sunnudagur, nóvember 16

Góða kvöldið !! :)
Það var bara mjög nett stemmning á Bubba tónleikunum í gærkveldi en bara rétt eftir að hann hætti þá þurrkaðist bara fólkið alveg út.. en svo lagaðist þetta og meira fólk mætti.. það var lokað eitthvað rétt eftir 04:00
Ég var komin heim þegar kl. var að ganga 05:00 og fór að sofa hálftíma seinna.
Vaknaði svo kl.11 og fór í vinnuna :( .... ÚFF ég var ekkert smá þreytt, var engan veginn að meika að vakna but I had too! . . . það var bara fínt að gera í dag svo tíminn leið sem betur fer hraðar.
Var búin kl.18 og og dreif mig heim þar sem mom&dad voru búin að búa til þennan fína mat:)
Skutlaðist svo með Halldór og Nonna og var svo bara í letistuði hérna heima og hef verið í allt kvöld.
Er búin að vera að setja eitthvað drasl inná þessa blessuðu heimasíðu, en kann ekkert á þetta rusl!
Ef einhver þarna úti kann eitthvað á þetta þá má sá aðili ENDILEGA senda mér email á : sigrun84@hotmail.com!! Ég kann ekki einu sinni að gera þetta að link, ég held það segi allt sem segja þarf!
Og þið megið líka koma með uppástungur að linkum og öðru sem ég get sett hérna inn á, því einsog þið kannski sjáið, þá er ég mjög hugmyndasnauð á þetta allt saman!
Líka það að ég kann ekki að setja myndir inn á daglega bloggið.. just don't know how to!!

En núna er ég farin að sofa... vona að fleiri hafi átt eins yndislegan dag og ég :)

+ Sigrun bloggaði kl. 23:48 +

~~~~~~*~~~~~~

laugardagur, nóvember 15

DJÖFULLSINS!!!! - nú er ég bara PIRRUÐ!!!
Ég hélt að að ég ætti að mæta 23:45 og ætlaði svo feitast að fara að leggja mig í 3-4 tíma og voða gott allt... EN NEI!! - þá hef ég greinilega ruglað tímanum.. eða ég held samt að Halldór hafi gert það, því hann hringdi áðan og spurði hvort ég gæti ekki farið að mæta og ég alveg : bíddu hvað meinaru, ég á að mæta 12 og hann alveg : Nei.. þú átt að mæta 20:45 ... -
Ég er ekki nógu sátt núna get ég sagt ykkur .. but what to do?!?!
ARRG.. þetta er bara bögg en ég verð víst að drullast til að gera mig tilbúna fyrir vinnuna núna:)

+ Sigrun bloggaði kl. 20:12 +

~~~~~~*~~~~~~


Dúddírú..... ég kom heim úr vinnunni kl. 6 og er svo bara búin að vera að gera ekki neitt síðan þá. Fékk mér nú reyndar að borða og talaði við Agga í símann, hann bara getur ekki höndlað einn dag án þess að tala við mig... ég er bara ómissandi hehe :)
En annars þá er ég bara að nördast í tölvunni og ætla svo að kúra smá áður en ég fer að vinna í kvöld kl. 23:45 .... Bubbi að spila og bara stemmning.. bara allt að gerast :)
Ég ætla að vona að ég verði ekki að deyja úr kulda einsog í gær..ég var einsog eitthvað dauðyfli þarna á balanum!
Frekar fyndið líka, að það kom einhver breskur gaur og sagði við mig : Don't be so mad.. ég var alveg : I'm not mad... og hann svaraði eitthvað : You look like you wanna beat somebody up !
Þannig að frá og með núna þá verð ég bara HAPPY HAPPY JOY JOY í vinnunni :) :) - sem er ekkert að fara að gerast en ég get samt alveg sagt það :)


En það helsta í dag er að Eva gella á afmæli í dag, tvítug.. - TIL HAMINGJU CUTIE :)

+ Sigrun bloggaði kl. 19:43 +

~~~~~~*~~~~~~

föstudagur, nóvember 14

Jahérna hér.... eins og hún Sirrý sæta myndi segja... -
Þá er ég loksins komin heim.. eða ég kom reyndar heim eitthvað að ganga 19:30, og er svo búin að vera að dúllast eitthvað við að gera litlu heimasíðuna mína tilbúna, LOKSINS kann maður eitthvað á þetta... þökk sé Sizla og Ísa. Sizli var reyndar búinn að reyna að kenna mér þetta fyrir nokkrum mánuðum, reyndar í gegnum MSN, og ég skyldi ekki rassgat, en svo sýndi Ísi mér þetta betur í gærkvöldi og þá kom þetta allt saman :) :)
En annars hef ég ekkert mikið að segja,.. ég er að fara að fá mér að borða og horfa á afganginn af Idol, og lúlla svo smá áður en ég fer að vinna ;)

+ Sigrun bloggaði kl. 21:08 +

~~~~~~*~~~~~~


Jæja loksins komin heim og ætti að vera að drulla mér uppí rúm... EN NEI! Hvað er ég þá að gera? - Hvað annað en að nördast í tölvunni.... - gerist maður sorglegri? .. NEI veistu ég held ekki !! :)

+ Sigrun bloggaði kl. 03:44 +

~~~~~~*~~~~~~

   
Copyright 2005 Sigrún Edda