fimmtudagur, maí 27

Ég biðst afsökunar á slöku bloggi þessa vikuna en ég er bara ekki búin að nenna að skrifa neitt þar sem ég einfaldlega hafði ekkert merkilegt að segja :)
Þessi vika átti að fara í að sækja um vinnu út um allar trissur en Sigrún gerði sama sem ekkert í þeim málum :s - ég reyndar sótti um á einum stað , sem þýðir að það er ekki hægt að segja við mig að ég hafi setið aðgerðarlaus completely!

Annars var ég að vinna í dag í Topshop og verð að vinna þar á morgun líka og svo alla helgina, nóg að gera alveg :)
Og voða gaman að gerast um helgina, þá er Beach/Pool partý í Topshop (held það byrji á morgun) sem verður alla helgina ... margt spennandi að ske, verður DJ að spila og verið að gefa miða á söngleikinn Fame ... og svo ef verslað er fyrir meira en 6000kr þá fylgja sólgleraugu með ;) .. svo það er um að gera að kíkja við !

Ég er svo nottla að vinna á NASA um helgina, nema bara föstudag og sunnudag, frí on saturday sem er bara alls ekki slæmt verð ég að segja...
balinn er dauður svo minnz er kominn aftur í skemmtilegasta starf í heimi, sem heitir GLASABARN!! - en já, það er gaman að þessu :) Maður lætur sig hafa þetta .. I´m broke so I need the money!!

En núna er ég að spá í að fara að gera eitthvað rosalega sniðugt eins og að leggjast uppí rúm og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu , hvíla lúnu fæturna mína sem eru svo þreyttir eftir nýju FLOTTUSTU stígvél í HEIMINUM!!!!!!!!!!!!!!!! ;)

PS:::::::: Halli og Ragga eignuðust lítið kríli þann 25.05.04 kl.01:10...(strákur sem vó 14 merkur). TIL HAMINGJU!!!! :):):) .... Hann er ekkert nema fallegur :)

+ Sigrun bloggaði kl. 21:15 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, maí 24

Ég gerði sama sem EKKERT merkilegt í dag takk fyrir !! En hve mikil gleði það var! Ég byrjaði daginn á að sækja systir Hans Inga út á flugvöll og við vorum svo eitthvað að hangsa og fengum okkur að borða og rugl.. já og ég fór upp í FB að tékka á þessu sumarskóladrasli!
Svo restina af deginum var ég voða lítið að gera, aðeins að dútla með litla krílinu mínu henni Gyðu Stefaníu, sem er alltaf gaman :);):)
Ég gerðist reyndar svo stórkostlega góð að skutlast með Agga uppí Hafnarfjörð í einhver bílakaupamál sem reyndar varð ekkert úr.. en já, ég allavega skutlaði honum.. - Agnar, hringdu í mig og ég læt þig fá nr. á bankareikningnum.. u know.. u skuldar me some money for the driving ;)

En Sigrún kveður að sinni eftir þetta allsvakalega blogg, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara - og þá meina ég ENGINN!!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 22:53 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, maí 23


Já ég skellti mér bara á kaffihús í kvöld.. naumast hvað maður er að gerast menningarlegur hérna upp á síðkastið haaahh!!
Tilefnið var ekki minna en það að Eva er að fara að yfirgefa Reykjavík tomorrow, gellan er semsagt á leiðinni til Mývatnssveitar :( Ég er sko alveg endalaust sorgmædd núna (*grát*)!!
Skamm Eva fyrir að ætla að yfirgefa mig!!
En ég get þó huggað mig við það að æðibitinn minn kemur heim eftir 2 mánuði og þá förum við til PORTÚGAL saman , and we will have the time of our lives!!! Lára here we come!!! ;)

Morgundagurinn fer svo líklegast í að sækja um vinnu út um allt, því ég verð að fá fulla vinnu einhversstaðar til að eiga fyrir Portugal-ferð dauðans ;);) - og já líka bara til að lifa út sumarið!
En minnz er núna farin að sofa svo ég segi bara nighty night :)

+ Sigrun bloggaði kl. 23:50 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, maí 21

FABULOUS JOB FINDER :

You gossip constantly: public relations executive.

You boss everyone around: lawyer

You sleep until noon: nightclub owner

You criticize others: movie reviewer

You eat too much: plus-size model

You can't spell: graphic designer

You're a pessimist: meter maid

You won't get off the phone: publicist

You drag your feet: postal worker

You dress like a tramp: assistant fashion editor

You act bitter, crabby and depressed: middle management

You talk non-stop about nothing: radio DJ

You play with your food: chef

You drive like a maniac: city bus driver

You touch yourself in public: porn star

You're a pathological liar: writer

You're nosy: gossip columnist

You act out: star of prime-time soap

You don't finish anything you start: freelance anything

You take off your clothes in public: stripper

You mumble: receptionist

You refuse to follow instruction: entrepreneur

You're a total bitch: dominatrix


HVAÐ PASSAR VIÐ YKKUR ? ? ?

+ Sigrun bloggaði kl. 20:43 +

~~~~~~*~~~~~~


Ég var að tékka á netinu og fann þessa merkilega heimsku síðu !!
Á síðunni er verið að dissa NASA fyrir það að Sasha skyldi ekki hafa mætt á miðvikudagskvöld.
Alveg er það ótrúlegt þegar fólk er að tjá sig um einhverja hluti sem það hefur ekkert vit á og ekkert efni á að vera að tala um!
Fólk sem hefur eitthvað að segja ætti frekar að kynna sér staðreyndir málsins áður en það fer að rugla svona.

Það rétta í málinu var það að Sasha missti af kvöldfluginu og var fastur í Amsterdam, eitthvað sem lítið er hægt að gera í!
PartyZone hélt partýið en ekki NASA, og þessvegna er það fáránlegt að vera að skella skuldinni á NASA fyrir að gaurinn skyldi ekki mæta !

Endilega, allir sem sjá þetta, fariði á síðuna og kommentið á þennan heimska gaur sem clearly veit ekki hvað hann er að tala um!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 20:00 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, maí 20

Stemmningin var gríðarleg á NASA í gær og allir mjög spenntir að sjá engan annan en plötusnúðinn Sasha spila!! Fólk varð þau fyrir vonbrigðum þegar kl. var að ganga 3 en þá var tilkynnt að Sasha myndi ekki koma fram... gaurinn beilaði og var bara staddur einhversstaðar annarstaðar í heiminum..tss tsss!!
Mig minnir að það hafi verið sagt að Sasha myndi koma 4 eða 5.júní og spila þá.
Stuðið hélt þó áfram og ég verð að segja að ég var alveg að fíla þessa tónlist sem var verið að spila!
Ég var samt svo gjörsamlega að deyja úr þreytu..!
Það var opið alveg frekar lengi, þegar ég stimplaði mig út var kl. orðin 6:30 .. og þá var bara ekkert annað í stöðunni hægt að gera, en að skella sér á BSÍ og fá sér pizzu+kók :)

Í dag vaknaði ég svo um 15:30 , og samt er ég ennþá soldið þreytt..
Ekkert planað í dag annað en að liggja í leti og gera ekki neitt ;)

PS: Prófin gengu bara betur en ég bjóst við verð ég að segja :)
Ég náði sálfræði og landafræði, fög sem ég var viss um að ég væri fallin í, svo náði ég heimspeki.
Ég féll í ensku (ótrúlegt en satt) en tek prófið bara aftur í sumarskólanum til að þurfa ekki að sitja áfangann aftur.
Íslenskuna tek ég í sumarskólanum líka, þar sem að ég ætlaði að taka sjúkrapróf í henni,en ruglaðist á tíma (hélt að prófið byrjaði 13 en það byrjaði 8).
Svo næ ég líklegast íþróttunum þar sem ég er með vottorð til að covera fjarvistirnar :)
Þannig að ég verð að segja , að þetta gekk bara mjög vel , fall í einu fagi , not bad ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 17:45 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, maí 19

Já gærdagurinn var alveg sko stórgóður get ég sagt ykkur.
Ég og Eva skelltum okkur í Smáralindina og Kringluna í leit að útskriftardressi handa henni, sem reyndist vel erfitt. Ekkert neitt gífurlegt magn af flottum fötum við þetta tilefni, en að lokum fundum við eitt dress í Kringlunni sem var mjög flott. Svo er bara spurning hvort gellan á eftir að næla sér í hana.
Annars sá ég í þessari merku shopping ferð alveg svoleis GJÖÐVEIKA skó, svona hvít plaststígvél, and I had to have them...!!! Hans INgi átti eftir að gefa mér afmælisgjöf þannig að ég hringdi í hann og tékkaði hvort honum langaði ekki að gefa mér þá í afmælisgjöf og hann var alveg til í þá.
Þannig að í dag þegar ég var að vinna í Topshop, þá notaði ég nýju flottu gelluskóna mína, sem ég dýrka.. orðin ein geta ekki lýst hversu mikil fegurð er í þessu skópari!!!

Í kvöld kl. 22:50 fer ég að vinna á NASA, en ekki ómerkari DJ en SASHA verður þar í kvöld að halda uppi fjörinu... ég á alveg von á því að það verði vel mikið að gera , þannig að minnz er örugglega að vinna lengi :( ... En það er fínt þar sem það er frídagur á morgun :):):)

Núna er ég hinsvegar að spá í að klæða mig í náttfötin, leggjast uppí rúm og horfa á viðtalið við Britney Spears sem er á Stöð2 núna, og liggja í algjörri leti þangað til ég þarf að mæta í vinnuna ..
Svo ég segi bara , góða skemmtun á djamminu í kvöld ;);)

+ Sigrun bloggaði kl. 21:03 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, maí 18

ARE YOU A HO ?


Já það var skemmtileg útkoman úr þessari quiz sem ég tók, en ég held að ég geti nú alveg fullyrt það hér og nú að ég er engin merkjafrík!! :)
Ég hef t.d. aldrei á ævinni átt DIESEL buxur, sem sumar vinkonur mínar eiga í milljónatali (*hóst*EVA*hóst*) og ég kaupi ekki rándýr sólgleraugu af því að þau heita RABAN (*hóst*AGNAR*hóst*) ... en ég er samt alls ekki að segja að ég myndi ekki vilja eyða svona miklu í svona dótarí.. samviska mín bara leyfir mér það ekki.. og sumt sem heitir mamma og pabbi myndu fá flogakast ef ég eyddi svona miklum pening í eitthvað svona, þá sérstaklega pabbi !!

Annars er ég ekki búin að vera dugleg að skrifa, allavega ekki yfir helgina..
Ég var semsagt að vinna á föstudaginn sem var bara ágætt.. balinn var lokaður og ekkert mikið að gera, svo ég var bara smá að hjálpa á barnum, ekkert samt stórvægilegt :)
Svo var ég á laugardeginum að vinna í Topshop og um kvöldið á NASA, og guð minn góður.. ég var svoleis DAUÐ í fótunum, mig langaði að leggjast í gólfið og gráta !
Sunnudagurinn fór í vinnu í Topshop, þar sem ég endanlega rústaði fótunum á mér... ég var að DEYJA!!! - Núna er ég strax orðin skárri, ... ég var kannski bara ekki á bestu skónum til að vinna í :)
Laugardagskvöldið var eins og allir vita : EUROVISION !!!!!!!! - og lentum við þar í 19.sæti ... frekar svekkjandi að vera svona aftarlega, eins og reyndar flest öll hin árin.. en get hinsvegar ekki sagt að það hafi komið mér eitthvað gífurlega á óvart.
Ok, lagið sem slíkt var ekkert slæmt, eftir því sem ég hef heyrt það oftar í útvarpinu þá hef ég smám saman farið að fíla það miklu betur, en fyrir fólk sem er að kjósa og er að heyra lagið í fyrsta skipti, þá er lagið ekkert að fara að slá í gegn :/ leiðinlegt að segja, en staðreyndirnar augljóslega tala sjálfar.
Þannig að næsta ár þurfum við að berjast fyrir inngöngu okkar í Eurovision keppnina sjálfa, og verð ég að segja að ég er mjög svartsýn, .. ég giska á það hér og nú að við munum ekki komast inní keppnina!
Svo er annað... hafiði tekið eftir því,.. að ár eftir ár erum við að taka þátt í þessari keppni... keppni sem við eigum ALDREI eftir að vinna !!!! Svekkjandi !

Í dag var ég að þeytast út um bæinn að ná í vottorð for my school
og svo fórum ég og Hans Ingi að kaupa afmælisgjöf handa ömmu hans, sem varð 75 ára í dag, og fórum svo í afmælið um 17:30 , og ég er eiginlega bara tiltölulega nýkomin heim núna.
Tomorrow verður ShOpPiNg TrIp WiTh EvE ;) .. Ætlum að þræða Kringluna, Smáralindina og Laugaveginn endilangt :):):)
Vona að ég finni eitthvað flott að kaupa, og ætla að reyna að finna skó eða diesel buxur sem Hans Ingi getur gefið mér í afmælisgjöf ;);)

En núna er ég farin að lúlla mér , nighty night :)

PS: Sorry Beta að ég svaraði ekki smsinu í kvöld.. síminn var útí bíl og ég steingleymdi kaffihúsaferðinni ... eigum við ekki að skella okkur í vikunni stelpurnar ? :)

+ Sigrun bloggaði kl. 00:43 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, maí 14

Hafiði spáð í það hvað meðalmanneskjan eyðir miklum tíma á MSN?
Hafiði spáð í það hvað margir eiga ekkert líf fyrir utan MSN?
Hafiði spáð í það hvern þið þekkið, sem er hvað mest hooked á MSN?
Ég veit svarið, því ég þekki þann sem lifir fyrir MSN::..
Ég skal gefa ykkur vísbendingu : "Ryan Seacrest"
Múhahahaha, ég skal gefa ykkur svarið : Agnar Hafliði ...... híhíhíhíhí :):):)
------------------------
NEinei bara smá djók, langaði bara að bulla eitthvað, en samt ef maður hugsar útí það, þá fer stundum svaka tími í MSN því maður gleymir sér ekkert smá á þessu dóti!
------------------------
Dagurinn í dag var lala .. ég fór að vinna í Topshop og var þar til 19:30 að vinna..
svo er ég að fara að vinna á eftir á NASA kl. 23:00 , svo ég er að spá í að fara að klæða mig í kraftgallann og ullarsokkana og skella lambúsettunni á hausinn, því ekki er hægt að segja að það sé eitthvað sérstaklega heitt þarna inni!!
Minnz mun svo vakna hress og kátur kl. 11:00 í fyrramálið því minnz er að fara að vinna í Topshop kl.13:00 :(

Gaman að þessu öllu saman,... en oh well , this is me leaving the party :)
Ég skrifa eitthvað meira skemmtilegt á morgun, því ég hef alltaf svo mikið af skemmtilegum hlutum að segja :)

+ Sigrun bloggaði kl. 21:33 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, maí 12

Ég er orðin svo sjúkur Paradise Hotel aðdáandi að það er eiginlega bara viðbjóðslegt!
Ójá þið lásuð rétt. .. ég er búin að vera að gramsa á netinu og fræðast um þættina, sem eru svo absolutely my all time favourite!!
Og það sem meira er, ég veit hverjir vinna .. ég ætla samt ekki að vera vond og segja hverjir vinna en ég get samt sagt það að ég held með flottasta fólkinu á staðnum sem eru : Charla, Tara, Keith og Dave!

Núna ætla ég að hætta að vera sorgleg og fara að læra, en það er eitthvað sem hefur setið á hakanum þar sem ég hef verið svona upptekin á netinu við að lesa um PARADISE HOTEL!!!!

Ég downloadaði svo : Netscape 7.1 og verð að segja að það er miklu betri vafrari og fljótari!!

+ Sigrun bloggaði kl. 23:56 +

~~~~~~*~~~~~~


WHICH O.C. CHARACTER ARE YOU?

+ Sigrun bloggaði kl. 14:31 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, maí 11

Í gærkvöldi, nánar tiltekið kl. 20:15 , tók ég hræðilegt sálfræðipróf.
Án þess að skreyta hlutina eitthvað meira, þá er ég svona nokkuð sure á því að ég hafi ekki náð áfanganum.. pretty sure ! - En ég hef ákveðið að ef ég er semsagt fallin, að þá tek ég áfangann bara á næstu önn og reyni þá að standa mig betur ;) .. Taka næstu önn með stæl !!
Í dag og morgun verð ég svo að læra undir Landafræðipróf sem er á fimmtudag,..-
ég vona að það próf gangi eitthvað betur :)

Ég hef lítið annað að segja í bili... ble;)

PS: Ég þakka þér Eva M. fyrir mjög gott ráð sem ég nýtti mér í prófinu í gær, og hefur pottþétt hækkað þá litlu einkunn sem ég mun fá :) Þetta kom sko að góðu gagni!!


+ Sigrun bloggaði kl. 16:24 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, maí 10

Í fyrrnefndu afmælisteiti sem haldið var að heimili mínu á laugardagskvöldi, fannst þessi bolur hér til hliðar. Ekki grunar mig hver gæti átt þessa flík, en ég óska hinsvegar eftir því að eigandi áðurnefndrar flíkar, sem er ´hvítur hlýrabolur með bleiku superman-merki´ gefi sig fram.

Bolurinn verður vel geymdur hjá mér, þangað til leitin að eiganda hans mun bera árangur.

+ Sigrun bloggaði kl. 10:28 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, maí 9

Eins og glöggir ef til vill kannast við, átti ég afmæli 27.apríl.
And yesterday hélt ég uppá það :) - Ég bauð nokkru góðu fólki í heitan rétt og nasl, en svona flestallir í prófum þannig að ekki varð úr þessu nein rífandi partýstemmari.. bara mjög kósý stemmning bara ;) ;) Ég vil bara þakka öllum rosalega vel fyrir mig :***
Teknar voru einhverjar myndir af gleðinni, og er hægt að finna þær inná Myndasafninu.

Mæðradagurinn í dag, og hvað gerir maður ekki fyrir mommsý sína annað en að kaupa rósabúnt handa henni :) .. Í þeirri merku ferð sem við Lilja fórum í, í leit að rétta blómvendinum, stoppuðum við einnig í Pulsuvagninum við Laugardalslaugina og urðum sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum þar get ég sagt ykkur .. it was delicious mmm :)

Núna er ég hinsvegar að fara að læra og vera rosa dugleg því stóra sálfræði(ógeðs)prófið is tomorrow og það er eins gott að maður viti hvað maður er að gera því sumir eru ekki á leiðinni að fara að falla !!
Svo ble ble í bili sæta fólk ;)

PS: Gaman frá því að segja að vinsældir luckywonder.blogspot.com hafa einnig teygt sig yfir landsteinana , mjög tryggar heimildir herma að aðili í Portúgal , sem svarar nafninu Ingibjörg Lára a.k.a. Lára, fylgist með þessu stórkostlega bloggi mínu.
Ég er auðvitað mjög ánægð að geta tilkynnt þetta, en segi jafnt um leið að ekki kemur þetta mér á óvart í ljósi þess að ég tel sjálfa mig vera mjög góðan bloggara, og erfitt þykir það að finna slíka bloggara nú til dags.... taki til sín þeir sem mega ;)
En nóg um bull.. eg er farin að gera eitthvað rosalega einstakt af miklu viti, eins og mér einni er lagið!!

+ Sigrun bloggaði kl. 21:17 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, maí 7

Gærdagurinn var mjög skemmtilegur fyrir utan það að hálsbólga virðist ætla að éta hálsinn á mér lifandi!!!
Lítið fór fyrir lærdómi, en ég var hinsvegar mjög dugleg við að vera löt allan daginn :)
Eða alveg þangað til ég fór á starfsmannafund á Topshop um hálf 8 leytið !
Eftir hann skrapp ég til Evu, til að skila bókum sem hún hafði verið svo elskuleg að lána mér um daginn.. - Eva M. var ekki viðstödd en faðir hennar tók hinsvegar við bókunum fyrir hennar hönd.
Næst lá leið mín niður á Kaffibarinn þar sem ég hitti Evu, Ölmu, Þurí og Ásgeir.
Ástand mitt var ekki neitt ofuræðislegt þar sem ég varla kom upp orði... - ég er orðin svo hás að það er ógeðslegt, og á þessum tímapunkti lá við að ég þyrfti að hvísla,ef ég ætlaði eitthvað að tjá mig!

Í dag stóð til að fara með Agga á Þjóðarbókhlöðuna kl. 08:00 en ég var svo ógeðslega úldin og slöpp að ég meikaði ekki að fara svona snemma. Aggi fór samt... en saknaði nærveru minnar sárt (að eigin sögn)!! -(Greyið.. ég get rétt ímyndað hve óbærilegt þetta hefur verið fyrir hann)-! Ég ætlaði svo að fara um miðdaginn en svo var ég að passa Guide Stefani og svo endaði með að Aggi var farinn heim og ég nennti ekki ein , svo ég er bara heima still :)

Núna er ég samt á leiðinni í smá bíltúr með Hildi gellu svo ég kveð bara að sinni ;)


+ Sigrun bloggaði kl. 23:30 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, maí 6

Ég er nýkomin úr enskuprófi.. sem ég held að hafi fengið ágætlega.
Ég ætla samt ekkert að spá of mikið um það hve vel hafi gengið.. we´ll just see!!
Núna er ég hinsvegar að fara að byrja að læra undir sálfræðiprófið sem verður á mánudaginn, eins gott að læra nógu vel þar og fá geðveika einkunn, því ég hef ekki tekið nein hlutapróf, bara skilað 2 verkefnum (eitt þeirra er verkefnið sem hinn snjalli Agnar hjálpaði mér með, og fékk Sigrún 9,0 í einkunn + hrós fyrir að vera vel máli farin)..
Bókhlaða Þjóðarinnar verður ekki fyrir valinu, að þessu sinni, sem staður til að læra, heldur tölvuherbergið heima.. en ég mun aftur á móti mæta spræk þangað á morgun ásamt Agnari Hafliða, og verður ekki mætt seinna en 08:00 !!!


Gyða Stefanía krúsídúlla á afmæli í dag ;););)
Litla sæta krúttið mitt er 2ja ára gömul í dag :) TIL HAMINGJU!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 12:33 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, maí 5

Jæja.. íslenskuprófið fór þannig að.. jaaa - ég fór ekki !
Ég tek sjúkrapróf í því í staðinn 14.maí.
Næsta próf er á morgun, sem er enska.
Á mánud. er sálfræðipróf, á fimmtud. landafræðipróf og á föstud. íslenskupróf.
Sem þýðir að öll helgin fer í að læra undir þessu rosalega skemmtilegu próf :)

Svo er minnz orðinn veikur :( .... ekki gaman, ég er komin með hálsbólgu og læti en ég losna vonandi við það fyrir helgi svo ég geti verið hress að læra undir prófin.

Eurovision eftir viku .. gaman að sjá hvað gerist þar ....
Mér finnst lagið nú bara ágætt, en ég efa samt að við eigum eftir að lenda í einhverjum toppsætum!
En það er bara að bíða og sjá hvað gerist.
Ég er að vinna á NASA þetta sama kvöld, og verður mikið um að vera,.. hvet fólk eindregið til að mæta á NASA því dagskráin verður ekki í verri kantinum!!!!!
Áhugasamir geta hlustað á lagið okkar og skoðað dagskrá og fleira á Eurovision vefnum ;)




+ Sigrun bloggaði kl. 16:27 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, maí 3

Lærdómur dauðans

Í dag er ég búin að vera sko allt annað en löt.. takk fyrir!! Ég var mætt uppá Þjóðarbókhlöðu kl. 8:15 í morgun og byrjaði strax að læra... - það þýðir enga leti ef maður ætlar að ná þessum blessuðu prófum :)
Ég fer að taka mér pásu eftir smá.. þar sem ég hef setið hérna allan tímann og ekkert tekið pásu og fengið mér að borða.. orðin all-illilega svöng :)
Magga, sem er með mér í íslensku kom og var með mér hérna í smátíma, þannig ég gat skrifað inná tölvuna allar glósurnar sem ég var ekki búin að fá..
En núna er best að halda áfram, ég er að frumlesa nánast allt sem er til prófs svo það er besta að fara að byrja, ef ég á einhvern tímann að klára..- Ég er samt alveg að sjá fram á að ég verði alveg fram á nótt að læra .. -
en ef það er það sem ég þarf að gera til að ná prófinu, þá geri ég það bara ;)

Sigrún duglega kveður að sinni.... ble ble :)


+ Sigrun bloggaði kl. 14:45 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, maí 2

Á Nasa mætti ég í gærkvöld, hress til leiks ... klædd í 3peysur, sokkabuxur,leggingbuxur og buxur yfir, 2sokkapör og ullasokka... og auðvitað með fullan nammipoka .. en ekki hvað !!!
En þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að halda hita á líkamanum.. þá kom allt fyrir ekki.. eftir smá tíma var ég að drepast úr kulda!
En það er líklegast gjaldið fyrir að taka að mér þessa blessuðu balavinnu ! Það var alveg ágætt að gera.. allavega var ég ekki búin að vinna fyrr en að ganga 5 !! Ég fór svo heim til Hans Inga eftir vinnu og og svaf alveg til 15:00 í dag.. very nice :)

Svo er ég núna bara að tékka með gögn á netinu sem ég gæti notað til að læra undir íslenskupróf sem er á þriðjudag.
Planið er svo að skella mér á Þjóðarbókhlöðuna snemma í fyrramálið... &Aelig;tla að vera komin þangað um 8leytið svo það sé alveg öruggt að ég fái borð!!!
Ef einhver þarna úti stendur í próflestri í morgun, þá endilega komdu með mér á bókhlöðuna..:)

Ég var svo að chatta við Láru á msn áðan ... það verður endalaust gaman að fara til Portugal í sumar :)
Vona bara að ég verði ekki jafnblönk þá og ég er núna, og komist ekki .... - hopefully not!

En núna er ég farin að gera eitthvað af viti, ef ég á að ná þessu blessaða íslenskuprófi... ble ble *

+ Sigrun bloggaði kl. 22:21 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, maí 1

Nýjast í fréttum er það að Lára sætust er komin með BLOGG !! ;)
Það verður gaman að fylgjast með og sjá hvað gellan er að gera af sér í Portúgal ;)

Annars er ég farin að taka mig til fyrir vinnuna , .. .. og hver skyldi ástæðan fyrir því vera að ég geri það svona snemma... nú ekki nema bara fyrir það að það er enginn friður fyrir þessum blessaða bróður mínum... núna þarf ég að byrja að taka mig til, því að bara hvað úr hverju fer hann að hringja og þá á ég að ná í hann og Nonna uppá Fridays.. og eins og það sé ekki nóg, þá þarf ég að fara að skutlast með þá eitthvað.!! Honestly... ég gæti ælt.. ég hata að þurfa að vera að standa í einhverju svona veseni rétt áður en ég fer að vinna.. svo Inga - ef þú lest þetta og ég kem seint í kvöld skammaðu þá Halldór!!! Sko þó að maður eigi systkini, þá þýðir það ekki að maður sé einhver helv**** dyramotta!!
En annars fyrir utan þennan pirring þá er ég svosem í ágætu skapi, reyndar að deyja úr þreytu en það er bara aukaatriði:)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:42 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda