|
|
|
sunnudagur, október 31
ÞEssi orð eru rituð að Laugardagskveldi, 30.okt
Veikindasaga Sigrúnar CONTINUES...
Síðasta nótt var skelfing en ég náði varla að festa svefn alla nóttina... og dagurinn í dag er búinn að vera í sem skemmstu máli : ÓGEÐSLEGUR!!
helvíti helvíti helvíti helvíti!!!!
Útí aðra sálma..
Ég var að sjá að próftafla FB er komin á Netið og er Sigrún Edda í prófum eins og hér segir :
Mánudagur 29.nóv > Íslenska
Fimmtudagur 2.des > Uppeldisfræði
Fimmtudagur 2.des > Saga
Föstudagur 3.des > Enska
Föstudagur 3.des > Félagsfræði
Nú eins og þið kannski sjáið þá er þetta prógramm alveg dæmt til að mistakast , sérstaklega þar sem að þetta er allt með svo stuttu millibili og ofan á það eru þetta lesfög..
Þess vegna hef ég ákveðið að fara á fund nýja besta vinar míns, Stefáns, also known as Aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti, og reyna að plögga þessa hluti eitthvað.......
Og ef ég þekki sjálfa mig rétt og minn sannfæringarmátt þá efast ég ekki svo mikið sem AGNARÖGN um að ég muni eftir nokkra daga segja ykkur söguna af því hvernig ég náði að plögga þetta dæmi allt !!
Góðar Stundir .. ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 01:08 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, október 29
ÚFFF ÚFFF ÚFFFFFFFFFFFFFFFFF
Ég er svo gjörsamlega að deyja hér... ég er alveg svo engan veginn að höndla það að vera veik núna, djöfullsins ógeð ......
Stelpan er svo lánsöm að vera komin með hita, ég er svo stífluð í nefinu að ég get varla dregið andann, og svo er ég að deyja í hálsinum og geri ekki annað en að hósta .. og hósta .. og hósta!!
Langar einhvern að skipta?? Ég skal fá heilbrigðið þitt og í staðinn færð þú þessa dásamlegu pest sem ég er með !!!!!
Hmmmm hvað get ég vælt meira útaf.... erfitt að velja.. hehe neinei..
ég hef því miður bara mjög lítið af jákvæðum hlutum að segja núna... það er allt rosalega svart hjá mér í þessum veikindum mínum....
Ennnnn nýjasta sem ég var að setja inn á síðuna mína eru linkar á síðurnar hjá Öllu og Ernu sem vinna með mér á NASA ;);) Kíkjið á síðurnar hjá gellunum !!!
+ Sigrun bloggaði kl. 16:55 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, október 26
SHITTTTTTTT
Alveg er þetta ótrúlegt!! Ég er hérna hvað eftir annað að ná mér í kvef og hálsbólgu eins og ég fái bara borgað fyrir það!!
Ég er gjörsamlega búin að vera að farast í höfðinu í dag eins og ég veit ekki hvað og gærdagurinn var sko ekkert skárri!!
Ég ætlaði nú bara að skrifa nokkur orð , en ég er að fara að halda áfram með Mice And Men, sem ég er sko ekki búin með...... það var eitthvað að klikka hjá mér í gær... - en ég klára hana þá bara í dag og fer í próf á morgun :)
Hehe svo var geðveikt fyndið í dag að ég var að tala við sögukennarann minn, því hann var að spurja hvernig mér liði þar sem ég var veik í seinustu viku og kom ekkert í tíma....
Þessi maður er svo mikil snilld... (það reyndar eru ekkert allir á því en mér finnst það nú samt) og svo þegar ég var að segja að ég hefði verið veik þá var hann alveg : greyið.... aumingja stelpan... - og ég alveg að reyna að vera alvarleg, byrjaði nottla að brosa eins og fáviti en gat samt sagt það sem segja þurfti og fengið samúð hjá kallinum .. sem var auðvitað planið... og enn önnur vikan sem ég fæ að fresta söguprófinu sem krakkarnir sko tóku örugglega fyrir næstum mánuði síðan :s .. Svona er þetta að vera í uppáhaldi hjá kennaranum ;);)
Ég er farin að læra núna svo minnz segir bara sjáumzzzzzzzzt !!! :)
+ Sigrun bloggaði kl. 15:56 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, október 25
Finally...
Já finally er ég búin að finna mér bók til að lesa fyrir íslenskuna.
Upphaflega stóð til að lesa bókina Killiansfólkið en eftir mikla leit að þeirri bók (sem var úti á öllum bókasöfnum) sá ég að þetta myndi ekki alveg ganga...
Ég skrapp áðan með Lilju á bókasafnið og ég ákvað að ég myndi bara lesa bókina : Landslag er aldrei asnalegt !! Frekar fyndinn titill á bók , en það jákvæða við þessa bók er að hún er ekki nema 200 bls... meðan hin bókin var held ég einhverjar 400 bls...... núna er bara að fara að byrja að lesa og vera dugleg.
En hinsvegar er á planinu í kvöld að lesa bókina Mice And Men fyrir enskuna, og svo á morgun mun ég byrja á íslenskubókinni og verð að klára hana í vikunni...
Á mánudaginn er ég svo að fara í próf í uppeldisfræði svo ég verð að skipuleggja næstu daga rosalega vel svo ég geti nú brillerað í þessu öllu saman hehe:)
Gaman gaman að segja frá því að ég er komin með hálsbólgu... æðislegt... það eru ekki nema rétt 3 vikur síðan ég var seinast með einhvern svona skít - hálsbólgu og kvef - og er ég alveg rosalega heppin að fá þetta again.... Hamingja hamingja!! :(
Á helginni er ég búin að vera eins og brjálæðingur inn á DC++ að downloada like crazyyy... I LOVE IT!!! YNdislegt að geta downloadað svona og þetta er allt frítt ! ! !
En núna er minnz að fara að gera eitthvað annað en að blogga....
Mamma er að borða til einn af mínum uppáhaldsmat - svona Gordon Blue sem er eitthvað svona kjöt sem er með osti og skinku inní ... mmmm NAMMI NAMM!!!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 18:43 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, október 24
Yo listen up heres a story
About the little girl that lives in the pink world
And all day and all night and everything she sees
Is SO pink, like her inside and outside
Pink her house with the pink sweet windows
And a pink Toyota and everything is pink for her
And herself and everybody around coz she aint got nobody to listen..
Jámmz... ég er bara tiltölulega nýkomin heim , en ég var búin að vinna á videóleigunni kl.00:00 og fór þá niðrí bæ og sótti pizzu á staðnum rétt hjá NASA .. - Það var btw einhver svaðaleg röð fyrir utan NASA, enda Airwaves að ná hámarkinu í kvöld.... og svo virtist bara vera nóg af fólki í bænum... gaman að því :)
Ég er annars að fara að horfa á myndina Troy með henni systur minni, en þó ótrúlegt sé þá er ég ekkert rosalega spennt fyrir að sjá hana....
Hefði frekar verið til í að sjá mynd eins og The Day After Tomorrow aftur :)
Ennnn við sjáummmmst ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 01:18 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, október 22
Ég er núna heima bara í þessu líka fína chilli og stendur til að vera alveg hrikalega dugleg að læra í kvöld....... ekki veitir af, ég er ekki búin að vera sú duglegasta að læra á þessari önn... verð nú bara að viðurkenna að ég hef varla litið í bók hérna heima sem er bara alls ekki sniðugt!!
En ég er að fara að taka mig á, ég verð svo ég nái nú önninni og rústi ekki planinu mínu!
Annars er alveg ömurlegt að segja frá því að ég hef ekki enn náð mér í eintak af bókinni Killiansfólkið ... ég var komin með "díl" við aðstoðarskólastjórann en hann ætlaði að lána mér hana heim þó það sé nú ekki leyft, með því skilyrði að ég myndi skila henni á mánudaginn....- ENNNNNNNN hvað haldiði.... þá var einhver kennaradrusla búin að taka bókina... TSSSS ættu nemendur ekki að ganga fyrir spyr ég nú bara?????!!!!!!!!!!!!!!!!
Jói nasagaur kom annars til mín í dag og var að fá myndirnar af staffadjamminu hjá mér og reddaði mér síðan þvílíkt í DC++-kennslu og er ég alveg hrikalega þakklát, takk Jói minn!!
Svo fékk ég einhverjar myndir sem hann var með .. not bad!!
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
SMÁ PÆLING : Hvað er málið með fólk sem lofar manni hlutum og svo svíkur það mann eins og ekkert sé??? Ég er bara að spá!!! Skítapakk sem á ekki skilið vináttu manns!!
Ég hef komist að því að ég er alltof góð, og í þakklætisskyni þá fæ ég bara EKKERT í staðinn.. En það er svosem ágætt að fá að komast að svona hlutum fyrr en seinna, svo maður sé ekki að eyða tíma sínum í lélegt fólk sem virðir ekkert við mann og gefur skít í mann!!
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ennnnn núna er Sigrún litla farin að læra :) JEYYYY
PS: Eva mín... I will use the night to study... just u wait and see!!! :p
+ Sigrun bloggaði kl. 19:28 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, október 21
Já ég var að vinna á NASA áðan frá 20:30-01:00 ..
Þetta var alveg snilldarlegt þar sem ég var bara í góðu chilli allan tímann, en ég var semsagt á bala sem var staddur niðrí hljómsveitarherbergi...- Þetta gekk því þannig fyrir sig að tónlistarmennirnir voru með miða sem þeir gátu fengið bjór fyrir, og svo var bara kók og sódavatn og þannig sem þeir fengu sér bara sjálfir..- Ég var alveg að deyja úr leiðindum..og ekki bætti það að ég var svoleis að DREPAST úr kulda og var á endanum komin í úlpuna mína, og hún var ekki einu sinni að ná að halda á mér hita.
Ég bjallaði í hana Diljá mína og hún kom og kíkti á mig og hélt mér þarna félagsskap, þangað til hún stakk mig af til að fara að hitta einhvern strák :) awww dúllur * En takk dúlla fyrir að hafa komið :):)
En allavega... við vorum þarna 2 (me and Diljá) með "celebinu" haha ... engin rosaleg celeb samt, en svona stærsti performancinn í kvöld var KK og Ellý (hún tók bara eitt lag með honum)!
Heyrðu þetta var líka svona svakalega kammó fólk að þau voru bara að chatta við mig og Diljá og ég fékk að smella þarna 2 myndum af þeim .. :)
Ég tók semsagt myndavélina með mér í vinnuna og smellti þarna nokkrum myndum af staffinu svo endilega kíkið á þetta !!!
Eftir vinnu fór ég með Jóa og Tótlu að éta pizzu á staðnum þarna við hliðiná NASA og svo var haldið hjemme!
Ég er hinsvegar farin að sofa núna enda þarf ég að vakna kl.7 þar sem skólinn byrjar hjá mér kl.8........ happy times happy times ...
+ Sigrun bloggaði kl. 02:19 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, október 19
Úfff þessi dagur tók á.. ég alveg svaf til kl.13:30 og ég skil ekki hvernig í veröldinni ég er að ná að halda sjálfri mér vakandi eftir allt þetta erfiði :) - ég semsagt svaf yfir mig , svo að Sigrún mætti ekki í skólann...
Ég er hinsvegar búin að vera mjög upptekin við að þvo á mér hárið,blása það og slétta - sérhver stelpa veit hve mikið erfiði það getur verið....
Svo fórum við Lilja á bókasafnið þar sem ég þurfti að ná mér í bók fyrir íslensku... en viti menn- öll eintökin eru úti :( - Ef einhver þarna úti á bókina Killiansfólkið og meikar að lána mér hana þá ENDILEGA hringdu í mig!!!
Annars erum ég og Lilja bara að bíða eftir henni Írisi stóru systur en við erum að fara með henni og Kamillu dóttur hennar á einhvern kínastað sem hún ætlar að bjóða okkur á ;)
Ennn núna er ég farin....
PS: Jói var að commenta með að ég ætti að koma með slúður frá djamminu, en þið verðið þá að segja mér eitthvað.. því mér dettur bara ekkert í hug :s
Emailið er : sigrun84@hotmail.com ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 18:22 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, október 18
Mánudagar eru ógeðslegir !!!!
Hef ég sagt ykkur að mánudagar eru ljótir dagar? Þá svona fattar maður að þetta er byrjunin á skólaviku (aint fun) og maður á alveg hellingsmarga daga eftir þangað til það kemur helgi!
Ég var í skólanum til 14:40 og fór þá heim , en um 16 fór ég til Evulings sem var stödd á Þjóðarbókhlöðunni og sótti hana og við fórum og fengum okkur Devitos ;);) Eftir það var rúntur tekinn niður Laugaveginn og skelltum við okkur svo á Þjóðarbókhlöðuna að læra.
Ég get ekki sagt að ég hafi fengið eitthhvað mikið út úr þessari study-ferð en hún nýttist Evu sem var að fara í próf á morgun, svo það er allt gott og blessað..
Ég var með nýju myndavélina á mér svo við stöllur tókum þarna nokkrar myndir á löngum Laugavegsrúntinum og mátti nú minnstu muna að einhver jeppafantur hefði keyrt á okkur, common show some respect kall..við erum að reyna að pósa fyrir myndavélina og svo kemuru og eyðileggur næstum því fyrir okkur - tssssss!!!!
Eins og áður sagði eru mánudagar ljótir dagar.. en þessi mánudagur var nú öllu ljótari en fyrri mánudagar hafa verið en það var svo mikill helvítis kuldi í dag að ég hélt ég myndi ekki lifa af....... klæddi mig ekkert smá vel, í "dúnúlpu" og með trefil og vettlinga... haaaa flott á því bara hehe....
En ég var semsagt bara að plögga myndunum inn og má finna þær á MyNdAsÍðu 1 í albúmi sem heitir Bland Í Poka...
Við erum gullfallegar að venju, en vegna ljótra mánudaga má segja að þessi hafi sett sinn svip á okkur en ég held ég geti talað fyrir okkur báðar þegar ég segi að við höfum both verið frekar úldnar og búnar á því eftir þennan skóladag . . :)
Núna er Sigrún litla að fara að sofa, en gaman er að vekja athygli á því að ég og Sizli erum orðin fræg.. jájájájá það var bara linkur á þessa frægu mynd hér við hlið bloggsins inná B2.is og ég er svoldið forvitin að vita hver á heiðurinn að því ? ? hmmzi ... !
Áður en ég hætti langar mig að benda ykkur á GESTABÓKINA hérna hægra megin við bloggið en gaman væri að fólk ritaði þar fyrir komu sína og segði svo eitthvað snilldarlegt , hvernig væri það?????? ;););)
Ég er líka með commentakerfi hérna , sem ég bara KREFST að ALLIR noti !!!!!
Takk takk og bleee
+ Sigrun bloggaði kl. 22:27 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, október 17
FINALLY . . .
Já loksins er þetta búið að takast og ALLAR myndirnar frá staffadjamminu eru komnar inn + það að ég er búin að setja hinar inn í aðrar myndasíður , svo það er komið meira skipulag á þetta allt saman.
Ég ætla samt að reyna að fara að plögga þetta inn í annað kerfi þannig að myndirnar geti allar verið á sama stað, í staðinn fyrir að vera með margar myndasíður í gangi!!
En varðandi staffadjamms-myndirnar þá var ég ekkert að sigta út hvaða myndir eru góðar og eitthvað svona vesen, ég skellti þeim öllum bara inn á :)
Luckywonder er svo komin með svona smá nýtt lúkk , en ég ætla að reyna að skipta reglulega um mynd hérna á forsíðunni.... -
svo er ég að vinna að alveg spunkunýrri Luckywonder , en hún kemur því miður ekki alveg strax - - Perfection takes time ;)
En hér koma linkarnir :
Myndasíða 1 -> Þar mun ég reglulega setja inn í myndaalbúm sem heitir DJAMMIÐ og svo líka í albúm sem heitir : Bland í Poka ..
Myndasíða 2 -> Hér eru myndirnar af staffadjamminu á föstud. og hér mun ég plögga inn fleiri albúmum þar sem að myndasíða 1 er orðin nánast full..
Myndasíða 3 -> Hér verða bara familíumyndir.. það eina sem er komið inn þar eru myndir af Gyðu Stefaníu (á eftir að setja inn fleiri nýjar myndir af henni) og Maríu Gret - litlu frænku minni sem er bara 2.mánaða (nýjar myndir af henni þar)!
SO ENJOY PEOPLE!!!!!!!! ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 21:27 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, október 16
Staffadjamm NASA . . . . .
var haldið í gær og var bara mikil gleði :)
Byrjað var á aðalskemmtistaðnum (NASA) þar sem okkur var boðið upp á gómsætar pizzur ..
Leiðin lá svo á Pravda þar sem við vorum í einhvern tíma en svo var haldið yfir á Sólon þar sem við vorum svona lengst af...
Eftir Sólon fóru einhverjir á Kapital en aðrir fóru eitthvað annað...
Ég hinsvegar var búin að reyna að freista Dóra til að skella sér á Devitos og halda svo bara heim á leið, (kallinn var orðinn SOLDIÐ fullur) ... en njei - Dóri vildi ekki pizzu .. og Dóri vildi svo aldeilis ekki fara heim með litlu systur!
Þannig ég plataði Jóa með mér og eftir rosalega góða pizzusneið hringdi ég í Lilla frænda og hann kom og skutlaðist með píuna heim...
Var komin heim um 6leytið og vááá... það var gott að kúrast undir sæng og lúlla !! *
Ég tók alveg SLATTTA af myndum , byrjaði semsagt með nýju vélinni minni sem ég keypti einmitt í gærdag, en hún varð batterýslaus mjög fljótt, eftir svona 30 myndir , þannig að ég fékk að vera með Öllu myndavél og jább... við getum sagt að ég hafi verið dugleg að photograph da people !! ;)
En því miður verð ég að tilkynna ykkur það að þið munuð ekki geta litið myndirnar augum fyrr en í fyrsta lagi á morgun, þar sem að myndirnar eru ROSALEGA lengi að hlaðast inn.... fjúfffffff ég er að tala um mjög mjög mjög mjög mjög lengi !!
En endilega tékkið annað kvöld og þá reikna ég með að þetta verði allt saman komið!
Annars er ég bara að spá í að segja þetta gott núna..
ég er svo devoted to you guys að ég er enn að hlaða myndum inn svo þið fáið nú að njóta þeirra á morgun;)
Mig langar bara að þakka öllu frábæra fólkinu sem ég vinn með á NASA fyrir mjög svo skemmtilega staffagleði og vonandi að við gerum þetta fljótlega aftur :):)
Knúsukossar
Sigrún ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 23:13 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, október 13
Nýtt á LuCkYwOnDeR !!!
Ég er búin að setja upp nýja og flotta gestabók , þar sem að þessi gamla var í tómu tjóni. Svo núna verðið þið að vera dugleg að skrifa mér í gestabókina þar sem að ég hafði mjög mikið fyrir þessu ;)
Ég tek það fram að ég verð ógeðslega leið ef þið svíkið mig.. heyriði það?!?!
Well ég er farin að sofa núna en ég ætla að fá mér skinkuhorn áður, sem ég keypti í dag .. mmmmm nammi namm!!!
.... eða ætti ég að fá mér danskan snúð og mjólk??
....... neeee ... frekar skinkuhorn og kók - það er miklu hollara :)
+ Sigrun bloggaði kl. 01:35 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, október 12
Jájá það er bara svona... ég er að meika það svo feitast í skólanum að það hálfa væri sko nóg!!
Skellti mér í íslenskupróf á fimmtudaginn seinasta og fór sko létt með að næla mér í 1,0 á þetta... segið svo að ég sé ekki að standa mig HAAA!!! :)
En eins og fyrir öllu öðru, þá er mjög góð og gild ástæða fyrir þessu eins og fyrir öllu sem gerist í mínu lífi....
Ástæðan er þessi :Prófið var á fimmtudegi, sem þýðir að ég þurfti að læra fyrir það á miðvikudegi, en eins og flestir ef til vill vita þá er einhver svaðalegasta dagskrá Stöðvar2 einmitt á miðvikudagskvöldum, svo ég var mjög upptekin við Imbann eins og gefur að skilja!
Eftir stífa sjónvarpsdagskrá leiddi ég hugann að því að ef til vill væri sniðugast að glugga aðeins í bókina og gerði ég það , en eftir svona smástund hugsaði ég : ,,Nei, ég fer frekar bara að sofa núna og skrópa bara í 2 tímum á undan íslensku til að geta lært''.
Á fimmtudegi skrópaði ég og byrjaði með það plan í huga að svara bara spurningunum og læra þær utan að, en eftir smástund hugsaði ég : ,,Nei,það er enginn tími til þess, ég les bara bókina''!
Eftir smástund af lestri (í mesta lagi svona 10 bls.) ákvað ég að drífa mig útá Skalla að fá mér að borða og ætlaði svo bara að lesa í bílnum, en eftir smá tilraun til þess hugsaði ég : ,,Æ nei, hvern er ég að blekkja?..ég get aldrei lært neitt utanað á svona skömmum tíma'' , og hætti því að lesa og kom svo í prófið og gat varla neitt :s
Þannig var nú þessi saga !!! :)
Ég er annars bara núna að spá í að fara að læra eitthvað smá :)
PS: Beta, sorry hvað ég hef ekkert komist þegar þú hefur beðið mig, en endilega ekki hætta að hringja því mig langar endilega að gera þetta :) .. Þú bjallar bara í mig :)
Var að lesa á síðunni þinni og langaði að bjóða mig fram, en ég get ekki útaf þetta er vinnuhelgin mín. En af hverju plataru ekki Evuling í þetta??? Hún verður flott sem módel ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 17:57 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, október 10
Langar að byrja bloggið á að óska henni Arndísi gellu INNILEGA til hamingju með tvítugsafmælið sitt.... en hún varð einmitt 20 ára í "gær" , 9.október.
Ég er nottla ömurleg vinkona og komst ekki í afmælið til dúllunnar, en það er nú góð og gild ástæða fyrir því og hún er sú að ég er að fara í próf á mánudag og er búin að vera að lesa smá (duglega Sigrún) og svo þarf ég að vakna snemma á morgun til að lesa meira því ég er að fara að vinna kl.15 - happy times indeed!
Í dag kom Daggrós í heimsókn til mín og eftir að hafa horft á Idol sem var í sjónvarpinu og spjallað helling, ákváðum við að kíkja í nýja búð í Faxafeninu, Retail heitir hún.
Við fórum í þeirri trú að þarna væri verið að selja einhverjar voða voða Diesel buxur, og þetta væri einhver glæsileg tískubúð, allavega af auglýsingu sem ég sá í blaðinu að dæma.
ennnn þegar inn var komið , sáum við að það var meira svona á litla krakka...
OOOOG ég sá svo sætt pils sem ég keypti handa Gyðu Stefaníu og svo einhverjar sætar blómateygjur í hárið.... hún á eftir að vera svona sæt í þessu .... - alveg get ég misst mig í svona búðum með lítil sæt pæjuföt :)
Annars er það að frétta af mér að ég er bara búin að vera í skólanum að meika það feitast (en ekki hvað!) Ef þið lásuð seinasta bloggið mitt þá vitiði svona skólaplanið svona næsta 1 og hálfa árið!! gaman gaman !
Ég er svo mikið búin að vera að spá hvað mig langar að gera eftir að ég klára skólann, en mig langar alveg gífurlega að gerast AuPair einhverstaðar , helst samt í USA eða í einhverju heitu landi þar sem Sigrún getur tekið smá lit híhí :)
Eftir svo eitt ár sem AuPair, þá langar mig rosalega að vera í einhverju öðru landi en á Íslandinu og fara kannski í eitthvað tískunám og eitthvað svoleis... það er örugglega mjög skemmtilegt :)
Um daginn var ég svo að gera verkefni fyrir íslensku og það var eiginlega algjörlega frjálst það sem mátti gera, eina sem var skilyrði var að það tengdist bókinni Kaldaljós sem við erum búin að vera að lesa.
Allavega, ég er auðvitað svo listræn í mér og ákvað því að mála mynd, sem vildi svo skemmtilega til að heppnaðist alveg geðveikislega vel.
Það var líka Eddu frænku (systir mömmu) að þakka, en hún er búin að vera að fara á fullt af myndlistarnámskeiðum og málar ekkert smá vel ....
Mig langar rosalega að drífa mig á einhver svona námskeið til að geta málað jafnvel og hún;*
Væri líka gaman að fara á svona teikninámskeið og læra að teikna svona alveg nákvæmlega!
Núna er ég samt að spá í að fara að sofa ! ! Bleeeeeeeeeeeee
+ Sigrun bloggaði kl. 03:01 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, október 7
Ég var að koma af fundi við aðstoðarskólastjórann, en ég fór til hans til að gera svona námsplan, svona til að fá á hreint hvenær ég get útskrifast.
Og já það er semsagt þannig að ef ég er alveg ÓGEÐSLEGA dugleg, og þá meina ég virkilega... þá get ég útskrifast vorönn 2006 ! Og það er nákvæmlega það sem ég stefni að!
Ég þarf þá samt að vera geggjað mikið í skólanum , .. eins og t.d. næsta önn - við erum að tala um það að ég tek 24 einingar í dagskóla + einn íslenskuáfanga líka í dagskóla nema bara í p-áfanga... og svo tek ég annan íslensku-áfanga í kvöldskóla ... => það gera 30 einingar !!!
En það er alveg þess virði .... - semsagt ég á eiginlega bara 1 ár eftir af menntaskóla - SWEET!
Ennnnn núna er ég farin að læra undir íslenskupróf sem er núna á eftir.. i will enjoy it hehe:)
+ Sigrun bloggaði kl. 10:38 +
~~~~~~*~~~~~~
|
|
|
|