. upp bara til að geta skráð sig þarna og geta fengið notendanafn. En er einhver þarna úti með reynslu af kaupum á þessari síðu ebay.com og hver er ykkar reynsla af þessu dótaríi? :)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:16 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, febrúar 12
Vá hvað ég vildi að þessi "tíska" með allar myndavélarnar og bloggsíðurnar hefði verið komin fyrir svona 5 árum síðan... Ég var bara svona að pæla í því allt í einu og var líka að skoða gamlar myndir í gær og vá hvað væri miklu skemmtilegra ef maður ætti MIKLU fleiri myndir frá sumum tímabilum sem voru ekkert smá skemmtileg .. eins og t.d. 67-árin ... I loved them... Ég, Ósk og Arndís litlar 16-17 ára stelpur alltaf að skemmta okkur og bara hafa gaman af lífinu... geggjað skemmtilegur tími:) .. jájá þetta var svona smá trip down memory lane!!:) Ég er allavega mjög dugleg með cameruna núna og ætla sko að halda því áfram, verður líka gaman í sumar þegar sólin skín og svona að smella smá sumarmyndum..ohh ég hlakka til!!!;);)
En núna er ég farin útí sjoppu að taka spólu fyrir okkur Lilju.. gaman að segja frá að núna erum við báðar með flensuna, ég samt sem betur fer að losna við hana en Lilja nýkomin með hana..,úú gaman fyrir hana hehe :/
+ Sigrun bloggaði kl. 19:09 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, febrúar 11
Hvernig er það.. hver hefur séð þáttinn Jing Jang á PoppTíví ?Well.. ég hef ekki horft á heilan þátt, en hefur því miður orðið þau mistök á að skipta á milli rása og fara á PoppTíví og þá er þessi fáránlegi þáttur í loftinu!..Ég er bara ekki að ná þessum þætti.. þetta er svo hallærislegt að orð fá ekki lýst,.. ég bara trúi ekki að það sé actually til fólk sem virkilega hugsar : ,,Jing Jang er að byrja.. best að horfa''...... correct me if I'm wrong!!Annars var ég að klára að horfa á Idol og Helgi datt út í þetta skipti,.. ég var nú ekkert hissa miðað við hvernig hann stóð sig en samt eitthvað svo sorglegt, ég vorkenndi honum allavega big time! .. En svona er þetta víst!! Hann meiraðsegja söng betur í lokin heldur en í sjálfri keppninni í kvöld!...Hver hefur svo séð hann tískulöggu þarna,Svavar Örn, í Idol Extra á PoppTíví... SHEEEEET hvað hann er ógeðslega leiðinlegur,... hann er svo klárlega ekki að meika það þarna, það er alveg illa súr lykt af honum sem stjórnanda þáttarins... so sorry but so true!!!!Well ég er farin að lúlla mér svo ég verði fersk á morgun og nái flensunni úr mér! Nighty Night!!
+ Sigrun bloggaði kl. 23:07 +
~~~~~~*~~~~~~
Jamm ég dreif mig sko í hádeginu eins og ég sagðist ætla að gera, og fór og náði í helling af verkefnum uppí skóla og er einmitt að fara að gera þau núna.. þetta eru semsagt geggjað mörg verkefni í uppeldisfræði.. en ég er svo fljót að gera þau ;)Svo er bara að hanga heima í góða skapinu sem virðist vera að skína hjá mér núna og horfa á Idol í kvöld og svo bara vera heima á morgun að læra og og yfir alla helgina og reyna líka að ná þessari flensu úr mér svo ég verði ready to go á mánudaginn í skólann... þetta er búið að vera ágætis mánaðarlangt frí... nú er alveg kominn tími á að vera dugleg að læra og standa sig í skólanum :) Vonandi stend ég við stóru orðin!! ;)PS: Það er kominn linkur að STÓRU myndasíðunni minni þar sem þið getið skoðað ALLAR myndirnar mínar!!!!!!!!! :)
+ Sigrun bloggaði kl. 15:46 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, febrúar 10
DONT WORRY . . BE HAPPY !!!!Vá ég get ekki lýst því en ég er í svo ógó æðislegu skapi að það er bara ekkert fyndið sko. Samt ekki of glöð yfir því að Diljá mín var barasta ekkert heima þegar ég hringdi í hana því ég var alveg í skapinu til að tala við hana hehe.. :)
Anyhow.. Á morgun fer ég uppí skóla og fæ HAUGINN af verkefnum frá kennurunum mínum frá þessum seinasta mánuði sem ég hef ekkert mætt í skólann vegna veikinda... og helgin verður sko eintómur lærdómur.. ég hef sett mér það markmið að ég mun klára þennan skóla og þá verð ég sko að vera dugleg ef það á eitthvað að geta gengið... Eina ástæðan fyrir að ég var ekki þessa vikuna var vegna ógeðslegt kvefs og hálsbólgu sem virðist eitthvað verið að fara að batna svo ég vona bara að það verði orðið ennþá betra yfir helgina .....
Á mánudaginn mun ég svo byrja skólann og vera dugleg dugleg dugleg... Bara að tala við Diljá og heyra þvílíkur metnaður er í stelpunni, þá getur maður nú ekki annað en viljað vera svoleis líka.... svo er bara spurningin hver fær hærri einkunnir í vor haaaaa... nei bara að djóka!:)Á mánudaginn byrja ég svo á líkamsræktarnámskeiðinu .. eitthvað svona dótarí námskeið til að komast í kjörþyngd og ég ætla sko að ná minni kjörþyngd + bara að vera rosa dugleg og sjá einhvern árangur takk fyrir !!! ..Væri nú ekki leiðinlegt ef árangurinn yrði þessi geggjaða mynd sem hægt er að sjá á sósíalítunni..gat ekki bloggað hana hér :( En ég ætla nú að vera raunsæ og bara vona það besta... ef ég verð heví dugleg þá maybe hehe:)
Núna er ég hinsvegar farin uppí rúm því ég er buin að taka inn svefntöflu og er alveg að leka utaf herna... get ekki skrifað neitt af viti lengur .. uPPS!
+ Sigrun bloggaði kl. 22:36 +
~~~~~~*~~~~~~
Vá hvað lög geta minnt mann á eitthvað gamalt...
Ég var að hlusta áðan á lög sem er ekkert smá langt síðan ég heyrði og bara strax man maður eitthvað sem gerðist fyrir mörgum árum og það er eins og hlutirnir hafi bara gerst akkúrat NÚNA!!... Sumt svona geggjað gaman að muna eftir en aðrir hlutir kannski ekki eins skemmtilegir eða góðir að muna....
Lykt getur líka minnt mig rosalega á svona gamla hluti þannig að í einni skúffunni í kommóðunni er ég með nokkur ilmvötn sem ég notaði fyrir svona 5 árum síðan eða eitthvað og geymi þau ekki því ég er eða mun eitthvað nota þau heldur bara því ef ég lykta af þeim þá man ég eitthvað.... :)
Samt ótrúlega skrítið í fyrradag þegar ég var að fá mér svona bollu .. geggjað góð.. þá alltí einu kom uppí hugann þegar maður var að fara í heimsókn til afa og hann var búinn að kaupa bollur útí bakarí.... ótrúlega skrítið því ég hef aldrei munað svona eitthvað eftir afa þegar ég er að borða bollu á bolludag :) .. Svoldið þægilegt að hugsa til hans þar sem þetta var nú afi..besti maður sem til var og ég elskaði og dýrkaði meira en ég get lýst en samt líka leiðinlegt af því hann er ekki lengur til staðar.. en maður á bara fallegu og góðu minningarnar þá :)
En núna er ég farin að sofa.. var bara alltí einu í svo miklum fíling til að blogga :)
Nighty Night!!
+ Sigrun bloggaði kl. 01:31 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, febrúar 9
Ég hef algjörlega EKKERT jákvætt að segja.. svo ef þú ætlar að halda áfram að lesa máttu vita það fyrirfram að þessi færsla er svo algjörlega sögð í tómu þunglyndi og vondu skapi svo ekki einu sinni búast við einum litlum broskalli!!!
Gærdagurinn var ógeðslegur - ég fór á fætur eitthvað um hádegi en var svo eiginlega strax komin uppí rúm aftur þar sem ég var svona hálfdottandi þangað til 17:30 og leið ógeðslega... fór og fékk mér að borða , en gat voða lítið borðað vegna mikilla verkja fyrir neðan brjóst + útaf þessu ógeðslega kvefi sem er gjörsamlega að drepa mig þessa dagana...... fór í rúmið aftur um 19:00 eftir að hafa tekið ógleðistöflu við verkjunum... og var í rúminu hálsofandi en samt alltaf vaknandi til kl.21:30 .. vaknaði þá og var vakandi til 00:30 þegar ég ákvað að fara aftur í rúmið og sofa eins og allt hitt venjulega fólkið.... - það var samt svo engan veginn að ganga svo ég ákvað um 02:00 að fá mér ritzkex með osti og kókglas með og horfa á Sex&The City.. fór svo aftur að sofa og ég sver það.. ég vaknaði svona trilljón sinnum vegna óþæginda.. þá var reyndar ekki mikið um verkinn ennþá en kvefið var sko ekkert að hætta að trufla mig...
Dagurinn í dag - engan veginn neitt minna kvefuð og ofan á það get ég varla haldið augunum opnum..... svo ég er að spá í að hætta bara að skrifa núna og er að spá í að blogga bara ekkert fyrr en ég verð komin við góða heilsu því þá get ég allavega REYNT að skrifa eitthvað skemmtilegt ..
Takk fyrir mig . .
+ Sigrun bloggaði kl. 15:08 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, febrúar 7
Lífið er yndislegt........
Ég er enn og aftur orðin veik... komin með ógeðslegt og endalaust kvef og hálsbólgu... vá þetta er svo óþægilegt - ég er að kafna!!!!!!!!!!!!
Ég er alveg að sjá eftir því að hafa farið í bæinn á föstudag eftir matarboðið hjá DIljá... ég hefði alveg átt að sleppa því bara,.. þetta eru víst launin!
Vegna veikinda hefur helgin því ekkert verið neitt ofurskemmtileg.. ég hef bara legið heima í dvala og gert ekki rassgat!!!
Þetta er alveg frekar súr bloggfærsla svo ég er að spá í að segja þetta bara gott í bili , vonandi að ég hafi eitthvað skemmtilegra að segja næst þegar ég blogga !!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:25 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, febrúar 4
Jæja nú ætla ég að láta vita af nýju dóti sem ég er búin að plögga en það er ný myndasíða þar sem ALLAR myndirnar mínar eru :)
Slóðin er : http://imageevent.com/sigrunedda !!! Allir að skoða ;)
Annars er ég að spá í að skella mér í ljós og fara að taka mig svo til fyrir kvöldið, en Diljá verður með matarboð í kvöld og ég hlakka mikið til :p
+ Sigrun bloggaði kl. 13:40 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, febrúar 3
Ég á tvífara ?!?!?!
Bara fyndið það sem Eva sagði mér í gær..
Stelpan var semsat stödd á NK kaffi í gær með vinkonum sínum, þegar ein þeirra spyr hana: ,,Er þetta ekki Sigrún þarna?'' .. Eva lítur við og ætlar að segja hæ við "mig" en "ég" barasta labba í burtu og fer að tala í símann.
Eva heldur að þetta sé húmorinn okkar í gangi þarna og "ég" sé bara að djókast með að hunsa hana, og ákveður að standa upp og labba í áttina til "mín" .. þar sem hún kemst að því að Sigrún var bara ekkert þarna á ferðinni...
Vá mér fannst þetta ekkert smá fyndið, en Eva sagði þetta líka á geðveikt fyndinn hátt... alveg sama - þetta er bara brilliant hehe :) .. Greinilega eina sem var eitthvað ólíkt með mér og tvífara mínum var hárið, en eins og Eva sagði þá var skiljanlegt að hún héldi að þetta væri samt ég þar sem ég skipti svo oft um hair-do .. er það?!?!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:36 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, febrúar 2
Góðu fréttirnar eru þær að ég get ekki farið í fjallaferðina á laugardag (búhú) en slæmu fréttirnar eru þær að það er vegna þess að minnz er hvorki meira né minna en TÁBROTIN !! Það fyndna er að þetta gerðist sko fyrir svona 2 vikum eða eitthvað, ég var að vinna föstudagskvöldið 14.jan og var að fylla á einn kælinn á videóleigunni, þegar það datt svona lítil-glerkókflaska á fótinn á mér .. og ég var gjörsamlega að farast - nennti hinsvegar ekki að fara á slysadeildina vegna þess að það kostar einfaldlega peninga sem ég bara var ekki reiðubúin að borga ...
En í dag fór ég til læknis og hann tékkaði á tánni í leiðinni og þá kom þetta bara í ljós.... tábrotin eftir kókflösku.. frekar skondið!! :)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:46 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|