fimmtudagur, apríl 29

Allar 75 myndirnar eru komnar inn!!!
Eva beauty sýndi aldeilis módel-taktana .. algjör gella;)!! Ég er ekki byrjuð að læra undir prófin, verð eiginlega að fara að byrja á því,.. byrja bara á morgun :)
Annars er ég bara í voðalegu svona nenni ekki að læra-langar að gera eitthvað skapi ...
Hmm.. hvað get ég sagt meira..
já ég er komin í bara rosalega gott sumarskap.. bíð mjög spennt eftir því að geta byrjað að æfa því ég ætla að vera voða fit fyrir ströndina í sumar... sem minnir mig á það að STELPUR - við þurfum að fara að plana dagsetningu og panta miða.. reyndar gæti ég ekki verið meira blönk, ég er gjörsamlega að skíta á mig peningalega, ætla að reyna að vera svaka dugleg að vinna í sumar til að eiga fyrir ferðinni og svo nottla skólanum í haust!!
Ég er að fara að vinna á NASA um helgina, i really dont nenn to!! Mér er alltaf svo drullukalt þarna að mig langar mest að leggjast í gólfið og gráta.. en þetta verður vonandi skárra í sumar þegar byrjar að hlýna,.. það hlýtur að skána :)

En hvað ætla svo allir að gera í sumar??
Tell me í comments ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:03 +

~~~~~~*~~~~~~


Ég er enn að setja myndir inn af staffapartýinu.. svo að vonandi seint í kvöld eða á morgun verða þær allar komnar inn.. !
Annars var það helst í gær að Hans Ingi átti afmæli (25) Við höfðum það bara voða nice heima, leigðum spólu og pöntuðum pizzu ;) Voða kósý:)

Svo er ég að spá í að fara að taka mig til og mæta í síðustu tvo tímana á stundatöflunni minni í skólanum... verð víst að fá að vita hvað á að læra fyrir prófin..
Á morgun mun ég svo mæta hress aftur í skólann.. ég er búin að vera MJÖG löt að mæta..
og já strax í dag fer í gang harður próflestur því að Sigrún ætlar sko að ná prófunum!!!
Halldór er eiginlega bara pottþéttur á að ég sé ekkert að fara að ná, en hann hefur líka rangt fyrir sér!!!!!!!!!

+ Sigrun bloggaði kl. 13:17 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, apríl 27

Ég er að setja myndirnar inn svo þær verða komnar inn í kvöld..
tölvan er eitthvað geðveikt lengi að vinna svo þetta tekur meiri tíma en venjulega...ARRG!
Annars á ég afmæli :) ... Mamma bjó til vöfflur, algjört gotterí.. svo ætlum við bara að baka súkkulaðiköku á morgun.. mig hlakkar til því ég elska súkkulaðiköku!!!
Edda frænka kom í heimsókn og gaf mér alveg geðveikt fallega mynd sem hún var búin að mála.. algjört listaverk sem fer strax uppá vegg um leið og ég finn flottan ramma.
Mamma og Lilja vöktu mig í morgun við afmælissöng og ég fékk frá þeim og pabba mjög fallegt skartgripasett.. hálsmen,eyrnalokka og hring.. ég er ekkert smá happy með það :)
Á planinu í kvöld er svo að fara út að borða með fjölskyldunni og hafa það nice :)

En núna er ég farin að gera eitthvað annað en að hanga í tölvunni.. bleble

+ Sigrun bloggaði kl. 18:07 +

~~~~~~*~~~~~~


MÁNUDAGUR !!!!

DADDARA - gleðifréttir gleðifréttir.......

Myndirnar af staffa-djamminu koma inn á morgun...
Sizli kom með þær í dag FINALLY svo að á morgun geta allir séð þær!!
Annars er ég bara að fara að sofa núna.. var hjá Hans Inga áðan , hann var voða duglegur að setja saman eldhúsborð og eitthvað dæmi.. þetta fer allt saman að koma , og ég er farin að hlakka mikið til að versla meira í matinn, .. það verður sko nóg til af öllu gómsætu eins og MARGAR tegundir af íspinnum... mörg brögð af SUN LOLLY og svo allskonar ís og nammi og svona .. alltaf til eitthvað að narta í .... ég ákvað þetta í kvöld hehe ;);)
Svo að ef þið kíkið í heimsókn til okkar þá er ekki til sá hlutur sem ykkur kann að langa í, sem við eigum ekki...
en svona til að það fari ekki að gerast, endilega komið með uppástungur í comments að svona must-haves ;);) :)

Annars er ég farin að sofa .. goodnight honeys**

+ Sigrun bloggaði kl. 01:16 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, apríl 25

Jájájá.. dagurinn var bara mjög rólegur hjá mér..
svona til tilbreytingar þá gerði ég akkúrat ekkert merkilegt í allan dag nema að vera í leti og fara í tölvuna , já og fá mér að borða :)
Eftir mat kom Hans Ingi að ná í mig og við vorum heima hjá honum (in the new apartment) að horfa á video með Möggu og Hjálmari (bróðir Hans Inga og kona bróðursins) .. og úfffff ég verð að segja það - sumt fólk kann einfaldlega ekki að velja góðar myndir, algjörlega sannleikurinn hehe!!
Magga valdi einhverjar geðveikt miklar leiðinlegar myndir sem ég man ekki einu sinni brot úr því ég nennti ekki að hafa athyglina á sjónvarpinu... hún var nú reyndar alveg sammála svo við chöttuðum bara í staðinn fyrir að horfa á sjónvarpið... - very nice ;) -

- Og eftir mikið chatt um TATTOO er ég eiginlega alveg harðákveðin í að fá mér sjálf;)
Eitt á bakið (ekki mjóbakið) , eitt á ökklann og eitt fyrir neðan magann svona ská!!!!!
Geðveikt töff... Magga var að fá sér tattoo á höndina sem var bara frekar flott, - ég myndi reyndar aldrei fá mér á höndina þar sem að maður sér það ALLTAF og fær örugglega geðveikt ógeð á því strax!

Dagurinn á morgun fer líklegast í búðir með Hans Inga ;)
Við erum að fara að kaupa mat í íbúðina, og svona hitt og þetta.. vantar bókstaflega allt..
Og svo verð ég að fara að undirbúa mig fyrir prófin, .. dugir ekkert að slugsa alla næstu viku, því hún mun fara gjörsamlega öll í að læra undir prófin ..

Ég fer í 4 próf:
íslenska = 4.maí, sálfræði = 5.maí, enska = 6.maí,
landafræði = 13.maí !!!!
Ég er ekkert smá fegin að landafræðiprófið er svona seint því ég kann ekkert í því og þarf sko virklega mikið að læra undir það .. ég verð að ná öllum prófum, I have to!

En núna er ég farin að sofa.. :)

+ Sigrun bloggaði kl. 01:07 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, apríl 24

LuckyWonder fær nýtt "lúkk"


Ég er alveg hrikalega stolt að vera loksins komin með algjörlega nýtt og öðruvísi útlit á síðuna :)
Ekki veitti af!! Síðan heldur þó þemalit sínum og uppáhaldslitnum mínum : BLEIKUM ;);)
Ég vil þakka Tönju Dögg fyrir geðveika hjálp við síðuna, ég hefði aldrei getað þetta ein:)

Lára fer til Portúgal í nótt .. geðveik sorg :(:(
En ég , Eva og Beta komum til þín í sumar sæta;) Geðveikustu gellurnar á ströndinni hehe;);)
Me and Eve erum að spá í að fá okkur svo tattoo seinasta daginn.. ég er að deyja , ég er farin að hlakka svo til !!!
Ég hef aldrei farið til sólarstrandar áður.. hef bara farið til útlanda 2x ..
þegar ég var 11 ára fór ég til Danmark og svo núna síðast í nóvember fór ég til Glasgow !!
Svo það er sko alveg kominn tími á að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt og hvað annað æðislegra en að skella sér á ströndina í bikiní ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 01:39 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, apríl 23



Ég er búin að setja nýjar myndir inn á MYNDASAFNIÐ sem voru teknar á Gay-Pride í sumar..
þar er einmitt hægt að finna myndina sem þið sjáið hér að ofan af henni Betu sætu...
og einnig mjög flottar myndir af Agnari Hafliða, sem var algjörlega að brillera í outfittinu sínu;)
en nýjast í fréttum er það að Agnar er kominn útúr skápnum.. - eftir að hafa klætt sig upp fyrir Gay-Pride en ekki getað viðurkennt strax að hann væri hommi, hefur hann áttað sig á þeirri skuggalegu staðreynd lífsins að maður getur ekki falið sig að eilífu .. hann höndlar ekki álagið lengur og hefur ákveðið að vera "true to himself" og segja sannleikann .. TIL HAMINGJU Agnar , með þennan stóra áfanga í þínu lífi!!!


Svo er ég ekkert smá glöð að geta loksins sagt að á morgun ætlar Sizli að láta mig fá diskling með öllum myndunum frá síðasta NASA - staffapartýi og þá get ég loksins sett þær inn :)

En annars er það helsta hjá mér í kvöld að horfa á Ungfrú Reykjavík, mjög spennt að sjá hver hreppir þann eftirsótta titil...

Og svo langar mig bara að segja við alla : GLEÐILEGT SUMAR ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 18:40 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, apríl 19

Það er allt skítsæmilegt svo sem af mér að frétta....
búin að liggja hjálparvana uppí rúmi síðan á föstudag svo þið getið rétt ímyndað ykkur alla gleðina hérna heima... víííí
Ég verð hinsvegar að segja við Sigurgísla Melberg : U disappoint me BIG TIME !!!
Ef ske kynni að þú vitir ekki hvaða dagur er í dag, þá er það Mánudagurinn 19.apríl og kl. er 21:15 er ég rita þessi orð!!
Ég hlýt að hafa misskilið orð þín(þó ég efi það STÓRLEGA) en þú sagðir við mig Fimmtudaginn 15.apríl að sama kvöld myndir þú setja inn myndir af fyrrnefndri staffapartýs-gleði .. .en eitthvað hefur gerst sem ég hef greinilega ekki fengið að vita af? Þú hefur e.t.v. týnt myndavélinni þinni, or better yet - UR MEMORY!!!
En annars vil ég leggja til að þú finnir það sem þú týndir því ég vil fara að sjá myndir inná síðunni:):)

Verkirnir eru að batna.. takk til allra sem hafa sýnt mér yndislegan stuðning seinustu daga.. Love U ;)
Eitt frekar fyndið er að ég dey úr verkjum þegar eg hlæ, og Aggi opnar ekki munninn á sér nema segja eitthvað fyndið svo þegar ég var að tala við hann on the phone þurfti ég að segja honum að þegja í hvert sinn sem hann sagði eitthvað fyndið:)

Annars segi ég allt gott, var að horfa á O.C .. og Eva segir satt, það eru bókstaflega ALLIR í þessum þáttum með útlitið eitthvað með sér.. jafnvel fólkið sem vinnur í skólanum eða leikur einhver álíka fáránleg hlutverk..!
Ég gerði tilraun til að horfa á Guiding Light , en OH MY GOD, aldrei aftur... þvílíkt ógeð að ég gæti ælt.. ég er of fullkomin til að horfa á svona rusl.. indeed I AM!!! :)

Fallegar og yndislegar klukkustundir...........

+ Sigrun bloggaði kl. 21:21 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, apríl 16

Þessi blessaða ritgerð mín, its gonna eat me alive!!!!!!!!!!
Ég skrapp til Evu í gærkvöldi og hún reddaði mér 3stk af einhverjum heimspekibókum. Við chöttuð lengi lengi og voða nice :)
Dagurinn í dag, ég ætlaði svo aldeilis að vakna snemma og skella mér á Þjóðarbókhlöðuna NEMA þegar faðir minn vekur mig um 7 leytið hugsa ég : Oh well.. ég get bara sofið fram á 9 og farið svo... -
NEma ég vakna við símann minn og klukkan er alltí einu orðin 12:20 eða eitthvað álíka fáránlegt, of seint, engan veginn planið mitt.
Þannig ég dríf mig á fætur og fer á bókhlöðuna um 2 leytið.. - en ARRRRRRG!!!!!!!!! Ég fékk ekki skrifborð með tölvu!!!!
Fýluferð AGAIN!!!
Þannig ég nottla heim í tölvuna þar og fer að læra.. en er komin með alveg skuggalega lítið!! Totally í skít!

Kíkti með Agga á NASA í kvöld, eitthvað hljómsveitadrasl þar og EKKERT af fólki.. sorglegt hvað var lítið að gera!
Og núna er ég að reyna að klára þessa ritgerð svo ég geti skilað henni fullkláraðri í fyrramálið, því ég bara VERÐ!
Sigurgísli Melberg Pálsson , þú hefur kallað yfir þig reiði mína!!!!! - U know why!!! Ég er brjál!! :(
Híhí.. annars ef þú vilt vera bestur , þá máttu gera þetta fyrir mig á morgun:):)

Annars vil ég segja við alla sem hafa óskað mér góðs gengis : Takk dúllurnar mínar ;):)
Ég mun örugglega ekkert skrifa um helgina en ég skrifa strax og ég get :):)

Knús og kossar****

+ Sigrun bloggaði kl. 01:16 +

~~~~~~*~~~~~~

miðvikudagur, apríl 14

Það er aldeilis sem heppnin virðist ætla að elta mig ....
Ég fór ekki í skólann í dag því ég ætlaði að vera geðveikt dugleg að vinna að ritgerð sem ég á að skila 22.maí og ætla að reyna að skila fyrir vikulok .. - svo planið var að fara á Þjóðarbókhlöðuna og læra...
Um svona 4 leytið bruna ég til Agga að fá glósur hjá honum á disklingi, og við fengum okkur svo pizzubita á BSÍ .. -
Ok.. kem á Þjóðarbókhlöðuna .. full þeirrar vonar að ég muni svo þokkalega klára ritgerðina fyrir kvöldið... ENNNNN HVAÐ GERIST???? Það var engin anskotans tölva laus fyrir mig að komast í, svo þetta var algjör fýluferð og ég þurfti bara að fara heim aftur... ekkert nema vesen og sóun á dýrmætum tíma..!
Svo að núna þarf ég að fara að byrja á ritgerðinni................. JÁ ÞÚ LAST RÉTT!! - Ég er ekki byrjuð á ritgerðinni, og þetta er ritgerð sem þarf að vera 2000 orð .. þannig það er eins gott að fara að byrja á þessu öllu saman..!

Voða skemmtilegar fréttir , Myndirnar frá Staffa-partýinu koma kannski inn á morgun,...
Dóri tók myndir á myndavélina hans Sizla , og Sizli ætlar eitthvað að plögga þetta fyrir mig;)
Já og Sizli.. þetta var rétt hjá þér áðan.. þú varst EDRÚ á djamminu hehe :) RIGHT!!!) ;)



EDRÚ Sizli ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:05 +

~~~~~~*~~~~~~

þriðjudagur, apríl 13

Slappur dagur VÁÁÁÁ!!!!
Ég er búin að vera bara í algörum letifíling síðan ég vaknaði um 12 leytið...
Fór í bankann og svo á bókasafnið með Lilju, þar sem ég þurfti að taka bók sem ég þarf svo að lesa fyrir morgundaginn helst.
Úff... ekki sniðugt að hafa akkúrat EKKERT lært í fríinu.... ENNNN mér þótti það einfaldlega ekki við hæfi að læra á helgidögum, it didnt feel right ;)
Eins og flest annað, þá varð smá vesen úr bókasafnsferðinni, og var það þannig að ef ég ætlaði að taka bók þá kostaði það 1000.- að fá bókasafnskort en ef Lilja fékk sér kort þá var það ókeypis... - svo við ákváðum að Lilja myndi bara skella sér á 1stk kort , en nei , þá þurfti undirskrift forráðamanns svo að ég brunaði heim og lét mömmu skrifa undir og reddaðist allt saman, nema hvað bókasafnskellingin sem var að afgreiða okkur var ekkert smá sljó að ég næstum dó þarna við að bíða !!!
Við fórum svo á Stjörnutorgið og fengum okkur að borða og svo heim :)


A person told me í gær að á síðu sem heitir humor.is (og btw síða sem ég hef aldrei á ævinni heyrt um) hafi verið sett mynd af Evu og Sirrý , af staffadjamminu síðan í september (mjög svo skemmtileg mynd af þeim vinkonum) og ekki nóg með það heldur var bara hægt að skoða svo restina af albúminu í heild sinni...
Sirrý semsagt sagði mér þetta og hélt að ég hefði sett þetta inn, en ég nottla kannaðist ekkert við dæmið ...
en mér leikur samt sem áður mikil forvitni á að vita hver var svo sætur að setja þetta þarna inn ??
Any ideas - þá endilega tell us ;)
Ég fór og tékkaði á þessu áðan og fann þetta undir skemmtilegu nafni : Flott slumm (18+)
Gaman að fá að vita hverjum dettur svona í hug, að fara að setja þetta allt í umferð??

+ Sigrun bloggaði kl. 18:23 +

~~~~~~*~~~~~~

mánudagur, apríl 12

Bíltúr með Agga í dag sem var nú bara mjög skemmtilegur .. fórum á BSÍ (en ekki hvert?) og fengum okkur Mix-frostpinna sem bragðaðist bara nokkuð vel.
Agnar hafði reyndar orð á því að ekki hefði verið girnilegt að horfa á mig "háma" í mig frostpinnann, það hefði verið einna líkast því að hundur hefði bitið í hann og tætt umbúðirnar til hehe ;)

Ég hringdi í Evu í kvöld þar sem mig langaði að gera eitthvað , wanted to see Passion Of The Christ, en NEIIIIIIII - Eva og Lára voru að fara á kaffihús og voru svo sætar að bjóða mér með sér, og var það planið að hitta gellurnar, en Sigrúnu langaði svo í bíó - ég hringdi í ástarkrúttið mitt hann Hans Inga , en hann nennti ekki í bíó :(
Leit mín að bíófélaga reyndist árangurslaus, því eftir að hafa hringt í Ósk, Ölmu, Diljá og Sirrý , ákvað ég að bara "give it a rest" , Passion Of The Christ verður að bíða betri tíma :)

En ég er bara að spá í að panta tíma í ljós núna og fara svo að lúlla mér ..
Búin að vera mjög róleg og slöpp í dag eftir skemmtilegt djamm í gær , .........
Ég ætla að fara að byrja að læra fyrir skólann á morgun , og vera svo dugleg að læra til að hafa tíma fyrir öll plönin næstu vikurnar eða eitthvað , mikið af vinkonum sem ég hef ekki hitt í langan tíma svo að eitthvað verður nú að fara að gera í málunum ;)

En ég segi þá bara góða nótt elskurnar mínar ;****

+ Sigrun bloggaði kl. 22:34 +

~~~~~~*~~~~~~


Gaman gaman !!!

Já NASA-djamm dauðans í gær og auðvitað MIKIL GLEÐI!!!
Ég var í fataveseni þangað til Eva kom til mín að ganga 21:00 og bjargaði mér þá :)
Svo var ráðist í að gera sig ready fyrir hið stóra kvöld... - glimmerið og allt saman sko ekkert sparað.... (enda rignir enn af mér glimmerið)!
Eva Hefðardama #1 var í fallega rauðu korseletti sem hún fékk lánað af Sigrúnu Glamúrgellu #1 og svo settum við eitthvað flott í hárið á henni.
Lilja hafði hinsvegar verið búin að bjarga mínu hári með rúllum og sléttujárni svo að ég var ready eftir að glimmerinu var spreyjað!!
Við höfðum sagt að það væri ekki annað við hæfi en að við mættum "fashionably late" og við auðvitað stóðum við stóru orðin, EN EKKI HVAÐ?? - Pabbi skutlaði okkur niðureftir þegar kl. var að ganga 22:30 .. (vorum kannski aðeins OF mikið Of seinar) en allt reddaðist ;);)
Þegar á staðinn var komið, réðumst við Beta í að láta fólk fylla út kjörseðla og töldum við svo atkvæðin að kosningu lokinni.
Mikil spenna var í loftinu þegar Sigurgísli Melberg A.K.A Sizli tilkynnti úrslitin með Betu sér við hlið.

Úrslitin voru þessi :

Herra Nasa : Agnar Hafliði
Ungfrú Nasa : Sigrún Edda
Flottasta Brosið : Guðrún Elísabet (BETA)
Stuðbolti Nasa : Rúnar
Djammari Nasa : Helga Diljá .. A.K.A Diljá Depp
Klæðnaður kvöldsins : Eva M. og Agnar Hafliði
Starfsmaður Nasa : Jaoa

Beta var búin að undirbúa þetta allt rosalega vel, kórónur fyrir Herra og Ungfrú NASA , og ný svunta fyrir
Duglegasta Starfsmann NASA.. og svo lítil páskaegg fyrir alla sem unnu titil !!!

Annars var þétt stemmning , ég og Rúnar tókum þarna nokkur falleg dansspor og Aggi einnig í stuði :)
Þegar kl. var orðin 01:30 var leiðinni haldið á SÓLON !!!
Ég var nú eiginlega bara róleg, drakk einhverja 2 Screw Driver og eitt ÓGEÐSLEGT Baccardi Romm (skot) sem ég ældi útaf.. Vorum þarna nokkur sem tókum svona skot, og ég strax inn á klóstið að kúgast eitthvað.. heyri svo einhvern koma hlaupandi.. (Hélt kannski að einhver væri að fara að tékka á mér, neinei Aníta kemur þarna hlaupandi og bara beint yfir klósettskál .. - semsagt tvær þarna mjög flottar að pína okkur til að æla þessu ÓGEÐSLEGA ógeði !!! NEVER AGAIN!!!!

Pakkið fór svo að týnast og fólk bara að koma sér heim, svo að í endann sátum og ég Lára rólegar að chatta og bara nice :)
Ég er ógeðslega sorgmædd að hún sé að fara til Portúgal , eftir bara 2 vikur :(;( DONT GO!!!!!!!!!!!!!
Hans Ingi kom svo og sótti mig um 05:30 ..
svo að ég get formlega sagt hér við Halldór Örn bróður minn : IN YOUR FACE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hann sagði að ég myndi ekki endast nema til 02:30 - sem ég vissi að væri kjaftæði, and I proved him WRONG!!

Ég sit annars bara hér með sömu málninguna og ég var með í gær, og í sömu fötunum ... gæti ég lyktað betur ??
OH NO . I dont believe so!! Hvað er betra en geðveikt mikil reykingastybba með smá ilmvatninu í bland við ?? NOTHING!
Ég er að fara að sækja Halldór eftir kortér því bíllinn hans er fyrir utan hér heima, og svo er það bíltúr með Agga ...

Unnar , ef svo heppilega vill til að þú lest bloggið mitt , ( og það sé e.t.v. að koma í staðinn fyrir Morgunblaðið ) , að þá gleymdir þú símanum þínum á Sólon , and Dóri has it!
Við þessi orð langar mig að bæta, að hefði ég ekki setið við sama borð og séð umræddan síma liggja þarna einan og yfirgefinn, að þá ættir þú nú líklegast engan síma ennþá, svo að þú mátt telja þig lukkulegan :):)

Annars er ekki mikið sem ég á eftir að segja frá með gærkvöldið og nóttina, en leyfi ykkur að njóta hér mynda sem teknar voru á sólon af starfsfólki nasa !!
Miss Sigrún var ekki alveg að myndast neitt ákaflega vel, en ég leyfi ykkur samt sem áður að njóta þess að skoða :)





Stærri útgáfur af myndunum er að finna í Myndasafninu hér á síðunni, undir Djammið ;)


+ Sigrun bloggaði kl. 16:23 +

~~~~~~*~~~~~~

sunnudagur, apríl 11


Þetta blogg var ritað af mér í gær en ég gat ekki publishað vegna bilana, well.. here it comes ENJOY


Það varð ekki mikið úr verslunarleiðangri okkar Evu í morgun , .. as i suspected ;)
Ég lét klukkuna hringja kl.8 og ætlaði svo POTTÉTT að taka daginn snemma og vera tilbúin í ferðina miklu kl. 10:00 tímanlega, ENNNNNNNNN Sigrún nennti ekki að vakna og stillti klukkuna alltaf aftur og aftur, þangað til hún vaknaði kl. 11 til að taka sig til fyrir VINNUNA!! - Semsagt : No ShOpPiNg TrIp WiTh EVE !!
Ég var líka eiginlega fegin að Eva var sjálf að beila á þessu dæmi, veit ekki hvernig ég hef?i meikað ef hún hefði hringt og ætlað virkilega að fara... :)
Eva var hinsvegar í þynnkurusli reikna ég með, en hún fór víst á "soralegt" djamm í gær ;);) (að hennar sögn)..

Ég sit annars bara hér með rúllur í hausnum, þar sem að hún systir mín er eitthvað að leika sér að gera í hárið á mér..
Mig langaði að lita hárið á mér og fékk lit hjá Nonna Quest , sem faðir minn var svo að setja í hárið á mér áðan...
Pabbi minnir Agga á Heiðar Snyrti.. og verð ég að segja, að eftir þetta allt saman, þá kemur það mér bara ekkert á óvart, .. hann er bara nokkuð efnilegur þegar kemur að því að lita hár ;););)

NASA-DJAMM DAUÐANS á morgun .. fyllerí og læti.. ég held að málið sé að einhver annar en ég verði ógeð þessa staffadjamms... - ég tók þetta svo eftirminnilega síðast , svo að það er spurning hvort einhver nái að skyggja á glansminningar þess djamms..eða eins og ég segi : Geri aðrir betur! - Aggi , u can try but u will not succeed.. I AM DA BEST!!! ;););)



Hér kemur þessi fallega mynd af Evu "soralegu" og Láru gellu ;) - Arent they a pretty sight!! OH YES THEY ARE!;)
Sætustu gellurnar ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 16:19 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, apríl 9

Ví ví ... vá hvað svona svaka frídagar geta verið með eindæmum ÓGEÐSLEGA leiðinlegir!!!
Það er einhvern veginn EKKERT að gera og bara leiðindi..
Ég og Lilja systir fórum reyndar í bíltúr með Agga og fengum okkur pulsu á BSÍ - EN EKKI HVAÐ?!
Svo af því það er nottla föstudagurinn langi þá er einhver svakaleg álagning á öllu, úff ekkert grín.

En já, ég held að hugmynd Sigurgísla Melbergs sé bara komin í hendur Betu, þar sem að ég hef ekki talað almennilega við stelpuna í nokkra daga og veit því ekki um neinar af hennar pælingum um þetta .. ..
Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer allt saman hehe ;)

Ég á mjög bágt með að skrifa núna, en ég skaðaði þumalputtann minn svaðalega núna rétt áðan - ljótt mál!!!
En svo var pabbi að mála herbergið mitt áðan, very cool , einn veggurinn svona navy-blár .. ég er mjög ánægð með útkomuna :)
Ég hefði viljað að loftið yrði málað blátt og svo hefði ég límt stjörnur á það, en pabbi var ekki alveg á að það yrði flott svo auðvitað lét ég í minnipokann með það :)
Ég er að spá í að byrja núna á ritgerð sem ég á að skila minnir mig 22.apríl , ætla að vera búin tímanlega svo þetta verði ekki hangandi yfir mér fram á síðasta dag.... ekki það skemmtilegasta að vera í einhverjum deadline pakka !!

Ég mun ekki djamma í kvöld, þar sem að ég er að fara að vinna á morgun, kl.12+
Ég og Eva ætlum hinsvegar að taka verslunarleiðangur á milli 10-12 - jammz við gellz þurfum að finna eitthvað flott fyrir staffa-partýið á sunnudaginn .... við erum verslunardömur dauðans .. geðveikt devoted to it ;);) .. (þetta er hörkubransi og ekkert til að grínast með!!) .. og djöfull verður DJAMMAÐ ;););););)

Well góða skemmtun til þeirra sem ætla að djamma í kvöld og bara allra sem lesa þetta - GLEÐILEGA PÁSKA ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:25 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, apríl 8

Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á skrifleysi síðustu viku.. en ég hef mjög góða afsökun og hún er sú að tölvuhelvítið er alltaf að beila og hindraði mig þar með að skrifa til minna dyggu aðdáenda sem hafa átt erfiða tíma útaf þessu öllu saman..
En hér með gleð ég ykkar litlu hjörtu því ég er komin aftur :)

Annars er það mér sönn ánægja að segja frá því að Starfsmanna-partý NASA verður haldið á sunnudaginn kemur, sjálfan Páskadaginn :) . . . HaPpY hApPy JoY jOy ;)
Sizli kom með þá snilldarhugmynd að kosið yrði um Herra og Ungfrú NASA og annað skemmtilegt .. svo að ég og Beta munum sjá um alla þá gleði :)
Eva er svo búin að lofa mér því að passa uppá mig og að ég drekki mig ekki ofurölvi og þamba bjórinn ... annað eins hefur nú verið vitað til að hafi gerst á síðasta staffadjammi þegar ég engdist um á klóstinu á Vegamótum og foreldrar mínir urðu að sækja mig ... NEVER AGAIN!!!!! :):)

Gaman frá því að segja að á mánudaginn fórum ég og Aggi og heimsóttum Betu og Diljá uppí Mosó en þær fengu þá flugu í hausinn að tjalda þar uppfrá... Sizli kom svo líka og þetta var bara gaman ... mikið talað um miðla og allskonar dót, sem vakti ekki kátínu allra .. ;)
En mjög gaman , nema stelpurnar þorðu svo ekki að gista nóttina í tjaldinu og keyrðu á eftir okkur í bæinn .. !

Ég og Hans Ingi fórum svo á þriðjudaginn og skoðuðum íbúðir .. ekkert svo margar, kíktum á 2 - ein var GEÐVEIK - uppþvottavél,þvottavél og ísskápur fylgdi með ... hún var bara æði þessi íbúð..
svo kíktum við á aðra sem var ÓGEÐSLEG ... aldrei í mínu lífi takk fyrir!!!
Hann ákvað svo að taka þessa fyrrnefndu.. er semsagt að fara að leigja... ohhh mig hlakkar geðveikt til, vera svona útaf fyrir okkur :):) ... Kópavogur .. here we come ;)

Ég hef litlu við þetta allt að bæta , nema ég auglýsi hér eftir Betu .. viltu hringja í mig sæta, i have to talk to u!!!!;)

+ Sigrun bloggaði kl. 21:05 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, apríl 2

Jæja þá er það vinnuhelgin mín , ... NASA og Topshop!! og ææ ef ég á að vera hreinskilin þá er ég voða lítið að nenna að fara að vinna í kvöld, og bara alla helgina :( . . . alveg til í að taka bara helgina rólega, en svona er þetta :) - það verður bara rólegt eftir helgi.. komið páskafrí og svona ;)
Annars ætla ég að vera mjög dugleg að vinna upp allt draslið sem ég er búin að vera slugsa alla vorönnina... ég er ekkert búin að vera neitt öfga dugleg!



OJJJJJJJJJJ ég bara VERÐ að segja ykkur svoldið sem Aggi sagði við mig um daginn... and yahhh it was discusting!!!
Ok, við erum þarna að tala saman á MSN þegar kl. hefur verið að ganga kannski svona 23:00 ... allavega, allt í einu segir hann eitthvað : Bíddu aðeins, ég ætla að ná í tannburstann.. og ég alveg : ok ... og hugsaði með mér : já hann ætlar greinilega bara að tannbursta sig svona á meðan við tölum, þannig hann eigi það ekki eftir.
En þá segir hann : Þú veist þegar manni klægjar svona á bakinu og maður nær ekki nógu langt til að klóra sér,.. ég nota bara tannburstann .. gott að klóra sig með hárunum í burstanum!
Ég fylltist geðveikum viðbjóði og spurði hrædd : Ekki tannburstaru þig með sama tannbursta??
Og hann alveg : jú... - ég skola bara húðflygsurnar úr áður ..!!!
Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki alveg hvað ég átti að halda... en allavega fannst mér hann vel ógeðslegur !!!
En það kom svo á daginn að hann var að plata mig :) THANK GOD!!!





Ég talaði við Betu sætu áðan og ég er mjög hamingjusöm með að segja frá því að STELPUKVÖLD NASA er sko ekki búið að krota út af blaðinu... IT´S STILL ON!!!
Beta er komin með eitthvað svaðalegt plan sem hún ætlar að segja mér frá í kvöld:) Looking forward to it;)
En ég er samt alveg á því að það verði að fara að plana eitthvað NASA-staffadjamm .... alveg kominn tími til ... komnir hvað.. tjahh ( eg er að telja) ... 7mánuðir .. haldið síðast í september..
- staffadjamm sem sumir tóku með miklum stæl;);) - segi bara ekkert meira en það :)


But anyhow .. ég held að ég sé ekki með neitt meira að segja í bili ...
Bara njótið lífsins og hafið það gott ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 17:48 +

~~~~~~*~~~~~~

fimmtudagur, apríl 1

EINN , TVEIR , SEEEEEEEEEEELFOOOOSS !!!

Vá hafiði hlustað á Love Gúrú lagið?? Alveg er þetta merkilega fyndinn texti :)
Ég var að keyra áðan og heyrði einmitt lagið og byrjaði að spá í textanum :)

Anyhow - 1.apríl !! - Og ég plataði ekki neinn.
Ég las Fréttablaðið í morgun og var ekkert að fatta að það væri 1.apríl , og trúði þar með fréttinni sem sagði að dómarinn frægi úr Idol væri að koma til Íslands í dag hehe ..... niðursokkin í blaðið og að borða Honey Nut Cheerios , þegar pabbi segir alltí einu ... : jáhh 1. apríl tihh..-
og ég alveg : oooo jáááá, Simon Cowell er semsagt ekkert að koma til Íslands , what´s wrong with me?
Það eru samt pottþétt einhverjir sem trúðu þessari frétt og héldu bara að stóra tækifærið væri þarna komið, enda var verið að segja að hann myndi dæma í keppni sem yrði í dag,þar sem 3 sigurvegarar yrðu valdir og sendir til Ástralíu!!

Svo var líka önnur frétt, og var hún um Bruce Springsteen og að hann væri að koma hingað til lands í boði ekki ómerkari manns en Bo Halldórs .... átti semsagt Springsteen að halda tónleika á NASA í kvöld....
Dóri sagði að það hefðu verið þarna nokkrir sem hefðu hringt og einhverjir komið við, í von um að næla sér í miða!!
Ótrúlegt hvað maður fellur fyrir svona rugli... one would think you´d know better ??? :)

Annars er ég nú bara nýkomin úr sjóðandi heitum bekki með nokkrum stykkjum af ljósaperum í,....
læknar eru að mæla með notkun ljósabekkja þessa dagana... , segja þeir að ljósin auki ljóma húðarinnar og að hún fái fallegri glans, .. því oftar sem maður fer, því betra.!

+ Sigrun bloggaði kl. 23:15 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda