|
|
|
fimmtudagur, desember 30
JÆJA . . .
You are too innocent and sweet for your own good.
Hvað segið þið ? Er þetta málið? Er ég svona svakalega saklaus ??? :)
Annars er ég að fara að vinna kl.22 á NASA... enginn annar en FORSTJÓRI SONY úti er að halda einhverja veislu..... - ekki slæmt það hehe :)
Svo hefur heyrst að sjálfur Kiefer Sutherland eigi eftir að láta sjá sig... - let's see!! :)
Bleeee
+ Sigrun bloggaði kl. 19:07 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, desember 28
Ég var svona að velta því fyrir mér, eftir að hafa talað um það við Birtu Líf um daginn, en já það er semsagt það að netið er orðinn svona staður sem maður getur bara plöggað sig á og næstum því bara njósnað um fólk..... ég meina núna eru næstum allir bara komnir með blogg, og maður er alltaf að finna hitt og þetta fólk í gegnum tengla á öðrum síðum og svo bara verður þetta að vana að fylgjast með því sem manneskjan er alltaf að blogga...
Ef maður spáir í því þá er þetta svoldið creapy... því maður veit aldrei hver er að fylgjast með manni... - því eins og þið vitið þá eru ekkert allir sem commenta, margir sem bara skoða það sem maður er búinn að skrifa og svo bara fara þeir...
Spurning hvort maður ætti að koma bara upp linkadóti þar sem kemur bara fram með hverjum maður er að fylgjast með, eða hvað finnst ykkur? Eða kannski bara sleppa því :)
Ég er hérna annars bara í fínum fíling, ennþá á náttfötunum og í algjöru ógeði þar sem ég er úldnari en helvíti... er að hlusta hérna á playlista sem ég setti saman í gær og eins og flestir vita þá er ég með þennan rosalega tónlistarsmekk, eða eins og einn spekingur sagði eitt sinn við mig hérna fyrir 4 árum : ,,Hvaða tónlistarsmekkur?..Þú hefur engan'' ! hahaha :)
Ég auðvitað leiðrétti þann misskilning því hverslags rugl er það eiginlega?.. Ef ég er ekki með tónlistarsmekk, hver þá????
+ Sigrun bloggaði kl. 15:49 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, desember 27
Greinilega svaðalegt djamm á VeroModa stelpum í gær en ég fann þessa mynd af Siggu og Svandísi.....
Það var semsagt staffagleði í gær sem minnz beilaði á,... ég var bara með svo ógeðslegan höfuðverk allt í einu og var ekki alveg manneskjan í djamm :(
En það er greinilegt að maður verður að fá að djamma með þessum skvízum því ég hef séð myndir af Siggu á djamminu áður og það virðist alltaf verið brjálað stuð á gellunni :)
Annars er ég bara búin að vera í brjálaðri skipulagni í dag... er að laga skápinn minn til og hann er að verða voða fínn... það var svo mikið af fötum sem ég er ekki lengur að nota, sem ég er bara búin að pakka núna niður í kassa og svo er planið að reyna að fara með þetta dót allt í Kolaportið og selja, þegar ég hef tíma :)
Ég fór með Lilju í dag í IKEA og ég ætlaði gjörsamlega að MISSA mig í öllu dótinu þarna.. keypti mér geggjaðan lampa og svo eitthvað svona dótarí til að skreyta herbergið mitt... happy times.. - svo ég er að spá í að halda áfram að gera fínt hjá mér.. ég á eftir að ryksuga og skúra og þurrka af öllu hjá mér :)
+ Sigrun bloggaði kl. 21:05 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, desember 26
Jæja jólin eiginlega bara búin.. dagurinn í dag bara eftir og mér finnst það bara ömurlegt... væri sko alveg til í að hafa jólin lengur!!
Jólin hafa verið í einu orði sagt YNDISLEG !!! Frábær tími sem er búið að vera æðislegt að eypa með fjölskyldunni, borða góðan mat og bara hafa gaman :)
Á Aðfangadag vorum það ég, Lilja, Halldór, mamma og pabbi sem borðuðum saman og maturinn var æðislegur... fengum hamborgarhrygg..... ég og Lilja vorum samt alveg helvíti slakar að borða, fengum okkur ekki nema eina sneið og meðlæti auðvitað og vorum pakksaddar.... þannig það eru sko nægir afgangar eftir :) Pakkarnir voru svo opnaðir og ég fékk fullt af æðislegum gjöfum og er alveg rosalega hamingjusöm með þá alla ... TAKK FYRIR MIG!!! ;) ***
Á Jóladag vorum við öll þessi sömu nema Guðjón bróðir og Íris systir og þeirra familíur komu í mat til okkar og var það mjög nice - fengum hangikjöt, sem ég er reyndar ekki neitt rosalega hrifin af en fékk mér nú smá smakk og svo það sem ég var búin að hlakka til að fá - laufabrauð með hvítu sósunni á ... NAMMI!!! :)
Svo í dag var kaffiboð hjá Palla frænda og hans familíu og þar voru öll systkini mömmu og allt fólkið þeirra og það var MEIRIHÁTTAR .... Mér finnst svo æðislegt þegar við komum öll svona saman .. bara ef jólin væru oftar á ári hehe :)
Ég er semsagt búin að vera dugleg að taka myndir af hátíðunum og það eru komnar myndir inná familíu-myndasíðuna, fyrir þá sem hafa password :)
Annars held ég að ég muni nú ekkert djamma í kvöld sko... þeir sem þekkja mig vita hvað ég er slöpp djamm-manneskja....
Var að tala við Hildi Topshop-gellu áðan og hún er að fara á Diskókvöld Margeirs á Bar Bianco svo það verður örugglega stuð hjá henni hehe ;)
Ég mun nú bara halda mig heima held ég því mér finnst það bara miklu skemmtilegra að njóta þess að vera í fríi og geta eytt smá kósý-tíma með fjölskyldunni minni :)
Hafið það nú gott öllsömul ;)
PS: Hrós til mannsins sem á jólahúsið við Bústaðarveginn... þvílík snilld að þessi maður skuli á hverju ári nenna að skreyta húsið sitt svona geðveikislega, mér finnst það frábært... maður var búinn að lesa það einhverstaðar að hann myndi ekki gera það í ár, en svo þegar ég var að keyra þar framhjá um daginn sá ég skreytingarnar og ég varð geðveikt glöð að sjá það :)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:39 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, desember 24
Jújú núna er ég að blogga í seinasta skiptið fyrir jól, þar sem ég ætla nú ekki að taka neinn tíma á Aðfangadag til að fara að nördast í tölvunni takk fyrir :)
Heyrðu dagurinn byrjaði kl.12 , en ekki 8 eins og hann hefði átt að gera ... ætlaði að vera svo svaka dugleg að vakna... ennnnn allavega ... kom mér samt ekkert fram úr fyrr en um 1 leytið.... var síðan svo heppin að fá tíma í litun og plokkun, ótrúlegt alveg hrein en engu vááá algjör þörf á og ég var svo fegin að orð fá bara ekki lýst sko :)
Þegar ég kom heim frá því fór ég bara að taka mig til svo ég væri ready fyrir vinnuna, en ég átti að byrja 18:00 .. ég og Lilja fórum svo út um 16:00 í Kringluna og náðum að kaupa jólagjöfina hennar mömmu .. hitti Kristínu sem vann í Topshop og spjallaði við hana og svo drifum við okkur heim og ég svo beint í vinnuna..
Gyða Stefanía endalausa krútt....ohh ég elska þetta barn... ég kom heim og bað hana um knús og hún kom strax og kyssti mig og knúsaði .. krúttíbútt :):)
Ég var svo að vinna til 23 og það var bara mjög fínt.. samt orðin pínu þreytt í fótunum, skórnir sem ég var í ekki alveg að meika það.... -
Ég verð að segja það að ég held ég hafi ALDREI verið að vinna á jafn frábærum vinnustað en Vero Moda.... fólkið þarna er í einu orði sagt FRÁBÆRT... allir svo geðveikt nice og bara æði..
Og ég var alveg rosalega hissa á því að fá jólagjöf frá fyrirtækinu þar sem ég er bara búin að vera að vinna þarna í tæpar 2 vikur.
Eftir vinnu var svo farið á Fridays þar sem Svandís og Carmen voru þær einu sem létu eitthvað áfengt oní maga en allir aðrir voru því miður á bíl, þar með talin ég sem var ógeðslega svekkt að geta ekki drukkið útaf bílnum...ennn .. - Við erum að tala um það að fólki langaði svo mikið að drekka að þegar Svandís kom með drykkinn sinn þá störðu bara allir með geðveikum jealous-eyes hehe.... Ég held ég hafi aldrei séð neinn drykk eins girnilegan og einmitt á þessu augnabliki!!! - Mikið talað um að hafa kannski bara einhverja staffagleði á annan í jólum en það kemur bara allt saman í ljós.... Væri ekkert verra sko:):):)
En ég er að spá í að fara að lúlla í hausinn á mér... ég þarf víst að vakna kl.9 í fyrramálið til að gera fléttur í Lilju og svo með Halldóri í Smáralind kl.10 .. Busy girl u see ;)
Annars vil ég bara segja Gleðileg jól sæta fólk og hafið það alveg æðislega gott um jólin..... borðið yfir ykkur af öllum frábæra matnum og bara .. be happy hehe :)
Over And Out - Sigrún ;););)
+ Sigrun bloggaði kl. 02:54 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, desember 23
Ég er yfir mig hamingjusöm...ég hringdi á Snyrtistofu núna rétt áðan og þótt ótrúlegt sé FÉKK ÉG TÍMA!!!! Víííí:) Núna þarf ég ekki lengur að örvænta að augabrúnirnar verði ógeðslegar any time longer!!! :)
Annars er ekkert rosa mikill tími til að skrifa núna, fer í tímann kl.14:30 og svo eftir það förum við Lilja að kaupa jólagjöfina handa mömmu :)
Nóg að gera sko....
Ég er ekki að trúa því að það séu jól á morgun, vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða..
maður hélt maður hefði svo mikinn tíma aflögu en sko engan veginn...
Fer að vinna kl.18 þar sem fólk á örugglega eftir að vera í geðveikinni... fólk er nottla svo ógeðslega stressað svona daginn fyrir jól .. fjúffffffff :)
Well ble í bili ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 13:58 +
~~~~~~*~~~~~~
Vildi bara láta vita að þar sem ég er líka að blogga á Socialites síðunni , þá bloggaði ég þar í kvöld svo þið getið farið þangað og lesið það nýjasta frá Heppna Undrinu hehe :)
http://blog.central.is/socialites
+ Sigrun bloggaði kl. 01:35 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, desember 22
BLÉZUUUUUUÐ
Jammz ég var semsagt að vinna í Vero Moda í kvöld frá 18-22 sem var bara alveg helvíti fínt...
tíminn alveg ótrúlega fljótur að líða, sem var bara frekar nett sko :)
Kom samt einhver kona þarna, sem ég giska á að hafi verið eitthvað útlensk, allavega komu svona nokkur orð þarna vægast sagt strange út úr henni, anyhow hún var búin að kaupa einhverja peysu sem var eitthvað að og ég veit ekki af hverju en manneskjan var alveg óstjórnlega mikið að fara í taugarnar á mér, en þar sem ég er auðvitað svo professional þá lét ég hana ekkert sjá það ...... Ég veit samt ekki af hverju en ég var svona smá að vona að hún færi að vera með eitthvað vesen og kæmi með einhver heimskuleg comment svo ég gæti pirrast meira ..... don't ask me why !!
Hver horfði svo á úrslitin í Survivor í gærkvöldi? -ÉG-!!!!
Verð að segja að ég er ekki alveg sátt með úrslitin, því þótt ótrúlegt sé var ég að halda með Twilu þarna rétt bara í lokin.... - Chris fór svo ógeðslega í taugarnar á mér,... geðveikt undirförull og ömurlegur .. en það er nottla það sem þarf að gera til að vinna leikinn, en samt sem áður þoldi ég hann ekki fyrir það því ég HATA fólk sem er undirförult!
Hmmmziii hvað er meira hægt að segja....
Hver er kominn í jólaskapið annar en ég?? Váááá mig hlakkar ekkert smá til jólanna..
alveg að kafna úr spenningi...
Er samt að fatta það að ég er ekki búin að redda mér tíma á snyrtistofu til að plokka og lita mínar HRÆÐILEGU augabrúnir :s .. Ef það reddast ekki veit ég ekki hvað ég get gert, þær eru ógeðslegar því ég er búin að reyna að safna þeim, því konan á stofunni sem ég fór seinast á plokkaði þær svo ógeðslega mikið.. well.. blaaa segi ég nú bara, það skal reddast!!!
Er að spá í að hætta þessu núna, - já því miður, ég veit hvað þú vildir að ég héldi áfram að röfla hérna en ég meina , ég þarf að fara að sofa...
En já .. jújú ég veit alveg að þú hefur ekkert betra að gera en að lesa bloggið mitt, en ég skal lofa að blogga á morgun , bara svona fyrir þig!! :)
Bleeeeee
+ Sigrun bloggaði kl. 01:35 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, desember 21
Þið hafið örugglega öll séð símaauglýsingarnar með Audda,Sveppa og Pétri..
Þessar auglýsingar eru svo mikil djöfullsins snilld að ég á bara ekki til orð!!!!
Snillingur sem hefur fengið þessa hugmynd hahaha :)
Í gær var sko chill-dagur dauðans.. ég gerði ekkert, en fór svo með honum Hans INga mínum á Pítuna þar sem við fengum okkur í gogginn híhí...
Fór svo að passa hjá Halldóri þar sem var eitthvað skólaball á NASA, og þegar hann kom heim hafði hann keypt svona gómsætar kjötlokur og við snæddum á þeim og appelsíni í þessum líka fína stemmara :)
Annars er stelpan bara að fara að vinna á eftir sem er bara mjög fínt.... hefði ekkert á móti því að vera að chilla aðeins meira að gera ekkert, en svo hef ég nottla heldur ekkert á móti því að fá smá pening í vasann svo ég er bara ánægð að vera að fara að vinna :)
Ég er komin í svo mikið jólaskap að það er ekkert smá.....
Um helgina vorum við stelpurnar í vinnunni endalaust með jólaspólur í tækinu og ótrúlegt en satt þá var ég hlæjandi að fáránlegu atriðunum.., ég er svo sérstök að ég er venjulega ekkert að hlæja upphátt að sjónvarpinu en vá maður gat nú ekkert annað.. Vorum að horfa á CHristmas Vacation og svo myndina þarna með Arnold vöðvatröllinu (kann ekki að skrifa eftirnafnið hehe) Jingle all the way og algjörar snilldarmyndir.............. samt er Jingle all the way svo fyndin því þetta er svo massíf jólageðveiki í fólkinu þarna að það er ekkert smá,... SNILLD!
Well . . . ble í bili ***
+ Sigrun bloggaði kl. 16:17 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, desember 19
Agnar Hafliða hitti ég í kvöld þegar ég var að vinna, og einnig hans betri helming fyrr um daginn... en Agnar var semsé að skila spólu sem ég hafði lánað honum..
Anyhow.. meðan á heimsókn hans í Videóhöll stendur, er þarna kúnni sem er afgreiddur og átti hann 4 ára skuld sem hann var rukkaður um, nema þurfti reyndar bara að borga alveg sáralítið af henni....
Agnar var harður á að þessi skuld væri fyrnt eða fyrnuð eða hvernig sem ég á að orða það, og blablabla....
Ég hef samt eftir smá íhugun komist að þeirri niðurstöðu að mér finnst bara allt í lagi að rukka fólk fyrir það sem það skuldar.... ég meina hvað er fólk eiginlega að meina með að geta ekki bara skilað spólunum á réttum tíma? Ég meina, ef þér er skítsama um peningana þína og ert tilbúin/nn að henda þeim í eitthvað svona kjaftæði eins og videóspóluskuldir þá geriru það bara,.. - en það er alltaf þessi hópur sem getur aldrei borgað skuldirnar sínar, reynir alltaf að sleppa....... sökin er einfaldlega bara þeirra, þetta fólk vissi vel hvenær átti að skila og vissi líka að ef það skilaði seinna myndi koma skuld ... - af hverju er þetta svona erfitt????
Ég er rosalega fegin að vera búin með videóhelgina mína híhí :)
Er svona eiginlega að vona að þau í Vero Moda eigi bara ekkert eftir að hringja og biðja mig að koma að vinna svo ég geti bara verið í chillinu í vikunni og sofið endalaust frameftir og gert bara það sem mig langar :) ... En hinsvegar er nú alveg ágætt ef þau hringja, ég er ekkert beinlínis vaðandi í peningunum þessa dagana hehe :)
Annars vil ég óska Ógí minni til hamingju með afmælisteitið í gær og fyrirgefðu ástin mín að ég kom ekki... ég var bara svo ÓGEÐSLEGA þreytt!!!
Ég er samt ekkert smá happy með það að þú sért ekki á leiðinni út aftur ;););)
Well I'm off... er að spá í að fá múttu mína til að horfa á sæta mynd sem ég leigði og hafa það kósý saman :):):)
+ Sigrun bloggaði kl. 23:57 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, desember 18
ÉG HLAKKA SVOOOOOOO TIL!!!
Já ég get sko sagt ykkur það að ég er farin að hlakka til jólanna, og það ekkert lítið :):):)
Vá hvað verður æðislegt að borða þennan frábæra mat á Aðfangadag og bara vera með fjölskyldunni og hafa það kósý saman... ohh ég hlakka til :)
Verð annars að segja ykkur frá einu .. en það er stelpa sem er að vinna með mér.
Ok, þessi stelpa væri alveg mjög fín, en GUÐ MINN GÓÐUR - manneskjan er bara hrokinn og varla neitt annað... sko ég hef hitt margar algjörar tæfur þar sem ég hef unnið, en SHIT þessi er held ég að toppa því hún er svo massíft hrokafull.. fjúff.... en kannski er skárra að vera hrokafullur heldur en undirförull.. eða hvað finnst ykkur??? Comment óskast!!!!!! ;)
PS: Ég keypti svo ÓGEÐSLEGA FLOTTAN bol í Vero Moda í dag - I LOVE IT!!!!
Hafiði einhvern tímann spáð í hvað föt gera lífið yndislegt??? úffff það er ekkert smá!!! :p
+ Sigrun bloggaði kl. 03:56 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, desember 14
Ég var að koma úr skólanum en ég var einmitt að ná í einkunnirnar :)
Hmmm... ég er ekkert alveg að státa mér af hæstu einkunnum í heimi en ég náði semsagt öllu NEMA 2 áföngum... sögu og íslensku... - það var samt ekkert að koma mér á óvart, ég átti allavega mikla von á að falla í sögunni enda kennarinn með eindæmum lélegur + það að Sigrún var ekki búin að mæta neitt einstaklega vel..... og svo í íslenskunni var þetta svona bæði og, ég var nottla bara engan veginn búin að vera að læra nógu vel .. ENNNNN þá er bara að gera betur á næstu önn ;);) - ég talaði við íslenskukennarann og hún sagði að ef ég lenti hjá henni má næstu önn þá væru þarna próf úr bókinni Kaldaljós sem ég þarf ekki að taka aftur því mér gekk svo vel í þeim og svo líka einhver lítil verkefni í þeirri bók.. JIBBÝ!!! ;)
Ég ætla svo bara að vera í chillinu þangað til á eftir en ég ætla að skutlast uppí Smáralind tímanlega áður en ég byrja að vinna til að kaupa boli í Zöru - JEYYY ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 14:58 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, desember 12
Vá ég er ekki búin að vera með þetta jólalúkk á síðunni lengi.. en shit hvað ég er farin að hlakka til að skipta yfir í eitthvað nýtt - og planið er að það verði eitthvað glænýtt en ekki það gamla, en það kemur allt í ljós eftir jólin - og helst eiginlega áramótin ;)
Ég er annars búin í prófunum og er alveg rosalega sátt við það.... ekki það skemmtilegasta að vera í prófum og geta ekkert gert annað en að læra..... :s samt ekki alveg það eina sem ég gerði, ég var að hangsa alveg talsvert á MSN og get einhvern veginn ekki sagt með hreinni samvisku að ég hafi gert mitt allra besta á þessum prófum,... en þá er bara að standa sig betur á næstu önn :) ... Ég er alveg undirbúin að falla í a.m.k. einu prófi en svo gæti eitt annað farið illa líka, en það er bara að bíða og sjá með það í næstu viku :)
Hvað er svo fólkið að spá í að gera um áramótin ??? COMMENTS PLZ ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 03:23 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, desember 9
Hérna sit ég á bókasafninu í FB og ég er alveg búin að sjá það út að ég þarf að fara að hætta að venja mig á að taka fartölvuna með mér þegar stendur til að læra.... þetta er engan veginn að ganga... ég er strax komin á MSN og farin að blogga auðvitað og svo nottla skoða allar hinar massífu heimasíðurnar.... semsagt -> ég er að læra alveg ógeðslega mikið :s
Planið er að vera hér til 20:30 en þá lokar bókasafnið.... hopefully að ég verð búin að læra vel þá.. en ég er einmitt að fara í sjúkrapróf á morgun... arrrghh ég geri þetta svo oft, nenni ekki að læra undir prófin heldur fresta þeim bara , sem er bara engan veginn betra... og í þokkabót er ég að fara í próf í íslensku á morgun sem þýðir að ég verð að læra alveg sjúklega vel fyrir þetta, en málið er bara að ég hef ekkert lært undir þetta, og það sem meira er - ég hef ekki lært heima í þessu fagi ALLA önnina ! Flott Sigrún - FLOTT!!!
Well mér er ekki til setunnar boðið.. best að drullast til að gera eitthvað skynsamlegt for once!
+ Sigrun bloggaði kl. 16:32 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, desember 5
Ahhh það er gott að vera búin í vinnunni og komin heim ... home sweet home...
Ótrúlegt hvað maður lendir stundum í að vinna með leiðinlegu fólki,.. og þá er ég að meina einn gaurinn sem er að vinna með mér - algjör hálfviti sem heldur að hann sé einhver svaka boss og er eitthvað að reyna að skipa manni fyrir þarna --- HALLÓ???
Ég á enn 3 próf eftir og ég stefni á að NÁ ÞEIM ÖLLUM!!!
Ég er samt alveg opin fyrir þeim möguleika að ég eigi hugsanlega eftir að falla í sögunni, en ég ætla allavega að gera mitt besta til að reyna að ná..
Þannig að ég er búin að skipuleggja morgundaginn, en ég ætla að fara uppí FB á bókasafnið þar, því það er opið til 21:00 og reyna að læra það vel undir enskuprófið sem er á miðvikudagskvöld, eða allavega undirbúa mig rosalega vel, svo ég geti bara farið að hugsa um íslenskuprófið á þriðjudaginn :) .. Það er svo þokkalega próf sem ég þarf að undirbúa mig vel fyrir... alveg vangefið mikið að læra undir það.. við erum að tala um 54 ljóð og svo helling að lesa ..... Fjúfff!!
Well well ég er að fara að horfa á Apprentice sem var tekinn upp fyrir mig víí :)
+ Sigrun bloggaði kl. 23:48 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, desember 2
Ég er svo stolt af mér núna hehe....
Stelpan vaknaði bara snemma í morgun.. þó með svoldnum trega, því ég var ekki alveg að geta drattast á fætur.. en svo þegar ég var búin að skella Chocoapuffs í mig og horfa á Glæstar Vonir, ásamt því að spassla einhverju framan í mig.... þá var ég sko meira en tilbúin í skólann..
Var komin þangað um 20 mín yfir 9 en ég átti ekki að mæta í uppeldisfræðiprófið fyrr en kl.12:15... en það stóð til að læra og ég gerði það nottla ;) ..
Ég held að mér hafi bara gengið ágætlega í prófinu.. það voru þarna 2 spurningar sem ég svaraði ekki og svo giskaði ég á eina (sem er pottþétt vitlaus) en annars var ég að geta svarað hinum alveg.... uppeldisfræði er líka svo mikið common sens.. maður getur svoleis skrifað og skrifað og það er bókað eitthvað inní því rugli sem maður fær stig fyrir :)
Ég verð hinsvegar að segja hvað ég var ógeðslega pirruð á nokkrum píkum sem voru inná bókasafninu.. ok, þarna var ég sest og byrjuð að lesa og þetta gengur svona líka æðislega vel (ég er rosalega lengi að lesa, en ef er algjör þögn þá gengur það eins og í sögu), en neeee... koma þá þessar 2 stelpur og hvíslast eins og brjálæðingar á, neinei bætist svo ekki þriðja stelpan við og hún þarf líka að vera að tala við hinar 2 en dregur sig svo í hlé og sest og fer að læra. Svo kemur 4 stelpan sem greinilega þekkti bara eina af þessum 2 og byrjar nottla að tala við hana á fullu .. á meðan er hin af þessum 2 ekkert að geta einbeitt sér að sínum lærdómi heldur fer nottla að kjafta líka við hinar ... og ég er að segja ykkur það - ég var svo nálægt því að segja þeim að þegja.. djöfullsins hvað pirringurinn var farinn að angra mig þarna fjúfffff!!!
Á endanum fór ég bara út í bíl og lærði þar.. með svona 20 mínútna lúr inniföldum... híhí;)
Ég er núna að hanga og gera ekki neitt...- eða sorrý, víst er ég að gera eitthvað .. ég er að blogga. Annars er pælingin að skella sér á Þjóðarbókhlöðuna, alveg brilliant að læra þar,.. eða ekki með einhverjum öðrum því ég get þá ekki haldið einbeitingu.. þarf þá alltaf að vera í einhverjum miðasendingum og veseni haha :) ...
Það er semsagt félagsfræðipróf á morgun og það verður sko ekkert auðvelt að fá 4,5 þar
(ég þarf 4,5 til að kennarinn meti vetrareinkunnina) því kennarinn minn þarna er svo ógeðslega mikill perfectionisti, .. svörin þurfa að vera sko 100% til að maður fái einhver stig,.. og ég er ekkert byrjuð að undirbúa mig, svo er ekki bara málið að fara að byrja - jú ég held það sko ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 14:45 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, desember 1
What Disney Princess Are You??
ARIEL:
You can swim, flip, dive and be one with fish...WHY DO YOU WANT MORE?
+ Sigrun bloggaði kl. 20:07 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|