laugardagur, júlí 31
Stelpan er bara komin með enn aðra vinnuna ...
Já ég dreif mig í seinustu viku og sótti um, og komin með vinnuna..-
Gengilbeina á HARD ROCK !!!!
Not bad... ég er nottla með reynslu af svona veitingastörfum því ég var að vinna á Pizza Hut og Kántrýbæ ...
Plús það hef ég alltaf verið mikilll aðdáandi Hard Rock, og þá helst búninganna sem stelpurnar fá að ganga í ... they're sensational hehe... djók.. þeir eru bara mega flottir finnst mér!
- Þegar ég var 7-8 ára vorum ég og besta vinkona mín þá alltaf að hanga þarna, þetta var bara aðalpleisið... sóttum meiraðsegja um vinnu þarna einu sinni og gaurinn sem var þá yfir var frábær... leyfði okkur að "vinna" á efri hæðinni og vorum við mjög uppteknar í því að hræra saman kokkteilsósu og mjólk og selja "áhugasömum" kúnnum á 100 kr.(sem einn meiraðsegja keypti).. - fengum svo franskar + kók fyrir allt erfiðið hehe:)
En ótrúlegt er að í dag var ég að vinna á Hard Rock , þegar ég ætlaði rétt að skreppa á klóstið en ég var algjörlega komin í spreng.. anyhow... læsi hurðinni og ætla að fara að gera mig klára.. þegar ég tek eftir því að það vantar allan klósettpappír á dæmið... - ég ætla semsagt að vippa mér inná næsta klósett þegar
ég næ ekki að opna hurðina !!!! Ég sagði við sjálfa mig : Þetta er ekki að gerast !!! Ég auðvitað reyndi og reyndi að opna , sem var einfaldlega EKKI að takast... sá svo pottþétt fram á að vera bara föst þarna í marga klukkutíma, þegar ég LOKSINS heyrði rödd nálgast og ég auðvitað kallaði á konuna og bað hana að ná í einhvern starfsmann þar sem ég væri búin að læsa mig þarna inni....
Því næst kom Frank (snilldargaur sem er að vinna með mér þarna..... hreinasta snilld sko, það er svo gaman að vinna með honum að það hálfa væri nóg.... ég geri ekkert annað en að bulla í honum og hann er alltaf að bulla eitthvað líka og kemur með svo nettustu og fyndnustu setningarnar að ég er alltaf í kasti) og hann alveg :
hello... are you in there ... (vissi ekkert að þetta væri ég) .... og ég nottla alveg :
hello.. its me, Frank, it's Sigrún ... ... og hann nottla reynir að opna hurðina og daddara... honum tekst það... sem ég skil ekki þar sem ég var búin að hamast á henni í örugglega 15mín... - Ég kom svo út og hann nottla :
HAHAHAHA!!!! .. En svo :
I wont tell anyone , I promise .. hahaha ... En hann stóð svo við það og var ekkert að segja neinum .. en þetta var bara meira fyndið en annað svo ég var alveg fljót að segja einhverjum frá.. :)
Anyhow.. Þá líst mér bara vel á staðinn enn sem komið er.... Greinilega mjög góður mórallinn þarna og allir svaka vinir og dæmi sem mér líst mjög vel á , maður hefur alveg lent á vinnu stöðum þar sem maður er að vinna með fólki sem þarf alltaf að vera með einhvern skítamóral.... og það er
ömurlegt!
Ég var líka mjög heppin að lenda á
frábærri stelpu (Brynju) sem kenndi mér á allt dæmið .. tölvurnar og allt þetta dót... og það sem er geðveikt sniðugt (or at least I think so) er að við vorum saman á sundnámskeiði þegar ég var 9 ára... ég er með svo geðveikt stálminni að ég man ALLTAF eftir fólki ... - allavega fá skipti þar sem ég hef gleymt!!
Ég er svo búin að vera að taka törn á Videoleigunni.. ég vinn venjulega bara alla þriðjudaga og svo aðra hverja helgi... en þessa vikuna er ég semsagt búin að vinna þriðjud,miðv.d,fimmtud,föstud, og vinn svo laugard,sunnud,mánud og þriðjudag.... - .. Ég semsagt skipti einhverjum vöktum til að ég gæti verið með frí vikuna sem við familían förum í sumarbústað,sem er þarnæsta sunnudag (eða þá förum ég og Halldór en mamma,pabbi,Lilja og Gyða verða komin en við erum að vinna á helginni).. En reyndar er mánudagsvaktin vakt sem ég bauðst að taka fyrir einhverja stelpu , bara af því að álagningin er svo mikil þá .. ekki veitir manni af peningunum!!
Annars er nú ekkert mikið meira að frétta af mér.....
Alltaf bara vinnandi og ef ég er ekki að vinna, sem er sjaldan núna uppá síðkastið, þá er ég bara í einhverri leti að jafna mig eftir einhverja törnina....
En ég ætla svo að vera að vinna á öllum 3 stöðunum í vetur með skólanum, það er bara harkan hehe.. Fínt líka því þá verð ég með aukapening og get reynt að safna svo maður eigi eitthvern pening ef maður myndi alltí einu skreppa til útlanda eða bara eitthvað ... ;)
En núna er ég farin að horfa á
Ally McBeal .. Ég tók í gær allra fyrstu þættina sem ég á eftir að klára en svo eftir það horfi ég á DVD-myndina sem ég tók í gær.. Klára svo að horfa á
Along Came Polly sem er nýja myndin með Ben Stiller og Jennifer Aniston , og ég er að segja ykkur .. eitt að fyrstu atriðunum í myndinni er atriði sem ég og Lilja gjörsamlega grenjuðum yfir.. djöfullsins snilld! U have to see it!
PS: Nýi DVD-spilarinn er svo algjörlega að meika það -
* Sé ég eftir að hafa keypt hann? - Uuuu NEIII !!
* And whY? Af því að hve æðislegt er það að þurfa ekki að spóla til baka eins og fáviti, heldur geta bara farið í Menu og plöggað dæmið !! Nákvæmlega! SNILLD!
Well .. Ble ble ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 00:26 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, júlí 25
Við erum að tala um það að ég var að gera alveg meiriháttar kaup í dag!
I bought a DVD-player!!!!! Ég er mjög happy.. því ekki nóg með að kaupa þennan stórgóða DVD-spilara á aðeins 4.999 kr.- þá keypti ég líka ferðageislaspilara sem kostaði ekki nema 3.999 kr.- .... Keypti svo líka svona Tölvualmbúm .. hugbúnaður til að geyma stafrænu myndirnar í, not bad!
Snilldin svo með þennan margumtalaða DVD-spilara minn er sú að ég keypti líka microfon .. -because- DADDARA .. Það er hægt að syngja KARAOKE !!!!!!!!! Ég og Lilja skutluðumst svo í BT Smáralind þar sem átti að vera meira úrval af Karaoke-diskum og keyptum einn svoleis.. og erum gjörsamlega búnar að syngja úr okkur allt eitthvað haha :) ...
Núna stendur til að fara og kaupa sér eitthvað að borða og ég hugsa að annaðhvort pizza á DEVITOZ eða skinkubátur á SKALLA sé málið ........
En hvað gerði annars fólkið um helgina?
Ég veit allavega að Beta var að djamma (en ekki hvað hehe) .. meiriháttar gella ;)
En hvað var Lárulingurinn að gera í útlöndum ??? :) Og þið hin?
PS: SKAMM SKAMM EVA M. KRISTJÁNSDÓTTIR !!!!!!!
Þú ert svo engan veginn að standa þig í stykkinu á þessu bloggi þínu og heldur ekki í emailasendingum... I'm disappointed!!
Jæja ég er þá farin að gera eitthvað sniðugt :)
En eitt enn.... ég var mikill aðdáandi MELROSE PLACE þáttanna þegar var verið að sýna þá hérna fyrir einhverjum árum... og mig langar geggjað mikið að geta downloadað þeim og horft á þá í nýja DVD-inu ... en er einhver þarna úti sem lumar á góðu forriti sem getur þá downloadað fyrir mig og skrifað á disk?????
Ble krúsídúllurnar mínar :)
+ Sigrun bloggaði kl. 19:20 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, júlí 24
Í sól og sumaryl ... ég samdi þetta blogg ! :)
Ég vaknaði hjá Hans Inga kl. 07:00 og mig dreymdi um að þamba ískalt kókglas með klökum í .... nammi nammi namm!!!
(Kókið var hinsvegar ekki til hjá Hans Inga svo ég þurfti að bíða!)
Anyhow.. on with the story -
Við skötuhjú drífum okkur út þegar kl. er 07:00 .. og ekkert slæmt veðrið sem beið úti... geggjað veður!!! Ég dreif mig heim þar sem ég skellti mér á ískalt kókglasið og fékk mér ristað brauð með....
En þar sem klukkan var svoldið mikið snemma ákvað ég að leggja mig smá, en okkar pabba beið MiSsIon sem átti að starta kl.10:30 .. - Við vöknuðum aðeins í seinna laginu.. En planið var þannig að við ætluðum að vera komin kl.10:30 niðrí nýja og endurbætta verslun BT og við ÆTLUÐUM að vinna geðveikt flott sjónvarp+heimabíó .. ófáum hundraðköllunum var sko eytt í að senda sms úr 4 símum til að tryggja sigur .. En allt kom fyrir ekki..... helvítis.. við vinnum aldrei neitt.......... - eða jú , ég vann nú samt 2 bíómiða á
Dawn Of The Dead svo ég get allavega prísað mig sæla með eitthvað!.. En já,sagan er ekki búin..!- Við nottla leggjum af stað en þegar við komum að BT bregður okkur í brún (hahaha okkur brá ekkert í brún.. okkur brá bara.. blabla
hahaha) .. .. röðin semsagt að BT náði alla leið að Rúmfatalagernum.. alveg slatta löng röð... - þannig að við vorum ekkert að stressa okkur of mikið þa þessu.. við kíkjum kannski á morgun, en það er nottla ekkert víst að það verði neitt sniðugt eftir, en það er alltí lagi.. þetta var ekkert algjört must að kaupa neitt :)
Ég og Lilja fórum samt eftir þessa ferð niðrí DOGMA á Laugarvegi!! Æðislegt að fara á Laugaveginn í svona geðveiku veðri en við vorum samt ekkert að rölta hann neitt allan.. fórum bara í DOGMA þar sem ég var að athuga með nýju sendinguna af töskum.. engin samt sem náði að heilla mig alveg uppúr skónum (hvítu strigaskónum sem ég keypti í Glasgow) þannig ég festi ekki kaup á neina.... EN HINSVEGAR sá ég ÓGEÐSLEGA GEÐVEIKT FLOTT peningaveski, sem ég elska að hafa keypt og ég er ekkert smá skotin í... þið verðið að sjá það... úff.. ... heavy flott!!! Ekkert svona ógeðslega venjulega svart heldur alveg rosa flott :):) (ekki svart)
Sundlaugin sem ég keypti um daginn í Rúmfatalagernum á aðeins 1.990 kr.- kom að góðum notum í sólinni í dag.... ég lá þar í smá tíma og mamma svo alveg fram að kvöldmat...
En já, ég var svo í sólbaði alveg bara þangað til núna... ég er að vona að það verði svona geðveikt veður á morgun líka. ... það væri bara ekkert leiðinlegt!!! ;);)
En núna er hún móðir mín að segja mér að hætta í tölvunni þar sem hún þarf að leggja sig fyrir vinnuna, svo það er spurning að segja þetta bara gott í bili ..
BleBle
+ Sigrun bloggaði kl. 19:38 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, júlí 22
Ég held nú barasta að nýtt plan sé komið í gang hahaha ..... núna hugsa margir : RIGHT!!!
En þetta er nú bara ekki bara planið mitt núna heldur mitt,Betu og Lárulings ;)
Við erum svona að spá í utanlandsferð í haust, sem væri nottla ekkert annað en algjört æði og auðvitað taka EVU , Diljá og Anítu með okkur .... þetta er svona "ThE iDeA" en við eigum nú eftir að tala við stelpurnar okkar um þetta... en ég hugsa nú að þeim eigi ekkert eftir að lítast illa á hugmyndina :p
Annars er ég bara í chillinu þessa dagana... ekkert að gera alltof mikið eftir gærdaginn... en ég fer öll að koma :)
Betuknúsið er að fara á djammið á morgun og mig langar líka, er meiraðsegja ekkert að vinna því það verður bara einn í buzzinu svo það væri gaman að kíkja en spurning hvernig ég verð hummz:S
Ótrúlega skrítið en þær myndir sem ég er búin að vera að leigja að undanförnu.. mér finnst einhvern veginn allar, eða flestar að minnsta kosti, vera svo tómar eitthvað...
Það er eins og þær byrji og svo bara búnar... vantar svona "the center piece" .. !
Ég er kannski bara svona klikkið !
Ég er búin að uppgötva nýja flotta búð.... DOGMA !!!!!!!!
Stelpa úr videovinnunni minni var með flotta tösku þaðan svo ég ákvað að kíkja og sá þarna nokkrar sniðugar.. þeir áttu svo von á nýrri sendingu daginn eftir (semsagt þriðjudag) en voru greinilega að ljúga að mér því sendingin var svo ekkert komin á þriðjudag heldur átti að koma á miðvudegi... - en mig langar samt að kíkja... flott að eiga svona töff tösku sem ekki allar gellurnar í Reykjavík eiga alveg eins... það er ekkert alveg að gera sig finnst mér... :)
Well .. núna er ég farin ..
PS: Takk fyrir kveðjuna Inga mín , Dóri sagði mér , en ég verð nú að svara svoldið fyrir mig en það var nú bara einu sinni þannig manstu að ég sagðist KANNSKI ætla að koma .. sagði held ég : ég kem ef ég kem .. svo ég væri ekki að lofa uppí ermina á mér... :)
En hérna einhvern daginn mun ég koma hjólandi niðrá NASA og koma ykkur á óvart hehe;) U'll see!!:)
+ Sigrun bloggaði kl. 16:57 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, júlí 19
Laugardagurinn var góður... ég eyddi megninu af deginum í sólbaði , skrapp útí bakarí og lá svo meira út í sólbaði:)
Ógeðslega leiðinlegt að þurfa að fara að vinna þegar er svona gott veður, en ég varð, og var semsagt að vinna á videoleigunni frá 18-03... strax eftir það dreif ég mig á NASA þar sem einhver aulinn hafði ekki mætt og var að vinna eitthvað frameftir morgni..
Eftir það ákváðum ég og Halldór að skella okkur á eina 16" pizzu og ég dreif mig heim og náði í spólu sem ég var með heima >
Edward Scissorshands> , klæddi mig í náttfötin og af stað til Halldórs....
We ate our pizza og byrjuðum að horfa á myndina, .. en við vorum ekki lengi
BÆÐI að sofna... ekki samt þægilegt í þetta skiptið því ég var í litla sófanum (er venjulega í stóra) og Halldór fer venjulega bara upp í rúmið sitt en sofnaði á stóra sófanum....
vöknuðum semsagt svoldið stirð,ekki þægilegt að sofa á allt of litlum sófa.. !
Anyhow, þá vaknaði ég á sunnudeginum (yesterday) kl.13:30 og gat ekki hugsað mér að sofa mínútunni lengur , heldur dreif mig af stað heim og í stuttbuxur og hlýrabol og útí garð þar sem ég var í sólbaði þangað til 17:30 .. og ég er nú bara ekkert frá því að ég eigi eftir að taka lit haha :) ennþá nottla rauð en alls ekki brunnin sem er mjög gott ;);)
Í dag er nottla engin sól, típískt þar sem ég er ekki að vinna í dag.... ARRRRG!!!!
En ég er með Mystic River sem ég ætla að horfa á og svo verður þetta örugglega bara þessi ágætis chill-dagur þar sem ég geri ekki neitt ;)
En ég ætla samt að gera eitt... fara í Rúmfatalagerinn og kaupa sundlaug! JEY!YYY!!!!
Gaman að geta farið bara í smá sund útí garði í staðinn fyrir sýklapartýin í sundlaugunum....það er auðvitað gaman í sundi en vá hvað er ógeðslegt að hugsa útí allar bakteríurnar sem maður er að svamla í!!
+ Sigrun bloggaði kl. 13:32 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, júlí 17
Í gær var ég að vinna á videóleigunni og fór svo strax að vinna á NASA aukavakt...
Það var upphitun fyrir Gay-Pride á NASA, og gjöööðveik tónlist.... ekki skrítið þar sem
PÁLL ÓSKAR var að spila !! I LOVE HIM!!!!!!
Eftir vakt fórum ég og Beta Bjútí að snæða á ljúffengri pizzu og ég
keyrði hana svo heim eftir það... geðveikt nice að geta verið á svona
chilli eftir vakt,því venjulegast er ég að fara að vinna í
Topshop daginn eftir NASA-vakt en ekki í dag :)
Þegar ég var búin að skutla Betulingnum heim, fór ég heim og klæddi mig
í náttfötin og tók málninguna af og skutlaðist til Halldórs, þar sem
við horfðum á
Cheaper By The Dozen ... og þar sem að klukkan var orðin 6:30 þegar ég kom til hans, var ég ekki lengi að sofna yfir myndinni..!
Vaknaði svo kl. 13:27 og ákvað að drulla mér heim, því það er glampandi
sól úti .. svo núna er ég að spá í að drífa mig út og leggja mig í
sólinni ;);)
+ Sigrun bloggaði kl. 14:24 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, júlí 9

Það lítur út fyrir að ég þurfi að breyta aðeins USA-planinu mínu.
Ég var nefnilega að tala við Berglindi í dag og hún var að segja mér hvað er ógeðslega dýrt að leigja í New York.. þannig það væri líklegra að ég færi bara til
MIAMI !!!! Mér líst nú heldur ekkert svo illa á það... ég kíkti á
þessa síðu og þar sá ég einhver leiguherbergi og eitthvað og líka það sem Berglind var að segja mér með Florida,er að með flestum svona íbúðum sem er hægt að leigja, þá er alltaf eða oftast sundlaug í garðinum.... sounds good!
+ Sigrun bloggaði kl. 18:37 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, júlí 8
Ég fór í klippingu í dag og fjúúfff.. við erum ekkert að tala um einhvern klukkutíma hérna, heldur var ég þarna frá 15-19:30 og guð minn góður, ég var komin með ekkert smá mikið ógeð, plús það að eftir allan þennan hárþvott og dæmi .. a.k.a. misþyrmingu á hársverðinum mínum, var ég algjörlega búin á því í hausnum!..
Og það sem er verst, er að ég þurfti að klippa miklu meira af hárinu en mig langaði :'(
En það varð að gera það, hárið á mér er svo hrikalega skemmt..ekkert nema lufsur!
En eftir þetta ævintýri, skrapp ég í heilsuhúsið og keypti mér hárkúr og vítamín sem er gott fyrir neglur,hár og húð.. went home og skutlaði svo Halldóri og Nonna niðrá Glaumbar og fór svo með Lilju á Devitoz þar sem við keyptum og tókum með okkur heim eina algjörlega ljúffenga pizzaria!;)
Ég er að hlusta á
Ofboðslega frægur með Stuðmönnum .. æðislegt lag, minnir mig ekkert smá mikið á það þegar ég var lítil og var að fara með pabba og mömmu niðrí bæ á 17.júní... frábærir tímar :):) Vá hvað væri yndislegt að vera ennþá lítill og eiga allt lífið framundan .. :)
Það lítur út fyrir það að ekkert verði af minni frægu Portúgal-plans-ferð og ég er ógeðslega fúl yfir því.
En það stoppar mig þó ekki í að plana aðra ferð, sem verður þó ekki farin til Portúgal heldur til
NEW YORK !!!
Það er nefnilega eitthvað dæmi sem ég las um
hérna og mér líst geðveikt vel á þetta... sérstaklega ef ég kæmist til New York. Ég byrjaði að skoða þetta seinasta sumar en var ekkert þannig lagað að pæla í þessu nema bara að mig langaði, en núna held ég að ég láti bara verða af þessu, ég er orðin leið á að segjast alltaf ætla að gera hlutina, .. kominn tími á að láta bara verða af þeim!!!!!
Þannig að ég ætla að tékka á þessu í næstu viku og kannski reyna þá bara að fá að borga staðfestingargjald og allar græjur þannig að þetta sé alveg pottþétt að fara að gerast og ég komist vonandi þá að í New York..
Ég sagði Evu frá þessu í gær og hún virtist hafa líka áhuga á þessu, þannig að ef þú ert til sæta þá endilega PLÖNUM þetta STRAX!!! Það væri gaman ef við færum saman og hefðum það æðislegt í New York.. annars fer ég bara ein, nema það séu einhverjir sjálfboðaliðar??
Anyhow... Ég held að málið núna sé að fara að hitta krúttið mitt hann Hans Inga, hann er búinn að leigja einhverja bíómyndir sem eru alveg vafalaust ÖMURLEGAR, þannig við förum bara og skiptum þeim í einhverjar aðrar góðar stelpu/gelgjumyndir svo að ég geti nú fylgst með af áhuga líka ;);)
Ble elskurnar..
+ Sigrun bloggaði kl. 21:50 +
~~~~~~*~~~~~~

Í gærkvöldi var ég flott á því og skellti mér á kaffihús með Evu sætu, sem fór svo norður í dag. Sirrý og vinkona hennar og kærasti voru þarna líka og Ásgeir vinur Evu og var þetta bara very nice kvöldstund.. maður er nottla svo menningarlegur á þessu öllu saman hehe:)
Ég tók allavega nokkrar myndir af viðburðinum, en fyrir þá sem vilja sjá, þá getið þið klikkað
HÉR !!
Annars er það helst í dag að ég ætla að fara í klippingu kl.15 og svo bara eitthvað að leika mér :)
+ Sigrun bloggaði kl. 13:24 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, júlí 5
Þegar ég hélt að ég gæti ekki lent í fleiri hremmingum (referring to the toothbrush-accident) þá hafði ég sko aldeilis rangt fyrir mér.
Leiðin lá í vinnuna,nánar tiltekið Topshop, kl.14 í dag og var ég bara ánægð og bjartsýn á tilveruna, sem telst nú jákvætt í ljósi þess að venjulega hefði ég verið að vakna á þessum tíma, svo að eðlilegra hefði verið að ég væri ekkert alltof hamingjusöm.
Anyhow... ég stíg útúr bílnum og byrja að rölta... framhjá inngangi Debenhams...áfram..áfram .. og ætlaði um innganginn semsagt á eftir Debenhams..
Alltí einu svífur eitthvað lítið svart beint inn í augað á mér og ég gríp fyrir augað að reyna að ná kvikindinu út, sem ég var svona 50/50 á að væri fluga... uppá geðheilsuna að gera þá reyndi ég nú samt að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri nú eitthvað kusk.. allavega , ekki tekst að ná dótinu út og gerist ekkert minna en það að ég gjörsamlega tryllist þarna í einhverju panic-kasti og reyni og reyni að ná þessu drasli út ... ekki að takast mjög vel þar sem var ekki heldur spegill þarna úti (ekki skrítið).. þannig ég glenni andlitið upp að hurðinni (sem er auðvitað glerhurð) og ennþá í þessu sjokki að reyna að ná þessu út,.. þegar svona smá reality check kemur og ég svona segi við sjálfa mig :
Sigrún, u dont want people to think u'r crazy, do ya?? .. -- Í hræðslu minni um að eitthvað pödduógeð væri fast í auganu á mér, dreif ég mig eins og ég gat inní Topshop þar sem ég gladdist mjög að komast í spegil, þar sem ég gat náð þessu ógeði úr.. !
Ég veit ekki enn hvað þetta var, en ég vona að þetta hafi ekki verið padda.. ef svo var náði augað mitt og augnvökvi, ásamt árás fingra minna sem vildu ná þessu út, að drepa pöddukvikindið ... -
Eins gott að svona discusting creature nái aldrei til augna minna aftur, því hún er sko allt annað en velkomin!!!!!!!!!!!!!
WEll.. ég er farin að horfa á videó ... en aðal-bíómaraþonið byrjar á morgun, en ég tók 4 spólur í kvöld og það stendur svo vafalaust til að taka meira á morgun þegar ég skila þessum ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 02:01 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, júlí 4
ARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGG!!!!!!!
Ég er ÓGEÐSLEGA brjáluð!!!!!
Ég fór í 17 í dag og ætlaði nottla að tékka verðið á flottustu úlpu í heimi (meiraðsegja DIESEL) og það var bara ein til í XS(GRáT) .. ég er nottla engin
extra-small person svo að þetta gekk ekki alveg... gellan sem var að afgreiða mig hringdi í búðina á Laugavegi líka og haldiði ekki bara að
ALLAR úlpurnar séu búnar, og þær koma
EKKI aftur!!!
Hvaða helvítis mellur dirfðust að kaupa
DRAUMAÚLPUNA MÍNA !!
Ég er samt komin með gjöðveika hugmynd híhíhí..
og ég held að þetta sé nokkuð skothelt hugmynd!!
Eins og örugglega fáir vita, en ég veit nottla allt svo ég veit það... þá er Aggi að fara til London núna í júlí.. og einhverstaðar heyrði ég að þar sé einhver geðveikislega stór DIESEL búð.. - það væri nottla alveg helvíti nett ef hann gæti nú bara keypt 1stk úlpu fyrir mig þarna úti..-það er að segja ef ég er svo heppin að hún sé til þar !!
En þetta er allavega
the idea ...
Spurningin er bara hvort sé hægt að plata strákinn í þetta (*hugsi*) .. Aggi,hvað segiru?;)
+ Sigrun bloggaði kl. 02:36 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, júlí 3
Saklaus,þreytt stúlka nýkomin af langri sjoppuvakt... hóf að bursta tennur sínar rétt fyrir svefn í nótt, þegar kl. var að ganga 04:00 ...
Já aldrei hefði ég haldið að maður gæti slasað sig við tannburstun, en það reyndist verða málið... en ekki þar sem þið haldið... oh no! Munnurinn var í fínu lagi, en ég get því miður ekki sagt það sama um annað augað á mér .. ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist en áður en ég vissi af,var tannburstinn búinn að renna upp í augað á mér með sko þvílíkum látum og ég nottla greip handklæði og bleytti það með vatni og reyndi að bjarga litla auganu sem átti örugglega ekki von á slíkri misþyrmingu,blandaða tannkremi+froðu..
Í dag er augað á batavegi, .. ennþá frekar mikið RAUTT, en við vonum það besta að það hverfi!!
Núna er ég hinsvegar á leiðinni niðrí 17 , en ég var að horfa á Nylon-þáttinn um daginn og sá þessa líka GJÖÐVEIKT flottu úlpu, sem ég vissi ekkert hvar var keypt, ekki fyrr en í gær þegar tvær Nylon-skvízur komu að versla hjá mér í gær og var ég svo svakalega klár að fá að vita hvar úlpan hefði verið keypt :)
Svo er ég að fara að vinna kl.16 svo ég er farin .. ótrúlegt en SATT , þá er ég meiraðsegja tilbúin og allt fyrir vinnuna,hárið,andlitið og fötin... theres a first!!
WEll.. see ya cutiez!
+ Sigrun bloggaði kl. 14:35 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, júlí 2
Jæja.. gaman hvað minnið í manni er einstaklega steikt!
Ég dreif mig á videoleiguna kl.18 , í þeirri trú að ég væri að fara að vinna þá, .. en nei .. þá er það greinilega þannig að annar hver föstudagur sem ég vinn, byrja ég kl.20.
Þannig ég fór bara og keypti hamborgara+franskar oní familíuna og er núna bara eitthvað að væflast áður en ég mæti aftur kl.20!
Annars er gaman að segja frá því, að innan skamms fær
luckywonder.blogspot.com nýtt lúkk - Algjörlega nýtt og öðruvísi og miklu miklu flottara ;););)
Hlakka til þegar það verður komið í gagnið því ég er komin með svoldið leið á þessu sem er núna, .. ágætt líka að fá smá tilbreytingu ;)
Svo í næstu viku er ég að spá í að panta mér tíma í hárgreiðslu,.. það eru nú einu sinni liðnir alveg sko næstum 2mánuðir (þann 8.júlí semsagt) þannig að Sigrún has to go!!!
Núna er ég að spá í að gera eitthvað sem ég er ekki búin að ákveða hvað er, áður en ég fer í vinnuna ..
See ya! ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 19:03 +
~~~~~~*~~~~~~