þriðjudagur, nóvember 30

Jólasíða :)

Já Luckywonder er komin í jólabúninginn...
og núna aðeins 24 dagar til jóla... I cant wait :)


Þið verðið svo að vera dugleg að commenta því eftir sem koma fleiri comment þá breytast textarnir fyrir commentin, so be dugleg plz ;)

Annars hef ég ekkert meira að segja ..
en endilega verið dugleg að commenta og segja mér hvernig ykkur finnst um nýja lúkkið ;*

+ Sigrun bloggaði kl. 21:54 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, nóvember 27

Hve sorglegt er ...

... fólk sem er commentandi á bloggin hjá manni og getur ekki einu sinni komið fram undir nafni? Þetta er með því fáránlegasta sem ég hef lengi vitað. Ef maður hefur skoðun og ætlar að segja hana, hver er þá fjandans tilgangurinn að vera að tjá hana en geta ekki einu staðið undir henni (með nafni semsé)?!?!
....
Þetta er einmitt að finna á síðu Sósíalítunnar en ég bloggaði þar einmitt, eftir að ég var búin að horfa á Idolið, semsé í hléinu, og lét ljós mitt skína .. talaði þar um hvað MÉR fannst um klæðnað keppenda og þá sérstaklega einnar stúlkunnar.
Haldiði ekki að þetta hafi farið svo hressilega fyrir brjóstið á einhverjum einstaklingi sem byrjaði þvílíkt að tjá sig um málið ENNNN gat þó ekki tjáð sig undir nafni.. -
HEyrðu ég kem svo með annað svar, en neee - þessi ákveðni einstaklingur heldur áfram að tjá sig (NAFNLAUST) ... og ég sver , það mætti halda að þetta sé einn stílistanna eða eitthvað álíka, svo rosalega varði þessi einstaklingur stílistana og klæðnað keppenda.. HAHAHAHA!! Bara fyndið!

Anyhow.. ég ætla að halda áfram að læra .. bleee

+ Sigrun bloggaði kl. 19:47 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, nóvember 25

Líður að jólum.........

Það er ekkert lítið sem ég er að komast í þennan líka geðveikislega jólafíling.... byrjuð svona hægt og rólega að hlusta svona smá á jólalögin.. allavega þau sem eru inná tölvunni minni (sem eru reyndar bara tvö)...
Gaman að það séu eiginlega bara nokkrir dagar í gleðina, ekki meira en 29 dagar ;)
Vá ég hlakka til!!!!!!!!!!

Á morgun byrjar svo próflesturinn og ég get sko sagt ykkur það að ég ætla ekki að sóa tímanum í rugl! Á mánudaginn verður fyrsta prófið, ISL503 og ég ætla svoleis að hella mér í lesturinn svo ég nái nú alveg örugglega.... ég meika ekki að falla og þurfa að taka þennan áfanga aftur.. hann er ekki það skemmtilegur!!!

Það er svo komin ný síða, en það er síða sem ég gerði fyrir okkur stelpurnar.... veit samt ekki hve mikið þessi síða á eftir að vera notuð, en það kemur bara í ljós hvað stelpurnar verða duglegar að blogga..... ég ætla mér allavega ekki að vera ein þarna að tjá mig hehe:)
Svo er í bígerð enn önnur síða sem verður með öðruvísi ívafi.. og þá er spurning hvernig framtíð hinnar síðunnar verði... hvort hin verði þá bara tekin í gagnið or not...
but time will tell... ég og Diljá vinnum hörðum höndum að uppgerð og hugmyndavinnu sem snýr að þessari dásamlegu síðu hehe:)

+ Sigrun bloggaði kl. 17:37 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, nóvember 21

Hmmm ég gerði akkurat EKKERT af viti í allan dag....
hef ekki litið í bók alla helgina sem er svo engan veginn að gera góða hluti þar sem ég er komin á eftir í mjög mörgu.. en jújú ég er hérna greinilega að vinna að stórkostlegu falli... - eða vonandi ekki , ég ætla allavega að reyna að standa mig þessa síðustu viku sem eftir er af skólanum og svo nottla í sjálfum prófunum.... !!!

Ég er nýkomin heim en ég og Lilja fórum og sóttum hann bróður okkar niðrí bæ og skelltum okkur á American Style... svona án gríns voru það bara ég og Lilja að reyna að halda uppi samræðum við mjög svo dofinn Halldór sem varla gat talað vegna þreytu... tsss tsss :)

Well well ég er farin að gera eitthvað . . .

+ Sigrun bloggaði kl. 21:33 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, nóvember 20

I'M LOVING THIS SONG . . .

Veit ekki hvað vakti mig
vill liggja um stund
togar í mig tær birtan
lýsir mína lund

Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa

Íslenskt sumar og sólin
syngja þér þitt lag
þú gengur glöð út i hitann
inn i draumbláan dag

Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa
. . . . . . . . . . . . . . . .


+ Sigrun bloggaði kl. 01:28 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, nóvember 19

Hvað er málið . . .

. . shit þessi kuldi er gjörsamlega að drepa mann....
ég sver það... ég er búin að vera með kuldahroll í ALLAN dag, nema kannski þetta ákveðna augnablik, en það er kannski bara því ég fór í sturtu til að ná í smá hita, en hann verður örugglega fljótur að hverfa..

Ég tók 2 próf í dag, félagsfræði og sögu, - gaman að segja frá því að mér fannst mér ganga bara nokkuð vel í félagsfræðinni en GUÐ MINN GÓÐUR ég get ekki sagt það sama um söguna.... ég fékk 1,5 !! Þetta er nottla bara ekki sniðugt.. en samt ótrúlega fyndið , því hvernig er hægt að fá svona ógeðslega lágt á prófi sem ég var meiraðsegja AÐ SVINDLA Á ????
Já þið lásuð rétt.. ég var að svindla. - Ég var með öll 3 verkefnin sem prófið átti að vera úr, bara undir prófblaðinu, gekk auðvitað upp því ég tók prófið framá gangi..
En það segir sig nú alveg sjálft að fyrst þetta gekk svona ógeðslega illa og ég var að svindla, hvernig á þá lokaprófið eftir að fara?? Úff ég er kvíðin!!!!

Ég hef annars ekki tíma í að skrifa meira, I have a pretty tight schedual ...
Ég er að fara að baka súkkulaðiköku ;) ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 15:51 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, nóvember 18

WHAT IS HAPPENING???

Ég staðfesti nú hér með að undanfarnar 2 vikur eða svo, ef ekki í lengri tíma hef ég þjáðst að veikleika sem er víst nefndur skammdegisþunglyndi !! .. Já ég held að þessi lýsing eigi alveg ágætlega vel við mig, en það er nefnilega svo mikið þannig að ég nenni gjörsamlega ekki að vakna á morgnana... ég er vakin af foreldrum mínum og þeir sem þekkja til vita hvernig faðir minn er, svo ef ég ætla að skrópa þá er það ekkert hægt án þess að fá svona nett samviskubit í kaupbæti.. - en allavega ég nenni semsagt aldrei að mæta fyrir hádegi.. sef og sef en tel mér samt alltaf trú um að ég ætli að mæta í næsta og næsta tíma en hvað gerist? - Sigrún mætir aldrei fyrr en í fyrsta lagi í 1.tíma EFTIR hádegi...!!!
Þetta er alveg með ólíkindum, en eins og fyrr segir þá ber ég fyrir mig skammdegisþunglyndið góða... sem er nú samt sem áður ekkert að gera neitt of góða hluti fyrir mig sko!!

Til stendur að fara til Halldórs núna bara á næstu mínútum (að passa Gyðu) með félagsfræðibókina skemmtilegu og læra undir þetta blessaða próf sem ég fæ að taka á morgun.
Ég er komin vel á leið svo með uppeldisfræðiritgerðina en ætli henni verði ekki slegið á frest og skilað eftir helgi... ég hef svona nettan grun um það allavega..


Well ég er farin... gleðin bíður mín . . .

+ Sigrun bloggaði kl. 20:04 +

~~~~~~*~~~~~~


Hún Þórdís Sara litla frænka á afmæli í dag :)

TIL HAMINGJU MEÐ 17 ÁRA AFMÆLIÐ
*sæta mín*

+ Sigrun bloggaði kl. 02:57 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, nóvember 17

Flotta flotta lag .......

Veistu
Ég flækist í þinn veg
Og meðan ég sef
Liggur þú hjá mér
Þar lýkur minni leit
Og hjarta mitt veit
Hvaða hug ég til þín ber

I love this song!! ... Mæli með að allir hlusti á þetta lag (Meðan ég sef, með Í svörtum fötum)!

Ég er að reyna að skella ritgerð hérna á blað... ritgerðin sem ég á að skila í uppeldisfræði...
hopefully að þetta gangi vel hjá mér .. ohh ég er svo ótrúleg.. ætlaði að vera dugleg að læra í dag en hvað gerist HVAÐ GERIST.... ég læri bara akkúrat ekki neitt!

Ég fór með mömmu í dag og Lilju í 17 og keyptum við jólagjöfina sem Hans Ingi gefur mér... arrrrgh ég er að deyja mig langar svo að byrja að nota hana en hann trúir ekki á það að gefa svona gjafir fyrr, svo ég verð bara að gjöra svo vel og bíða eftir að fá hana á Aðfangadag...
Oh my.. við erum að tala um meira en mánuð.... fjúffff...!.!.!

Well ,.. ég er farin að vera dugleg.. let's hope it works haha :)

+ Sigrun bloggaði kl. 21:56 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, nóvember 16

HOÆJJJJ>


. . . Ég fór til Hans Inga í gærkvöldi til að læra undir félagsfræðiprófið og það gekk svona alveg ágætlega að læra undir það, en ekki nógu vel því ég náði ekki að svara öllum spurningunum, og þess vegna skrópaði Sigrún í prófinu :s - Ekki nógu sniðugt en samt betra að fá bara að taka það seinna í vikunni og vera þá með spurningarnar alveg á hreinu:) . . .

. . . Annars var ég bara að koma heim, en ég fór með mömmu og Lilju og stóð til að fara í Sautján á Laugavegi til að tékka með jólagjöfina hehe en neeee.. traffíkin var svo svakaleg að við fórum ekki lengra en bara í Kringluna þar sem Lilja keypti afmælisgjöf og svo fórum við heim..Ég fór bara strax í þægilegustu fötin sem ég fann og sit hérna í geðveikt hlýrri ullarkragapeysu mmmm og leggingsbuxum og í ullasokkum... very nice:)
En núna fer að líða að kvöldmat og svo er ég að fara að lesa undir fjölmiðlapróf.. sem ég jú ætla að gerast svo fræg að mæta í;) . . .

+ Sigrun bloggaði kl. 18:33 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, nóvember 15

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli dag
hún á afmæli hún Eva
hún á afmæli í dag !!!


Til hamingju með 21 árs afmælið dúllan mín....
... þú ert algjört yndi and I love u ***

Ég var að koma heim, en strax eftir skóla fór ég og sótti
Evulinginn minn sæta og fórum við í Sautján og Sautján Jeans ... ég er bara ekki frá því að ég sé komin með hugmynd að jólagjöf sem mom and dad geta gefið mér líka hehe:)
Takk Eva mín fyrir að nenna að koma með mér...no way að ég hefði getað þetta án þín hehe;)

En núna ætla ég að fá mér að borða og byrja að læra undir félagsfræðiprófið sem er á morgun.. wish me good luck!! ;)


+ Sigrun bloggaði kl. 17:18 +

~~~~~~*~~~~~~


HíHíHíHíHíHí


Ég talaði við hann Hans Inga minn í dag og haldiði að stelpan hafi ekki sannfært hann svona líka rosalega að gefa mér þennan ákveðna hlut í jólagjöf :):):)
Hann var nú ekkert alveg á því í fyrstu en ég er jú auðvitað svo sannfærandi að hann bara gat ekkert annað en fallist á hvað þetta væri sniðugt hugmynd hjá mér ;)
Núna er ég semsagt búin að fá mömmu "samþykki" fyrir hlutnum, en á morgun mun ég draga Evuna með mér til að "samþykkja" líka -> semsé þetta er fatnaður ... :)

Ég er svo til nýkomin heima af mjög svo leiðinlegri videóvakt..
en það var reyndar gaman að hann Siggi kom við svo HÆ SIGGI, ef þú hefur ákveðið að skella þér í rúnt á Luckywonder haha:) )
Það stóð nú reyndar ekki til að fara að tölvast eitthvað en þar sem var kveikt á tölvunni , þótti mér mjög freistandi að skella nokkrum línum inná síðuna. ... í ljósi þess líka að ég er dyggur bloggari,.. annað en sumir.. ætla ekkert að nefna nein nöfn!! :)
En núna er ég farin að hátta mig og fá mér að borða (og auðvitað horfa á videó á meðan) og fara svo að lúlla mér ..

Nighty Night . . .

+ Sigrun bloggaði kl. 01:41 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, nóvember 14

BLEEEEÉZUUÐ!!!


Ég bara tók daginn ansi snemma hehe... kom mér loksins útúr rúminu þegar kl. var að ganga 13:30 og eftir að hafa tekið mig svona líka þrusuvel til þá var ferðinni heitið í Kringluna með henni móður minni og Lilju ..
Ferðin heppnaðist vel í alla staði og er ég ekki frá því að ég sé komin með uppástungu að mjög svo flottri gjöf sem hann Hans Ingi gæti gefið mér híhí :) Nú er bara að tala hann í það :):)

Núna erum við nýkomnar heim og ég fer að vinna eftir 2 tíma :( ..
... Me not really nenning to go!!! ...

Er svo ekki búin að læra nógu vel fyrir þetta blessaða uppeldisfræðipróf sem er Á MORGUN..
en ég hugsa nú að það reddist alveg, .. þetta eru bara 2 kaflar svo ég held að Sigrúnin fari létt með það ... hehe .. hopefully!

En núna er ég farin að fá mér eitthvað að borða....
fékk mér engan morgunmat svo það eina sem minn magi hefur fengið að nærast á er kúluís með piparmyntubragði og blámyntubragði ;);)

+ Sigrun bloggaði kl. 16:06 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, nóvember 13

HELLÚÚÚ


.. allt flott að mér að frétta... var að vinna í gær á videóleigunni.. gleði like always!!
-NOT- Alveg komin með æluna af þessum blessaða stað og hlakka mjög til að sleppa þaðan when I find another job hehe:) Annars er ég bara að fara að taka mig núna til fyrir vinnuna, ég fer að vinna kl.18 en ætla að reyna að læra eitthvað þangað til, ekki veitir nú af...

Ég verð samt að lýsa yfir ánægju minni að hún
Beta bjútí sé farin að blogga á ný eftir MJÖG langt hlé!!
Hinsvegar get ég ekki sagst vera nógu ánægð með
Diljá, Evu eða Láru sem bara blogga EKKI NEITT... Þið verðið að taka ykkur á stelpur haaaa!!!!!!

Svo verð ég að lýsa yfir óánægju minni með hvað fólk er að commenta lítið og enginn að skrifa í gestabókina mína sem ég sat sveitt við að koma inn á þessa æðislegu síðu mína..
Þetta gengur ekki lengur HEYRIÐI ÞAÐ?!?!!!!

En nú er ég búin að segja það sem segja þarf og vænti því commenta og skrifa í fallegu gestabókina mína... Do not disappoint me !!!


SiGrÚn - OOOOOUT ! ! !

+ Sigrun bloggaði kl. 15:11 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, nóvember 11

Jæja allt að gerast hjá mér hérna... brjálað að gera í skólanum og ég var einmitt í uppeldisfræðiprófi í dag og svei mér þá ef ég fæ ekki háa einkunn þar.. mér fannst mér ganga svo ógeðslega vel híhí.. það er bara að vona það besta ;)
Svo er ég núna að vinna að uppeldisfræðiritgerðinni sem ég var að frétta að á að skila á mánudag.. hmm minnz greinilega eitthvað búin að misskilja því mér skildist á öllu að það mætti bara skila einhvern tímann í næstu viku... AnYhOw þá er bara að vera extra dugleg svo þetta verði nú tilbúið fyrir mánudaginn.
Svo er ég að fara í uppeldisfræðipróf á mánudaginn,félagsfræðipróf á þriðjudag og svo fjölmiðlafræðipróf á miðvikudag. - Ekki nóg með það heldur er ég líka að lesa íslenskubókina : Landslag er aldrei asnalegt , því ég þarf að drífa af ritgerð í henni og skila A.S.A.P !!!! Fjúfff!

Ég var annars að kíkja á síðuna hjá Hildi topshop gelluz... - eða reyndar sýnist mér á öllu að hún sé nú ekkert of dugleg að blogga stelpan,heldur bara Begga vinkona hennar... en engu að síður mjög gaman að fylgjast með hvað þær eru búnar að vera að gera af sér útí London!
Ekki laust við það að maður verði svona pínu abbó hehe.. hefði ekkert á móti því að vera að gera eitthvað svona skemmtilegt.... en fyrir áhugasama þá er þetta síðan þeirra !! ;)

Ég er svo farin... námið bíður mín .. great!!

+ Sigrun bloggaði kl. 19:23 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, nóvember 9

I DONT NENN THIS


Ég er nú alveg að hætta að meika þennan skóla....
Vá þetta er svo leiðinlegt að það eru bara engin takmörk fyrir því skooo...
En maður verður nú víst að standa sig í þessu og gefast ekki upp, því ekki ætla ég að sleppa því að mennta mig og þurfa að vinna í skítastörfum með lélegt kaup alla ævi.. nei takk .. frekar mennta ég mig og fer að vinna við eitthvað sem mér þykir skemmtilegt og ég fæ sæmilega vel borgað fyrir !!! :)


En líkt og fyrr segir þá er algjört brjálæði í skólanum þessa dagana og mér finnst það bara ógeðslega asnalegt.. mér finnst að svona síðustu vikurnar fyrir próf eigi bara ekki að vera svona brjálaðar svo maður geti farið að undirbúa sig fyrir prófin.. ekki veitir nú af!!
En neee... kennararnir hlaða hlutaprófunum upp eins og ég veit ekki hvað..
Ég er að fara í uppeldisfræðipróf á fimmtudaginn en það er alltí lagi, ég er búin að læra vel undir það og þarf ekki mikið að spá í það,.. en hinsvegar eru svo 3 próf í næstu viku.. mánudag,þriðjudag og miðvikudag... - og ekki nóg með það heldur þarf ég að vera að vinna í 2 ritgerðum.... - ÓGEEEEEÐ!!!!!!!!!!!!

Jafnmikið og ég nenni engan veginn að byrja að læra núna, þá held ég bara að ég neyðist til , því ég þarf núna að gera eitthvað ljóðgreiningarverkefni sem ég þarf að senda til kennarans í tölvupósti Í KVÖLD takk fyrir!!! Þannig það er eins gott að fara að byrja á þessu ... GRÁT GRÁT!!!! :'(


En til að gleðja litlu hjörtun ykkar þá er hérna smá sniðugt dæmi sem ég mæli eindregið með að þið kíkið á !!!!


+ Sigrun bloggaði kl. 17:13 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, nóvember 8

LÆRA LÆRA LÆRA!!!

Já það er sko alveg nóg að gera hjá mér núna...
Vegna þess hve lengi ég hef verið lengi veik,.. og já vegna skróps líka :s .. þá er alveg hellingur sem ég þarf að vinna upp og það er eins gott að ég fari að drífa það af svo ég fari ekki að falla á einhverjum prófum!!!

Ég eiginlega hef voða lítið að segja núna.. er að spá í að drulla mér bara í lærdóminn ,.. fékk lánaðar glósur hjá stelpum með mér í tíma og ætla að drífa þær inná tölvuna...!

PS: Hvað er með ykkur eiginlega? Þið eigið að COMMENTA og líka að skrifa í GESTABÓKINA.. þetta gengur ekki lengur og hananú!!!


+ Sigrun bloggaði kl. 20:42 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, nóvember 7

Já ég stóð við það sem ég sagði og skellti mér útí bakarí þegar klukkan var orðin 7:00 .. svo þegar heim var komið hitaði ég skinkuhornið GÓÐA og blandaði kakó .. Setti svo Sex And The City í tækið og var þarna uppí rúmi í mjög svo góðu yfirlæti... ógeðslega þægilegt!! Svo lagðist ég bara útaf og var sko ekki lengi að sofna.. algjörlega of þreytt :) Ég er svo bara búin að vera róleg í dag, ennþá á náttfötunum sem er nottla bara typical ME , ég sé nottla bara enga ástæðu til að vera eitthvað að klæða mig!! Á eftir er hinsvegar planið að fara að hitta sæta kærastann minn hann Hans Inga og við ætlum að hafa svona rólegt bíókvöld... mig hlakkar til að knúsa krúttið mitt hehe ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 18:05 +

~~~~~~*~~~~~~


Fjúfffff.....................

Nú er ég sko alveg búin á því....
Ég var að vinna á NASA í kvöld og við erum að tala um sko algjört brjálæði.. það var svo geggjað mikið af fólki og læti bara...
Svo nottla þegar svona mikið af fólki er komið saman þá er ekkert til sem heitir að vera kurteis og skella sér ekki í næsta mann þó þú sért að reyna að komast framhjá ... neinei... ég lenti svo óteljandi mörgum sinnum í að vera næstum bara slegin niður eða hreinlega bara hrint til hliðar .... en ég er svo mikið hörkutól að ég hrinti bara á móti takk fyrir...
Eftir lokun og þegar ég var búin að stimpla mig út dreif ég mig heim ... planið var reyndar að kaupa mér ostastangir í Borgargrilli á Miklubraut en haldiði ekki að það hafi bara verið lokað.. ég var nú samt ekkert pirruð... ég er kannski bara í of sljóu skapi til þess að vera eitthvað að pirra mig á litlum hlutum núna....
Anyhow... strax og ég kom innum dyrnar þegar klukkan var að ganga 6:00 fór ég og þvoði af mér málninguna og fór í langt fótabað... vildi ekki fara í sturtu og vekja alla.. -
Og núna er ég með tölvuna uppí rúmi og rosa kósý bara í chillinu hérna...
Mig langar samt svo í eitthvað gott að borða... Ég er svo alveg líkleg til þess að hanga í tölvunni til 7:00 og fara þá útí bakarí og kaupa mér SKINKUHORN.... NAMMI NAMMMMM ég elska skinkuhorn ;););)

Welllllll ég hef ekkert mikið meira að segja í bili....
Góða "nótt" ! !

+ Sigrun bloggaði kl. 06:17 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, nóvember 6

Dagurinn í dag er búinn að vera vægast sagt SLJÓR!!!
Ég er búin að vera í einhverju " " síðan í gær ... já eins og þið sjáið veit ég ekki hvað ég ætti að kalla það svo ég hef þetta bara svona......

En þið voruð ekki búin að heyra stórkostlegu söguna mína, sem gerðist á fimmtudaginn.
Ótrúlegt hvað ég get verið mikill klaufi...
Þetta var semsagt þannig að ég drattaðist bara til að fara í einn tíma þennan dag og svo eftir það fór ég inn á skrifstofu a aðstoðarskólastjóra .. og svo útí bíl...
En þegar ég fer með hendina oní litla hólfið á skólatöskunni minni þá finn ég ekki bíllyklana .. ég var alveg SHIT hvar í helvítinu eru þeir.... well well .. ég fer aftur inní skóla og inn til aðstoðarskólastjóra en ég hafði greinilega ekki skilið þá eftir þar.... því næst fór ég inní skólastofuna sem ég hafði verið í en ekki komu lyklarnir í leitina þar....
Á þessum tímapunkti var ég orðin alveg nett pirruð og vissi ekki hvað ég átti að gera... ég fór aftur út að bíl til að athuga hvort lyklarnir væru þar og ég hefði kannski misst þá.. EN NEI - Þá fór ég aftur inn og sé þarna mann á ráfi sem er greinilega kennari þarna við skólann og spyr hann hvort hann hafi nokkuð séð lykla... neeee ekki hafði hann séð þá en hann var svo vinsamlegur að hringja fyrir mig í húsvörðinn sem hafði heldur ekki séð lyklana...
Þarna var ég orðin mjög úrræðalítil og vissi ekki hvað skyldi taka við næst.... Þessi viðkunnalegi kennari stakk uppá að við finndum kennarann sem ég hafði verið í tíma hjá til að spurja hann hvort hann hefði ef til vill orðið var við lykla og tekið þá með sér...
Við finnum semsagt því næst Þorkel uppeldisfræðikennarann minn, sem er reyndar mjög svo sérstakur maður um örugglega sextugt.... - jæja ég spyr hann hvort hann hafi fundið lykla og hann horfir þá rosalega skringilega á mig og bara starir og segir svo : Nei, en ég fann sælgætispoka... svo hélt hann bara áfram að stara á mig.... - Ég var svona nett pirruð inní mér, fannst nú ekkert alltof mikill húmor í þessu commenti hans, en vildi á sama tíma ekki vera dónaleg og svara honum ekki þannig að ég sagði : Já, nei ég á hann ekki... :)
Svo þegar þarna var komið var þessi viðkunnalegi kennari að fara að kenna bekk og ég sá það bara að það væri ekki sjéns á að ég finndi þessa lykla , svo ég nottla bara hringdi í pabba og mamma kom svo með aukalykla handa mér.
Svona klukkutíma eftir að ég kom heim drifum við Lilja okkur að kaupa smá viðbót í afmælisgjöfina hennar mömmu og þegar ég er að taka úlpuna mína upp heyri ég svona lyklahljóð... sem var rosalega skrítið þar sem að ég hafði verið löngu búin að athuga hvort lyklana væri að finna í vösunum en ég hafði ekki fundið þá þar....
Anyhow... ég byrja að hrista úlpuna til og heyri hljóðið aftur... ég tékka á vösunum en finn ekki lyklana.... svo byrja ég að leita á allri úlpunni og hvar haldiði að ég hafi fundið þá ????? Í HETTUNNI !!!!!!!!
Hvernig í fjandanum þeir komust þangað hef ég bara ekki hugmynd um, en spáið í veseninu .. leitandi útum allt að þeim og allan tímann voru þeir aftan á bakinu á mér í hettunni... arrrgh!

Í gær var ég svo að vinna á NASA eins og glöggir lesendur Luckywonder hafa e.t.v. fattað og var mikið um gleðina.......... Sálin að spila og svonnnnna .... -
Diljá var svo æðisleg að kíkja á mig og kom meiraðsegja færandi hendi... bringing me candy... I LOVE CANDY og ég elska Diljá líka híhí :):):)

Áður en ég hinsvegar kveð ykkur vil ég beina þessum seinustu setningum til hennar Evu Maríu, en blogg sem ég skrifaði á miðvikudagskvöld fór eitthvað fyrir hjartað á henni þar sem að textinn þótti ekki nógu skýr fyrir hana að lesa....
En Eva, endilega scrollaðu neðar og vonandi að þú getir lesið, þar sem að ég stækkaði leturgerðina í HUGE ... :):):)



Sigrúúún - OUT !!!

+ Sigrun bloggaði kl. 19:26 +

~~~~~~*~~~~~~


Vildi bara láta vita að ég er búin að setja inn 4 nýjar myndir sem ég tók í vinnunni....
Þær eru inná Myndaalbúmi 1 , í Bland Í Poka - horninu :)
Annars er ég semsagt núna eiginlega bara nýkomin heim úr vinnunni.... algjörlega búin á því og að deyja úr þreytu..
Ég er mjög stolt af mér og að geta sagt það að ég var næstum búin að freistast og fá mér pizzariu eftir vinnu en ég gerði það ekki.... í staðinn ætla ég að gæða mér á banana og fara svo að lúlla mér ...

Nighty Night . . .

+ Sigrun bloggaði kl. 06:03 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, nóvember 5

HALLÓ HALLÓ

Ég er reyndar á leiðinni að fara AÐ SOFA en ég varð nú að koma þessum nýju upplýsingum til ykkar en það er nefnilega svo mikið þannig að litli krúttulingurinn þeirra Halla og Röggu er kominn með heimasíðu ... jájájá .. ekki orðin 6mánaða gamall og hann kann nú samt að blogga... ég verð að segja að ég fyllist stolti hehe;) ...
Ennnnn þið verðið að kíkja á síðuna og sjá allar sætu myndirnar....
Klikkið bara á myndina af litlanum og þá komist þið inná síðuna..:)





Annars er ég semsagt á eftir að fara að vinna á NASA en ég er að taka auka ;)
Svo ætla ég að reyna að vera dugleg og læra eitthvað á helginni og vona svo innilega að ég eigi eftir að geta staðið við það því ÉG VERÐ... ég hef ritgerð að skila á mánudag og ég hef EKKI ENN drullast til að lesa helvítis bókina.... HVAÐ ER AÐ MÉR??? Já því er sko erfitt að svara... - Ég gæti auðvitað borið fyrir mig veikindi en það dugar nú skammt þar sem að ég var nú alveg komin með heilsuna í lestur á mánudaginn í þessari viku svo ég ætti nú vel að geta verið búin að lesa bókina og byrjuð á ritgerðinni..... ENNNNN þetta fór sem fór og ég slugsaði... Sigrún sigrún sigrún.... unbelievable...

Ennnnnn ég nenni nú ekki mikið að velta mér uppúr þessu meir,...
I have a bed to sleep in!!!!



+ Sigrun bloggaði kl. 20:04 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, nóvember 3

Já ég er ekki búin að vera dugleg að blogga en það er nú eiginlega bara því ég hef ekki verið að gera neitt of merkilegt!! Ég er samt orðin miklu betri af þessari blessuðu flensu svo ég reikna nú með að ég fari í skólann á morgun :) Það verður svona ágætis tilbreyting frá því að hanga hérna heima og gera eiginlega ekki neitt.. Mamma á svo afmæli á morgun og fórum við Lilja áðan að kaupa gjöf handa henni...þetta er svona allt sem hana vantar svo hún verður örugglega ánægð. En núna er eitthvað rosalega merkilegt að fara að gerast þannig að ég get ekki skrifað meira að þessu sinni, en ég er að fara að horfa á AMERICAS NEXT TOP MODEL ;);)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:59 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda