miðvikudagur, júní 30

Ég er nýkomin úr þessari líka hressandi sundferð , sem ég fór í með Halldóri,Lilju og Gyðu krútti... - get samt ekki sagt að ég hafi tekið eitthvað á því með að synda eitthvað.. en þið vitið nú sjálfsagt af hverju það er ;) .. - ég ætla samt að fara að gera eitthvað í því!!

Já Eva í Denmark á Hróarskelduhátíðinni... ég get ekki trúað að þetta sé eitthvað æðislegt þarna úti, miðað við það sem ég las í blaðinu í dag.. bara rigning og rok og svo verður eitthvað brjálað veður seinna í vikunni... -
David Bowie líka búinn að cancella sig á hátíðina en hann átti víst að vera eitt stærsta númerið á hátíðinni í ár!!
Tsss...þetta er bara ekki sniðugt Eva mín... en ef ég þekki þig rétt þá áttu nú samt eftir að skemmta þér vel elskan mín ;)

Í gærkvöldi, eða bara þegar ég var búin í vinnunni um 1 leytið , skellti ég mér til Halldórs að horfa á spóluna sem ég tók fyrir okkur.... - og í þetta skiptið var þetta engin Human Stain ógeðslega ömurlega leiðinleg mynd eins og seinast, heldur ekta alvöru góð mynd , UPTOWN GIRLS með Brittany Murphy..... - og hún olli sko engum vonbrigðum... (hahahaha ég var næstum búin að skrifa : olli engum vandræðum hehehe) ...

Í dag fór ég svo í Pennann og festi kaup á geðveika litla dagbók til að skrifa vinnutímana mína í, og svo keypti ég svona litla litla möppu til að geta sett allar kvittanir í (for things I buy).. ætla að fara að verða skipulagðari... sniðugra að vita hvað peningarnir manns fara í, frekar en að spreða bara og spreða og vita svo ekkert hvað varð um öll launin..That happens to me ALOT!!!!!

Núna á eftir er ég að fara til Hans Inga, en ætla að taka video fyrst.. er að spá í að sjá FINDING NEMO (með ensku tali að sjálfsögðu) .. glatað að fara að sjá hana með íslenskunni.. tsss tssss.... - Ég er búin að vera forever long á leiðinni að sjá þessa mynd svo ég ætla nú að drífa mig í því núna;)
Fyrst ætla ég nú samt að horfa á NYLON þáttinn ;) Það er nefnilega alveg lúmskt gaman að horfa á þetta dæmi nefnilega... :):)

Ble ble..

+ Sigrun bloggaði kl. 20:07 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, júní 29

MiNnZ er að fara að vinna núna eftir aðeins 15 mínútur en ég ákvað að blogga smá ómerkilegar línur áður en ég leggði af stað.
Eva er farin til Denmark og Lára til Portúgal , en ef allt fer að óskum þá munu ég,Eva & Beta heimsækja Láru gelluna í ágúst ... ég fer semsagt ef peningaráð leyfa... - ef ekki,þá er alltaf Sumar2005 möguleiki! En mér líst samt betur á 2004!

Eftir víðáttumikla og þráhyggjufulla leit hefur Agnar Hafliði fundið kvenmann !!
Ójá..þið heyrið það fyrst hér gott fólk, en strákurinn fann ástina á flottasta skemmtistaðnum í bænum , NASA , og óska ég honum hérmeð formlega TIL HAMINGJU!!!;)
ONE GOOD ADVICE: Ekki sýna henni The Real U , nema þú viljir hræða hana í burtu!!

Well.. ble ble *

+ Sigrun bloggaði kl. 17:47 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, júní 28

Alveg stórkostlega ómerkilegur og leiðinlegur dagur!!!!! Var svona mest megnis af deginum í rúminu með alveg ÓGEÐSLEGAN höfuðverk!!

Annars kemur Eva sætust í bæinn í kvöld og ég hugsa að planið sé að hitta skvízuna áður en hún stingur af til Denmark , .. annaðhvort það eða videokvöld með systkinum mínum, hugsa samt að ég geri bara bæði :)

Þetta verður nú ekki mikið lengra að þessu sinni, þar sem O.C er í sjónvarpinu!!! En ég má nú til með að láta vita af nokkrum myndum sem ég skellti inná myndasafnið mitt , en strákarnir á NASA tóku greinilega djammið á laugardaginn !!

Svo setti ég líka inn nokkrar myndir af yndislegu dúllunni minni Gyðu Stefaníu :):):)
...ENJOY...!!! ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:07 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, júní 27

Kræst!!!!!
Maður er gjörsamlega búinn eftir helgina og hefur enga orku í neitt nema að tikka á tölvuna .. og hvað gerir maður? Nú auðvitað loggar maður sig inn á MSN (en ekki hvað?) .. EEEEEEN NEIIIIIIII - þá er enginn þar til að tala við, eða þeir fáu sem eru online eru of uppteknir til að svara manni (hóst*Agnar*hóst), eða eru kannski ekkert að nenna að svara manni (hóst*Lára*hóst) .. maður veit ekki sko .. hmmmzii !! Gengur ekki alveg....

Eva M. - lélegasti bloggarinn sem Ísland hefur alið , mun stíga fæti í Reykjavíkurbyggð tomorrow og það er sko eins gott að þú hittir mig, or else!! Svo máttu líka pakka mér í ferðatöskuna þína og taka mig með á Hróarskeldu... coz I really wanna go with ya ;)

Ingibjörg LÁRA fer á þriðjudaginn :( - og ég er eiginlega alveg á því að þú verðir að hitta okkur Betu áður en þú ferð sætust.. - það er eiginlega bara skipun!!!!! :)
-
Núna er ég samt að spá í að fara að háma í mig stórgóðu súkkulaðikökuna sem ég bakaði á föstudaginn.. guð minn góður .. hún er ekkert smá góð .. þykkt lag að yndislega dásamlegu kremi sem móðir mín bjó til ..... NAMMMMMMMMMMIIII*****
Svo er THE APPRENTICE að fara að byrja á eftir svo það er málið að horfa á hann ;)

PS: KEYTPI FÖT Í DAG OG ER ÓGEÐSLEGA HAMINGJUSÖM ;););)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:02 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, júní 26

I gotta say - MEAN GIRLS olli bara engum vonbrigðum.. NONE AT ALL!!!!!!!
Þetta var nottla stelpumynd slash gelgja dauðans, en það var líka það skemmtilega :)
Hans Ingi skemmti sér líka alveg svakalega vel, held hann hafi næstum séð á eftir peningnum sem fór í myndina hahaha ... - Spurning um að við skellum okkur aftur hehe;)

Þetta er vinnuhelgin mín hjá NASA og Topshop svo ég er ekkert í alltof hressu skapi, vel þreytt þó að það hafi ekki verið neitt að gera á NASA í nótt og Topshop í dag..
ég er nývöknuð eftir 2 1/2 tíma svefn og er vel vönkuð..- dont nenn to go to work now, en ég er að fara að vinna kl.23 á NASA ... vííííí:)

Ég fór ekki og kaus áðan... ég sem er búin að vera að halda ræður yfir foreldrum mínum og bróður, eða sérstaklega honum bróður mínum sem sagðist ekki nenna að fara.. en ég var á því að mér fyndist að ALLIR ættu að fara og kjósa sinn mann.. - þá beilaði ég á þessu.. ég hafði líka nokkuð góða ástæðu.. ég var svo þreytt.,--en ég vona að þeir sem höfðu ekki gilda ástæðu hafi farið og kosið !! :)

Ég nenni ekki að skrifa meira því ég hef nákvæmlega ekkert að segja , svo ég vona bara að þessi litli texti sem ég skrifaði hérna hafi gert þig hamingjusamari en þú varst áður en þú last hann... -(wouldnt surprise me)- ;)
... BlE bLe ...

+ Sigrun bloggaði kl. 22:02 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, júní 23

Ég átti að vera að vinna í Topshop í dag og morgun, en það er búið að vera svo lítið að gera að ég þurfti ekkert að koma...
ekki slæmt, þar sem ég var eiginlega ekki að nenna að fara að vinna, var meira í svona leti-nenni ekki að gera neitt-stuði!! :)

Ég er ekkert smá abbó ..
Ég er búin að vera að lesa bloggið hennar Óskar og lífið á Spáni virkar sko ekkert leiðinlegt get ég sagt ykkur ... - pant gera eitthvað svona þegar ég er búin með stúdentinn!!
Svo er ég búin að heyra í Berglindi Topshop-Skvíz í emailum .. hún er úti í NEW YORK og fer svo til Florida á mánudaginn ...
ég væri alveg til að vera þar líka sko .. pant!! :)

Ég hugsa að bíó sé málið í kvöld.. ég ætla að reyna að draga Hans Inga með mér á MEAN GIRLS sem er sko algjör stelpumynd í gegn , eða það get ég rétt ímyndað mér.. - en það er alltí lagi, hann hefur bara gott af að horfa á þannig myndir .. þær eru líka simply the best ones!!!!! :)

+ Sigrun bloggaði kl. 17:39 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, júní 22

Ennþá algjörlega AWESOME veður úti - I LOVE IT!!!!!!! :)
Ég tók daginn bara snemma, eins og öllum öðrum en mér er lagið, og skellti mér í Árbæjarlaugina með Halldóri & Guide Stefani.. geðveikt nice:)
... Litla krúsídúllan er svo mikill prakkari.. var alltaf að taka munnfylli af vatni og spýta á mig .. haha bara fyndið :):)

Ég ætla ekki að gera neitt annað í dag en að liggja útí garði í góða veðrinu og liggja í leti áður en ég fer að vinna kl.18 .. -
Annars er ég ekkert æðislega mikið að fíla það að byrja svona seint á daginn í vinnunni, fyrripartur dagsins er eiginlega bara ónýtur .. or at least I think so :)

En núna er ég farin að fá mér ristað brauð og kakó og lesa Moggann ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 13:09 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, júní 21

Ekkert að frétta af mér nema að ég var að vinna alla helgina .. tók litla aukavakt í Topshop á laugardag og svo beint á videleiguna þar sem ég var líka að vinna á sunnudag.

Geðveikt veður í dag þannig að ég lá mestallan daginn bara í sólinni útí garði..
Ætlaði að vera algjörlega ofurhress og hjóla niðrá NASA kl.8 í morgunn en eitthvað beilaði það nú því ég vaknaði ekki fyrr en kl.14 :/
En ég ætla ekki að svíkjast undan .. spurning hvort ég láti verða af þessu á morgun , en ég byrja allavega morguninn á að fara í sund með Halldóri og Gyðu Stefaníu :) ..

En núna er ég að fara að knúsa sæta kærastann minn sem ég er búin að hlakka til að hitta í allan dag :):):):)

Bleble krúsídúllur ;*

+ Sigrun bloggaði kl. 22:15 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, júní 18

Jámmz , 17.júní var í gær og ég var að vinna á NASA..
Ekki að það hafi verið neitt slæmt, en ég sá samt eftir því að hafa lofað að vinna.. fannst ég einhvern veginn hafa misst alveg af deginum .. maður er alltaf vanur að fara niðrí bæ með fjölskyldunni og fá sér candyflos og svona skemmtilegt :) ..
En þau komu svo öll bara niðrá NASA til mín .. mamma,pabbi,Lilja,Halldór og Gyða Stefanía:)

En já semsagt að vinna á Nasa.. sem var þannig að það voru einhver borð fyrir utan (veðrið by the way GEÐVEIKT) og svo tókum við bara pantanir og hlupum inn að ná í drykkina, rosalegt skipulagið á þessu öllu saman, sem gerði þetta að ennþá meiri gleði! (NOT) ;)
Eftir vinnu ákvað ég að rölta að finna stað sem seldi CANDYFLOS og þá hringdi Aggi í mig og ætlaði eitthvað að rölta niðrí bæ svo ég hitti hann .. meantime hitti ég Rúnar sem var í svona líka þéttum stemmara útí sólinni :) .. algjör snilldargaur .. og ég var bara að chatta við hann á meðan ég beið eftir Agga, og svo fór Rúnar rétt eftir að Aggi kom..!
...
Ég er alltaf að segja við Agga að KLÆÐA SIG VEL , en hlustar hann? -NEI-!
Strákurinn kom niðrí bæ í sko stuttermabol og einhverjum stuttum buxum og toppaði svo allt með SANDÖLUM ... og við erum að tala um að það var ekkert það hlýtt úti.. -
Think Agnar, THINK!!! .. Sumir fatta bara ekki að þó að það sé sól úti, að það þýðir ekkert endilega að það sé eitthvað stórkostlega hlýtt!!
Við fundum stað með candyflos og keyptum nottla , en ekki var mikið um göngu um miðbæinn vegna kulda, mér var eiginlega orðið skítkalt og ég var alveg ágætlega klædd!
Ég skutlaði Agga heim og fór svo heim þar sem beið mín DOMINOZ pizza og brauðstangir .. NAMMI NAMM****:)*:)
-------------------------------

Dagurinn í dag var ekkert spes.. ég var að vinna í Topshop og svoleis að DEYJA úr þreytu.. lá við að ég sofnaði bara.. var að vinna í herradeildinni, þar sem var eiginlega bara ekkert að gera hjá mér allan daginn, nema einn almennilegur kúnni sem ég náði að selja alveg helling..:)
+ Svo var mér meiraðsegja boðið í bíó, toppið það hahaah :)

Kvöldið í kvöld er alveg planað sem rólegt videokvöld, því ég er farin að hlakka til að fara að lúlla í kvöld, því ég fer að vinna kl.14:00 á morgun til svona 17:30 og svo byrja ég á videleigunni 18:00 og er að vinna til 03:00..... GLEÐI*GLEÐI* :)

+ Sigrun bloggaði kl. 21:01 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, júní 16

Jújú gaman gaman...ásamt því að vera síðustu daga búin að vera að deyja úr einhverju helvítis kvefi, þá er ég búin að vera súper dúper dugleg að vinna :)
Vinnuhelgin mín í Topshop og á NASA en því miður vann kvefið mig á sunnudeginum en ég meikaði svo aldeilis ekki að fara að vinna svo það var bara chillið heima.
Mánudagurinn var slappur minnir mig, ekkert að gerast þá nema um kvöldið þegar ég var að passa fyrir Halldór og hann leigði svo STUCK ON YOU og náði í pizzu á Devitoz (VEIIII!!!)

Í gær var ég svo eitthvað að drolla allan daginn, þangað til ég fór að vinna kl.18 og alveg til 01 .. minnz er svo duglegur ..
get samt ekki sagt að þetta hafi verið einhver ánægja en ég er einnig búin að vera að deyja í augunum..varla að geta opnað þau..
.... - nú er vafalaust einhver sem heitir Agnar sem hugsar: aumingi .. - og ég hef bara eitt svar : SHUT UP - JUST SHUT UP SHUT UP!!!!
Maður má nú vorkenna sér smá!! :)

Í kvöld er ég að fara að vinna á NASA, og svo líka á morgun,sjálfan Þjóðhátíðardaginn.. gleði gleði!
Annars er það í fínasta lagi þar sem að mér hefur aldrei fundist gaman að vera í djamminu þennan dag ...
Reyndar smá svekkt yfir að missa af gleðinni yfir daginn , en ég er vön að fara alltaf með familíunni downtown á eitthvað rölt :( .. en ég geri það þá bara næsta ár :)

Till next time .. ble!

+ Sigrun bloggaði kl. 17:29 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, júní 12

Ég var að vinna í dag í Topshop og svo fór ég að skutlast með Halldór og Nonna eitthvað.

Núna er ég svo rétt nýkomin heim , en ég fór að kveðja Ógí mína sem er að fara til Spánar í nótt,í heilt ár :(:( Ég er ekkert smá sorgmædd yfir því.. fékk sko alveg kökkinn í hálsinn þegar ég var að knúsa hana bless.. -
En þú kemur aftur sem betur fer ást :) - Mér þykir alveg ofurvænt um þig krúsídúllan mín;****

Ég er svo að fara að vinna á NASA núna kl. 23 , Skítamórall að spila ....
Og ég er með einhvern skít í hálsinum svo það verður örugglega æðislegt að vera að vinna í öllum reyknum og næstum kafna þarna inni :(:(
...
En núna er ég farin að kúra smá uppí rúmi áður en ég fer í vinnuna!! Ble ble-!

+ Sigrun bloggaði kl. 20:52 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, júní 11

Hellú everyone!!
Ég var svo ofurhress að byrja daginn á að fara með Halldóri og Gyðu Stefaníu í sund í morgun - Geðveikt veður svo að það var æði :)
Svo er ég bara búin að vera að slæpast eitthvað síðan ég kom úr sundinu.. var svo svaka dugleg að taka til í herberginu hjá mér + fataskápnum sem var orðinn ekkert lítið mikið rugl í :) ... Þetta mun gleðja litla hjartað hans pabba, þar sem að hann er búinn að vera í flogakasti síðastliðna viku útaf ruslinu í herberginu hjá mér... (sem er by the way ógeðslegt bögg að hlusta á!!!!!!!) -
Eva u know what I mean!!

PORTUGAL-FERÐIN FRÆGA
Já, ég og Beta vorum að ræða um Portugal-trippið í gærkvöldi og EVE - við þurfum að "talk about it too"! Í sambandi við miðana og svona, og hvenær við myndum fara..- ..

TÖLVUKAUP
Ég er búin að vera að hugsa mikið um að kaupa mér fartölvu fyrir skólann í vetur .. vera flott á því og svona ..
Beta er semsagt að fara að selja sína, sem er DELL-tölva .. ég er mjög spennt fyrir að kaupa tölvuna kannski bara af henni Betu minni ... við verðum að tala um það :)

Núna hef ég eiginlega ekkert meira að segja.. en fyrir áhugasama, þá byrjar átakið mitt á mánudaginn.. en þá verður Miklabrautin hjóluð með stæl :):):):)
Ég ætla að fara að koma mallanum og lærunum í form + rassinum, áður en ég fer til Portugal baby ;);)

+ Sigrun bloggaði kl. 16:39 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, júní 10

Yesterday var mjög nice.. veðrið er búið að vera svo geðveikt síðastliðna daga svo ég sat bara úti garði í einhvern tíma og andaði að mér ferska loftinu og lá í sólbaði (sem reyndar bara engan árangur)!
Seinna um daginn , eða reyndar um kvöldið fór ég í ljós og svo til Halldórs að passa, þar sem að hann skellti sér líka í ljós.
Við ákváðum svo að leigja okkur spólu og panta pizzu og ég fór að sækja þetta allt + Lilju, svo að við systkinin áttum þarna bara mjög fína kvöldstund :) ..
Ég og Lilja sofnuðum reyndar báðar eftir smá tíma af myndinni (MONSTER) , ég var líka búin að sjá hana í bíói.. - en vá, geggjað þægilegt að sofna svona á sófanum við sjónvarpið..
en já, við vöknuðum svo þegar kl. var að ganga 03:30 og drifum okkur heim að lúlla.

Í morgun fór ég til læknisins, og sem betur fer lítur allt saman vel út :):):)
Ég er síðan búin að vera útí garði í chilli að sleikja sólina, sem er alls ekki slæmt :)

NÝTT ÁTAK
Ójá, u better believe it!!! Ég er semsagt búin að ákveða það að þar sem ég hef verið að beila svo aldeilis á þessu líkamsræktardóti mínu í Baðhúsinu, að þá ætla ég að fara að hjóla á fullu. Ég er reyndar komin með "the ideal hjólaferð" en hún er semsagt að hjóla alla Miklubrautina niður að Snorrabraut, og svo fara upp hjá Hlemm og einhverjar krókaleiðir heim :)
Endilega þeir sem hafa áhuga á þessu, mega endilega LET ME KNOW ;);)
Tökum sumarið með stæl og hjólum útum allan bæ ;)

PS: Ég er líka mjög spennt fyrir að festa kaup á línuskauta og fara að línuskauta niðrí NAUTHÓLSVÍK every day ;);)!!!

En núna er ég að fara í sund með Halldóri, Gyðu Stefaníu og Lilju ;);) JEYYYYYY!!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 16:24 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, júní 9

Ég var að vinna í gær frá 22-01 í sjoppunni.. sem var bara fínt.... ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, það fer samt alveg eftir því með hvernig fólki maður er að vinna. Guttinn frá í gær var reyndar að vinna líka núna en það var samt miklu skárra en í gær svo þetta var alltí allt nice vakt ;)
Kom reyndar inn einhver geðveik TUSSA sem var að rífa algjörlega stærsta kjaft sem ég hef heyrt liggur við!!

Samt sko fyrr um daginn , eða kl.18 var eitthvað svona hjá vinnunni hans pabba niðrí Nauthólsvík.. vinnan var semsagt búin að leigja eitthvað félagsheimili og svo var verið að grilla og fara í göngutúra og svona, og ég auðvitað skellti mér með pabba,mömmu,Lilju og Gyðu Stefaníu.. very nice þar sem veðrið var svo gott:)

En svo í dag er ég ekkert að vinna .. hvað á ég eiginlega að gera af mér.. allir að vinna nema ég :s
En ég finn örugglega eitthvað hehe ;)
Er að spá í að fara út í sólbað ef að veðrið er gott.. hef ekki enn kíkt því ég er bara nývöknuð, vaknaði fyrir svona kortéri og horfði á restina af Neighbours :)

Lokaþátturinn af Paradise Hotel var í gær.. ég er ógeðslega sorgmædd að núna sé hann hættur... svona án djóks þá missti ég ekki af einum þætti í allri þáttaröðinni, ég horfði ALLTAF á hann! The best show ever!!! ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 01:42 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, júní 7

VAr að koma heim eftir að hafa verið að vinna fyrstu vaktina in the sjoppa!
Þetta var nú bara ekkert slæmt.. vinnan bara fín en kannski ekki alveg það sama hægt að segja um liðið sem ég var að vinna með :s .... það var semsagt annar gaur sem var líka í prufu og af því að hann hafði mætt kl.15 þá var hann orðinn svo góður með sig að hann var farinn að segja stelpunni til sem hefur unnið þarna heillengi.. geðveikt svona sjálfumglaður gaur (cant stand those kind of people!!!)! - Stelpan var svo sem ágæt, nema ég held að hún hafi lesið setninguna HEIMS-HEIMSKARI-HEIMSKUST af enninu á mér, því hún var alltaf að segja mér til með einhverja geðveikt sjálfsagða hluti sem þarf ekki einu sinni að kenna fólki sem er á sama gáfna-leveli og ég ... we´re too smart for it heehe!
En já, ég er hætt að dissast, þetta var bara fín vakt ;) Ég var líka svo ofurheppin að hitta ofurtöffara eldsins (if u get my drift) .. sem er alltaf gaman hehehe ;)

En minnz er farin að horfa á spólu.. Lilja tók upp O.C fyrir mig (EN EKKI HVAÐ????) .. ;)
Nighty night suckerz ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 22:37 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, júní 6

Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur :)
Ég svaf til hádegis og svo um 2 leytið fórum ég, pabbi og Lilja niðrí miðbæ að kíkja á mannlífið þar. .. SJÓMANNADAGURINN þannig að það var mikið um að vera.. ;)
Jey.. ég var heppin og fékk CANDYFLOS sem er my all time favourite!!
Svo kíktum við í Kolaportið þar sem ég kepti mér bleikar-blóm-ljósaperur sem ég ætla að setja í kringum spegilinn inní herbergi hjá mér:)

Annars er ég bara nýkomin úr ljósum núna, very good for the skin ;)
Ætla í sturtu og svo til Hans Inga að horfa á video og lúlla.. því í fyrramálið ætla ég að vakna snemma og taka morguninn með stæl.. ætla að baka SÚKKULAÐIKÖKU!!!! ;)
Svo er fyrsti dagurinn minn í sjoppunni um kvöldið..
Ætla að reyna að fá svo eins mikla vinnu og ég get því ég ÆTLA til Portugal í ágúst með Evu minni og svo ætla ég að reyna að kaupa mér fartölvu fyrir skólann :)

En núna er ég farin .. BLE BLE! *

+ Sigrun bloggaði kl. 22:09 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, júní 5

ÉG ER KOMIN MEÐ VINNU!!!!!!!

Oh yes.. þið lásuð rétt !! Allavega eitthvað að virka í mínu lífi þessa dagana, og sem betur fer þessi hlutur...
Ég var nú búin að ljúga aðeins með að vera búin að leita eitthvað að vinnu í vikunni.. sannleikurinn var sá að ég hafði ekki nennt að hreyfa mig út úr húsi,.. lá bara í einhverju letimóki hérna heima, þegar ég átti að vera að leita að vinnu...!
Anyhow - ég lagði af stað í atvinnuleit í dag og byrjaði á að leggja umsókn inná einhverja 2 staði áður en ég kom að hinum eina sanna .. - videoleiga.. allavega ég fer inn og fylli út umsókn og allar græjur, og svo vildi gaurinn fá að tala við mig, og áður en ég veit er ég bara komin með vinnu .. - hann útskýrði með hvernig vinna þetta væri,uppá vaktirnar og svona að gera, og svo sagði hann mér frá laununum sem eru bara alls ekki slæm! Ég byrja á mánudaginn :):):):)

Ég fór með Hans Inga á Pítuna í kvöld og við fengum okkur delicious pítaz ;)
Svo vorum við að horfa á video , þangað til ég stakk af heim,..
Ég er annars bara hvað úr hverju að fara að pilla mér í háttinn, en ég er að vinna í Topshop á morgun og byrja kl.10:30 :(;( .. Ég er svo engan veginn morgunmanneskja.. quite the opposite actually!!!! Þannig ég ætla að reyna að næla í smá svefn svo ég vakni alveg örugglega :) -

+ Sigrun bloggaði kl. 00:35 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, júní 3

Já blessuð .. eins og alltaf hef ég mjög takmarkað af skemmtilegum hlutum að segja..
ég er svona smá byrjuð að sækja um vinnur, en mun svona byrja af einhverri alvöru að leita í næstu viku.. sko ég get sagt ykkur það, að það að leita að vinnu er eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri.. algjörlega without a doubt the most boring thing!!!
En ég verð víst að gera það ef ég ætla að fá vinnu og fá þannig nægan pening til að fara til PORTUGAL with Eve!
Annars fór ég í ljós í gær eftir LANGT hlé.. fór seinast í ljós 14 apríl eða eitthvað álíka.. - semsagt ég er ógeðslega HVÍT og verð að fara að ná í einhvern almennilegan lit!
Svo var ég nú víst búin að posta hérna að ég væri á leiðinni að fara að drífa í þessu líkamsræktardóti svo það er ekki seinna vænna en á morgun sem Sigrún ætlar að skella sér í BAÐHÚSIÐ og byrja! Ég ætla að verða rosa hraustleg og fallega útitekin í sumar;););) Hlakkar til þegar þetta fer að bera einhvern árangur.. verður ekki nærri strax, en vonandi samt eitthvað smá :)

Í gærkvöldi fór ég á fund hjá Topshop, eitthvað verið að kynna nýja kjarasamninga or some, og ég auðvitað mætti... EN EKKI HVAÐ?? - Reyndar það sem dró mig þangað var að við fengum svo að sjá Day After Tomorrow frítt svo auðvitað ákvað ég að heiðra fólkið með nærveru minni!
Myndin var mjög góð og olli mér sko aldeilis ekki vonbrigðum..
ég hef verið alveg geðveikt spennt að sjá hana alveg síðan ég sá trailerinn sýndan í fyrsta skipti!

En núna er ég að spá í að skella mér í ljósatíma og svona, en ætla svo að fara snemma að sofa þar sem að ég ætla að vakna snemma í fyrramálið og leita að vinnu , wish me good luck!

+ Sigrun bloggaði kl. 21:38 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, júní 1

Ég var að vafra um netið og fann þessa mynd af Ingu sætu :)
Og bara svona til að allir viti.. ég ætla að verða svona brún í sumar!!!! ;)
ATH: Stærri útgáfu er að finna af myndinni inná party.is en þar sem að blogger ruslið er ekki að virka, þá gat ég ekki birt hana stóra hér !!

Annars er rosalega lítið að frétta af mér..
var nottla að vinna um helgina á NASA og í Topshop , en annars hef ég verið upptekin við að gera nothing!
Ótrúlega gaman alveg hreint að hafa alveg sko EKKERT að gera alla vikuna, stórkostlegt alveg hreint!!! - Ég veit ekki lengur hvað ég á að gera við sjálfa mig , ég hef svo mikinn frítíma að það er sorglegt !

En ég er búin að ákveða það, og mun sko standa við það, að í þessari viku mun ég byrja að æfa!
Já ég veit hvað allir hugsa núna : Jááá... right.. hvað hefur hún sagt þetta oft?!
En núna virkilega meina ég þetta.. - spurning hvort maður fari að taka morgnana með stæl og vakna kl.6 til að fara í göngutúr.. hmmm.... nei kannski ekki alveg strax.

Svo er ég að fara að sækja um vinnur á fullu þessa vikuna, gengur ekki lengur að tala bara um það heldur ætla ég að gera eitthvað í málinu svo ég hafi einhvern pening til að geta farið út í ágúst..!

PS: GLEÐI GLEÐI!!!! - Beta er loksins búin að blogga eftir "god knows" hve langan tíma! Til hamingju! :)

+ Sigrun bloggaði kl. 12:52 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda