sunnudagur, febrúar 29
Óskarinn verður afhentur í kvöld, og Stöð2 byrjað að sýna þegar stjörnurnar koma á "the red carpet" ... ætli maður endi ekki i að horfa á þetta .. allavega byrjunina.. ég endist aldrei í að horfa mikið lengur! Einu verðlaunin sem er eitthvað varið í eru Besta : Leikkona , leikari, aukaleikari og aukaleikkona ... og jú besta myndin !!!
Well good night sweeties;**
SETNING DAGSINS :
Remember when you couldn't wait for your life to begin... and then, one day, it did?
+ Sigrun bloggaði kl. 23:36 +
~~~~~~*~~~~~~
HANN Á AFMÆLI Í DAG - HANN Á AFMÆLI Í DAG -
Halldór Örn er 28 ára gamall í dag ... TIL HAMINGJU BESTI BRÓÐIR Í HEIMI!!! ;)
Þetta er merkilegur afmælisdagur þar sem hann kemur bara a 4 ára fresti þanng að Dóri er því í rauninni bara 7 ára gamall :)
Ég las í Morgunblaðinu og þar stóð að í dag eru 101 karlar og 99 konur sem eiga afmæli í dag (á Íslandi).
+ Sigrun bloggaði kl. 17:47 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, febrúar 28
Jæja hvað er hægt að segja um daginn í dag .... - ég og Hans Ingi lágum uppí rúmi til 15 í dag.. horfðum á videó og svona.. endalaust gott að kúra svona lengi .. sérstaklega um helgar þegar maður þarf ekki að gera neitt.. jú reyndar þarf ég að læra en ég verð bara dugleg að því á morgun í staðinn :)
En ég fór svo heim og byrjaði að baka súkkulaðikökuna sem ég ætlaði að gera í gær.. sem heppnaðist BTW geðveikt vel, mamma gerði svo kremið (býr nottla til besta súkkulaðikrem Í HEIMI!!!!!) .... ég og Lilja borðuðum samt svo endalaust mikið af súkkulaðinu sem varð eftir í skálinni (eftir að var búið að setja á kökuna) að við gátum ekki fengið okkur köku strax. Ég fékk mér svo smá smakk áðan og hún var
delicious ;)
Fékk svo þennan stórgóða hamborgara + franskar í kvöldmat... allir að fara á þennan stað > bæði pizza- og hamborgarastaður (held hann heiti UNO) .... hann er á móti MS og er með geðveik tilboð.. 4 Hamborgarar, Stór skammtur af frönskum og kokteilsósa á 990.kr.- Þetta er nottla ekkert verð fyrir máltíð handa 4 !!!! Og þetta eru bara mjög fínir borgarar!
+ Sigrun bloggaði kl. 22:48 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, febrúar 27
Jæja... planið breyttist aðeins þarna í gær.. Aggi var kominn niðrá Lækjartorg og ætlaði að taka strætó til að ná í bílinn sinn... Ástæða : Sumir fylgdust ekki nógu vel með símanum sínum þegar sumir voru að hringja í suma :)
En semsagt já.. svo er ég þarna að tala við hann í símann þegar hann segir að strætóinn sé að koma,.. nema hvað að þegar hann fer að strætónum og fullt af öðru fólki kemur og ætlar líka inní strætóinn þá opnar strætóbílstjórinn bara ekkert hurðina og endar svo bara með að vísa fólkinu frá og keyra svo í burtu!! - Ég spyr nú bara : HVAÐ ER AÐ???
Eins og ég sagði við Agga og held fast fram að þá eru þessir bílstjórar svakalegir, þeir svífast einskis!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Annað hvort eru þessir fantar að svína á mann í umferðinni og þykjast eiga allar helvítis göturnar, eða þá að þeir stinga mann af þegar maður ætlar að taka strætó! Annað eins hefur nú komið fyrir mig.... hér í gamla daga þegar maður þurfti að taka strætó, svo kom maður kannski nokkrum mínútum of seint útá stoppistöð og strætóinn nýlagður af stað og maður alveg: YESSS ég hleyp bara og næ honum ..... - EN HVAÐ GERIST??? - jú þið getið rétt ímyndað ykkur það.... bílstjóraskíthællinn neitar að opna hurðina þó hann sé á rauðu ljósi og maður stendur þarna eins og fífl,heldur áfram að slá á hurðina í brjálaðri örvæntingu að vona að hann opni nú hurðina.. en hvað gerir hann? .. - ég held við vitum öll svarið við þessari spurningu.. dettur nottla ekki í hug að opna fyrir manni.. og helvítið keyrir svo nottla af stað strax og græna ljósið kemur.. !!!!
En nóg um það..... Ég er samt þeirrar skoðunar að þetta þurfi að laga... það ætti að kæra þessi fífl fyrir að gera þetta, þeir eru að spila með verðmætan tíma fólks... !!!!!!!!!
Ég ætlaði að baka súkkulaðiköku í dag en mamma var ekki alveg á því svo ég ætla að baka á morgun :) :)
En í kvöld fæ ég uppáhaldsmatinn minn,..
pasta a la mamma .. ENDALAUST BEST Í HEIMI!!!!!!!!
Svo vorum við Hans Ingi að spá í að fara í bíó, á Gothika ... mig langar geðveikt að sjá hana :)
+ Sigrun bloggaði kl. 18:01 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, febrúar 26
Jæja.. ég fór svo í prófið, alls ekki búin að lesa neitt svakalega vel .. en til allrar gæfu þá var þetta krossapróf sem ég varð að mestu að giska bara á.. - nema hvað að kennarinn fattar svo allt í einu hún hafði ruglað spurningum inná blaðið sem áttu ekkert að vera þarna og eitthvað rugl bara í gangi.. svo hún var að tala um að endurtaka kannski bara prófið á mánudaginn, veit ekki alveg hvort það verður gert en jú mér skildist það samt...... sem þýðir að ég get lesið alla kaflana yfir helgina og bara klárað bókina og þá verður enginn vandi að svara á mánudaginn :)
Ég fór svo og náði í ökuskírteinið mitt, sem ég átti að ná í 20.jan en gleymdist bara óvart :)
Dreif mig svo í Kringluna þar sem ég náði í armbandið sem ég gaf Hans Inga í jólagjöf,..var að stytta hlekki og eitthvað dæmi.. svo þegar ég þurfti nauðsynlega að ná á fólk .. hvað gerist?? ENGINN SVARAR MÉR!!!!
Ég var inní Vero Moda þar sem ég ætlaði að kaupa geðveika peysu.. svona svört,þröng og síð úr svona eiginlega þykku en samt ekki svo þykku, pínku loðnu efni - en svo fór ég að spá : Hvort á ég að kaupa svarta eða hvíta?.. eða ætti ég kannski að kaupa báða litina hmm....?!! Í örvæntingu minni hringdi ég heim til að spurja mömmu en símadruslan alltaf á tali.. því næst ákvað ég að hringja í Evu ... búðasnilling ;) ... en Nei.. ekki svaraði.. ég hringdi því næst í Agga þar sem strákar hafa stundum vit á svona (reyndar ekki Hans Ingi svo ég var ekkert að hafa fyrir því að hringja í hann)... en allt kom fyrir ekki.. Aggi svaraði ekki..
Þetta endaði svo með að ég keypti mér svarta peysu og tók hvíta líka frá. Aggi hringdi svo seinna og ég náði að spurja hann og hann var á þvi að ég keypti mér hvíta líka...... en eftir dálitla umhugsun þá sá ég að það væri ekkert vit í að eiga 2 alveg eins peysur... svo ég er hæstánægð með nýju PEYSUNA mína :) :)
Ég er að deyja úr þreytu núna og að leggjast uppí rúm er rosalega freistandi, en það er svo mikil tímasóun.. mig langar líka svo mikið í sund..en það er svo kalt úti... langar líka í ljós en ég er að spá í að gera það frekar í kvöld..
Kl.6 fer ég svo að skutla Agga að ná í bílinn sinn á verkstæði..
gonna cruise on the Eygló ... (fyrir þá sem ekki vita þá er Eygló bíllinn minn) .. og svo held ég að stefnan verði tekin á bókhlöðu þjóðarinnar ..... ég þarf svo sem ekkert að læra fyrir morgundaginn, en ég verð hinsvegar að læra HELLING í landafræði og ég hef ekki lesið eitt orð í þeirri bók LIKE EVER! Þannig að nú er að taka sig á... sérstaklega þar sem hann bróðir minn (Dóri) heldur því fram að ég muni falla í vor, svo núna er að standa við stóru orðin því ég sagði að það væri sko ekki sjéns á að ég myndi falla..það bara mun ekki gerast.... svo ég hef ennþá stærri ástæðu til að falla ekki!
PS: Aggi ... lagið var In the End með Linkin Park :)
ÚFF ég var næstum búin að gleyma því.... NASA GELLUR .... hvað er planið????
+ Sigrun bloggaði kl. 16:03 +
~~~~~~*~~~~~~
ARRRG! Ég er frekar pirruð núna! Ég var búin að læra rosa vel enskubókina sem átti að taka krossapróf úr í þessari viku en NEI... það var í gær og ég fór ekki í skólann í gær, svo ég get ekki tekið það. En kennarinn sagði að það skipti ekki miklu því það gildir svo lítið... ég þarf bara að standa mig vel á prófinu sem verður úr bókinni í næstu viku.. og ég á alveg að geta það, ég man allt úr bókinni en les hana kannski aftur bara svona til að vera 100% á þessu :)
Ég er reyndar bara heima núna því ég er í eyðu og þurfti að ná í Njálssögu.. eða reyndar bara úrdráttarbókina.. og lesa kafla 1-90 :( Er að fara í próf í því á eftir, ég reyndi að spurja kennarann hvort ég gæti fengið að taka það á morgun en þessi próf eru bara tekin einu sinni svo ég verð að taka það á eftir..... ég vona bara það besta.. ég las kafla 1-31 í síðustu viku svo þetta reddast vonandi :)
En núna ætla ég að fara .... en hey - sá einhver Hlustendaverðlaun FM957?? Að mínu mati er þetta mest lame ass hátíð sem ég veit um... þetta er svo asnalegt að það nær bara ekki neinni átt.... það eru einhverjar 3 hljómsveitir á Íslandi eða eitthvað álíka og ég sé bara engann grundvöll fyrir þessu rusli hérna!!
En það sem ég ætlaði að segja var að Buttercup kom þarna með eitthvað comeback, ekkert búið að heyrast frá þeim lengi og svo allt í einu koma þeir þarna aftur.. greinilega búnir að losa sig við söngkonuna og já... þeir voru FÁRÁNLEGIR!!! Þetta var eitthvað lag sem meikaði anskotann ekkert sens... þetta hefðu alveg eins getað verið lagasmíðar 3ára krakka, þetta var það fáránlegt!!!!
PS: ÍSLEIFUR ??????????????????????? Why aren´t u doing what u promised me???
+ Sigrun bloggaði kl. 10:07 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, febrúar 25
Ég er alveg GEÐVEIKT stolt af sjálfri mér núna :)
Eins og kannski flestir, sem hafa lesið bloggið mitt, hafa tekið eftir þá er ég alltaf að tala um að vera geðveikt dugleg að læra og blablabla.. en geri svo ekkert í því..
en í gær ... DADADA - fór ég á þjóðarbókhlöðuna með Agga að læra... þurfti að lesa heila enskubók og það gekk bara rosalega vel.. las þarna alveg 75bls (sem eg er mjög ánægð með þar sem ég er frekar lengi að lesa alltaf) og núna á ég bara eftir nokkrar bls... sagan er 106bls. Ég fer svo í krossapróf á morgun og vona bara að það eigi eftir að ganga vel :)
Eftir að við höfðum lært svona mikið og verið svona rosalega dugleg þá fórum við og fengum okkur GEÐVEIKT góða pizzu á Hróa Hetti.. nammi namm!
Svo ætlum við aftur á þjóðarbókhlöðuna í dag en þá ætla ég að vera rosa dugleg að lesa Njálssögu, því ég fæ líklegast að taka bara prófið í því á morgun :)
Svo það er alveg nóg að gera :)
En núna er ég farin að kúra smá uppí rúmi áður en Gyða Stefanía kemur og svo þarf ég að fara til læknis :(
+ Sigrun bloggaði kl. 11:31 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, febrúar 23
Ég var eins og svo oft áður að vafra um heima netsins , þegar ég fann þessa mynd af Evu sætu á FELIX.IS

+ Sigrun bloggaði kl. 17:47 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, febrúar 22
Ég er nýkomin heim úr vinnunni og búin að nærast líka á þessum stórgóða hamborgara sem pabbi eldaði. Voða lítið að segja frá nema að ég fór ekki í vinnuna í nótt (NASA) ... lagði mig til 22:00 og þegar ég vaknaði var ég að deyja í maganum og geðveikt óglatt, reyndi að redda þarna vaktinni með að hringja og smsa í 2 aðila .. einn þeirra hafði þá sæmd í sér en hinn gaf skít í mig og svaraði ekki símanum.. ÉG ER BRJÁLUÐ AGNAR!!!! ... En Eva þú ert elska :)
En já semsagt ég ætlaði þarna að pína mig í vinnuna og búin að klæða mig og alveg tilbúin þegar ég byrja bara að kasta upp og komst því ekki í vinnuna....
Ég er búin að vera miklu skárri í dag,sem betur fer :)
Á dagskránni í kvöld er að læra undir Njálssögu próf sem ég hef ekki enn tekið vegna ítrekinna veikinda .... en á morgun er dagur nýrra tíma því núna ætla ég að fara að verða dugleg að mæta í skólann og ekkert múður....
og svo ætla ég að horfa á Simple Life ... snilldarþáttur á Skjá1 ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 19:22 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, febrúar 20
Vissuð þið að á bakvið allar auglýsingar eru þvílíkar pælingar og ég veit ekki hvað... til að selja vöruna..-
Ójú.. ég ræddi við hann Agnar Hafliða , eða Agnar Árelíus eins og ég kýs að kalla hann, í gær símleiðis.. - jæja þarna vorum við að tala bara um allt og ekkert .. þegar ég skyndilega byrja mikið að spá í umbúðirnar á TWIX súkkulaðinu sem ég var nýbúin að klára.. og sagði eitthvað við Agnar á þessa leið : Veistu ég er að borða GEÐVEIKT gott súkkulaði.. og vá hvað umbúðirnar eru girnilegar.. stafirnir og svona.. !! Og oftar en ekki kom Agnar með skemmtilegan fróðleiksmola - - og þetta var reyndar bara mjög áhugavert...
OK hafiði einhvern tímann spáð í það AF HVERJU litlir krakkar suða t.d. alltaf um morgunkornspakkana í búðunum (Lucky Charms, Honey Nut Cheerios, Coco Pops o.frv.) ? No.. U think U do..but U dont!! - Á pökkunum eru auðvitað alltaf þessar skemmtilegu fígúrur.. en hafiði einhvern tímann tekið eftir því að þær horfa alltaf NIÐUR en ekki bara beint áfram?..
Ástæðan : Jú, hún er sú að neðan úr kerrunni þá horfa litlu krakkarnir upp og fígúrurnar NIÐUR .. þannig að krakkarnir upplifa það þannig að fígúran sé að horfa á þau og þar af leiðandi vilja þau pakkann í hendurnar!
Þannig að þessar auglýsingar allar eru rosalega útpældar hjá þessum svikahröppum sem búa þetta til...
Eins og hérna fyrir nokkrum árum þá horfði maður á sjónvarpið og skoðaði tímaritin, og alltaf í öllum svona auglýsingum, eins og t.d. make-up auglýsingum sá maður þessar geðveikt fallegu og perfect konur vera að auglýsa og maður hugsaði með sér : Af hverju er ég ekki svona?.. Af hverju er ég ekki með svona slétta húð? og bla bla bla...
En núna VEIT ég að þetta er allt fake.. það er enginn svona fullkominn.. !!
Þess vegna vorkenni ég rosalega stelpum sem halda að þetta sé raunveruleikinn ... það bara ætti ekki að leyfa þetta því ég fullyrði hér með að þetta eyðileggur sjálfsmynd stelpna.. og þá sérstaklega unglingsstelpna!!! (Það er allavega mín skoðun á málinu)!
Hmm hvað er meira hægt að segja... jú.. eitt sem ég las á blogginu hennar Diljáar um komu Burger King til Íslands!
Diljá fagnaði þar að Burger King væri kominn en ég er hins vegar á allt annarri skoðun.
Ég prófaði þetta rusl þegar ég fór til Glasgow í haust og NEI TAKK... ALDREI AFTUR!!!
Djöfullsins ÓGEÐ sem einn hamborgari gat verið.. það liggur við að ég kúgist við tilhugsunina.. eða nei... kannski ekki alveg svo slæmt.. en allavega var mín reynsla þannig að ég mun aldrei setja Burger King uppí minn munn aftur...
En samkeppni er alveg jákvæð.. en samt .. - er McDonalds svo rosalega dýr?
Við systurnar höfum gert talsvert af því að nærast af þessum "holla" og GÓÐA mat og við fáum okkur alltaf bara ostborgara og franskar og shake (einn handa sælkeranum honum pabba líka) og þetta er undir 1000kalli.. það er ekki nema þegar maður er farinn að kaupa eins og beikonborgara og BigMac og þannig sem verðið fer eitthvað að hækka .. en jú ég væri til í að sjá það breytast.. maður er að borga fyrir ostborgara kannski 200kall en ef maður ætlar að fa beikonborgara þá er hann kominn hátt uppí 400kall ... semsagt maður er að borga 200kall aukalega fyrir 2 ræmur af beikoni.. TSSS.. Skammist ykkar fyrir að bjóða fólki uppá þetta!!!
+ Sigrun bloggaði kl. 10:16 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, febrúar 19
Ég talaði mikið við Þórhildi í gær (var að vinna á NASA) um íbúðarkaup og allt sem því viðkemur.. og er orðin mjög spennt fyrir því að kaupa mér íbúð!!
Fyrsta pælingin var að ég myndi taka lán uppá 1.milljón - leigja svo ut íbúðina í 3 ár og nota leigupeninginn til að borga niður milljónina...
En eftir að hafa pælt aðeins meira í þessu öllu saman, þá hef ég ákveðið að byrja bara að leggja fyrir á mánuði inná lokuðu bankabókina mína, því það er miklu sniðugra að eiga 1.-1,5milljón þegar maður kaupir.. --
Mig langar geðveikt að kaupa íbúð niðrí bæ.. helst í Þingholtunum.. en þetta gerist nottla ekkert strax í dag svo ég þarf kannski aðeins að stíga niður á jörðina .. and get back to reality ;)
En þetta er alveg hægt og ég ætla pottþétt að gera þetta.. bara safna fyrst!!!
Ég fór í litun og plokkun áðan.. en áður en ég komst þangað.. reyndar bara í ganginum heima þá slasaðist ég frekar illa,.. æ ég ætla ekkert að gera minna úr þessu en þetta var ... ég slasaðist VIRKILEGA ILLA og á mjög erfitt meiraðsegja með að tikka á lyklaborðið..
- Málið er að ég var að klæða mig í skóna og nöglin á mér einhvern veginn beyglaðist oní hann eða.. æ vá það er ekki hægt að útskýra þetta.... - en eins og kannski einhverjir vita að þá er ég með gelneglur .... og þær ykkar .. og Aggi ... sem hafið reynslu af slíku, vitið hvað er ÓGEÐSLEGA sárt þegar maður rekur neglurnar utan í.. allavega,lítið annað hægt að segja en það að ég er vel kvalin í litlu nöglinni minni :(
Ég ætlaði að vera ógeðslega dugleg í dag og fara uppá Þjóðarbókhlöðu... en fór ég ?? - NEI!!
Ég veit eiginlega ekki af hverju ég fór ekki.. það bara varð einhvern veginn þannig.. en kannski ég verði dugleg á morgun og fari... því ég einhvern veginn get ekki lært hérna heima.. það er bara allt sem truflar mig og fær mig til að læra ekki!
Ekki nógu sniðugt...
Ég þarf að fara að taka mig á í þessum skólamálum.. ég er nefnilega búin að gera áætlun til að klára skólann sem fyrst (ég er komin með 30einingar og er að taka 16 núna) og hún er svona :
Vor 2004 - 16 einingar - ALLS 46 einingar
Sumarskóli - 15 einingar - ALLS 61 eining
Haust 2004 - 20 einingar - ALLS 81 eining
Vor 2005 - 20 einingar - ALLS 101 eining
Sumarskóli - 15 einingar - ALLS 116 einingar
Haust 2005 - 24 einingar - ALLS 140 einingar
Þannig ef ég geri þetta svona og verð ógeðslega dugleg.. þá get ég klárað stúdentinn Haust 2005 --- og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi .. svo þetta á alveg að vera hægt!!! :) :)
Ég veit ekki hvort eru einhverjir sem hafa heyrt um það, en jú örugglega einhverjir.. þá er hægt að fara á námskeið sem heita : Dale Carnegie..
Þetta eru rosalega vinsæl námskeið og mjög sniðug hef ég heyrt.. ég ætla ekkert að fara útí einhverja svaka lýsingu hér en allavega þá langar mig rosalega á svona námskeið.. það kostar reyndar alveg slatta - 105.000.- en hægt er að sækja um það að stéttarfélagið sem maður er hjá, borgi helminginn á móti..
Lesið um Dale Carnegie námskeið
HÉR
+ Sigrun bloggaði kl. 20:19 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, febrúar 18
Þökk sé Diljá, þá get ég nú skrifað íslenska stafi :)
En nóg um það.. ég er að fara að vinna eftir hálftíma svo ég mun nú ekki skrifa eitthvað svakalegt hérna, eins og ég er einmitt vön að gera ;)
Ég var að skoða Iceland Express síðuna og vá hvað mig er farið að langa til útlanda... það eru einhver tilboð hjá þeim á konudaginn þar sem maður getur fengið flug til London fyrir 7.900.- og flug til Köben fyrir 9.900.- , ... þetta er nottla enginn peningur.. flugvallarskattur inní og svo þarf maður bara að borga aukalega fyrir hótelið!
Líka sniðugt að maður getur bara flogið til Alicante eða einhvert annað fyrir nánast engan pening!
Svo langar mig líka geðveikt að fara út í sumar, bara fara eitthvað og leigja íbúð og finna vinnu og vera bara allt sumarið... það væri GEÐVEIKI!! Eitthvað skemmtilegra en að vera alltaf heima á leiðinlega Íslandi..-sem ég er BTW komin með vel mikið ógeð á!!!
Já svo langar mig líka á Halle Berry myndina sem er núna verið að sýna... GOTHIKA !!!
Ég hef heyrt að hún sé mjög góð ..... langar geðveikt á hana...
En núna er ég farin að taka mig til fyrir vinnuna.. líka í ljósi þess að hann faðir minn þurfti endilega að koma hérna og spurja hvort ég væri ekki að fara að taka mig til...-semsagt eyðilagði GJÖRSAMLEGA sköpunargleðina mína !!!
ARRG... og ég sem hefði getað setið hér og skrifað endalaust ef ég hefði ekki verið trufluð.. jæja.. þarna misstuð þið af miklu .. ::: Kvartanir berist í síma : 553-9311 !!
+ Sigrun bloggaði kl. 21:02 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, febrúar 17
Jaha... eg er ekki buin ad skrifa i 2 daga og bid eg ykkur afsokunar a tvi, eg veit ad tetta hefur verid erfitt!! En eg er komin aftur, og tad an kommustafa... vel mikid bogg tvi eg er von ad skrifa bloggid mitt a annarri sidu tar sem haegt er ad breyta stofunum i html code EN NEI - HVAD GERIST?? Nu sidan audvitaf beilar bara og opnast ekki.. og Sigrun kann ekki ad stilla blogger draslid tannig ad islensku stafirnir komi ekki ut i rugli... en tetta er allt i godu,.. vid lifum tetta af!!
Vitidi hvad... JEY eg er komin med nyjan sima.. NOKIA 3100 ... rosa stolt af nyja leikfanginu...
mamma og pabbi keyptu hann um helgina tegar tau foru ut og keyptu svo lika einhverja boli handa mer, eg dyrka ad fa ny fot :)
Eg er svo nuna ad fara i ljos og svo ad laera undir prof i Njalssogu sem eg aetla ad fa gedveikt gott i, gengur ekkert ad slugsa lengur!!
Ohh svo fekk eg ad vita i dag ad eg tarf ad vinna a morgun, a NASA.. ekki alveg ad fila tad tvi eg hata ad vinna i midri skolaviku en svona er tetta vist.. madur gerir ekki alltaf tad sem er skemmtilegt -- ohh naumast hvad eg er sleip a spekinni herna... ;)
En ja.. eins og venjulega ta hef eg nu ekkert merkilegt ad segja fra... hmm er ad reyna ad finna eitthvad BUT no..
Later.. :)
+ Sigrun bloggaði kl. 22:07 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, febrúar 14
"Góða kvöldið" :) .. Ég verð að segja að dagurinn í dag var nú ekkert sá allra skemmtilegasti! Hann var ekkert SLæMUR, en ekkert æðislegur heldur..
Ég og Lilja vorum fastar í barnapössun frá hádegi og framá kvöld.. okkar ástkæru systkini eru svo upptekin við vinnuna og félagslífið að við systurnar neyddumst til að bjarga deginum/kvöldinu fyrir þeim.
Halldór kom með Gyðu Stefaníu um 11:30 .. það var reyndar ekkert öfga mál að passa litlu dúlluna, plögguðum bara Lion King í videotækið, gáfum henni að borða og svo svaf hún mestallan daginn.
Íris systir kom með sína krakka kl.17:30 og náði í þá um 22:00 þegar ég og Lilja vorum að fara í bíó með Hans Inga....
En við fórum semsagt í Álfabakka.. á myndina Somethings Gotta Give (lúxussalnum takk fyrir) og hún var nú bara fín.. mér fannst hún reyndar svoldið langdregin.. og djöfull var ógeðslega heitt þarna inni.. ég hélt að ég myndi bara soðna!!
En við fórum svo bara heim, þar sem ég er að venju að nördast í tölvunni.. en er hins vegar á leiðinni að hita upp pizzu síðan í kvöld og kannski fara bara að sofa eða horfa á sjónvarpið :)
NIGHT NIGHT
+ Sigrun bloggaði kl. 03:35 +
~~~~~~*~~~~~~
föstudagur, febrúar 13
Dagurinn í dag var bara mjög skemmtilegur verð ég að segja :) :)
Ég byrjaði hann svo skemmtilega með að skrópa í skólanum, þar sem ég nennti svo engan veginn að mæta..ég veit..ég er hrikaleg með þetta... og frá og með mánudeginum þá mun ég byrja að mæta í ALLA tíma! :)
En allavega,.. um 5 leytið fór ég niðrí BO (Bræðurnir Ormsson) þar sem Aggi ætlaði að sýna mér stafrænar myndavélar. Ég endaði með að kaupa mér eina mjög flotta,sem ég er rosa ánægð með:) Við vorum búin að ákveða að fá okkur að borða svo en ég píndi hann fyrst til að koma heim og tengja myndavéladraslið við tölvuna þar sem ég kunni það ekki.
Eftir það skutlaði ég honum fyrst í Ríkið þar sem hann ætlaði að kaupa sér *óáfengt* áfengi (HEHE).. svo fórum við á McDonalds og keyptum þar heilan helling af mat (líka handa Lilju), og fórum svo heim að borða :) :) Það var bara voða gaman hjá okkur..
Svo um 9 leytið var nottla planið að NASA-stelpurnar myndu hittast á kaffihúsi.. en NEI . . Eva,Sirrý og Lára beiluðu.. tsss stelpur ;) .. en nei,það var alltí lagi.. Eva greyið mitt orðin veik og Sirrý var ekki á bíl svo að... og ég veit ekki alveg með Láru..hmm..?? :)
En ég plataði Agga með þar sem við vorum svo fáar eftir, svo við hittum Betu og Diljá á Vegamótum og vorum þar bara hress og kát .... :) Ég fékk mér þetta fína pasta, sem ég borðaði bara nokkra bita af, og sé virkilega eftir núna að hafa ekki kláraÐ:( ....en kvöldið var bara virkilega skemmtilegt fannst mér :)
Næsta stelpukvöld verður bara skipulagðara OG ÞÁ SKULU SKO ALLAR MæTA!!! :)
Ég bætti hinsvegar við nokkrum myndum sem voru teknar í dag og kvöld..
Ég er farin að lúlla :)
**HaPpY hOuRs**
+ Sigrun bloggaði kl. 01:07 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, febrúar 11
Ég hef voða lítið að segja eins og venjulega.. mamma og pabbi eru allavega að fara út í nótt (til Glasgow) .. fínt að fá smá pásu..-nei bara að djóka :) :/ . . en ég er á leiðinni að búa til óskalista þar sem mig vantar eitthvað nýtt.. það eru alveg sko 3 dagar síðan ég keypti mér síðast föt svo að...!
En annars þá þarf ég að fara að lesa undir próf sem verður á morgun.. lucky me.. ég er að fara að lesa Njálssögu . . . . en ég verð að brillera á því,ég bara verð!
Ég ætla samt í ljós áður ;) ;)
En eitt helvítis bögg í gangi hérna... þið vitið þetta drasl sem kemur í Archives.. semsagt allt sem maður hefur bloggað.. well það kemur ekkert hjá mér :( svo að öll snilldarskrifin mín bara hverfa jafnóðum..
eins og dögg fyrir sólu --- (HAHA toppaðu þetta Aggi) ---
Ef þið kunnið eitthvað á þetta þá HJÁLPIÐ mér
+ Sigrun bloggaði kl. 16:49 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, febrúar 10
Allt að gerast í heimi Sigrúnar! Nei segi svona... núna er allt tilbúið fyrir Stelpukvöld NASA sem haldið verður á fimmtudaginn kemur.. ekki slæmt ! Strákar . . U ARE REALLY MISSING OUT!! hehe;)
Við verðum með myndavélar á staðnum og tökum myndir af allri gleðinni, og ég set þær svo inn í næstu viku vonandi :)
En í gær fór ég semsagt í sjúkrapróf í Íslensku.. og ég get því miður ekki sagt að ég hafi eitthvað verið að gera alltof góða hluti þar.. ónei.. ég ætlaði að læra bara milli 12-15 (prófið byrjaði kl.15) en NEI... var ég þá ekki bara búin að týna helv... bókinni og gat bara lesið einhverjar aumar glósur sem ég átti.. en ekki mikið hægt að svekkja sig á því!
Á fimmtudag fer ég svo í próf aftur í íslensku,Njálssögu, og þá ætla ég sko að brillera ;) ;)
Núna er ég allavega að fara að nördast aðeins í tölvunni áður en ég fer að sofa,.. svo ég segi bara NÓTT NÓTT :)
+ Sigrun bloggaði kl. 23:44 +
~~~~~~*~~~~~~
Víííí.... núna eru allar myndirnar komnar inn :) :) Ohh ég er svo stolt ;)
Ég var að spá í því um daginn að fara kannski og fjárfesta í 1stk. stafrænni myndavél.. og núna held ég að það væri bara nokkuð sniðugt.. þá get ég verið með vélina alltaf á mér og tekið myndir "like all the time" ;) .. þá er bara spurning hvaða merki maður ætti að kaupa.. endilega þeir sem vita eitthvað um myndavélar mega commenta hér og gefa mér ráð.
Annars var ég bara að koma úr ljósum og fór beint í tölvuna að setja myndirnar inn..
fer svo í próf á morgun í íslensku.. um Völuspá.. og er ekki einu sinni byrjuð að læra undir það, er að fara að taka sjúkrapróf þar sem ég var svo lengi veik.. en ég fer ekki í prófið fyrr en 15:00 og er búin í skólanum 9:30 svo ég hef alveg nægan tíma til að læra :)
Well.. þá segi ég bara góða nótt og "quote-a" í Agga með síðustu orðin :
,,nú ætla ég að halla höfði mínu að kodda vorum og leggja aftur augnlok uns ég fell til svefns, þar sem englar næturinnar grípa mig með sér í draumfarir mínar, líkt og silfurlituðu demantsglingri væri dreift yfir huga vorn...."
+ Sigrun bloggaði kl. 00:39 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, febrúar 8
Var að setja inn fleiri myndir, eiga samt eftir að koma einhverjar í viðbót :)
+ Sigrun bloggaði kl. 21:43 +
~~~~~~*~~~~~~
Ohh það er svo gott að vera komin heim.. :)
Eins og ég sagði í gær þá var ég að spá í að djamma en nennti svo ekki, er enn með eitthvað í hálsinum svo ég ákvað að taka því bara rólega og fór bara og leigði spólu og keypti helling af nammi:) Ég er líka frekar fegin því ég er að lagast í hálsinum, hefði pottþétt versnað ef ég hefði farið út.
En já svo var ég bara að vinna í dag, algjört brjálæði þessir götumarkaðir..
ég er líka geðveikt happy því ég keypti helling - keypti á útsölunni 3peysur(700kr.stk), bol(500kr),trefil,húfu og vettlinga(250kr.stk) og svo keypti ég bol,peysu og derhúfu sem var bara að koma .... ég er alveg þokkalega sátt :)
Hafiði tekið eftir því hvað manni líður ógeðslega vel þegar maður hefur verið að versla svona .. ég hef allavega tekið eftir því ;)
En núna er ég að spá í að horfa á seinni myndina sem ég tók í gær, fara í ljós og horfa svo á Trista&Ryan´s wedding og Friends.
Ég hélt að brúðkaupsþátturinn þarna væri bara þúst einn þáttur eða eitthvað.. EN NEI .. þá er þEtta bara heil þáttaröð.. whats up with that??! En jæja þá er kominn enn annar þátturinn sem ég verð hooked á ... vikan er bara full hjá mér því það er svo góð dagskrá í imbanum...
mánudagar = Survivor All Stars,Skjá-einum
þriðjudagar = Paradise Hotel, Popptíví
miðvikudagar = Americas Next Top Model,Skjá-einum ... og Extreme Makeover,Stöð2
Fimmtudaga = Trista&Ryans Wedding,Skjá-einum
Föstudagar = FRIENDS
En núna er ég hætt... hvernig var svo djammið hjá ykkur sem djömmuðum í gær??? :)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:12 +
~~~~~~*~~~~~~
laugardagur, febrúar 7
Ég er loksins búin að koma þessum helv.... myndum upp, sem var engan veginn gaman..
tekur ekkert smá langan tíma að gera þetta og ég er ekki einu sinni búin með helminginn.. en ég er búin að setja inn 82myndir og svo reyni ég að gera hitt eins fljótt og ég get :) :)
Er að spá í að djamma í kvöld, samt alveg tilbúin að vera í einhverju letistuði hérna heima.. sé bara til hvað ég geri.. :)
+ Sigrun bloggaði kl. 20:46 +
~~~~~~*~~~~~~
fimmtudagur, febrúar 5
Góðar fréttir VEI:) Ég fékk Halla til að setja á disk fyrir mig myndir frá starsmannadjamminu síðan í september og ég fæ þær á eftir ... er því miður að fara að vinna kl.20:30 og engan veginn að nenna.. langar mest að liggja í leti og gera ekki neitt.. eitthvað U2 cover band að spila, vonum bara að það verði ekkert að gera og ég fái bara að fara heim.. thats a nice thought ;) neinei þetta verður örugglega fínt.. svo er ég að fara að vinna í Topshop/Miss Selfridge um helgina, hlakkar geðveikt til :) - ég átti aldrei von á að ég myndi sakna þess að vinna þar á daginn en ég geri það virkilega... er svo endalaust EKKI að nenna að vera í skólanum!! En ég læt myndirnar örugglega bara inn á morgun, annars fer það eftir því kl. hvað ég kem heim í kvöld .. en annars þá segi ég bara bæ og verið dugleg að skrifa á spjallborðið ;) ;)
+ Sigrun bloggaði kl. 19:25 +
~~~~~~*~~~~~~
miðvikudagur, febrúar 4
Jæja núna er ég búin að ákveða það!! Mánudagurinn 9.febrúar mun marka ný tímamót í mínu lífi! ÓJÚ.. Sigrún byrjar í líkamsrækt! Löngu orðið tímabært.. búin að tala um þetta núna í nokkur ár en aldrei komið mér af stað.. en núna gengur þetta ekki! Eva.. ég vil að þú komir með mér :) Og eins þið hinar.. byrjum bara átak..
Ég var búin að segja við Ingu, owner of NASA.. and yes u guessed it right..-I do know her hehe:) . . okey nóg komið af rugli.. jæja semsagt ég var byrjuð að tala um þetta í september, ef svei mér þá ekki fyrr, að ég myndi byrja í þvílíku átaki, en aldrei gerist neitt, svo var ég síðast búin að segjast byrja strax eftir áramót en NEI - ekki byrjuð enn.. svo núna er bara að standa við stóru orðin... - - Sjáum núna hver mun fara út að skokka kl.5 á morgnana Inga !! ;)
En ég er núna nýkomin úr ljósum, ég veit Eva, þetta er óhollt :/ . .
fékk samt ekki tíma í klippingu fyrr en á föstudaginn, en það er bara í góðu lagi

+ Sigrun bloggaði kl. 22:06 +
~~~~~~*~~~~~~
Busy day! Fór í skólann kl.8 þó ég væri engan veginn að nenna því... Sleppti síðan síðasta tíma af því að ég nennti ekki að fara í hann.. eða.. ttjaaa - segjum að hvaa 10% af því hafi verið þreyta hehe

(Aggi er sá eini sem á eftir að fatta þennan.. og kannski Eva ef hún man)
En allavega, fór svo í Smáralindina og í Topshop þar sem ég keypti mér húfu og bol .. ógisslega ánægð :) Fór í búðir með Kristrúnu og svo heim. Þar var sko deginum ekki lokið, því ég náði ég þurfti að fara með föt á saumastofu og láta gera við gleraugun mín sem ég braut svo snilldarlega í gær.. Hitti einmitt Sigga svo á leiðinni út.. :)
En ég hef voða lítið að segja í bili, ætla að athuga með tíma í klippingu, þar sem ég er komin með rót dauðans.... og svo fara í ljós ví:)
BLE BLE
+ Sigrun bloggaði kl. 16:06 +
~~~~~~*~~~~~~
þriðjudagur, febrúar 3
Jahérna hér... ég ætlaði að vera flott á því og fara í ljós .. fer semsagt í ljós - en þegar ég er þarna að fara að setja á mig vörnina fatta ég að ég tók vitlausa túbu með mér... í staðinn fyrir að taka sólarvörn þá tek ég með mér eftirkrem með brúnkukremi.. arrg ég var svo pirruð.... var ekki viss hvort ég ætti að sleppa því að fara í bekkinn eða að taka sjénsinn á að koma eins og brunarústir út... en jú ég tók sjénsinn og sé ekki eftir því, ég brann ekkert :)
Eitt nýtt sem ég er búin að setja á síðuna er : Teljari sem segir til um hve margir eru á síðunni í einu .. :)
Og neðst kemur teljari . . . ekki komið mikið þar inn, þar sem ég er bara núbúin að setja það inn:)
Well.. off to bed .. nighty night!
+ Sigrun bloggaði kl. 23:59 +
~~~~~~*~~~~~~
Ég hef ekki mikið að segja núna annað en að ég er á leiðinni í ljós núna til að fá smá lit (orðin hvítari en ég veit ekki hvað)... og mæti svo hress í skólann á morgun.
Og Eva og Beta . . við verðum bara að hittast og skipuleggja stelpukvöldin
er það ekki bara málið?
En núna er ég farin..... oh by the way... Guðrún Elísabet (A.K.A Beta) WOULD U CALL ME????!!
Það er bara impossible að ná á þig kona... - I HAVE TO TALK TO U!!
+ Sigrun bloggaði kl. 22:10 +
~~~~~~*~~~~~~
Nasa-boys (Dóri-Gunni-Jaoa-Siggi-Ísi)

+ Sigrun bloggaði kl. 17:58 +
~~~~~~*~~~~~~
mánudagur, febrúar 2
Ég er að spá í að drífa mig í rúmið eftir mjög svo annasaman dag. Ég hef verið mjög upptekin við litla barnið mitt hérna.. A.K.A luckywonder.blogspot.com híhí
búin að vera að setja inn linka og myndir og inn á milli klíða verið mjög upptekin á MSN og að tala í símann við ekki ómerkilegra fólk en Evu og Agga.... svo það er ekki hægt að segja að ég hafi setið aðgerðalaus !!
En allt gott tekur enda og verð ég því miður að leggjast til hvíldar.. en engar áhyggjur.. þið getið tekið gleði ykkar á ný því . . jú .. ég mun blogga á morgun . .
+ Sigrun bloggaði kl. 23:52 +
~~~~~~*~~~~~~
Eva gella

+ Sigrun bloggaði kl. 21:36 +
~~~~~~*~~~~~~
Lára og Joao ... sætust saman
Sirrý og Þórunn

+ Sigrun bloggaði kl. 18:00 +
~~~~~~*~~~~~~
Jæja . . enn einn dagurinn sem ég fer ekki í skólann.. en það er nottla alveg skiljanlegt þar sem ég er að jafna minn enn eftir erfið veikindi (hálsbólgu+kvef af verstu gerð)..! Ég ætlaði að vera geðveikt dugleg um helgina og læra svakalega mikið en lærði svo bara ekki neitt! Eina sem komst að í hausnum á mér var þessi síða og að koma öllu draslinu inná hana.
En það er bara gaman að því... ég verð bara dugleg að læra á eftir.. ég veit líka til þess að aðrir voru nú ekkert svo duglegir heldur að læra um helgina og þeir höfðu ekki nærri því eins góða ástæðu og ég (*hóst*Aggi*hóst*) !
En ég er semsagt búin að ákveða það að ég verð að fara að gera eitthvað í því að koma mínum feita rassi í ræktina áður en ég enda sem offitusjúklingur.....
ég ætlaði að vera löngu byrjuð . . ég og Eva fórum meiraðsegja í prufutíma, í endann á október held ég, og það gekk rosalega vel.. við ætluðum að fara til einkaþjálfara sem myndi búa til plan handa okkur en svo hefur ekkert gerst.. fórum bara þetta eina skipti og búið.. tsss.. Eva við hljótum nú að geta betur
En ég er hætt í bili, skrifa örugglega meira í kvöld . . . en já bara svona í lokin að þá tek ég undir með Betu - sumir aðilar ættu ekkert að vera að dissast neitt með hvað þetta sé sorglegt .. þetta er bara afbrýðisemi Aggi.. augljóst að sumir grétu í koddann í nótt!!

+ Sigrun bloggaði kl. 17:32 +
~~~~~~*~~~~~~
sunnudagur, febrúar 1
Núna er loksins komið commenta-kerfi inná síðuna og ég þakka
Diljá fyrir það
Núna verða allir að vera duglegir að skrifa comment !!
+ Sigrun bloggaði kl. 19:53 +
~~~~~~*~~~~~~
Beta skvís

+ Sigrun bloggaði kl. 16:34 +
~~~~~~*~~~~~~
LOKSINS!!!! Ég er búin að endalaust reyna að koma þessari dúkku hérna inná en ætlaði ekki fatta hvaða html code ég þyrfti að nota.. en sko mig.... gáfurnar sögðu nottla til sín á endanum hehe..
En ég er að spá í að fara að drífa mig í rúmið . . . leigði bara video með Lilju í kvöld og horfðum svo líka á Survivor.. lærði akkurat EKKERT í dag svo ég verð að vera dugleg á morgun... eða í dag get ég nú eiginlega bara sagt :)
Aggi var að djókast í dag með að bjóða mér til London í sumar . . og AGNAR > þú færð að bjóða mér... það segir enginn neitt svona við MIG í gríni.. doesnt work baby boy hehehe
En ég er þá farin að lúlla . . samt ekkert þreytt ..
Góða nótt
+ Sigrun bloggaði kl. 05:41 +
~~~~~~*~~~~~~