mánudagur, september 20

AHHHHHHHHHHHHHHHH ......

hvað er gott að komast loksins heim....
var í skólanum til 14:40 og fór þá beint til Írisar systur og við fengum okkur ristað brauð og kósý og spjölluðum og spjölluðu, og ég skutlaði henni svo í vinnuna kl.15:30.

En vitiði hvað....:( ... ég held ég sé að verða veik :(
Ég skil það samt ekki því ég er búin að vera rosalega dugleg að taka heilsutvennu og svoleis, en nei...þá fer ég bara að fá kvef og hálsbólgu....tssss tsssssssss .....

Ég er að fara í hárgreiðslu á morgun ..... JEYYYY!!!;)
Loksins LOKSINS fer ég og í þetta skiptið ætla ég að láta fleiri ljósar strípur og kannski nokkrar ljósbrúnar... = burt með "appelsínugula hárið" hehe;) ... það er kannski ekki alveg bókstaflega appelsínugult, en það er samt svona pinkuponsu!

Núna nenni ég ekki að skrifa meira, er alveg mest í skapi til að leggjast uppí rúm og lúlla smá... ætlaði ALDREI að sofna í nótt...og þá meina ég ALDREI.... og svo þegar ég vaknaði í morgun þá leið mér svona eins og ég hefði bara eiginlega EKKERT sofið... semsagt ömurlegt!!!


Bleeeeeeeee . . . . . . . . . . . . . . .

+ Sigrun bloggaði kl. 15:54 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, september 19

ÚFF ég er glötuð.... það er laugardagskvöld.. eða ætti ég að segja nótt...
og ég er að vinna að heimasíðunni ... - svona er þetta víst - ..
En semsagt það sem ég er að vinna að er svona aukastöff eins og er á folk.is haha, ég einmitt hýsi það á folk.is en það er svona vinalisti og verða myndir og voða fínerí hehe ....
Ég set engan þarna inná nema hafa mynd af viðkomandi svo ef ÞÚ vilt birtast í vinalistanum mínum, þá er eins gott að ég geti nálgast mynd af þér...
ENNNN núna er ég að spá í að segja þetta gott og fara að drífa mig í beddann svo ég vakni nú einhvern tímann á morgun, en á helgum er ég svakaleg með svefntímann, .. ef ég er látin alveg vera þá get ég sofið alveg til 3 og það er bara ekkert nógu gott finnst mér því þá er allur dagurinn bara búinn áður en hann byrjaði!!! :)

+ Sigrun bloggaði kl. 02:49 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, september 18


Ég var að tala við Bjössa, sem vann með mér á 67, á MSN í gær og hann sendi mér þessa geðveikt sætu mynd af páfagaukunum sínum... algjörar rúsínur.. þessi stærri er 1,5 ára og litli er ekki nema 3 mánaða !!  Posted by Hello

+ Sigrun bloggaði kl. 19:30 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, september 17


Myndin af Berglindi Gellu , sem átti að koma með bloggi hjá mér um daginn, en mistókst hjá mér.... En þökk sé Þurí,vinkonu Evu, hef ég kynnst www.hello.com svo birting mynda er leikur einn :) ENJOY!! Posted by Hello

+ Sigrun bloggaði kl. 19:29 +

~~~~~~*~~~~~~


Lífið er yndislegt . .

Ég og góðvinkona mín Diljá gerðumst það heppnar að fá að vinna á skólaballi í gær, nánar tiltekið Busaballi Borgarholtsskóla.
Ég man nú sjálf eftir fyrstu menntaskólaböllunum og ég bara minnist þess ekki að hafa verið svona ógeðslega hallærislega asnaleg!!! ...
Flestar stelpurnar eru .. æææ vitiði.. ég hef ekki orðin ... - bara fáránlegt pakk!
Svo er alveg með eindæmum böggandi þegar þessar litlu gelgjur eru að láta mann geyma fyrir sig veskin, þá eru þær að koma svona 100 ferðir til að ná í eitthvað í veskið og eitthvað vesen... alveg óþolandi helvíti! Svo er líka regla að það er hver manneskja bara með sitt herðatré, og maður segir þeim það, en samt er alltaf verið að svindla eitthvað á þessu þannig að í endann eru að koma upp dæmi eins og : ,,Æ heyrðu.. vinkona mín fór heim og tók dótið sitt en ég er ekki með miðann minn en var samt á sama herðatré..'' .. Við "skömmuðum" nokkrar í gær og sögðum að útaf þannig crappi þá ætti bara að vera ein manneskja á herðatré.. og viðbrögðin alveg : jaaa... ég veit... (geðveikt aumingjalega)... !! Stupid people!

Ég var að tala við Agga á MSN í gær, eftir MJÖG langan tíma..... rek ég það til þeirrar staðreyndar að Agnar er byjaður með Tótu og þar af leiðandi er ekki nægur tími fyrir okkur báðar ... (hahaha.. oki þetta var djók) ..
En já ... talið barst að tám.. -
Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér finnst tær VIÐBJÓÐSLEGAR og myndi ekki fyrir mitt litla líf vilja koma nálægt tám á öðrum en sjálfri mér.. (nema pínkuponsulitlir krakkalingar eru með krúttlegar tær).
Hvað finnst ykkur? .. Eru tær kærastans/kærustunnar eitthvað sem þið lítið á sem girnilegan hlut? Mynduð þið virkilega geta hugsað ykkur að nudda tær á annarri manneskju??
JAKK JAKK JAKK..... never ever gæti ég gert það!!!!!!!!!!!
Ég er með tá-fóbíu DAUÐANS!!

+ Sigrun bloggaði kl. 14:38 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, september 16

OH YES

Sigrún er DA proffi .. totally and officially a brainy!!!
Ég var bara að brillera á íslenskuprófinu áðan.... nældi mér í netta 10 !!
Þeir sem vilja óska mér til hamingju, endilega ekki hika við að nota commentadálkinn híhí:)

Ég hef aldrei sagt þetta áður en : Ég dýrka SEX AND THE CITY !!!!!
I love it to death! Snilldarlegir þættir sem ég get horft endalaust á án þess að fá leiða...... Algjörlega...
Ég er farin að sannfærast meira og meira um að Miranda sé uppáhaldið mitt, svo Carrie og svo Samantha... - En Miranda er samt snilldin... djöfullsins brillerandi setningar sem koma út úr henni, I love it..... -
It's like : is there an end to u'r funnyness... and the answer is like : na-a.. never ever!!
(hahahahahahahaha) -- oki ég veit.... I'm going coo-coo on u now!! hahaha!:):):)

En tjáið ykkur nú....
Hver er uppáhalds SEX AND THE CITY persónan ykkar ???

+ Sigrun bloggaði kl. 16:27 +

~~~~~~*~~~~~~


BEAUTY-TIPS ! !

NINA RICCI MASKARI : Ég keypti þennan stórgóða maskara um daginn frá Nina Ricci og verð að segja að ég er alveg hæstánægð. Ekki nóg með að umbúðirnar séu flottar, svona kassóttur, þá virkar hann svo anskoti vel að það er engu líkast. Ég hef prófað margar tegundir af maskörum, með mismunandi árangri eins og er með alla hluti, og kemur Nina Ricci maskarinn best út. Hann lengir augnhárin, gefur þeim þykkt, og það sem er svo gott við hann er að ef maður er búinn að fara eina umferð en finnst eins og maður geti bætt og farið aðra, þá er fyrri umferðin ekki löngu þornuð heldur ennþá blaut, þannig að seinni umferðin verður ekki algjörlega ógeðsleg, eins og gerist ef maskarinn þornar of fljótt.
Það sem er einnig stórmerkilegt við þennan maskara er að hann gerir augnlitinn manns áberandi. Gellan sem seldi mér maskarann sagði mér það og ég var ekki alveg að trúa því í byrjun, þó að hennar augnlitur hafi nú verið nokkuð áberandi með sama maskara, en raunin hefur verið sú sama hjá mér.... !

NINA RICCI GLOSS : Ég keypti einnig mjög flott gloss hjá Nina Ricci sem vakti líka gleði mína. Ég er ekki vön að nota varaliti og gloss dagsdaglega en ákvað samt að skella mér á eitt eftir að ég sá hve flott það var á afgreiðslugellunni..... - Hægt auðvitað að velja um nokkra liti, en ég valdi svona lit sem er svona ljósbleik/fjólublár og er hann rosalega flottur.... kemur mjög eðlilega út .

AMBER BRONZE (Frá Esteé Lauder) : Þegar ég valdi að kaupa þennan farða, sem er í raun bara sólarpúður inní svona bursta og svo lok á (mjög þægilegt og sniðugt í snyrtitöskuna því það er ekkert umstang) þá hélt ég að ég væri að gera góð kaup. Ástæðan fyrir því að ég hélt það, var að liturinn er alveg rosalega eðlilegur, þannig að ég virka ekkert óeðlileg með hann.
Gallinn er hinsvegar sá að burstinn er alltof lítill. Það sem verður alltaf að passa þegar maður velur t.d. bursta fyrir allskonar púður, er að hann sé nógu stór því það dreifir betur úr litnum. Ef hann er of lítill dreifir hann ekki eins vel úr þannig að það er mun erfiðara að bera púðrið á sig því maður verður að vera svo varkár á hvar maður er búinn að setja púður, en á stærri burstunum er það minna mál!!!

Þá er beauty-ráðum dagsins lokið :)
Ég er núna í eyðu, uppeldisfræðikennarinn minn er veikur, vonandi að það sé ekkert alvarlegt, þetta er gamall krúttlegur maður :)
.. þannig ég þarf ekkert að mæta aftur fyrr en 13:20. Er þá að fara í íslensku, og það er einmitt próf úr Kaldaljósi.... ég hef nú þegar farið í 2 próf úr þeirri bók og fékk fyrst 10 og svo 7,5 í einkunn... - stefni semsagt á aðra 10 núna :)

En núna er ég hætt í bili.. er að fara að vinna á NASA í kvöld svo það rústar kaffihúsaferðinni okkar Evu, en hey- there's always a day after this one..

MOTTÓ :
Hamingjan er hugarástand sem byrjar á brosi !!!!!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 11:42 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, september 15

OMG - I´M D-Y-I-N-G-

Ég er í Sögutíma og ég er í tómu tjóni algjörlega hérna.... almáttugur!!!!
Hann glósar og glósar á töfluna og talar og talar allan tímann í gegn og ég er ekki að botna neitt í neinu ..... og ég veit að það er ekki bara ég sem er ekki að ná neinu... -

Ég verð að lýsa yfir ánægju minni að sjá að nokkrir aðilar svöruðu síðustu bloggum með því að leggja inn comment... vonandi að þið standið ykkur :)

Já vitiði hvað, ég er komin með ógeðslega brjálað-klikkað-æðislegt dæmi!!!
Í staðinn fyrir að borga alltaf einhverjum konum út í bæ fyrir að setja á mig gelneglur (sem eru reyndar alveg mega-flottar) þá get ég nú bara gert þetta sjálf.
Ég keypti svona hjá SALLY HANSEN til að setja á neglurnar, þá málar maður bara þetta hvíta bara á og það fylgja límmiðar með svo maður geri þetta nákvæmt.. og svo fylgir annað naglalakk með, svo ljósbleikt sem maður setur ofan á! Mjög flott, en væri flottara ef ég væri klárari.. en þá er líka bara að æfa sig! -
Ég er svo að fara í dag í Professionails að kaupa mér pensil svo ég geti gert þetta nákvæmt.. og líka svona pensil sem er í raun skafa, þannig ef eitthvað fer út fyrir þá skefur maður það bara í burtu............. I KNOW-Þetta er brilliant!.......... Er líka að spá í að kaupa mér glimmer sem ég get sett á neglurnar og líka steina sem ég get límt oná ;)
PS: Þegar ég verð orðin voðalega góð í þessu og búin að æfa mig mikið, þá gæti nú verið að maður biði upp á "naglatreatment" .. segjum bara 1.000 kr.- og 500 kr.- fyrir lagfæringu!! :)

Sigrún sólskinsstelpa kveður .........

+ Sigrun bloggaði kl. 15:22 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, september 14

NÝTT LÚKK + NÝR DAGSKRÁRLIÐUR

Já mér datt í hug snilldarhugmynd ....
Í síðasta bloggi sem ég ritaði í dag skammaði ég vini mína fyrir að vera lame-ass-comment-people og fékk ég það svar frá honum Ísaki góðvini mínum að stundum hreinlega nennti hann bara ekki að commenta... - HUGSI- það er bara ekki nógu gott...
Þess vegna er mér að detta í hug svona nýr dagskrárliður sem gæti orðið skemmtilegur híhí.. Nýjasti dagskrárliðurinn á luckywonder myndi vera kallaður = ??? .... - Hugmyndir að nafni dagskrárliðsins eru vel þegnar, en það sem mér var nú einna helst að detta í hug, var að þessi dagskrárliður myndi vera listi yfir þá lesendur sem eru duglegastir að commenta og svoleis.. þannig að endilega.. allar hugmyndir eru vel þegnar..
Einnig væri ég til í að sjá hugmyndir um hvað annað þið væruð til í að sjá hérna á síðunni , hvað er það sem ykkur finnst þurfa að bæta og annað slíkt... - því ég er auðvitað að blogga ykkur til yndisauka, jafnt sem mér !!

Well ... dinner waits for me and maybe Eva ef við látum verða af læra-kaffihúsarferðinni tonight ;) Bleeeeee

+ Sigrun bloggaði kl. 18:26 +

~~~~~~*~~~~~~


BLEZUÐ ?!?!!!!!

Ég fer nú bara að móðgast allsvakalega ef þetta fólk sem ég kalla vini mína fer ekki að commenta á bloggin mín, sem ég sit sveitt við að reyna að skrifa....
Eru þetta þakkirnar fyrir að vera dyggur bloggari? Ég bara spyr!! Well..ég er allavega brjáluð og heimta skýringu á þessu!!! :p


Annars var ég nú að tékka á Sólon like every weekend.... maður vill auðvitað fylgjast með menningu næturlífsins eða hvernig sem ég ætti að orða það.. og fann ég mynd af henni Berglindi Topshop-gellu ... Æðisleg stelpa sem mér þykir alveg æðislega vænt um, algjör krúsídúlla og algjör bjútí-queen (*)!!!

Ég er núna líka að halda í hefðina, ég er í skólanum að skrifa og er í tíma sem heitir Saga .. mjög gaman að segja frá því .. -
Ég hef frá voða litlu að segja annað en að JÁÁÁ.... ég verslaði mér GALLAPILS í Topshop á laugardaginn.... einmitt það sem ég var að leita mér að... æðislegt til að nota í skólann þar sem að það er ekki alveg ógeðslega stutt, eða kannski ég ætti að orða það í anda EVU og segja að það sé ekki snípstutt ---- Eva segir nefnilega að HardRock kjólarnir séu snípstuttir og ógeðslegir .. oj oj oj.. discusting word!!!!!!!


Beta skvíz: Við verðum nú að fara að standa okkur.. tssss... þetta gengur ekki hjá okkur lengur... Við beilum EVERY SINGLE TIME!!!!


+ Sigrun bloggaði kl. 10:43 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, september 13

OF COURSE . . ÉG ER :



Eruði sammála eða ósammála?


Vitiði hvað?!- Ég elska lífið.... Það er æðislegt að vera lifandi þegar veðrið er svona æðislega yndislegt úti og loftið er svo fallegt að maður vill ekki gera neitt annað en að anda því djúpt að sér..nammi namm!
Glampandi sól úti og mig langar mest til að taka með mér teppi niður á Austurvöll og liggja í grasinu og læra ... -
Ég var að keyra heim áðan og um leið og ég stillti inn á Létt96,7 hljómaði lagið King Of Wishful Thinking sem ég man alltaf eftir úr myndinni Pretty Woman .. - Og þegar ég keyrði heim var ég með gluggann galopinn og leið eins og það væri hásumar!!
Ég sakna sumarsins.......... Ég vil ekki vetur:(

+ Sigrun bloggaði kl. 15:01 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, september 10

ÉG ER . . . . . . . .


Take the 100 Acre Personality Quiz!



Anyhow... þá er ég ekki búin að vera dugleg að blogga núna, - var reyndar búin að skrifa eitthvað blogg um daginn en svo eyðilagðist það eitthvað og ég einfaldlega meikaði ekki að fara að skrifa það aftur .... og svo er ég bara búin að gleyma þessu :s ... en ég er samt duglegri en flestir !!!

*Gaman að segja frá því að eftir MJÖÖÖÖÖG langa pásu hefur Evulingurinn bloggað, en eins og flestum er nú kunnugt um, erum við að tala um snilldarbloggara svo ekki láta bloggið hennar framhjá ykkur fara ... we can only hope she continues ;)
*Beta er líka búin að blogga , og líka Lára og Diljá ...
Ég er bara mjög stolt af ykkur stelpur ;)

Annars er þetta vinnuhelgin mín núna, sem er ógeðslega leiðinlegt :(
Er að spá í að fara að gera ekki neitt núna , hehe.. ahh ef ég bara væri svo heppin.. en nei- Sigrún þarf að fara að LÆÆÆÆRA :(

+ Sigrun bloggaði kl. 13:57 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, september 7

Sigrún here .. checking in from History .....
Já ég ætla að biðjast afsökunar á að hafa ekki skrifað dyggum lesendum og aðdáendum mínum í gærdag en fyrir því er auðvitað góð og gild ástæða.... - En sú ástæða var að ég var auðvitað í skólanum að vera dugleg að læra (en ekki hvað?) og svo um 18:00 fór ég að vinna á Hard Rock og var að vinna til 22 , borðaði og fór svo að sækja Íris systur á Klepp (já þið lásuð rétt..... hún systir mín vinnur á KLEPP!!!)... - Ég er að segja ykkur að þegar ég beygði þarna inn á planið og var svo ekki að finna mína ástkæru systur , vá það var ekkert smá creepy.. svo hringdi hún í mig og var alveg : SIgrún hvar ertu? .. já núna sé ég þig.. ég er fyrir aftan þig .. og þá sá ég hana í fjarlægð og það var ennþá meira CREEPY!!!!

Í kvöld fer ég að vinna á NASA, sem er bara ágætt þar sem ég þarf svoleis á að halda öllum peningi sem mér býðst..... - reksturinn á mér á mánuði er ekkert ódýr get ég sagt ykkur hehe!;p
En oh well.. ég er í miðjum SÖGUTÍMA og þarf að fara að glósa upp eftir kennaranum...
GOD DAMN IT!!

+ Sigrun bloggaði kl. 10:34 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, september 5

Like yesterday var tekin nett Smáralindarferð á daginn + smá Kringluferð núna áðan.
Mig langaði að máta bol úr Miss Selfridge og athuga hettupeysu í Smash Kringlunni, en það sem ég endaði á að kaupa var hringur í Miss Selfridge.
Skelltum okkur svo í bakaríið þar sem við keyptum rándýra karmellu-formköku (sem var þó alveg að gera sitt,hún var svo góð) og erum nýbúnar að borða og erum að læra núna (ég og Lilja semsagt). .... Ég á enn eftir að gera Powerpoint dótið fyrir uppeldisfræðina,þar sem að ég nennti ekki að læra í gær :s .. en það er allt í lagi ef ég klára það í kvöld :)
Apprentice er svo á Stöð2 .. lokaþátturinn - gaman að sjá hver vinnur :)

See ya suckerzzzzzzzz

+ Sigrun bloggaði kl. 17:29 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, september 4

Við systurnar vorum flottar á því og skelltum okkur í Smáralindina í dag, en aðaltilgangurinn var að fara í Miss Selfridge sem lokar einmitt núna í mánuðinum, og núna eru allar útsöluvörur á 500 kall og nýjar vörur með 40% afslætti.... not bad ef fólk er að finna eitthvað sem það fílar, en það var reyndar engan veginn dæmið með mig, þar sem að ég fann akkúrat NUTING að kaupa þar.
Ég hafði hinsvegar mjög gaman af að hitta stelpurnar sem voru að vinna með mér, sakna þeirra nú eiginlega bara :) .. Þess vegna verðum við að standa við planið með að hittast gellz! ;)
Anyhow.. við systurnar héldum ferðinni áfram eftir Topshop/Miss Selfridge og skelltum okkur í ISIS þar sem við keyptum okkur mjög flotta eyrnalokka, sem by the way voru ekkert neitt svakalega ódýrir, nánar tiltekið á 2100 kall ... hmm expensive but very cool svo við keyptum þá;)
Komum svo við í Debenhams þar sem ég keypti mér einhvern svona creamy-sticker,svona augnskuggastifti (mjög flott) .. og svo fórum við heim.

Vorum að ljúka við að borða mat frá Taj (i think thats the name:/) og núna er ég að nördast í tölvunni, að spá í að vera dugleg með uppeldisfræðiverkefnið sem við hópurinn eigum að flytja í tíma á þriðjudag. Ef ég er kannski búin að forvinna það rosalega vel, þá lendi ég vonandi ekki uppi með að þurfa að lesa það upphátt fyrir framan bekkinn,því ég hata svoleis!!!!


Wellllll þá er ég farin að vera dugleg að læra :( (er ekki að nenna því ennn ég verð) *KNÚS KNÚS*

+ Sigrun bloggaði kl. 19:18 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, september 3

YES YES.... Sigrún hérna enn og aftur í skemmtilegustu tímum sem FB virðist ætla að bjóða mér að taka þátt í ... A.K.A Sögutímar !
Ég var að ljúka við að taka "örpróf" eins og kennarinn kýs að kalla það, og mér gekk vægast sagt ILLA hehehe.... en það er allt í lagi þar sem að mér skilst á öllu að það verði ekki það mikið metið,ef bara ekki neitt.

Ææææ það er svo krúttlegt... Gyða Stefanía er nýbyrjuð á leikskóla, og það er svo sætt þegar maður spyr hana um fóstrurnar á leikskólanum og hvað hún hefur verið að gera :)
Líka frábært að í gær þegar við vorum að borða kvöldmatinn, þá spurðum við hana hvernig maturinn væri og þá kom alltí einu útúr henni : ,,Þett'er ógeðslega gott''!!
Og við alveg : Where did she learn that ,.. og sögðum strax : Já þetta er ROSALEGA gott, eða MJÖG gott.. og hún alveg : Þett'er MJÖG gott :):) Krúsídúlla*

Helgin núna verður svo sannarlega afslöppunarhelgi í lagi....
Það er orðið langt síðan að ég var með helgarfrí seinast og ég hlakka til að geta dundað mér við að gera allt og ekkert....
Ætla samt að reyna að læra vel fyrir skólann og undirbúa næstu viku, gott að vera vel undirbúinn fyrir tímana í stað þess að vita ekkert hvað er að ske!!

Ég er algjörlega að öfunda Betu gellu mikið, en hún er að fara að byrja á förðunarskóla NO NAME eftir nokkra daga held ég að það sé.... ég efast ekki um að þetta er ógeðslega skemmtilegt nám, og býður uppá mikla möguleika hvað varðar störf .. U GO GIRL!!;)

EEEEEENNNNN..... Sagan bíður mín SO I must go!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 10:35 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, september 2

Ég er svo þokkalega að ná að standa við loforð mín um að skrifa hér á hverjum degi... sem merkir einfaldlega að ég telst til hæfustu bloggaranna í bloggheimum í dag.
Ég er mjög stolt af að segja að ég fékk 10 á íslenskuprófi sem var í dag, en kannski ekki alveg eins stolt og ég hefði orðið ef þetta hefði verið alvörupróf, en ég fékk semsagt 10 á krossaprófi í dag:) Samt sem áður tel ég þetta góðan árangur í ljósi þess að það voru margir með 8 og 9 0g sumir meiraðsegja lægra, svo að Sigrún má vera stolt af árangrinum híhí!
Núna er ég hinsvegar að fara að læra undir sögupróf sem verður á morgun, vonum að mér gangi vel þar, en annars sagði kennarinn að þetta próf skipti engu máli, skildi það þannig á honum að þetta próf yrði ekki tekið inní vetrareinkunnina,eða lokaeinkunn or whatever!

En nuna er eg farin... Gyða Stefanía er að fara að lúlla sér ;)

Nighty Night GiRlZ and BoYz

+ Sigrun bloggaði kl. 20:30 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, september 1

Jájá, svo ég er þetta nammi hér:


discover what candy you are @ quiz me


(get ekki sagt að ég hafi einhvern tímann litið þetta nammi augum, but what the fuck!)

Annars er ég nú bara í sögutíma, like right now , ... get ekki sagt að ég sé að skemmta mér eitthvað ofurvel neitt... en á meðan ég hef tölvuna með mér og get dundað mér á netinu, þá mæti ég í tímana því þá leiðist mér ekki eins mikið. Ég er viss um að ef ég væri ekki með tölvuna hérna, þá væri ég svo engan veginn að meika þennan gaur sem er að kenna mér, allavega mjög lítið!!
Langar að nota tækifærið og segja TAKK Eva MARÍA fyrir að koma á netið þegar ég sendi þér sms og bað þig um að koma og chatta við mig, ... það er greinilegt að þú ert að gera eitthvað annað sem virðist skipta eitthvað meira máli en þín hjartfólgna Sigrún, ég get ekki sagt að ég sé sátt .. but what is a girl gonna do?!?!!?!!!!
(Ógeðslega fyndið að kennarinn lætur mig alveg í friði með tölvuna mína,en svo er einhver annar gaur með tölvu og kennarinn alltaf geðveikt skeptískur á að hann sé að læra á hana,sem hann er örugglega ekki að gera,en bara fyndið hvað hann er alltaf eitthvað að senda comment á hann) MÚHAHAHAHA!!!!

Annars nenni ég ekki að blogga meira, það er nú ekki það mikið að segja frá.....
En í dag verður hörkustuð hjá mér, en ég er þá að fara að læra undir íslenskupróf!!

HAHAHAHA.... Kennarinn er alveg kostulegur,,... hann blaðrar alltaf svo mikið i timunum og gleymir sér, þannig að það er enginn tími til að fara yfir verkefnin sem við eigum að gera heima, en í þessum tima núna er hann búinn að vera rosalega careful á að eyða ekki tímanum of mikið í chatt um söguna, þannig að hann er oft búinn að segja þegar hann er að blaðra : Nei krakkar,,,, ég get þetta ekki... við verðum að fara yfir verkefnið.. það er svo lítill tími!! HAHAHA!

Well ég er farin... enjoy the day people ;)


+ Sigrun bloggaði kl. 15:38 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda